Ójafnvægi milli meirihluta og minnihluta – „Þetta er 100 prósent gegn 0 prósent“

Tveir þingmenn gerðu störf þingsins að sérstöku umræðuefni á Alþingi í dag. Annar vill að meirihlutinn geri sér grein fyrir dagskrárvaldi sínu og hinn vill sérstakan skjá fyrir þingmenn svo þeir geti flutt ræðurnar með betri hætti.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Björn Leví Gunn­ars­son þing­maður Pírata gerði störf þings­ins að umræðu­efni undir sam­nefndum lið á Alþingi í dag. Hann sagði að það virt­ist vera mik­ill mis­skiln­ingur hjá fólki almennt að þegar talað væri um minni­hluta og meiri­hluta, sem væri vissu­lega ákveðin stað­reynd á þingi, þá væri „það samt ekki satt“.

„Hér eru flokkar sem taka sér dag­skrár­vald og flokkar sem hafa bara aðgang að ræðu­stól þings­ins. Það snýst ekki um meiri­hluta og minni­hluta því að í raun skipta atkvæði minni­hlut­ans engu máli. Það er dag­skrár­stjórn­un­in, dag­skrár­vald­ið, sem skiptir öllu máli. Þetta er 100 pró­sent gegn 0 pró­sent, ekki meiri­hluti og minni­hlut­i,“ sagði hann.

Setti hann þetta í sam­hengi við skipu­lags­breyt­ingu á þing­inu, til að mynda stytt­ingu vinnu­vik­unn­ar. „Nú er staðan þannig að það eru þing­fundir til klukkan 8 flesta daga. Ekki á föstu­dög­um, en þeir geta staðið til mið­nættis á þriðju­dög­um. Það er alveg gríð­ar­lega óhag­kvæmt umhverfi til að vinna í upp á vinnu­skorpur og ýmis­legt slíkt í stað­inn fyrir að meira jafn­vægi væri í þessu dag­inn út og inn og árið fram og til bak­a.“

Auglýsing

Björn Leví vildi beina því til þing­manna að þeir hugs­uðu á kom­andi vik­um, þegar þeir væru að reyna að koma saman starfs­á­ætlun þings­ins, um hið innra skipu­lag vik­unnar og ójafn­vægið á milli þeirra sem taka sér dag­skrár­valdið og hinna sem þyrftu að reyna að „vinna innan þeirrar kúg­un­ar“.

„Ef ein­hverjir taka sér meiri­hluta­vald­ið, taka sér 100 pró­sent dag­skrár­vald, þá er það þeirra að byrja að vera mál­efna­leg­ir,“ sagði hann.

Vill skjá fyrir þing­menn svo þeir geti „horfst í augu við þjóð sína“

Jakob Frí­mann Magn­ús­son þing­maður Flokks fólks­ins fjall­aði einnig um störf þings­ins í sinni ræðu undir sama lið.

„Ég vil ræða störf þings­ins og með hvaða hætti við getum bætt okkur í þeim efn­um. Og þá er það nú fyrst og fremst á tækni­lega svið­inu. Ég hefði talið að margir þeirra sem hér koma í pontu með skrif­aðar ræður – sér­stak­lega þegar við erum í beinni útsend­ingu sem þjóðin getur fylgst með og gerir kannski meira en okkur grunar – að þá væri meiri mynd­ar­bragur yfir því ef menn gætu horft upp úr ræð­unni ef það væri ein­hvers konar „promter“ eða skjár, til dæmis hér beint á móti sem menn gætu lesið af tölv­unni af slíkum skjá og horfst í augu við þjóð sína á meðan þeir flytja mál sitt og von­andi með enn meira sann­fær­andi hætt­i.“

Jakob Frímann Magnússon Mynd: Bára Huld Beck

Hann sagði að allir sem hefðu verið í útsend­ingum í sjón­varpi eða ráð­stefnum þekktu. „Þetta er til­tölu­lega við­tek­inn nútíma­legur máti og þá sömu­leiðis ef menn vilja leggja sér­staka áherslu á mál sitt og gera það með mynd­ar­brag að geta gripið til stoð­tækja á borð við skjá á vegg tengdan við tölvu með áherslu­at­riðum í máli og mynd­um. Þetta get ég full­yrt af eigin raun að hefur gert ræður margra eft­ir­minni­legri, skýr­ari og skemmti­legri.“

Hann lagði enn fremur til að Alþingi myndi fjölga útsend­ing­ar­vinkl­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent