Bergþór sá eini sem hlaut sæti eftir endurtalningu sem samþykkti eigið kjörbréf

Þegar talið var aftur í Norðvesturkjördæmi leiddi það til þess að fimm frambjóðendur misstu sæti sitt á þingi og fimm aðrir fengu slíkt sæti. Einungis einn þeirra sem komst inn kaus með því að endurtalningin myndi standa.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Af þeim fimm þing­mönnum sem náðu inn á Alþingi eftir end­ur­taln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi kaus ein­ungis einn, Berg­þór Óla­son frá Mið­flokki, með sam­þykkt á stað­fest­ingu á eigin kjör­bréfi í gær. Hinir fjórir sátu hjá.

Einn úr hópn­um, Guð­brandur Ein­ars­son, nú þing­maður Við­reisn­ar, hafði gefið það út opin­ber­lega að hann ætl­aði að sam­þykkja nið­ur­stöðu end­ur­taln­ingar þegar kosið yrði um hana á þingi en sner­ist hugur og sat hjá. 

Berg­þór hafði ekki viljað gefa upp afstöðu sína fyrir gær­dag­inn, en hann er myndar ný tveggja manna þing­flokk með Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Mið­flokks­ins. 

Fimm út, fimm inn

Þegar nið­ur­staða end­ur­taln­ingar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, sem fór fram dag­inn eftir kosn­ing­arnar í sept­em­ber síð­ast­liðn­um, lá fyrir misstu fimm fram­bjóð­endur jöfn­un­ar­þing­sæti sem þeim hafði verið úthlutað og fimm aðrir hlutu slíkt sæt­i. 

Auglýsing
Guð­mundur Gunn­­ar­s­­son féll út sem jöfn­un­­ar­­maður Við­reisnar í Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi og í stað hans kom Berg­þór Óla­­son inn fyrir Mið­­flokk­inn. Karl Gauti Hjalta­­son úr Mið­­flokki féll út í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og í hans stað kom Gísli Rafn Ólafs­­son frá Píröt­­um. Í Reykja­vík norður féll Lenya Rún Taha Karim út sem jöfn­un­­ar­­maður Pírata og í hennar stað kom Jóhann Páll Jóhanns­­son fyrir Sam­­fylk­ing­una. Þá datt Rósa Björk Brynj­­ólfs­dóttir út sem jöfn­un­­ar­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­innar í Reykja­vík Suð­­ur. Í hennar stað kom Orri Páll Jóhanns­­son sem jöfn­un­­ar­­þing­­maður Vinstri grænna. Í Suð­­ur­­kjör­­dæmi datt Hólm­­fríður Árna­dóttir út sem jöfn­un­­ar­­þing­­maður Vinstri grænna og Guð­brandur Ein­­ar­s­­son kom inn í hennar stað sem jöfn­un­­ar­­þing­­maður Við­reisn­­­ar.

Klauf sig frá þing­flokki Pírata

Alþingi sam­þykkti í gær­kvöldi, með 42 atkvæðum gegn fimm, að stað­festa gildi kosn­ing­anna í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Sextán þing­menn greiddu ekki atkvæði.

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, full­trúi Vinstri grænna í kjör­bréfa­nefnd  og heil­brigð­is­ráð­herra, lagði fram til­lögu um upp­kosn­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Gísli Rafn Ósk­ars­son, þing­maður Pírata sem hlaut sæti á Alþingi eftir end­ur­taln­ingu, kaus gegn þeirri til­lögu en allir aðrir við­staddir þing­menn Pírata studdu hana. 

Þá vakti einnig athygli að Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, studdi til­lögu Svan­dís­ar, sem var á end­anum felld, en kaus líka með til­lög­unni sem var á end­anum sam­þykkt og fól í sér að end­ur­taln­ingin var látin gilda. 

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, sem stýrir ráðu­neyt­inu sem fer með fram­kvæmd kosn­inga, kaus með því að nið­ur­staða end­ur­taln­ing­ar­innar yrði látin standa.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent