Öll kjörbréfin 63 staðfest af Alþingi

Alþingi samþykkti í kvöld með 42 atkvæðum gegn 5 að staðfesta gildi umdeildra kosninga í Norðvesturkjördæmi. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði.

Já, sögðu 42 þingmenn er tekin var afstaða til gildis kosninganna í Norðvesturkjördæmi.
Já, sögðu 42 þingmenn er tekin var afstaða til gildis kosninganna í Norðvesturkjördæmi.
Auglýsing

Öll 63 kjör­bréfin sem lands­kjör­stjórn gaf út þann 1. októ­ber voru stað­fest af meiri­hluta Alþingis í atkvæða­greiðslu á tíunda tím­an­um. Ríkur þing­meiri­hluti var fyrir því að stað­festa kjör­bréf þeirra sextán þing­manna sem voru kjörnir í Norð­vest­ur­kjör­dæmi eða sem jöfn­un­ar­menn í öðrum kjör­dæm­um.

Við atkvæða­greiðslu um þessi sextán kjör­bréf fóru leikar svo að fjöru­tíu og tveir þing­menn stað­festu kjör­bréf­in, fimm greiddu atkvæði gegn stað­fest­ingu þeirra og sextán þing­menn kusu að sitja hjá. Þar með var stað­fest til­lagan sem byggði á áliti meiri­hluta kjör­bréfa­nefnd­ar, sem sam­an­stóð af full­trúm Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sóknar og Flokks fólks­ins.

Sextán vildu upp­kosn­ingu í Norð­vestur

Til­laga um upp­kosn­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi var felld með 42 atkvæð­um. Ein­ungis 16 þing­menn vildu að farið yrði að til­lögum Þór­unnar Svein­bjarn­ar­dóttur og Svan­dísar Svav­ars­dótt­ur, full­trúum Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna í kjör­bréfa­nefnd, um að kosið yrði að nýju í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Fjórir þing­menn greiddu ekki atkvæði.

Auglýsing

Bara Píratar vildu upp­kosn­ingu um allt land

Byrjað var á að greiða atkvæði um til­lögu Björns Leví Gunn­ars­sonar þing­manns Pírata, um að stað­festa ekki eitt ein­asta kjör­bréf og boða til nýrra kosn­inga um allt land. Hún var felld með yfir­gnæf­andi meiri­hluta, með 53 atkvæðum gegn 6. Fjórir þing­menn greiddu ekki atkvæði.

Áður en gengið var til loka­at­kvæða­greiðslu kvölds­ins, sem laut að kosn­ing­unum umdeildu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og þau sextán kjör­bréf sem úrslit hennar snertu, voru greidd atkvæði sér­stak­lega um kjör­bréf 47 kjör­dæma­kjör­inna þing­manna, sem sitja í öðrum kjör­dæmum en Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Þau voru stað­fest sam­hljóða, með 63 atkvæð­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Milljarðar gætu ratað úr fyrirtæki í eigu borgarinnar í ríkissjóð vegna afleiðusamninga við Glitni
Orkuveita Reykjavíkur vildi ekki gera upp afleiðusamninga við Glitni HoldCo vegna þess að hún taldi að félagið hefði framselt samninganna til ríkissjóðs og að það hefði þegar fengið bætur fyrir afglöp endurskoðenda í sátt við PwC.
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent