Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári

Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.

Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Auglýsing

Það sem af er ári hafa útlán banka til heim­ila auk­ist um níu til ell­efu pró­sent, og er vöxt­ur­inn nær ein­vörð­ungu til­kom­inn vegna auk­inna íbúða­lána. Hækk­andi stýri­vext­ir, sem hafa farið ur 0,75 pró­sent í vor í 2,0 pró­sent nú, hafa gert það að verkum að hlut­deild end­ur­fjár­mögn­unar hefur minnk­að. 

Útlán til fyr­ir­tækja hafa hins vegar dreg­ist saman frá byrjun árs 2021 og á þriðja árs­fjórð­ungi þess árs var stofn útlána banka til fyr­ir­tækja 2,9 pró­sent minni en hann var á sama tíma árið áður og um eitt pró­sent minni að teknu til­liti til áhrifa geng­is­breyt­inga á fyr­ir­tækja­lán í erlendum gjald­miðl­um.

Auglýsing
Þetta er meðal þess sem kemur fram í rit­inu Pen­inga­málum sem Seðla­banki Íslands gaf út í síð­ustu viku. 

Þar segir að útlán til nær allra atvinnu­greina hafi dreg­ist saman þrátt fyrir að efna­hags­um­svif hafi tekið kröft­ug­lega við sér. Mark­aðs­fjár­mögnun fyr­ir­tækja ásamt fjár­mögnun í gegnum sér­staka fag­fjár­festa­sjóði hafi þó að ein­hverju leyti vegið á móti sam­drætti útlána.

Svig­rúmið nýtt til íbúða­lána

Töl­urnar sýna að íslensku bank­arnir nýttu það aukna svig­rúm sem þeir fengu með lækkun á eig­in­fjár­kvöðum eftir að kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á í að lána heim­ilum til hús­næð­is­kaupa. Hlut­deild banka í útistand­andi íbúða­lánum er nú um 70 pró­sent en var 55 pró­sent í byrjun árs 2020. 

Sam­hliða hefur orðið eðl­is­breyt­ing á lán­tökum lands­manna við það að hlut­fall óverð­tryggðra lána af öllum íbúða­lánum hefur hækkað gríð­ar­lega. Það var 27,5 pró­sent í byrjun árs 2020 en er nú komið yfir 50 pró­sent. Hlut­fall lána sem er á breyti­legum vöxt­um, og fylgir því stýri­vaxta­hækk­un­um, hefur sömu­leiðis aldrei verið hætta. Í Pen­inga­málum segir enda að „áhrif vaxta­breyt­inga Seðla­bank­ans koma því fyrr fram en áður og ljóst er að nýlegra vaxta­hækk­ana er þegar farið að gæta í greiðslu­byrði hluta heim­ila.“ 

Hefur stór­aukið hagnað bank­anna

Þessi þróun hefur vigtað umtals­verð inn í það að kerf­is­lega mik­il­vægu bank­arnir þrír: Lands­bank­inn, Arion banki og Íslands­banki, hafa skilað meiri hagn­aði á fyrstu níu mán­uðum árs­ins, um 60 millj­örðum króna, en þeir hafa gert innan árs frá árinu 2015. Þar skipta vaxta­tekjur vegna auk­inna íbúð­ar­lána lang­mestu máli. Vaxta­á­lag á íbúða­lán hefur enda hald­ist til­tölu­lega stöðugt.

Arion banki hefur sam­hliða greint frá því að bank­inn stefni að því að losa um 88 millj­arða króna til hlut­hafa sinna í gegnum end­ur­kaup á bréfum og arð­greiðslur frá byrjun árs 2021 og þar til boð­uðu útgreiðslu­ferli bank­ans verður lok­ið.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent