18 þúsund störf töpuðust í faraldrinum en 16.700 ný hafa orðið til

Seðlabankinn segir óvíst að hve miklu leyti ráðningarsamböndum sem byggjast á ráðningarstyrkjum verði viðhaldið, en þeir renna flestir út nú undir lok árs. Kannanir bendi þó til þess að störfum muni halda áfram að fjölga.

Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
Á meðal þeirra geira sem þurfa á mörgum starfsmönnum að halda er byggingageirinn.
Auglýsing

Frá því að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hófst hafa um 18 þús­und störf tap­ast sam­kvæmt tölum úr stað­greiðslu­skrá. Í ágúst síð­ast­liðnum höfðu hins vegar 16.700 störf orðið til á ný. Þetta er meðal þess sem kemur fram í rit­inu Pen­inga­mál sem Seðla­banki Íslands gaf nýverið út. 

Þar segir að flest störfin sem orðið hafi til séu í ferða­þjón­ustu og að greinin hafi nú end­ur­heimt um helm­ing þeirra starfa sem töp­uð­ust í far­aldr­in­um. Þá hafi störf í atvinnu­greinum sem að mestu end­ur­spegla opin­bera þjón­ustu verið tæp­lega sjö þús­und fleiri í ágúst síð­ast­liðnum en þau voru á árinu 2019.

Í Pen­inga­málum segir að bat­inn á vinnu­mark­aði hafi að hluta til verið studdur af vinnu­mark­aðs­að­gerðum stjórn­valda, sér­stak­lega í sumar þegar boðið var upp á lið­lega 2.600 störf fyrir náms­menn og fjöldi fólks var á ráðn­ing­ar­styrk. Áætlað sé að skráð atvinnu­leysi í októ­ber, sem var 4,9 pró­sent, hefði verið um 2,5 pró­sentu­stigum meira ef afskrán­ingum vegna ráðn­ing­ar­styrkja væri bætt við. Seðla­bank­inn telur að það séu þó senni­lega efri mörk áhrifa styrkj­anna því að ein­hver hluti fólks hefði eflaust hafið störf án þeirra. 

Óvíst hversu margir á ráðn­ing­ar­styrk fái áfram vinnu

Sem stendur eru enn í gildi svo­­­­kall­aðir ráðn­­­­inga­­­­styrkir, sem greiddir eru út í tengslum við atvinn­u­átakið Hefjum störf. Það snýst um að rík­­­­is­­­­sjóður greiði þorra launa nýrra starfs­­­­manna fyr­ir­tækja tíma­bund­ið, en þeir renna flestir út á næstu vik­­­­um. Í síð­­­­asta mán­uði voru 79 pró­­­­sent aug­lýstra starfa átaks­verk­efni eða reynslu­ráðn­­­­ingar og mörg þús­und manns eru ráðin á þessum ráðn­­­­ing­­­­ar­­­­styrkj­u­m. 

Auglýsing
Sam­­kvæmt mæla­­­borði Vinn­u­­­mála­­­stofn­unar hafa 7.204 ráðn­­­ingar átt sér stað á grund­velli átaks­ins frá 1. mars, en tæp­­lega 300 ráðn­­ingar voru gerðar undir hatti þess í októ­ber. Því má rekja um 70 pró­­sent af þeirri fækkun sem varð á atvinn­u­­leys­is­­skrá í síð­­asta mán­uði til átaks­ins. Vinnu­mála­stofnun spáði því í síð­ustu birtu skýrslu sinni um vinnu­mark­að­inn að atvinnu­leysi gæti auk­ist að nýju undir lok árs 2021.

Mik­ill fjöldi ráðn­ing­ar­styrkja rennur út á síð­asta fjórð­ungi árs­ins. Í frétt sem birt­ist á vef RÚV á mið­viku­dag kom fram að þeim sem þegar hafa runnið út á samn­ingi hafi aðeins um tutt­ugu til þrjá­tíu pró­sent snúið aftur á atvinnu­leys­is­skrá. Haft var eftir Unni Sverr­is­dótt­ur, for­stjóri Vinnu­mála­stofn­un­ar, að það væri betri árangur en búist hafði verið við.

Í Pen­inga­málum segir að óvíst sé að hve miklu leyti ráðn­ing­ar­sam­böndum sem byggj­ast á styrkjum verði við­haldið en á móti vegi mikil ráðn­ing­ar­á­form fyr­ir­tækja og skortur á starfs­fólki. „Það gæti hægt á hjöðnun atvinnu­leysis eða það jafn­vel auk­ist tíma­bundið ef margir koma aftur inn á skrá þar sem pörun leit­enda og nýrra starfa getur tekið tíma.“

Ráðn­ing­ar­á­form hafa tekið kipp

Það dregur úr sjálf­virkt úr stuðn­ingi stjórn­valda sam­hliða minnk­andi atvinnu­leysi en sér­stöku átaks­verk­efni er sjálf­hætt þegar atvinnu­leysi á lands­vísu eða á ein­stöku land­svæði mælist sex pró­sent eða minna. Í átaks­verk­efn­inu fel­ast mild­ari skil­yrði og meiri fjár­stuðn­ingur en hefð­bundnir ráðn­ing­ar­styrkir veita. Í októ­ber voru ein­ungis Suð­ur­nes­in, þar sem atvinnu­leysi mæld­ist 9,2 pró­sent, yfir þeim mörk­um. Höf­uð­borg­ar­svæð­ið, þar sem lang­flestir atvinnu­leit­endur eru, fóru undir þau í sept­em­ber. Atvinnu­leysi þar mæld­ist 5,2 pró­sent í októ­ber. 

Í Pen­inga­málum segir að ráðn­ing­ar­á­form fyr­ir­tækja hafi tekið mik­inn kipp á öðrum fjórð­ungi árs­ins og reynd­ust áfram kröftug á þeim þriðja. „Sam­kvæmt fyr­ir­tækja­könnun Hag­stof­unnar voru tæp­lega 8.400 laus störf á þriðja árs­fjórð­ungi og því um 5.400 fleiri en á sama tíma í fyrra og lið­lega 3.700 fleiri en á sama fjórð­ungi árið 2019. Þá var árs­tíð­ar­leið­réttur munur á hlut­falli fyr­ir­tækja sem vilja fjölga starfs­fólki og þeirra sem vilja fækka jákvæður um 28 pró­sentur í haust­könnun Gallup meðal 400 stærstu fyr­ir­tækja lands­ins. Kann­an­irnar benda því til þess að störfum muni áfram fjölga næsta miss­er­ið.“ 

Óvissa sé þó um að hvaða leyti mik­ill vilji til að ráða starfs­fólk end­ur­spegli nið­ur­greiðslu launa­kostn­aðar í gegnum ráðn­ing­ar­styrki fremur en raun­veru­legan bata í vinnu­afls­eft­ir­spurn.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent