Almenningur þurfi að geta treyst kosningaúrslitum án alls vafa

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir í minnihlutaáliti sínu úr kjörbréfanefnd að það sé ekki nægjanlegt að stjórnvöld fari í reynd málefnalega að við úrlausn mála, ef það sé ekki sýnilegt öðrum.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Auglýsing

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra og full­trúi Vinstri grænna í kjör­bréfa­nefnd segir að rétt sé að ógilda kosn­ing­arnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og kjósa þar á ný. Í minni­hluta­á­liti hennar úr kjör­bréfa­nefnd­inni kemur fram að ákvæði laga um inn­sigli kjör­gagna og að eng­inn sé í ein­rúmi með kjör­gögnum bygg­ist á því að „hvað sem líður heið­ar­leika fólks“ þurfi fram­kvæmd kosn­inga og taln­ingar að „vera þannig hagað að almenn­ingur geti ótví­rætt treyst því að tryggt sé að hin efn­is­lega rétta nið­ur­staða, vilji kjós­end­anna, hafi verið leiddur í ljós.“

Svan­dís segir að það sé „und­ir­staða réttar­ör­yggis í íslenskri stjórn­sýslu að borg­ar­arnir geti borið traust til hand­hafa opin­bers valds,“ og að það sé ekki nægj­an­legt að stjórn­völd fari í reynd mál­efna­lega að við úrlausn mála, ef það sé ekki sýni­legt öðr­um.

Í ræðu sinni í þing­inu í dag sagði Svan­dís að nú þyrfti Alþingi að vanda til verka, þar sem verk­efni af þessu tagi hefði ekki áður komið fyrir þingið með sama hætti. Til afgreiðslu máls­ins yrði horft til langrar fram­tíð­ar.

Ekki unnt að úti­loka neitt

Í áliti Svan­dísar segir að réttar­ör­ygg­is­reglum laga um kosn­ingar til Alþing­is, og und­ir­liggj­andi meg­in­regl­um, sem lúta að inn­siglun atkvæða og því að eng­inn sé í ein­rúmi með óinn­sigl­uðum atkvæð­um, sé hvort tveggja „ætlað að tryggja að ekki sé unnt að hafa áhrif á nið­ur­stöður kosn­inga í reynd“ en „ekki síður að ekki sé unnt að bera brigður á nið­ur­stöð­una.“

Auglýsing

„Vanda­málið er hins vegar að ef þessar reglur eru brotnar með þeim hætti sem á við í þessu máli er nær ógern­ingur að full­yrða hvort í raun hafi verið átt við atkvæði. Er þá komin upp sú staða að ekki er heldur unnt að úti­loka það. Þá vill svo til að nið­ur­staða fyrri taln­ingar og þeirrar taln­ing­ar, sem fram fór eftir að fram­an­rakin ákvæði höfðu verið brotin við með­ferð kjör­gagna, var ekki sú sama og mun­aði nægj­an­lega miklu til að hreyf­ing yrði á þing­sæt­um. Þessi aðstaða, óháð því hvort átt var við atkvæði eða ekki, er svo sann­ar­lega til þess fallin að rjúfa traust,“ segir í áliti Svan­dís­ar.

„Ekki er unnt að úti­loka með vissu að fram­an­greindir ann­markar hafi haft áhrif og ann­mark­arnir feli í sér brot á þeim ákvæðum kosn­inga­laga sem ætlað er að tryggja að unnt sé að ganga úr skugga um rétta taln­ingu og að almenn­ingur geti treyst því að svo hafi ver­ið. Verður því, í ljósi meg­in­reglu um að með kosn­ingum skuli lýð­ræð­is­legur vilji kjós­enda leiddur í ljós, að úrskurða kosn­ing­una ógilda og boða til upp­kosn­ingar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi,“ segir einnig í nið­ur­stöðu Svan­dís­ar, sem telur sem áður segir að dóms­mála­ráðu­neytið þurfi að kveðja til nýrra kosn­inga í Norð­vest­ur­kjör­dæmi svo fljótt sem auðið er.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent