Samfylking og Píratar bæta við sig en Sjálfstæðisflokkur langt undir kjörfylgi

Sjö flokkar næðu inn á þing ef kosið yrði í dag. Miðflokkurinn heldur áfram að hverfa og Vinstri græn mælast nú fimmti stærsti flokkur landsins.

Gengi stjórnarflokkanna er misjafnt samkvæmt nýjustu könnun Maskínu.
Gengi stjórnarflokkanna er misjafnt samkvæmt nýjustu könnun Maskínu.
Auglýsing

Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks dalar um 3,2 pró­sentu­stig milli mán­aða og mælist nú 20,1 pró­sent sam­kvæmt nýj­ustu könnun Mask­ínu. Flokk­ur­inn er nú að mæl­ast 4,3 pró­sentu­stigum undir kjör­fylgi sín­u. 

Þótt Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé enn stærsti flokkur lands­ins sam­kvæmt mæl­ingum þá er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn nú ekki langt undan með 17,8 pró­sent fylgi. Fylgi þess flokks eykst um þrjú pró­sentu­stig milli mán­aða og er nú aðeins yfir því sem Fram­sókn fékk í kosn­ing­unum í haust. 

Vinstri græn, flokkur for­sæt­is­ráð­herra, bæta líka við sig á milli mán­aða og mæl­ast nú með 11,2 pró­sent fylgi, sem er samt sem áður 1,5 pró­sentu­stigum frá því sem kom upp úr kjör­köss­unum í síð­ustu kosn­ing­um. Flokk­ur­inn mælist nú sá fimmti stærsti á þing­i. 

Auglýsing

Þeir flokkar í stjórn­ar­and­stöð­unni sem hafa bætt við sig mestu fylgi sam­kvæmt könn­unum frá því í síð­ustu kosn­ingum eru Píratar og Sam­fylk­ing­in. Píratar mæl­ast nú með 13,5 pró­sent fylgi sem er 4,9 pró­sentu­stigum meira en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum 2021. 

Sam­fylk­ingin mælist með 12,3 pró­sent fylgi sem er þremur pró­sentu­stigum meira en flokk­ur­inn mæld­ist með í des­em­ber og 2,4 pró­sentu­stigum meira en hann fékk í síð­ustu kosn­ing­um. 

Við­reisn mælist með 9,2 pró­sent fylgi sem er 0,9 pró­sentu­stigum meira en flokk­ur­inn fékk í sept­em­ber. 

Auglýsing
Flokkur fólks­ins mælist með 8,5 pró­sent fylgi sem er nán­ast það sama og flokk­ur­inn fékk í síð­ustu kosn­ingum þegar 8,8 pró­sent kjós­enda kusu hann. 

Mið­flokk­ur­inn, sem beið afhroð í síð­ustu kosn­ingum og tap­aði helm­ingnum af fylgi sínu, heldur áfram að dala og mælist nú með 3,7 pró­sent fylgi. Það er sama fylgi og Sós­í­alista­flokk­ur­inn mælist með, og myndi þýða að ósenni­legt væri að flokk­arnir tveir næðu inn manni ef kosið yrði í dag. 

Könn­unin var lögð fyrir Þjóð­gátt Mask­ínu, sem er þjóð­hópur fólks sem dreg­inn er með til­viljun úr Þjóð­skrá, á net­inu. Alls voru svar­endur 1.548 tals­ins af öllu land­inu. Svar­endur eru alls staðar að af land­inu og á aldr­inum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð sam­kvæmt Þjóð­skrá og end­ur­spegla því þjóð­ina prýði­lega. Könn­unin fór fram dag­ana 6. til 19. jan­úar 2022.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Samkeppniseftirlitið ekki haft aðkomu að rannsókn á dótturfélagi Eimskips í Danmörku
Dönsk samkeppnisyfirvöld staðfesta að húsleit hafi farið fram hjá dótturfélagi Eimskips í Danmörku en vilja að öðru leyti ekki tjá sig um rannsókn málsins. Ekki hefur verið óskað eftir aðstoð Samkeppniseftirlitsins hér á landi við rannsóknina.
Kjarninn 24. júní 2022
Þórir Haraldsson er forstjóri Líflands. Félagið flytur inn korn sem það malar í hveiti annars vegar og fóður hins vegar.
Verð á hveiti hækkað um 40 prósent á hálfu ári
Litlar líkur eru á því að hveiti muni skorta hér á landi að sögn forstjóra Líflands en félagið framleiðir hveiti undir merkjum Kornax í einu hveitimyllu landsins. Verð gæti lækkað á næsta ári ef átökin í Úkraínu stöðvast fljótlega.
Kjarninn 24. júní 2022
Lilja D. Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, lagði fram tillögu um skipun starfshópsins sem var samþykkt.
Eru íslensku bankarnir að okra á heimilum landsins?
Starfshópur hefur verið skipaður til að greina hvernig íslenskir bankar haga gjaldtöku sinni, hvernig þeir græða peninga og hvort það sé vísvitandi gert með ógagnsæjum hætti í skjóli fákeppni. Hópurinn á að bera það saman við stöðuna á Norðurlöndum.
Kjarninn 24. júní 2022
Valgerður Jóhannsdóttir og Finnborg Salome Steinþórsdóttir eru höfundar greinarinnar Kynjaslagsíða í fréttum: Um fjölbreytni og lýðræðishlutverk fjölmiðla.
Konur aðeins þriðjungur viðmælanda íslenskra fjölmiðla
Hlutur kvenna í fréttum hér á landi er rýrari en annars staðar á Norðurlöndum. Ekki er afgerandi kynjaskipting eftir málefnasviðum í íslenskum fréttum, ólíkt því sem tíðkast víðast hvar annars staðar.
Kjarninn 24. júní 2022
Seðlabankinn tekur beiðni Kjarnans um „ruslaskistu Seðlabankans“ til efnislegrar meðferðar
Nýlegur úrskurður úrskurðarnefndar um upplýsingamál skikkar Seðlabanka Íslands til að kanna hvort hann hafi gögn um Eignasafn Seðlabanka Íslands undir höndum og leggja í kjölfarið mat á hvort þau gögn séu háð þagnarskyldu.
Kjarninn 24. júní 2022
Tanja Ísfjörð Magnúsdóttir
Af hverju eru svona mörg kynferðisbrotamál felld niður?
Kjarninn 24. júní 2022
Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, og Þorsteinn Már Baldvinsson hittust nokkrum sinnum. Sá fyrrnefndi hefur verið ákærður í Namibíu og sá síðarnefndi er með stöðu sakbornings í rannsókn á Íslandi.
Fjármagnsskortur stendur ekki í vegi fyrir áframhaldandi rannsókn á Samherja
Útistandandi réttarbeiðni í Namibíu er stærsta hindrun þess að hægt sé að ljúka rannsókn á Samherjamálinu svokallaða. Skortur á fjármunum er ekki ástæða þess að ákvörðun um ákæru hefur ekki verið tekin, tveimur og hálfu ári eftir að rannsókn hófst.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent