Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál

Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir að Íslendingar megi ekki við fjórum árum í viðbót af „aðgerðarleysi og meðalmennsku“ ríkistjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG.

Auglýsing

Und­an­farin ár hefur loks­ins orðið vit­und­ar­vakn­ing í lofts­lags­málum um allan heim, þökk sé ötulli bar­áttu ungs fólks með Gretu Thun­berg í far­ar­broddi. Ungt fólk á Íslandi hefur ekki látið deigan síga í þess­ari bar­áttu og kraf­ist miklu rót­tæk­ari og afdrátt­ar­laus­ari aðgerða í bar­átt­unni gegn ham­fara­hlýn­un.

Því miður hefur rík­is­stjórn VG, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks ekki hlýtt á þessar raddir og kröf­ur, heldur orðið sam­mála um lægsta sam­nefnar­ann í lofts­lags­málum og ekki komið í gegn stórum umhverf­is­vernd­ar­málum á borð við mið­há­lend­is­þjóð­garð.

Rík­is­stjórnin hefur ekki viljað lýsa yfir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­mál­um, þó að urm­ull leið­toga, ríkja, borga og bæja um allan heim hafi gert það til að stað­festa alvar­leik­ann og nauð­syn að bregð­ast við af festu. Metn­að­ar­leysi Íslands kom líka fram í því að mark­mið um sam­drátt Íslands í útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eru það lægsta sem ESB-­ríkin komu sér saman um og undir 60% sam­drætti sem Evr­ópu­þingið vildi.

Auglýsing

Næstu ár skipta öllu máli

Það ríður á að við stjórn­völ­inn á Íslandi verði stjórn­mála­flokkar sem segj­ast ekki bara vilja vel og gera bet­ur, heldur sýni í verki að þeir séu stað­ráðin í að fram­fylgja því og geri þær kröfur til sam­starfs­flokka sinna að eng­inn afsláttur verði gefin í mál­efnum lofts­lags­mála.

Sam­fylk­ingin vill alvöru aðgerðir í lofts­lags­málum sem kallar á stór­tæk­ari aðgerðir strax og nýja, djarfa og rót­tæka hugsun á öllum sviðum sam­fé­lags­ins. Þann 3. sept­em­ber kynnti Sam­fylk­ingin 50 aðgerðir í lofts­lags­málum sem við viljum ráð­ast strax í, fáum við til þess umboð frá kjós­endum um næstu helgi.

Sam­fylk­ingin vill að stefnt verði að minnsta kosti 60% sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fyrir árið 2030, að lofts­lags­mark­mið okkar verði að fullu lög­fest án tafar og að Ísland stefni á að verða kolefn­is­laust frá og með árinu 2040. Við verðum líka að banna alla leit að olíu og gasi á íslensku yfir­ráða­svæði.

Sam­fylk­ingin vill gera bylt­ingu í almenn­ings­sam­göng­um. Við viljum flýta Borg­ar­línu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og upp­bygg­ingu stofn­leiða fyrir hjól­reið­ar­. Koma þarf upp heild­stæðu neti almenn­ings­sam­gangna sem við köllum Land­línu og yrði knúið vist­vænum inn­lendum orku­gjöf­um.

Sam­fylk­ingin vill beita skatta­legum hvötum og íviln­unum til að draga úr kolefn­is­spori atvinnu­veg­anna og tryggja að öll ný skip gangi fyrir end­ur­nýj­an­legri orku að fullu eða að hluta. Hættan sem sjávar­út­vegi okkar stafar af lofts­lags­breyt­ingum er mik­il, ekki síst vegna súrnun sjávar, og við viljum beita okkur fyrir stórauknum rannsóknum á því sviði.

Sam­fylk­ingin vill styðja við þróun lofts­lags­lausna og græns há­tækni­iðn­aðar og auka vægi lofts­lagsvænnar atvinnu­upp­bygg­ingar á Ís­landi. Þetta verður meðal ann­ars gert með stofnun græns fjár­fest­ing­ar­sjóðs í sam­starfi við einka­fjár­festa og sveit­ar­félög og tekur mið af aðgerða­áætlun stjórn­valda í lofts­lags­málum og af vís­inda- og tækni­stefnu Ís­lands í allri sinni starf­sem­i. ­Með þessu öllu verður til mik­ill fjöldi af grænum störfum sem skapa munu verð­mæti um allt land.

Við viljum líka hætta nýskrán­ingu bensín- og dí­sil­fólks­bíla frá og með ár­inu 2025 og styrkja enn betur við hleðslu­stöðvar um allt land. Við verðum líka að nýta ork­una í raf­orku­kerf­inu betur og styrkja flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­magns svo það standi undir auknu álagi vegna orku­skipt­anna. Þetta hefði núver­andi rík­is­stjórn getað staðið við eins og lofað var í stjórn­ar­sátt­mál­anum um inn­viða­upp­bygg­ingu.

Við getum ekki meiri með­al­mennsku í lofts­lags­málum

Góðu frétt­irnar eru þær, að þó tím­inn sé að renna okkur úr greip­um, er ekki of seint að bregð­ast við. Með rót­tækum aðgerðum til að stöðva losun koldí­oxíðs og ann­arra gróð­ur­húsa­loft­teg­unda má enn koma í veg fyrir að hlýn­unin verði meiri en þær 1,5 gráður sem að er stefnt í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Við getum ekki fjögur ár í við­bót af aðgerð­ar­leysi og með­al­mennsku rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og VG.

Íslensk stjórn­völd eiga að hafa meiri metn­að. Til að verða í fremstu röð í lofts­lags – og umhverf­is­mál­um. Það hefur sjaldan verið jafn­mik­il­vægt að kjósa póli­tíska for­ystu sem setur þessi mál á odd­inn. Börnin okkar og börnin þeirra eiga það skil­ið. Tæki­færin okkar eru nefni­lega ótal mörg til að ráð­ast í alvöru aðgerðir í lofts­lags­mál­un­um.

Sam­fylk­ingin er til­búin og á laug­ar­dag­inn verður hægt að kjósa um djarfari, rót­tæk­ari aðgerðir í lofts­lags­málum til fram­tíð­ar.

Höf­undur er þing­kona Sam­fylk­ing­ar­innar í 2. sæti í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar