Eru Íslendingar fífl eða er í alvöru ójöfnuður á Íslandi?

Auglýsing

Í síð­ustu viku voru birtar nið­ur­stöður Alþjóð­legu við­horfskönn­un­ar­inn­ar, sem Íslend­ingar taka þátt í. Í þetta sinn var verið að skoða við­horf íbúa í fjöl­mörgum löndum til ójöfn­uð­ar. 

Helstu nið­ur­stöð­urnar á Íslandi voru eft­ir­far­andi: 82 pró­sent lands­manna telja að tekju­munur sé of mik­ill á Íslandi. Sér­stak­lega finnst þeim for­stjórar í stór­fyr­ir­tækjum og ráð­herrar vera með tekjur sem eru hærri en æski­legt væri.

Alls segja 62 pró­sent lands­manna að það sé á ábyrgð stjórn­valda að draga úr tekjumun og ein­ungis 3,1 pró­sent segja að það þurfi ekki að draga úr hon­um. 

50,7 pró­sent lands­manna segja að skattar á hátekju­fólk séu of lágir og 78 pró­sent segja að hátekju­fólk eigi að borga stærri hlut af því sem situr eftir hjá því í skatt. Í báðum til­vikum hefur hlut­fall þeirra sem hafa þessar skoð­anir auk­ist frá árinu 2009, árinu eftir banka­hrunið mikla. 

Þegar þátt­tak­endur voru spurðir hvaða atriði skiptu máli til að kom­ast lengra en aðrir í þjóð­fé­lag­inu voru nið­ur­stöð­urnar slá­andi. Alls sögðu 83,6 pró­sent að það skipti máli að þekkja rétta fólk­ið. 50,2 pró­sent sögðu að póli­tísk sam­bönd skiptu máli og 52,2 pró­sent að það að koma úr ríkri fjöl­skyldu skipti máli. Í öllum til­fellum hefur þeim hlut­falls­lega fjölgað sem hafa þessar skoð­anir síðan að könn­unin var síð­ast fram­kvæmd hér, fyrir rúmum ára­tug. Athygli vekur að við erum nær almenn­ingi í löndum eins og Rúss­landi þegar kemur að þessum skoð­unum en nágrönnum okkar á hinum Norð­ur­lönd­un­um. 

Er tekju­jöfn­uður á Íslandi?

Það er vert að hugsa um hvað valdi því að íslenska þjóðin upp­lifi svona skýran ójöfnuð og órétt­læti. Að hún sjái ekki veisl­una, stöð­ug­leik­ann, land tæki­færanna, sem ráð­andi öfl í stjórn­málum og hags­muna­gæslu stór­fyr­ir­tækja klifa á. Er íslensk þjóð kannski bara svona vit­laus að hún veit ekki hvað er sjálfri sér fyrir bestu?

Launa­munur er nefni­lega almennt lít­ill hér­lend­is, að með­al­tali, í alþjóð­legum sam­an­burði. Þegar krónan er veik, sem er sögu­lega nokkuð algengt, þá eru laun hér­lendis lág í sam­an­burði við önnur svæði í kringum okk­ur. Það á jafn við um háu og lágu laun­in. Raunar má færa sterk rök fyrir því að launa­munur hér sé of lít­ill. Menntun er til að mynda ekki metin nægi­lega mikið til launa til að það felist hvati í því að sækja sér hana.

Auglýsing
En það breytir því ekki að í íslensku sam­fé­lagi eru ákveðnir hópar sem vinna til dæmis við nýt­ingu auð­linda eða að stýra þjón­ustu­fyr­ir­tækjum á fákeppn­is­mark­aði (að mestu í óbeinni eigu almenn­ings í gegnum líf­eyr­is­sjóði) sem eru með marg­föld með­al­laun. Tíu tekju­hæstu for­stjór­arnir voru með sam­tals 176,9 millj­ónir króna í tekjur á mán­uði árið 2020 og voru átta af þeim með yfir tólf millj­ónir króna. Tutt­ugu for­stjórar voru með yfir sex millj­ónir króna. Dýr­asti lobbý­isti eig­enda stór­fyr­ir­tækj­anna er með meira á mán­uði en lág­launa­fólk er með á ári við að verja þeirra hags­muni.

Mán­að­ar­laun starfs­fólks í ráð­gjöf og sölu verð­bréfa voru yfir 1,7 millj­ónir króna á mán­uði í fyrra. Um er að ræða laun þeirra sem hjálpa öðrum við að kaupa hluta­bréf og skulda­bréf og taka þóknun fyr­ir. Þetta eru hærri með­al­laun en dóm­ara hafa, sem bera ábyrgð á við­haldi rétt­ar­rík­is­ins, og sér­fræði­lækn­ar, sem vinna margir hverjir við að bjarga manns­líf­um. Verð­bréfa­miðl­ar­arnir eru með næstum 1,1 milljón króna meira í heild­ar­laun á mán­uði en kenn­arar að með­al­tali. Til við­bótar eru margir innan fjár­mála­geirans með fjar­stæðu­kennda kaup­rétti sem auka ekk­ert virði hlut­hafa þeirra (að hluta almenn­ingur í land­inu í gegnum líf­eyr­is­sjóði) en færa þeim reglu­lega mörg hund­ruð millj­ónir króna þegar kemur að nýt­ingu þeirra. Þessi firra virð­ist nær ein­ungis tengd við þá sem vinna við að færa pen­inga (að­al­lega almenn­ings í gegnum líf­eyr­is­sjóði) frá A til B í fákeppn­is­land­inu Íslandi og taka háar þókn­anir fyr­ir.

Það er þessi verð­lagn­ing á fram­lagi fólks til sam­fé­lags­ins sem stuðar Íslend­inga, og þeir eiga erfitt með að sætta sig við.

Er eignum mis­skipt á Íslandi?

En mest brennur ójöfn eigna­skipt­ing. Hags­muna­sam­tök sem gæta hags­muna eign­ar­mesta fólks­ins á Íslandi hafa lengi haldið því fram að eigna­jöfn­uður á Íslandi sé að aukast. Það hefur árum saman bent á að að hlut­falls­lega hafi til dæmis hlut­fall eigin fjár rík­asta eins pró­sents lands­manna, þess hluta sem nokkrir stjórn­mála­flokkar vilja skatt­lega umfram aðra, af heildar eigin fé þjóð­ar­innar (í eigu ein­stak­linga fyrir utan eignir líf­eyr­is­sjóða) til að mynda farið úr 10,2 pró­sent árið 2010 í 7,7 pró­sent árið 2013 og í 5,5 pró­sent í fyrra. Kakan sé að stækka og sneið þeirra sem borði mest af henni sé fyrir vikið hlut­falls­lega minni, þótt hún sé stærri að umfangi. Þetta er ekki rang­t. 

Þetta er hins vegar bæði ófull­komin fram­setn­ing vegna þess að fram­settar hag­tölur um eignir á Íslandi eru ein­fald­lega lélegar og sann­ar­lega ekki eina leiðin til að horfa á mis­skipt­ingu. Það er nefni­lega líka hægt að horfa á hvernig nýr auður skipt­ist eftir krónu­tölu. 

Þá birt­ist önnur mynd. Hún er þessi: Á árinu 2020 óx eigið fé 0,1 pró­sent rík­asta hluta þjóð­ar­innar um 10,8 millj­arða króna. Alls hefur það vaxið um 131 millj­arð króna frá árinu 2010, eða um 81 pró­sent.

Rík­asta eitt pró­sent­ið, alls um 2.400 fjöl­skyld­ur, bættu 37,3 millj­örðum króna við eigið fé sitt í fyrra, eða um 30 pró­sent af öllum nýjum auð sem varð til á því ári. Þessar fjöl­skyldur áttu sam­tals 902,2 millj­arða króna í lok árs 2020. Auður þessa hóps hefur vaxið um 453 millj­arða króna á ára­tug. Það þýðir að tæp 13 pró­sent af öllum nýjum auði sem varð til á Íslandi á tíma­bil­inu skil­aði sér til þessa hóps. Um 2.400 fram­telj­endur tóku til sín 453 millj­arða króna, tæp­lega 238 þús­und skiptu með sér 3.611 millj­örðum króna. Hver ein­ing í fyrri hópnum jók auð sinn að með­al­tali um tæp­lega 189 millj­ónir króna á einum ára­tug. Hin 99 pró­sent þjóð­ar­innar juku auð sinn, aðal­lega í gegnum hækkun á fast­eigna­verði heim­ila sinna, að með­al­tali um 15,2 millj­ónir króna á sama tíma­bili.

Hverjir hagn­ast mest á fast­eignum og hluta­bréf­um?

Svo skulum við renna í gegnum það að eignir þorra ann­ars hóps­ins, þess fjöl­menna, eru að mestu rétt metnar á meðan að eignir hins hóps­ins, þess ríka og fámenna, eru veru­lega van­metnar í þessum töl­u­m. 

Byrjun á fast­eignum. Af þeirri upp­hæð sem Íslend­ingar áttu í eigið fé árið 2010 var 1.146 millj­arðar króna bundnir í steypu, eða 73,2 pró­sent. Á þeim tíma sem er lið­inn síðan þá hefur fast­eigna­bóla verið blásin upp á Íslandi og fast­eigna­verð hækkað gríð­ar­lega. Á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hækk­aði það til að mynda um 126 pró­sent frá 2010 og fram að síð­ustu ára­mót­um. Þetta hefur skilað því að eigið fé sem bundið er í fast­eignum hefur auk­ist um 3.020 millj­arða króna, eða næstum þre­fald­ast. Ef ein­ungis er skoðað hvað rík­ustu tíu pró­sent lands­manna (það eru ekki birtar tölur um hversu mikið fer til efsta pró­sents­ins) þá fór um 44 pró­sent af allri hækkun á fast­eigna­verði til þess hóps. Óhætt er að draga þá ályktun að flestar fast­eignir í eigu ein­stak­linga utan þeirra sem fólk býr sjálft í séu í eigu þessa hóps.

Næst skulum við skoða verð­bréf. Í áður­nefndum tölum Hag­stofu Íslands um eigið fé lands­manna er virði hluta­bréfa í inn­lendum og erlendum hluta­fé­lögum reiknað á nafn­virði, ekki mark­aðsvirði. Það þýðir t.d. að ef ein­stak­lingur keypti hlut í skráðu félagi sem hefur tífald­ast í verði fyrir ein­hverjum árum á 100 milljón króna þá er það virðið sem reiknað er inn í tölur Hag­stof­unn­ar, ekki einn millj­arður króna, sem er verðið sem við­kom­andi myndi fá ef hann seldi hluta­bréf­in. 

Auglýsing
Í tölum sem birt­ust í umfjöllun um álagn­ingu ein­stak­linga á árinu 2020 í Tíund, frétta­blaði Skatts­ins, kom auk þess fram að það eitt pró­sent lands­manna sem var með hæstu tekj­urnar á árinu 2019 hafi aflað 44,5 pró­sent allra tekna sem urðu til vegna ávöxt­unar á fjár­magni það árið. Alls var um að ræða 58 millj­arða króna, en af þeirri upp­hæð er greiddur 22 pró­sent fjár­magnstekju­skattur á meðan að venju­legt launa­fólk greiðir 37,95-46,25 pró­sent af öllum launum yfir 350 þús­und krónum í skatt. Í tölum Hag­stofu Íslands kemur fram að rík­ustu tíu pró­sent Íslend­inga hafi átt 85 pró­sent verð­bréfa í eigu ein­stak­linga í lok síð­asta árs. Á ára­tug hefur heild­ar­virði verð­bréfa sem gefin eru upp í skatt­skýrslu lands­manna auk­ist um 253,2 millj­arða króna. Af því heild­ar­virði hafa 222,3 millj­arðar króna lent hjá efstu tíund­inni, eða 88 pró­sent.

Hluta­bréfa­verð hefur hækkað gríð­ar­lega á skömmum tíma. Frá mars í fyrra og til byrjun sept­em­ber­mán­aðar hækk­aði úrvals­vísi­tala Kaup­hallar Íslands til að mynda um 117 pró­sent. Hækkun hluta­bréfa hefur verið meiri innan árs hér­lendis en nokk­urs staðar í heim­in­um. Ein­ungis þeir ein­stak­lingar sem eiga hluta­bréf, að uppi­stöðu ofan­greindur hóp­ur, taka til sinn í þessa hækkun og geta leyst hana út. Hún vigtar ekki inn í hlut­falls­legar tölur Hag­stof­unnar sem tals­menn atvinnu­lífs­ins vísa í þegar þeir hafna því að hér sé eign­ar­jöfn­uður að aukast.

Varla ætlar ein­hver að halda því fram að útvöldu fólki hafi ekki verið færð tæki­færi vegna póli­tískra ákvarð­ana til að efn­ast á Íslandi í gegnum tíð­ina. Banka­söl­ur, sölur ann­arra rík­is­eigna og fjöl­mörg dæmi um skíta­díla sem kokk­aðir eru upp bak­við luktar dyr í þeim eina til­gangi að gera fólk í réttum flokkum ríkt, eða enn rík­ara, eru ekki ímynd­un. Þessir gern­ingar eru íslenskur raun­veru­leiki.

Aðgerðir stjórn­valda og Seðla­banka Íslands til að bregð­ast við kór­ónu­veiru­far­aldr­inum ýttu svo veru­lega undir hækkun á tveimur eigna­flokk­um: fast­eignum og hluta­bréf­um. Það skil­aði litlum hópi lands­manna, rík­ustu pró­sentum lands­manna, nokkuð aug­ljós­lega gríð­ar­legri eigna­aukn­ingu umfram alla aðra.

Hverjir hagn­ast á nýt­ingu þjóð­ar­auð­lind­ar?

Að lokum skulum við skoða sjáv­ar­út­veg. Kvóta­kerf­inu var komið á með lögum árið 1983. Við úthlutun kvóta var miðað við afla­reynslu síð­ustu þriggja ára og hann afhentur án end­ur­gjalds. Fram­sal á kvóta var síðan gefið frjálst sem gerði það að verkum að við­skipti fóru að vera með þessa vöru sem var í upp­hafi lánuð án greiðslu. Árið 1997 var svo gefin heim­ild til að veð­setja afla­heim­ildir fyrir lán­um, sem voru notuð til að kaupa upp kvóta eða eftir atvikum aðrar eign­ir. Fyrir vikið hækk­uðu afla­heim­ild­irnar hratt í verði og mjög margir urðu mjög rík­ir. 

Í fyrstu grein laga um fisk­veiðar segir að „nytja­stofnar á Íslands­miðum eru sam­eign íslensku þjóð­ar­inn­ar.“ Ef horft er á tíma­bilið frá lokum árs 2008 og ára­tug­inn á eftir þá vænk­að­ist hagur sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja á Íslandi – aukn­ing á eigin fé þeirra og arð­greiðslur – um 479,2 millj­arðar króna eftir að geir­inn var búinn að greiða veiði­gjöld. Frá árinu 2011 þegar veiði­gjöld voru fyrst lögð á og til loka ofan­greinds tíma­bils greiddi sjáv­ar­út­veg­ur­inn 70 millj­arða króna í þau. Tæp­lega 13 pró­sent af „kök­unni“ fór til eig­enda auð­lind­ar­innar en 87 pró­sent fór til þeirra sem eig­and­inn fól að nýta hana.  

Engin opin­ber vit­ræn skrá er til um virði afla­heim­ilda, enda eru þær ekki seldar á eig­in­legum mark­aði til hæst­bjóð­anda heldur í beinum við­skiptum milli þeirra sem fengu þær frítt frá rík­inu eða hafa keypt sig inn í kerf­ið, og þeirra sem vilja geta veitt meira. Miðað við síð­ustu gerðu stóru við­skipti með kvóta er mark­aðsvirðið þó um 1.200 millj­arðar króna. 

Stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tæki lands­ins bók­færa þessa þjóð­ar­eign sem eign í bókum sínum og nán­ast án und­an­tekn­inga á miklu lægra verði en það myndi kosta að kaupa þær. Ef við tökum til dæmis Síld­ar­vinnsl­una, sem er skráð á mark­að, sem dæmi þá eru afla­heim­ild­irnar sem hún heldur á bók­færðar á 34 millj­arða króna. Miðað við síð­ustu gerðu við­skipti með kvóta, sem dótt­ur­fé­lag Síld­ar­vinnsl­unnar gerði, má ætla að mark­aðsvirðið sé 92 millj­arðar króna. 

Til að setja þessa tölu í betra sam­hengi þá má nefna að heild­ar­mark­aðsvirði Síld­ar­vinnsl­unnar er um 116 millj­arðar króna. Upp­lausn­ar­virði kvót­ans sem félagið heldur á er því næstum 80 pró­sent af mark­aðsvirði Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Þurfa bara ekki allir að vera dug­legri?

Í nið­ur­stöðu­hluta nýrrar bókar eftir Gunnar Helga Krist­ins­son, pró­fess­ors í stjórn­mála­fræði við Háskóla Íslands, sem ber heitið „El­ítur og valda­kerfi á Íslandi“ er, líkt og nafnið gefur til kynna, elítur og valda­kerfi. Þar seg­ir: „Ís­land er lítið land og mark­að­ur­inn grunnur – sam­keppni er víða tak­mörkuð og fákeppni ríkj­andi. Sjáv­ar­út­veg­ur­inn nýtur enn sterkrar áhrifa­stöðu og elítur við­skipta­lífs­ins kepp­ast um yfir­ráð yfir fjöl­miðl­um. Fyr­ir­greiðsla gegnir ennþá nokkru hlut­verki við stöðu­veit­ing­ar, bæði til að tryggja tök flokk­anna á mik­il­vægum emb­ættum og til að verð­launa dygga banda­menn [...] Kynja­sam­setn­ing elít­anna er enn veru­lega ójöfn á Íslandi, þar sem nær tveir þriðju hlutar þeirra eru karl­kyns.“

Á Íslandi hefur of lengi verið ráð­andi sú skoðun að ef kakan stækkar þá eigi eng­inn að fetta fingur út í það að ein­hverjir taki sér sífellt stærri sneið. Það er selt sem norm og þeir sem horfa á brauð­mola-að­ferð­ar­fræð­ina sem órétt­láta eru oftar en ekki mál­aðir sem ruglu­dall­ar. Fífl sem skilji ekki hvað sé best fyrir þá. Illa þjökuð af veislu­blindu. Hópur sem er þjak­aður af öfund og skort á dug­leg­heitum til að ná árangri í pen­inga­kapp­hlaup­inu.

En þetta er ekki ráð­andi norm. Alþjóð­lega við­horfskönn­unin sýnir það svart á hvítu. Íslend­ing­ar, vel menntað og vel upp­lýst fólk, eru flestir á þeirri skoðun að þessi aðferð­ar­fræði sé órétt­lát og að stjórn­völd eigi að beita sér fyrir því að afleggja hana. Þeir sjá að til að kom­ast í hóp þess eins pró­sents lands­manna sem á hreina eign yfir nokkur hund­ruð millj­ónum króna og ýmsir stjórn­mála­flokkar stefna nú rétti­lega á að skatt­leggja meira, nægir ekk­ert eitt og sér að vera dug­leg­ur. Íslenskur almenn­ingur sér þetta skýrt og rúm­lega átta af hverjum tíu lands­mönnum telja að það skipti meira máli hver þú ert og hvern þú þekkir en hvað þú getur þegar kemur að því að kom­ast áfram í þjóð­fé­lag­in­u. 

Til þess að taka á þessu ólíð­andi vanda­máli þarf fyrst að við­ur­kenna til­vist þess. Og svo að beita lýð­ræð­is­legu valdi til að leysa það og skapa um leið rétt­lát­ara sam­fé­lag. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 24. þáttur: Innflytjendur ekki viðurkenndir sem hluti af íslensku samfélagi
Kjarninn 25. maí 2022
Örn Bárður Jónsson
Orðbólga
Kjarninn 25. maí 2022
Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ
Einstaklingar sem eru til rannsóknar skuli stíga til hliðar
Stjórn KSÍ hefur samþykkt að ef mál einstaklings er til meðferðar hjá rannsóknar- eða ákæruvaldi skuli hann stíga til hliðar hjá KSÍ á meðan meðferð máls stendur yfir. Aron Einar Gunnarsson kemur því ekki til greina í landsliðshópinn á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Kristrún Frostadóttir og Jóhann Páll Jóhannsson hafa bæði velt fyrir sér greiðslum til LOGOS vegna vinnu fyrir Bankasýslu ríkisins.
Vill fá að vita hvað fjármálaráðuneytið og Bankasýslan hafa borgað LOGOS frá 2017
Þingmaður hefur lagt fram fyrirspurn um greiðslu til lögmannsstofu sem vann minnisblað fyrir Bankasýsluna um að jafnræði hafi ríkt við söluna á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Sama lögmannsstofa var lögfræðilegur ráðgjafi Bankasýslunnar við söluna.
Kjarninn 25. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Sumir útlendingar eru æskilegri en aðrir
Kjarninn 25. maí 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Ung vinstri græn: Rík­is­stjórn­ar­sam­starfið má aldrei verða mik­il­væg­ara en mann­úð
Landsstjórn Ungra vinstri grænna hvetur ríkisstjórn Íslands eindregið til að draga til baka ákvörðun sína um endursendingar flóttafólks og líta til mannúðarsjónarmiða og félagslegs ávinnings fyrir samfélagið.
Kjarninn 25. maí 2022
Muhammad
„Íslensk stjórnvöld sjá mig ekki“
Muhammad Gambari, 23 ára Afgani, hefur verið á flótta frá því hann var 16 ára gamall. Eftir um fimm ára dvöl í Grikklandi kom hann til Íslands í ársbyrjun 2021 en er nú hópi tæplega 300 umsækjenda um alþjóðlega vernd sem vísa á úr landi á næstunni.
Kjarninn 25. maí 2022
Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Frumvarp um bann við olíuleit lítur dagsins ljós
Bann verður lagt við leit, rannsókn og vinnslu á olíu og gasi í efnahagslögsögu Íslands verði nýtt frumvarp umhverfisráðherra samþykkt. Engin leyfi tengd olíuvinnslu eru í gildi.
Kjarninn 25. maí 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari