Stjórnarflokkarnir skulda kjósendum svör: Hvar lendir niðurskurðarhnífurinn?

Frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík skrifar um hagstjórn næstu ára.

Auglýsing

Þegar stjórn­mála­flokkar lofa auknum rík­is­út­gjöldum í aðdrag­anda kosn­inga eru þeir iðu­lega spurðir hvernig aðgerðir verði fjár­magn­að­ar. Oft gleym­ist hins vegar að spyrja þá sem lofa ríf­legum skatta­lækk­unum hvort og hvar verði skorið niður á móti til að tryggja jafn­vægi í þjóð­ar­bú­skapn­um.

Á árunum 2023-2025 vilja núver­andi stjórn­ar­flokkar ráð­ast í „af­komu­bæt­andi ráð­staf­an­ir“ upp á meira en 100 millj­arða króna til þess að lág­marka skulda­söfnun rík­is­ins, og það þótt rík­is­skuldir séu lægri á Íslandi en gengur og ger­ist í Evr­ópu og lána­kjör rík­is­ins góð. Þetta kemur skýrt fram í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar sem þing­menn stjórn­ar­meiri­hlut­ans sam­þykktu þann 31. maí síð­ast­lið­inn.

„Af­komu­bæt­andi ráð­staf­an­ir“ þýðir á manna­máli nið­ur­skurður og/eða skatta­hækk­an­ir. Í ljósi þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn boðar skatta­lækk­anir á kom­andi kjör­tíma­bili og Vinstri græn og Fram­sókn leggja ekki fram neinar hand­fastar tekju­öfl­un­ar­að­gerðir í sínum kosn­inga­stefnum verður að ætla að stjórn­ar­flokk­arnir vilji fara leið nið­ur­skurðar á næsta kjör­tíma­bili frekar en leið skatta­hækk­ana.

Auglýsing

„Fjár­mála­á­ætlun áranna 2022-2026 gerir ráð fyrir að afkomu­bæt­andi ráð­staf­anir muni nema 34 ma. kr. á ári árin 2023 til 2025 hjá hinu opin­bera sem skipt­ist nú þannig að 30 ma. kr. eru hjá rík­is­sjóði en 4 ma. kr. hjá sveit­ar­fé­lög­um,“ segir í grein­ar­gerð fjár­mála­á­ætl­unar þar sem jafn­framt er við­ur­kennt að aðgerð­irnar muni „hægja á hag­vexti“ á tíma­bil­inu.

Þetta eru stórar fjár­hæðir og mik­il­vægt að setja þær í sam­hengi. Háskóli Íslands fær 18 millj­arða úr rík­is­sjóði á ári, rekstur Sjúkra­húss­ins á Akur­eyri kostar 9 millj­arða á ári og dóm­stóla­kerfið í heild kostar 3,5 millj­arða. Jafn­vel þótt öll þessi starf­semi yrði lögð niður á einu bretti þá myndi það ekki duga til að upp­fylla nið­ur­skurð­ar­kröfur rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Nú þegar örfáir dagar eru í kosn­ingar og þrír stjórn­mála­flokkar hafa greitt atkvæði með óút­færðri nið­ur­skurðar­á­ætlun á næsta kjör­tíma­bili, og einn þeirra lofar í þokka­bót skatta­lækk­un­um, þá er það sann­gjörn krafa að umræddir flokkar upp­lýsi kjós­endur um hvar nið­ur­skurð­ar­hníf­ur­inn á að lenda. Hvaða stofn­anir verða fjársveltar og hvaða þjón­usta verður skert á næsta kjör­tíma­bili ef Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn fá að ráða?

Við í Sam­fylk­ing­unni ætlum að fara leið upp­bygg­ingar og félags­legrar fjár­fest­ingar út úr efna­hags­hremm­ingum síð­ustu miss­era. Við höfum sett fram raun­hæfa áætlun um kjara­bætur fyrir lág­tekju- og milli­tekju­hópa og útskýrt hvernig þær verða fjár­magn­að­ar: Með stór­eigna­skatti á rík­asta 1 pró­sent­ið, hertu skatt­eft­ir­liti og álagi á veiði­gjöld stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tækja.

Svelti­stefna er ekki svarið við áskor­unum okkar daga. Það skiptir litlu fyrir lífs­kjör fjöl­skyldna á Íslandi hvort t.d. skulda­hlut­fall hins opin­bera verði 54 pró­sent af vergri lands­fram­leiðslu við lok árs­ins 2025 eða 56 pró­sent af lands­fram­leiðslu. Hitt skiptir öllu að ná upp atvinnustig­inu og sjálf­bærri verð­mæta­sköpun og verja um leið almanna­þjón­ust­una. Um það snýst ábyrg hag­stjórn í vel­ferð­ar­sam­fé­lagi.

Höf­undur skipar 2. sæti Sam­fylk­ing­ar­innar í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar