Bergþór sá eini sem hlaut sæti eftir endurtalningu sem samþykkti eigið kjörbréf

Þegar talið var aftur í Norðvesturkjördæmi leiddi það til þess að fimm frambjóðendur misstu sæti sitt á þingi og fimm aðrir fengu slíkt sæti. Einungis einn þeirra sem komst inn kaus með því að endurtalningin myndi standa.

Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins.
Auglýsing

Af þeim fimm þing­mönnum sem náðu inn á Alþingi eftir end­ur­taln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi kaus ein­ungis einn, Berg­þór Óla­son frá Mið­flokki, með sam­þykkt á stað­fest­ingu á eigin kjör­bréfi í gær. Hinir fjórir sátu hjá.

Einn úr hópn­um, Guð­brandur Ein­ars­son, nú þing­maður Við­reisn­ar, hafði gefið það út opin­ber­lega að hann ætl­aði að sam­þykkja nið­ur­stöðu end­ur­taln­ingar þegar kosið yrði um hana á þingi en sner­ist hugur og sat hjá. 

Berg­þór hafði ekki viljað gefa upp afstöðu sína fyrir gær­dag­inn, en hann er myndar ný tveggja manna þing­flokk með Sig­mundi Davíð Gunn­laugs­syni, for­manni Mið­flokks­ins. 

Fimm út, fimm inn

Þegar nið­ur­staða end­ur­taln­ingar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, sem fór fram dag­inn eftir kosn­ing­arnar í sept­em­ber síð­ast­liðn­um, lá fyrir misstu fimm fram­bjóð­endur jöfn­un­ar­þing­sæti sem þeim hafði verið úthlutað og fimm aðrir hlutu slíkt sæt­i. 

Auglýsing
Guð­mundur Gunn­­ar­s­­son féll út sem jöfn­un­­ar­­maður Við­reisnar í Norð­vest­­ur­­kjör­­dæmi og í stað hans kom Berg­þór Óla­­son inn fyrir Mið­­flokk­inn. Karl Gauti Hjalta­­son úr Mið­­flokki féll út í Suð­vest­ur­kjör­dæmi og í hans stað kom Gísli Rafn Ólafs­­son frá Píröt­­um. Í Reykja­vík norður féll Lenya Rún Taha Karim út sem jöfn­un­­ar­­maður Pírata og í hennar stað kom Jóhann Páll Jóhanns­­son fyrir Sam­­fylk­ing­una. Þá datt Rósa Björk Brynj­­ólfs­dóttir út sem jöfn­un­­ar­­maður Sam­­fylk­ing­­ar­innar í Reykja­vík Suð­­ur. Í hennar stað kom Orri Páll Jóhanns­­son sem jöfn­un­­ar­­þing­­maður Vinstri grænna. Í Suð­­ur­­kjör­­dæmi datt Hólm­­fríður Árna­dóttir út sem jöfn­un­­ar­­þing­­maður Vinstri grænna og Guð­brandur Ein­­ar­s­­son kom inn í hennar stað sem jöfn­un­­ar­­þing­­maður Við­reisn­­­ar.

Klauf sig frá þing­flokki Pírata

Alþingi sam­þykkti í gær­kvöldi, með 42 atkvæðum gegn fimm, að stað­festa gildi kosn­ing­anna í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Sextán þing­menn greiddu ekki atkvæði.

Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, full­trúi Vinstri grænna í kjör­bréfa­nefnd  og heil­brigð­is­ráð­herra, lagði fram til­lögu um upp­kosn­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Gísli Rafn Ósk­ars­son, þing­maður Pírata sem hlaut sæti á Alþingi eftir end­ur­taln­ingu, kaus gegn þeirri til­lögu en allir aðrir við­staddir þing­menn Pírata studdu hana. 

Þá vakti einnig athygli að Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, studdi til­lögu Svan­dís­ar, sem var á end­anum felld, en kaus líka með til­lög­unni sem var á end­anum sam­þykkt og fól í sér að end­ur­taln­ingin var látin gilda. 

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, sem stýrir ráðu­neyt­inu sem fer með fram­kvæmd kosn­inga, kaus með því að nið­ur­staða end­ur­taln­ing­ar­innar yrði látin standa.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent