Uppblásnar afskriftir og ofurvextir lækka veiðigjöld um milljarða króna á ári

Indriði H. Þorláksson fer yfir uppbyggingu veiðigjalda og hugmyndafræðina sem þau byggja á.

Auglýsing

Í grein­unum Veiði­gjöld á árinu 2013 gerði ég grein fyrir veiði­gjöldum og gagn­rýndi fyr­ir­hug­aðar breyt­ingar á lögum um þau. Eftir basl með breytt lög var tekin ákvörðun um að snúa til baka til auð­linda­gjalda en víkja þó frá reglum þeirra í veiga­miklum atrið­um, sbr. grein­ina Veiði­gjöld 2018 á Kjarn­anum. Umræða um veiði­gjöld nú er til­efni til að und­ir­strika eðli auð­linda­gjalda og benda á ákvæði núver­andi laga sem standa í vegi þess að þjóðin sem eig­andi auð­lind­ar­innar njóti réttar síns.

Renta, auð­linda­gjöld og veiði­gjöld

Sé aðgengi að auð­lind tak­markað með ein­hverjum hætti verður til renta. Útreikn­ingur hennar er ekki flók­inn. Renta er það sem eftir stendur af sölu­verði afurðar auð­lindar þegar frá hefur verið dreg­inn kostn­aður við fram­leiðsl­una, aðföng, laun svo og kostn­aður af rekstr­ar­fjár­munum þ.m.t. eðli­leg ávöxtun á því fé sem eig­endur starf­sem­innar hafa lagt fram.

Upp­lýs­ingar til að reikna út auð­lind­arentu liggja fyrir í bók­haldi þeirra fyr­ir­tækja sem nýta auð­lind­ina en með þeim galla að upp­lýs­ingar um fjár­magns­kostnað eru brenglað­ar. Bók­halds- og skatta­reglur gera þær upp­lýs­ingar marklausar um raun­veru­legan fjár­magns­kostn­að. Til að vinna bug á þeim galla má líta fram hjá fjár­hags­legu færsl­um, afskriftum og vöxt­um. Í stað­inn er stofn­verð rekstr­ar­fjár­muna fundið út og reikn­aður kostn­aður við að við­halda verð­mæti þeirra og greiða eðli­lega vexti af því fé sem bundið er í starf­sem­inni. Kemur sú fjár­hæð í stað afskrifta, vaxta og ann­arra fjár­hags­legra færslan í bók­haldi. Í raun er hér um ein­falt reikn­ings­dæmi að ræða hlið­stætt því að reikna út greiðslur af jafn­greiðslu­láni. Upp­lýs­ing­arnar sem til þarf liggja fyrir hjá skatt­yf­ir­völdum marga ára­tugi aftur í tím­ann.

Auglýsing

Auð­lind­arenta reiknuð með þessum hætti er ekki komin til vegna fjár­fest­inga þess sem nýtir auð­lind­ina heldur vegna auð­lind­ar­innar sem hann hefur fengið leyfi til að nýta, leyfi til að virkja orku­lind, nýta efni úr námu, rækta eld­is­fisk í firði eða stunda veiði á fiski í lög­sögu lands­ins. Auð­lind­arentan er ekki hans heldur eig­anda auð­lind­ar­inn­ar, þ.e. þjóð­ar­innar þegar um er að ræða nátt­úru­auð­lindir lands­ins.

Saga veiði­gjalda

Veiði­gjöldin frá árinu 2012 eru auð­linda­gjöld. Rentan var skil­greind, kveðið var á um að veiði­gjöldin skyldu verða 65% hennar eftir fjög­urra ára aðlög­un­ar­tíma og gerð grein fyrir hvernig þeim skyldi jafnað niður á fiski­teg­und­ir. Ein­föld lög­gjöf en með þeim veik­leika að fram­kvæmd hennar var ekki sett í hendur skatt­yf­ir­valda sem höfðu allar upp­lýs­ingar sem til þurfti og getu og stöðu til að sjá um hnökra­lausa fram­kvæmd án afskipta sér­hags­muna­að­ila.

Eftir kosn­ingar 2013 hóf stjórn hlið­holl sér­hags­munum útgerð­ar­manna að rífa veiði­gjöldin niður með því að inn­leiða á ný frá­drátt bók­halds­legra afskrifta og vaxta­gjalda. Þegar í ljós kom að geng­is­breyt­ingar leiddu til hækk­unar á veiði­gjöldum voru lögin end­ur­skoðuð á árinu 2018 og snúið til baka til þeirrar skil­grein­ingar á auð­lind­arentu sem lögin frá 2012 byggði en með veiga­miklum frá­vikum til að halda veiði­gjöld­unum eins lágum og unnt var með bók­halds­tækni. Helstu frá­vikin voru a) aðgrein­ing veiða og vinnslu, b) að láta afskriftir og jafn­háa vexti koma í stað reikn­aðs fjár­magns­kostn­aðar og c) að ákveða fjár­hæð veiði­gjalda án rök­legra tengsla við eign­ar­rétt eig­anda auð­lind­ar­inn­ar.

Aðgrein­ing veiða og vinnslu, milli­verð­lagn­ing og fákeppni

Í lög­unum frá 2012 var litið á sjáv­ar­út­veg, veið­ar, vinnslu og sölu sem eina heild. Sam­þjöppun afla­heim­ilda og eigna­tengsla útgerða, fisk­vinnslu og sölu eru slík að aðgrein­ing þeirra er ein­göngu bók­halds­legs eðlis og breyt­an­leg að vild. Flytja má hagnað og kostn­aðar eins og kaup og sölu á hrá­efni á milli veiða, vinnslu og sölu með milli­verð­lagn­ingu í við­skiptum tengdra aðila.

Talið hefur verið að við sölu á fiski frá útgerð til tengdrar fisk­vinnslu sé afla­verð um 20% undir eðli­legu mark­aðs­verði og benda tölur Hag­stofu um afkomu veiða og vinnslu til þess að svo geti ver­ið. Sala á afla til vinnslu um 100 millj­arðar króna á ári. Sé fram­an­greind til­gáta nærri lagi gæti til­flutn­ingur á tekjum verið um 20 millj­arðar króna á ári og veru­legum hluta af rentu í sjáv­ar­út­vegi því haldið utan mats á rent­unni.

Fákeppni í fisk­vinnslu er ein sér nægj­an­leg rök fyrir að hún myndi stofn fyrir útreikn­ing veiði­gjalda ásamt veið­un­um. Fisk­vinnsla í ein­hverjum telj­andi mæli er ill­mögu­leg án aðkomu þeirra sem ráða yfir afla. Úthlutun meg­in­hluta veiði­heim­ilda til þröngs hóps útgerð­ar­fyr­ir­tækja veldur ein­okun eða fákeppni í fisk­vinnslu sem leiðir til auð­lind­arentu einnig í þeim hluta sjáv­ar­út­vegs.

Afskriftir og reikn­aðir vextir sem fjár­magns­kostn­aður

Í lög­unum frá 2018 er fjár­magns­kostn­aður ákveð­inn sem afskriftir að við­bættri sömu fjár­hæð sem ígildi vaxta. Frá­dráttur afskrifta er ekki út loftið ef þær end­ur­spegla raun­veru­lega verð­rýrnun rekstr­ar­fjár­muna. Því er þó ekki svo farið því skatta­lög heim­ila hrað­ari fyrn­ingu einkum vegna stórra fjár­fest­inga. Hraðar afskriftir eru áber­andi í útgerð. Fiski­skip með 25 til 40 ára líf­tíma, má afskrifa á 8 árum að vali og sú fjár­hæð lækkar tekju­skatts­stofn á hverju ári sem hún var­ir.

Sam­kvæmt lögum um veiði­gjald er þessi fjár­hæð einnig dregin frá afla­verð­mæti þegar veiði­gjaldið er ákveð­ið. Nýr skut­tog­ari mun kosta minnst 4 millj­arða króna. Ef miðað er við 25 ára end­ing­ar­tíma ætti afskrift hans vegna að vera 160 millj­ónir króna á ári. Við­hald er gjald­fært og kemur þannig til frá­dráttar og eign­færðar end­ur­bætur leggj­ast við afskrifta­grunn­inn. Afskrift á 8 árum verður 500 millj­ónir króna á ári. Kaup á nýjum tog­ara lækkar því tekjur af veiði­gjöld­unum um 340 millj­ónir króna umfram það sem eðli­legt væri á hverju ári í átta ár eftir kaup­in. Sam­kvæmt Hag­stofu Íslands eru tog­arar í árs­lok 2020 alls 46, þar af eru 16 tog­arar á aldr­inum 0 - 4 ára og verða afskrif­aðir í næstu 4 til 8 ár. Árlegar afskriftir af þeim miðað við 4 millj­arðar með­al­verð á skip eru þá 5,44 millj­arðar umfram það sem eðli­legt gæti talist og lækkar árlegar tekjur af veiði­gjöldin um þá fjár­hæð.

En þetta hefur ekki þótt nóg. Lögin kveða einnig á um að reikna skuli til frá­dráttar vexti að sömu fjár­hæð og afskrift­irnar þ.e. 500 millj­ónir á ári vegna kaupa á 4 millj­arða tog­ara. Það sam­svarar 12,5% vöxtum á ári. Árs­reikn­ingar stór­út­gerða benda til þess að þær fjár­magni kaup á skipum með erlendum lánum á lágum vöxt­um. Sé miðað við 2,5% vexti ætti vaxta­greiðsla fyrstu árin að vera um 100 millj­ónir króna. Frá­dregin vaxta­greiðsla er því 400 millj­ónum króna hærri en hin raun­veru­lega eða alls um 6,4 millj­arðar á ári vegna 16 skut­tog­ara.

Fjár­magns­kostn­aðar til frá­dráttar frá veiði­gjöldum vegna 16 tog­ara nýrra tog­ara er sam­kvæmt þessu um 12 millj­örðum króna hærri á ári en eðli­legt getur talist. Þetta varir fyrstu 8 árin eftir kaup á skipi en þá falli afskriftir og vaxta­greiðslur nið­ur. Það breytir því þó ekki að verð­gildi frá­drátt­ar­ins, núvirði hans, er langtum meira séu hann gerður á 8 árum í stað 25 ára auk þess sem ýmsar leiðir eru til að mæta lækk­uðum afskrifta­stofni. Af þeim 30 tog­urum sem eftir standa eru 21 eldri en 30 ára og verða þeir lík­lega end­ur­nýj­aðir á næstu árum og skapa nýjan frá­drátt frá veiði­gjöld­um.

Þessar reglur rjúfa tengsl veiði­gjalda við raun­veru­legu afkomu sjáv­ar­út­vegs og auð­lind­arentu og bjóða upp á mis­notk­un. Þær eru í reynd svo arfa­vit­lausar að spyrja verður hvað valdi, kunn­áttu­skort­ur, vild­ar­vilji eða fúsk

Fjár­hæð veiði­gjalds­ins

Ákvörðun veiði­gjalds, leigu fyrir aðgang að tak­mörk­uðum nátt­úru­gæðum á að byggj­ast á því að þjóðin á fisk­veiði­auð­lind­ina. Alþingi skipað full­trúum þjóð­ar­innar getur ákveðið hversu hátt gjaldið á að vera, hvort það er öll rentan eða hvort frá því er vik­ið. Þau frá­vik verða að byggj­ast á mál­efna­legum sjón­ar­miðum svo sem byggða­stefnu, efl­ingar lít­illa og með­al­stórra fyr­ir­tækja eða vera til að skapa rúm fyrir eðli­lega mis­mun­ar­rentu innan atvinnu­grein­ar­inn­ar. Þau mega ekki ganga gegn því að þjóðin á allt til­kall til auð­lind­arent­unnar og að henni má ekki ráð­stafa nema með almanna­hags­muni að leið­ar­ljósi.

Á árinu 2012 var lagt upp með það að veiði­gjöldin yrðu 65% rent­unnar eftir nokkurn aðlög­un­ar­tíma auk þess sem minni útgerðum voru veittar íviln­an­ir. Þessi nið­ur­staða var mála­miðlun mis­mun­andi sjón­ar­miða en engu að síður mál­efna­leg ákvörðun um hversu stór hluti rent­unnar skyldi renna í rík­is­sjóð og að hvaða leyti henni yrði varið til að þjóna öðrum mark­miðum og ráð­gert að hún kæmi til end­ur­skoð­unar að feng­inni reynslu. Í lög­unum frá 2018 er engin teng­ing við auð­lind­arentu og ekk­ert mat á því hver hluti þjóð­ar­innar í rent­unni á að vera en gjaldið ákveðið með því að líta til for­tíðar sem var á engan hátt leið­bein­andi um hvað væri við hæfi. Sú ákvörðun stóð þó ekki lengi og var breytt stuttu síðar til að verða við kröfum útgerð­ar­inn­ar. Geð­þótta­á­kvarð­anir komu í stað mál­efna­legar ákvörð­un­ar.

Sam­an­dregið

Núgild­andi lög um veiði­gjöld byggja á hug­mynda­fræði auð­linda­gjalda en víkja frá rök­réttri ákvörðun veiði­gjalda með því að taka ekki til sjáv­ar­út­vegs í heild, með röngu mati á fjár­magns­kostn­aði og með ómál­efna­legri ákvörðun veiði­gjalds­ins.

Þessum ákvæðum lag­anna er auð­velt að breyta og fram­kvæma þau með því að fela Skatt­in­um, sem þegar býr yfir þeim upp­lýs­ingu sem til þarf, að sjá um fram­kvæmd lag­anna að öllu leyti. Með litlum fyr­ir­vara er unnt að koma álagn­ingu og inn­heimtu veiði­gjalda í við­un­andi horf og fá tími til að leggja mat á mis­mun­andi leiðir svo sem upp­boð tíma­bund­inna veiði­heim­ilda í stað veiði­gjalda eða bland­aða leið þ.e. upp­boð á veiði­heim­ildum með kvöðum um veiði­gjald.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar