Kassi með innihaldi – Umhverfisstefna Pírata

Steinar Frímannsson fer yfir umhverfisstefnur flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum að hans mati.

Auglýsing

Píratar komu inn í íslensk stjórn­mál fyrir nokkrum árum og hafa markað sér sér­stöðu. Þeirra meg­in­regla er sú að ef það eru lög og reglur um ákveðið svið, þá skal fara eftir þeim. Ann­ars að fella regl­urnar nið­ur. Þetta er á margan hátt traust­vekj­andi, en virkar stundum dálítið kassa­laga.

Stefnu Pírata er lýst í nokkuð löngu máli sem er kostur og galli. Auð­vitað er gott að gera góða grein fyrir stefn­unni, en gall­inn er ef text­inn verður of langur til að nokkur vilji lesa hann. Á vef­síð­unni er síðan hlekkur á ýtar­legri útfærslu stefn­unn­ar, sem ætti að leyfa text­anum í sjálfu stefnu­skjal­inu að vera styttri og hnit­mið­aðri. Og lík­legri til að vera les­inn. Þegar smellt er á hlekk­inn kemur upp síða sem minnir á hand­bók gæða­kerf­is. Góð og traust­vekj­andi leið, en kassa­formið er dálítið áber­andi.

Listað er upp hvaða mark­mið Píratar setja í lofts­lags­mál­um. Það er sett fram skýrt mark­mið um að dregið sé úr losun um 55% fyrir árið 2030 miðað við 2020 og að landið sé kolefn­is­hlut­laust árið 2035. Hér er skýrt mark­mið. Það má efast um að það náist, en sé lagt af stað skilar það okkur alla­vega áleið­is. En það vantar leið­ar­lýs­ing­una. Að vísu er eitt mark­miðið að gera skýra áætlun um það hvernig mark­miðum verði náð. En að mínu mati ættu kjós­endur að fá að vita hver leiðin verð­ur.

Auglýsing

Fjallað er um mik­il­vægi þess að tryggja sam­ráð við almenn­ing á öllum stigum stefnu­mót­un­ar. Í því sam­bandi verður að gera kröfu um að stjórn­mála­flokkar upp­lýsi hvernig þeir ætla að ná mark­mið­um. Í þessum kafla eru mark­mið um t.d. að auka mæl­ingar á útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og að færa eft­ir­lit frá fyr­ir­tækjum með meng­andi starf­semi frá fyr­ir­tækj­unum sjálfum til opin­berra aðila. Þarna gætir e.t.v. mis­skiln­ings um mæl­ing­arn­ar. Í þessum efnum er lítið mælt, en útstreymið metið eftir öðrum leið­um, til dæmis þeim aðföngum sem notuð eru. Til­hneig­ingin hefur verið und­an­farin ár að fela fyr­ir­tækjum eft­ir­lit með starf­sem­inni, m.a. í gegnum vottuð gæða og umhverf­is­stjórn­un­ar­kerfi. Hvort rétt sé að fara til baka er spurn­ing. En þarna kemur líka mark­mið um að auka fræðslu og umræðu um sjálf­bærni og lofts­lags­mál. Sem er gott mál.

P­íratar tala um að ábyrgð í umhverf­is­málum sé hjá fyr­ir­tækjum en ekki ein­stak­ling­um. Það gleym­ist að mjög mikið af losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda kemur til vegna beinna ákvarð­ana ein­stak­linga, til dæmis akstur einka­bíla. Fyr­ir­tækin bera vissu­lega ábyrgð á sínu en við getum ekki fríað ein­stak­ling­ana. Síðan er í þessu talað um að mennta almenn­ing til að takast á við nýja fram­tíð. Þarna örlar ofur­lítið á leið að marki, og er það vel. Einnig er rætt um að upp­lýsa um kolefn­is­spor neyslu­vara. Það er mik­il­væg leið. Almenn­ingur ber síðan ábyrgð á að velja það sem hefur lægst spor­ið. Nefnt er að kolefn­is­gjald á jarð­efna­elds­neyti fari hækk­andi og að tekjum af því verði varið til að auð­velda orku­skipti í sam­göng­um, það er mjög jákvætt.

Píratar vilja efla stjórn­sýsl­una þannig að hún ráði við lofts­lags­mál­in. Meðal ann­ars með því að koma á fót Lofts­lags­setri Íslands. Fljótt á litið myndi slík stofnun sinna að ein­hverju leyti því sem Umhverf­is­stofnun gerir í dag. Fyrir nokkrum árum var komin á rek­spöl hug­mynd um að skipta Umhverf­is­stofnun upp og stofna sér­staka Þjóð­garða­stofnun sem myndi hafa með að gera rekstur á þjóð­görðum og frið­lýstum svæð­um. Umhverf­is­stofnun sæi þá um upp­lýs­inga­söfn­un, leyf­is­veit­ingar og eft­ir­lit. Og sem slík eitt­hvað í lík­ingu við Lofts­lags­setrið sem áður er nefnt. Þessi lausn væri ein­fald­ari og myndi spara flækju­stig.

Helsta ráð fyrir græna umbreyt­ingu atvinnu­lífs­ins er að leggja skatta á meng­andi starf­semi og nýta þær tekjur til að styrkja og þróa lofts­lagsvænar tækni­lausn­ir. Einnig að miða tolla og gjöld á vörum við kolefn­is­spor. Þetta er vissu­lega virk verð­stýr­ing sem ætti að beina kaupum fólks að vist­vænni vörum, en hinu má ekki gleyma, að þetta hækkar að lík­indum vöru­verð. En það er til fyr­ir­myndar að skil­greina hvernig tekjum skuli var­ið. Af sama meiði er að miða tolla við kolefn­is­spor. Snjallt, en spurn­ing hvort það rími þá við önnur mark­mið.

Þegar kemur að nátt­úru­vernd vilja Píratar sam­eina lög og reglur um þjóð­garða og frið­lýst svæði í einn laga­bálk og að málið heyri undir eina stofnun er mikil fram­för. Að nátt­úru­vernd falli undir skipu­lag er góð hug­mynd, en spurn­ing hvort þarna sé of stirt kerfi til að geta brugð­ist við óvæntum aðstæð­um. En að öðru leyti er kafli um nátt­úru­vernd góð­ur.

Til­lögur Pírata um hringrás­ar­hag­kerfi eru virki­lega athygl­is­verð­ar.

Sam­an­tekt

Póli­tískt er stefnan væn­leg. Kjós­endum Pírata líkar vænt­an­lega vel þessi skipu­lega upp­setta stefna. Margir þættir eru sam­eig­in­legir með stefnu ann­arra flokka og ætti að nást sam­hljómur við aðra. Það ætti því að nást að koma ein­hverjum málum áfram.

Efna­hags­lega er lítið bent á leið­ir. Talað er um gjöld á meng­andi starf­semi og fram­leiðslu, sem síðan nýt­ast til úrbóta. Það er að mínu mati gott. Tollar og gjöld eftir kolefn­is­spori er líka athygl­is­verð hug­mynd sem þarf að skoð­ast miðað við önnur mark­mið.

Sam­fé­lags­lega eru ákaf­lega litlar pæl­ing­ar. Það er alls ekki ljóst hvaða áhrif stefnan hefur á sam­fé­lag­ið. Þar kemur e.t.v. til þessi trú sem virð­ist ríkja hjá Pírötum að séu ein­stak­ling­arnir for­rit­aðir á réttan hátt muni heild­ar­kerfið virka.

Tækni­lega eru ekki sjá­an­legar miklar hindr­an­ir. Það er jákvætt að gert skuli ráð fyrir því að það þurfi fjár­magn til að þróa nýjar tækni­lausn­ir.

Almennt er stefnan góð en vantar tals­vert upp á útfærsl­ur.

Höf­undur er með­limur í gras­rót­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­mál­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar