Kassi með innihaldi – Umhverfisstefna Pírata

Steinar Frímannsson fer yfir umhverfisstefnur flokkanna í aðsendum greinum og kannar hvernig þeir standa sig í þeim málum að hans mati.

Auglýsing

Píratar komu inn í íslensk stjórn­mál fyrir nokkrum árum og hafa markað sér sér­stöðu. Þeirra meg­in­regla er sú að ef það eru lög og reglur um ákveðið svið, þá skal fara eftir þeim. Ann­ars að fella regl­urnar nið­ur. Þetta er á margan hátt traust­vekj­andi, en virkar stundum dálítið kassa­laga.

Stefnu Pírata er lýst í nokkuð löngu máli sem er kostur og galli. Auð­vitað er gott að gera góða grein fyrir stefn­unni, en gall­inn er ef text­inn verður of langur til að nokkur vilji lesa hann. Á vef­síð­unni er síðan hlekkur á ýtar­legri útfærslu stefn­unn­ar, sem ætti að leyfa text­anum í sjálfu stefnu­skjal­inu að vera styttri og hnit­mið­aðri. Og lík­legri til að vera les­inn. Þegar smellt er á hlekk­inn kemur upp síða sem minnir á hand­bók gæða­kerf­is. Góð og traust­vekj­andi leið, en kassa­formið er dálítið áber­andi.

Listað er upp hvaða mark­mið Píratar setja í lofts­lags­mál­um. Það er sett fram skýrt mark­mið um að dregið sé úr losun um 55% fyrir árið 2030 miðað við 2020 og að landið sé kolefn­is­hlut­laust árið 2035. Hér er skýrt mark­mið. Það má efast um að það náist, en sé lagt af stað skilar það okkur alla­vega áleið­is. En það vantar leið­ar­lýs­ing­una. Að vísu er eitt mark­miðið að gera skýra áætlun um það hvernig mark­miðum verði náð. En að mínu mati ættu kjós­endur að fá að vita hver leiðin verð­ur.

Auglýsing

Fjallað er um mik­il­vægi þess að tryggja sam­ráð við almenn­ing á öllum stigum stefnu­mót­un­ar. Í því sam­bandi verður að gera kröfu um að stjórn­mála­flokkar upp­lýsi hvernig þeir ætla að ná mark­mið­um. Í þessum kafla eru mark­mið um t.d. að auka mæl­ingar á útstreymi gróð­ur­húsa­loft­teg­unda og að færa eft­ir­lit frá fyr­ir­tækjum með meng­andi starf­semi frá fyr­ir­tækj­unum sjálfum til opin­berra aðila. Þarna gætir e.t.v. mis­skiln­ings um mæl­ing­arn­ar. Í þessum efnum er lítið mælt, en útstreymið metið eftir öðrum leið­um, til dæmis þeim aðföngum sem notuð eru. Til­hneig­ingin hefur verið und­an­farin ár að fela fyr­ir­tækjum eft­ir­lit með starf­sem­inni, m.a. í gegnum vottuð gæða og umhverf­is­stjórn­un­ar­kerfi. Hvort rétt sé að fara til baka er spurn­ing. En þarna kemur líka mark­mið um að auka fræðslu og umræðu um sjálf­bærni og lofts­lags­mál. Sem er gott mál.

P­íratar tala um að ábyrgð í umhverf­is­málum sé hjá fyr­ir­tækjum en ekki ein­stak­ling­um. Það gleym­ist að mjög mikið af losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda kemur til vegna beinna ákvarð­ana ein­stak­linga, til dæmis akstur einka­bíla. Fyr­ir­tækin bera vissu­lega ábyrgð á sínu en við getum ekki fríað ein­stak­ling­ana. Síðan er í þessu talað um að mennta almenn­ing til að takast á við nýja fram­tíð. Þarna örlar ofur­lítið á leið að marki, og er það vel. Einnig er rætt um að upp­lýsa um kolefn­is­spor neyslu­vara. Það er mik­il­væg leið. Almenn­ingur ber síðan ábyrgð á að velja það sem hefur lægst spor­ið. Nefnt er að kolefn­is­gjald á jarð­efna­elds­neyti fari hækk­andi og að tekjum af því verði varið til að auð­velda orku­skipti í sam­göng­um, það er mjög jákvætt.

Píratar vilja efla stjórn­sýsl­una þannig að hún ráði við lofts­lags­mál­in. Meðal ann­ars með því að koma á fót Lofts­lags­setri Íslands. Fljótt á litið myndi slík stofnun sinna að ein­hverju leyti því sem Umhverf­is­stofnun gerir í dag. Fyrir nokkrum árum var komin á rek­spöl hug­mynd um að skipta Umhverf­is­stofnun upp og stofna sér­staka Þjóð­garða­stofnun sem myndi hafa með að gera rekstur á þjóð­görðum og frið­lýstum svæð­um. Umhverf­is­stofnun sæi þá um upp­lýs­inga­söfn­un, leyf­is­veit­ingar og eft­ir­lit. Og sem slík eitt­hvað í lík­ingu við Lofts­lags­setrið sem áður er nefnt. Þessi lausn væri ein­fald­ari og myndi spara flækju­stig.

Helsta ráð fyrir græna umbreyt­ingu atvinnu­lífs­ins er að leggja skatta á meng­andi starf­semi og nýta þær tekjur til að styrkja og þróa lofts­lagsvænar tækni­lausn­ir. Einnig að miða tolla og gjöld á vörum við kolefn­is­spor. Þetta er vissu­lega virk verð­stýr­ing sem ætti að beina kaupum fólks að vist­vænni vörum, en hinu má ekki gleyma, að þetta hækkar að lík­indum vöru­verð. En það er til fyr­ir­myndar að skil­greina hvernig tekjum skuli var­ið. Af sama meiði er að miða tolla við kolefn­is­spor. Snjallt, en spurn­ing hvort það rími þá við önnur mark­mið.

Þegar kemur að nátt­úru­vernd vilja Píratar sam­eina lög og reglur um þjóð­garða og frið­lýst svæði í einn laga­bálk og að málið heyri undir eina stofnun er mikil fram­för. Að nátt­úru­vernd falli undir skipu­lag er góð hug­mynd, en spurn­ing hvort þarna sé of stirt kerfi til að geta brugð­ist við óvæntum aðstæð­um. En að öðru leyti er kafli um nátt­úru­vernd góð­ur.

Til­lögur Pírata um hringrás­ar­hag­kerfi eru virki­lega athygl­is­verð­ar.

Sam­an­tekt

Póli­tískt er stefnan væn­leg. Kjós­endum Pírata líkar vænt­an­lega vel þessi skipu­lega upp­setta stefna. Margir þættir eru sam­eig­in­legir með stefnu ann­arra flokka og ætti að nást sam­hljómur við aðra. Það ætti því að nást að koma ein­hverjum málum áfram.

Efna­hags­lega er lítið bent á leið­ir. Talað er um gjöld á meng­andi starf­semi og fram­leiðslu, sem síðan nýt­ast til úrbóta. Það er að mínu mati gott. Tollar og gjöld eftir kolefn­is­spori er líka athygl­is­verð hug­mynd sem þarf að skoð­ast miðað við önnur mark­mið.

Sam­fé­lags­lega eru ákaf­lega litlar pæl­ing­ar. Það er alls ekki ljóst hvaða áhrif stefnan hefur á sam­fé­lag­ið. Þar kemur e.t.v. til þessi trú sem virð­ist ríkja hjá Pírötum að séu ein­stak­ling­arnir for­rit­aðir á réttan hátt muni heild­ar­kerfið virka.

Tækni­lega eru ekki sjá­an­legar miklar hindr­an­ir. Það er jákvætt að gert skuli ráð fyrir því að það þurfi fjár­magn til að þróa nýjar tækni­lausn­ir.

Almennt er stefnan góð en vantar tals­vert upp á útfærsl­ur.

Höf­undur er með­limur í gras­rót­ar­hópi Land­verndar í lofts­lags­mál­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar