Öll kjörbréfin 63 staðfest af Alþingi

Alþingi samþykkti í kvöld með 42 atkvæðum gegn 5 að staðfesta gildi umdeildra kosninga í Norðvesturkjördæmi. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði.

Já, sögðu 42 þingmenn er tekin var afstaða til gildis kosninganna í Norðvesturkjördæmi.
Já, sögðu 42 þingmenn er tekin var afstaða til gildis kosninganna í Norðvesturkjördæmi.
Auglýsing

Öll 63 kjör­bréfin sem lands­kjör­stjórn gaf út þann 1. októ­ber voru stað­fest af meiri­hluta Alþingis í atkvæða­greiðslu á tíunda tím­an­um. Ríkur þing­meiri­hluti var fyrir því að stað­festa kjör­bréf þeirra sextán þing­manna sem voru kjörnir í Norð­vest­ur­kjör­dæmi eða sem jöfn­un­ar­menn í öðrum kjör­dæm­um.

Við atkvæða­greiðslu um þessi sextán kjör­bréf fóru leikar svo að fjöru­tíu og tveir þing­menn stað­festu kjör­bréf­in, fimm greiddu atkvæði gegn stað­fest­ingu þeirra og sextán þing­menn kusu að sitja hjá. Þar með var stað­fest til­lagan sem byggði á áliti meiri­hluta kjör­bréfa­nefnd­ar, sem sam­an­stóð af full­trúm Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sóknar og Flokks fólks­ins.

Sextán vildu upp­kosn­ingu í Norð­vestur

Til­laga um upp­kosn­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi var felld með 42 atkvæð­um. Ein­ungis 16 þing­menn vildu að farið yrði að til­lögum Þór­unnar Svein­bjarn­ar­dóttur og Svan­dísar Svav­ars­dótt­ur, full­trúum Sam­fylk­ingar og Vinstri grænna í kjör­bréfa­nefnd, um að kosið yrði að nýju í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Fjórir þing­menn greiddu ekki atkvæði.

Auglýsing

Bara Píratar vildu upp­kosn­ingu um allt land

Byrjað var á að greiða atkvæði um til­lögu Björns Leví Gunn­ars­sonar þing­manns Pírata, um að stað­festa ekki eitt ein­asta kjör­bréf og boða til nýrra kosn­inga um allt land. Hún var felld með yfir­gnæf­andi meiri­hluta, með 53 atkvæðum gegn 6. Fjórir þing­menn greiddu ekki atkvæði.

Áður en gengið var til loka­at­kvæða­greiðslu kvölds­ins, sem laut að kosn­ing­unum umdeildu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi og þau sextán kjör­bréf sem úrslit hennar snertu, voru greidd atkvæði sér­stak­lega um kjör­bréf 47 kjör­dæma­kjör­inna þing­manna, sem sitja í öðrum kjör­dæmum en Norð­vest­ur­kjör­dæmi.

Þau voru stað­fest sam­hljóða, með 63 atkvæð­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ísland raðgreinir mest í heimi
Í Suður-Afríku, þar sem hið nýja afbrigði kórónuveirunnar Ómíkron greindist fyrst í síðustu viku, eru innan við 1 prósent jákvæðra sýna raðgreind. Hlutfallið er langhæst á Íslandi.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra.
Jóhanna gagnrýnir ríkisstjórn undir forystu Vinstri grænna fyrir að fjölga ráðuneytum
Fyrrverandi forsætisráðherra segir það vekja furðu að Vinstri græn ætli að „afhenda íhaldinu“ umhverfis-og loftslagsmálin. Það hafi barist kröftulega gegn rammaáætlun í áratug.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Orri Páll Jóhannesson er nýr þingflokksformaður Vinstri grænna.
Orri Páll þingflokksformaður Vinstri grænna
Orri Páll Jóhannsson var í dag valinn þingflokksformaður Vinstri grænna. Bjarni Jónsson verður ritari þingflokksins.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
„Umhverfismálin eiga að vera alls staðar“
Katrín Jakobsdóttir segist horfa á boðaða stækkun Vatnajökulsþjóðgarðar sem áfanga í átt að þjóðgarði á borð við hálendisþjóðgarðinn, sem bakkað er með í nýja stjórnarsáttmálanum. Kjarninn ræddi umhverfismál við Katrínu í gær.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Bólusetningarvottorð gildi aðeins í níu mánuði
Stjórn Evrópusambandsins hefur lagt til að bólusetningarvottorð gildi í níu mánuði í stað tólf. Örvunarskammtur framlengi svo gildistímann.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Íslenska heilbrigðiskerfið: Áskoranir og framtíðin
Kjarninn 29. nóvember 2021
Guðlaugur Þór Þórðarson er nýr ráðherra umhverfis-, loftslags- og orkumála. Landvernd segir að það verði erfitt að gæta hagsmuna náttúrunnar og fara með orkumálin á sama tíma.
Landvernd segir „stríðsyfirlýsingu“ að finna í stjórnarsáttmálanum
Stjórn Landverndar gagnrýnir áform ríkisstjórnarinnar um breytta rammaáætlun, sérstök vindorkulög og flutning orkumála inn í umhverfisráðuneytið, í yfirlýsingu í dag.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Róbert Marshall upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Innsláttarvilla í Stjórnartíðindum hafði engin lögformleg áhrif
Guðlaugur Þór Þórðarson verður ekki ráðherra lista og menningarmála auk þess að fara með umhverfismál í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Innsláttarvilla á vef Stjórnartíðinda gaf ranglega til kynna að svo yrði, en hún hafði engin lögformleg áhrif.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent