Síldarvinnslan greiddi viðbótarskatt eftir að stórfyrirtækjaeftirlið var framkvæmt

Hagnaður af rekstri Síldarvinnslunnar á fyrri hluta árs var 5,8 milljarðar króna. Verðmætasta bókfærða eign félagsins eru aflaheimildir, sem þó eru bókfærðar langt undir markaðsvirði.

Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar. Hann sést hér hringja inn fyrstu viðskipti með bréf í félaginu eftir skráningu á markað í maí.
Gunnþór Ingvarsson er forstjóri Síldarvinnslunnar. Hann sést hér hringja inn fyrstu viðskipti með bréf í félaginu eftir skráningu á markað í maí.
Auglýsing

Síld­ar­vinnsl­unni var gert að greiða 64,3 millj­ónir króna í við­bót­ar­skatt­greiðslur fyrr á þessu ári eftir að Skatt­ur­inn fram­kvæmdi svo­kallað stór­fyr­ir­tækja­eft­ir­lit á skatt­skilum fyrri ára hjá félögum í sam­stæðu henn­ar. Frá þessu er greint í árs­hluta­reikn­ingi Síld­ar­vinnsl­unnar sem skilað var inn til Kaup­hallar Íslands í síð­ustu viku. 

Þar segir enn fremur að eft­ir­lits­að­gerðum sé að fullu lokið hjá Síld­ar­vinnsl­unni og dótt­ur­fé­lagi hennar Run­ólfi Hall­freðs­syni, en að hluta hjá öðru dótt­ur­fé­lagi, Berg­i-Hug­inn. Við­bót­ar­skatt­greiðslan gjald­færð í bókum Síld­ar­vinnsl­unnar á öðrum árs­fjórð­ungi yfir­stand­andi árs. 

Rekstr­ar­tekjur Síld­ar­vinnsl­unnar á fyrri hluta árs­ins 2021 voru um 5,8 millj­arðar króna. Hagn­aður félags­ins var 3,9 millj­arðar króna og skýrist að stórum hluta af því að félag utan um stóran hlut í trygg­inga­fé­lag­inu Sjóvá var fluttur til hlut­hafa hennar með arð­greiðslu í aðdrag­anda skrán­ingar Síld­ar­vinnsl­unnar á markað fyrr á árinu. Bók­fært verð félags­ins, SVN eigna­fé­lags, var 3,7 millj­arðar króna en verð­mæti hans á arð­greiðslu­degi var 2,9 millj­örðum krónum meira. Sá munur bók­færð­ist því sem hagn­að­ur.

Auglýsing
EBITDA-hagnaður Síld­ar­vinnsl­unn­ar, hagn­aður fyrir afskrift­ir, skatta og fjár­magns­gjöld, var þó einnig hár eða 1,6 millj­arðar króna. Það þýðir að 28 pró­sent af rekstr­ar­tekjum sat eftir sem slíkur hagn­að­ur­. Loðnu­veið­ar, sem höfðu ekki átt sér stað tvö ár á und­an, vigt­uðu þungt í þeirri afkomu.

Afla­heim­ildir verð­mætasta eignin

Eignir Síld­ar­vinnsl­unnar eru metnar á sam­tals 74,4 millj­arðar króna, skuldir 26,2 millj­arða króna og eigið fé sam­stæð­unnar var 48,2 millj­arðar króna. 

Útgerð­ar­fé­lagið er að stærstum hluta í eigu Sam­herja og Kjálka­ness, félags í eigu fjöl­skyld­una sem á útgerð­ar­fyr­ir­tækið Gjög­ur, sem eiga sam­tals 54,37 pró­sent. 

Verð­mætasta bók­færða eignin sem Síld­ar­vinnslan heldur á eru afla­heim­ild­ir. Þær eru bók­færðar á 34 millj­arða króna. Ef miðað er við mark­aðsvirði kvóta, út frá síð­ustu gerðu við­skiptum með afla­heim­ildir sem dótt­ur­fé­lag Síld­ar­vinnsl­unnar gerði, þá er ætti mark­aðs­verð allra afla­heim­ilda sem úthlutað hefur verið að vera 1.195 millj­arðar króna. Miðað við Síld­ar­vinnslan og dótt­ur­fé­lög hennar haldi á 7,7 pró­sent af úthlut­uðum kvóta, sam­kvæmt síð­ustu birtu upp­lýs­ingum Fiski­stofu, þá má ætla að mark­aðsvirði hans sé 92 millj­arðar króna. Eða 58 millj­örðum krónum yfir bók­færðu virð­i. 

Til að setja þessa tölu í betra sam­hengi þá má nefna að heild­ar­mark­aðsvirði Síld­ar­vinnsl­unnar er 119 millj­arðar króna. Upp­lausn­ar­virði kvót­ans sem félagið heldur á er því næstum 80 pró­sent af mark­aðsvirði Síld­ar­vinnsl­unn­ar.

Afhend­ing hluta­bréfa til starfs­manna

Í árs­hluta­upp­gjör­inu er einnig greint frá því að skrán­ing við sér­fræði­þjón­ustu vegna hluta­fjár­út­boðs Síld­ar­vinnsl­unnar í maí, þar sem 26,3 pró­sent hlutur í félag­inu var seldur og það síðan skráð á mark­að, hafi numið um 120 millj­ónum króna. 

Auk þess er til­greint að gjald­færður launa­kostn­aður vegna afhend­ingu eigin hluta­bréfa til starfs­manna hafi numið um 325 millj­ónum króna hjá sam­stæð­unni. Það hafi verið bæði um að ræða afhend­ingu bréfa til starfs­manna og launa­bónus egna skatta­á­hrifa þeirra. 

Heild­ar­gjald­færsla við útboðið sem færð var í rekstr­ar­reikn­ing vegna aðkeyptrar sér­fræði­þjón­ustu, afhend­ingu hluta­bréfa til starfs­manna og launa­bónusa svo að þeir starfs­menn þyrftu ekki að greiða skatt af þeim hluta­bréfum nam því sam­tals um 445 millj­ónum króna. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent