Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál

Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir að Íslendingar megi ekki við fjórum árum í viðbót af „aðgerðarleysi og meðalmennsku“ ríkistjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG.

Auglýsing

Und­an­farin ár hefur loks­ins orðið vit­und­ar­vakn­ing í lofts­lags­málum um allan heim, þökk sé ötulli bar­áttu ungs fólks með Gretu Thun­berg í far­ar­broddi. Ungt fólk á Íslandi hefur ekki látið deigan síga í þess­ari bar­áttu og kraf­ist miklu rót­tæk­ari og afdrátt­ar­laus­ari aðgerða í bar­átt­unni gegn ham­fara­hlýn­un.

Því miður hefur rík­is­stjórn VG, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks ekki hlýtt á þessar raddir og kröf­ur, heldur orðið sam­mála um lægsta sam­nefnar­ann í lofts­lags­málum og ekki komið í gegn stórum umhverf­is­vernd­ar­málum á borð við mið­há­lend­is­þjóð­garð.

Rík­is­stjórnin hefur ekki viljað lýsa yfir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­mál­um, þó að urm­ull leið­toga, ríkja, borga og bæja um allan heim hafi gert það til að stað­festa alvar­leik­ann og nauð­syn að bregð­ast við af festu. Metn­að­ar­leysi Íslands kom líka fram í því að mark­mið um sam­drátt Íslands í útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eru það lægsta sem ESB-­ríkin komu sér saman um og undir 60% sam­drætti sem Evr­ópu­þingið vildi.

Auglýsing

Næstu ár skipta öllu máli

Það ríður á að við stjórn­völ­inn á Íslandi verði stjórn­mála­flokkar sem segj­ast ekki bara vilja vel og gera bet­ur, heldur sýni í verki að þeir séu stað­ráðin í að fram­fylgja því og geri þær kröfur til sam­starfs­flokka sinna að eng­inn afsláttur verði gefin í mál­efnum lofts­lags­mála.

Sam­fylk­ingin vill alvöru aðgerðir í lofts­lags­málum sem kallar á stór­tæk­ari aðgerðir strax og nýja, djarfa og rót­tæka hugsun á öllum sviðum sam­fé­lags­ins. Þann 3. sept­em­ber kynnti Sam­fylk­ingin 50 aðgerðir í lofts­lags­málum sem við viljum ráð­ast strax í, fáum við til þess umboð frá kjós­endum um næstu helgi.

Sam­fylk­ingin vill að stefnt verði að minnsta kosti 60% sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fyrir árið 2030, að lofts­lags­mark­mið okkar verði að fullu lög­fest án tafar og að Ísland stefni á að verða kolefn­is­laust frá og með árinu 2040. Við verðum líka að banna alla leit að olíu og gasi á íslensku yfir­ráða­svæði.

Sam­fylk­ingin vill gera bylt­ingu í almenn­ings­sam­göng­um. Við viljum flýta Borg­ar­línu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og upp­bygg­ingu stofn­leiða fyrir hjól­reið­ar­. Koma þarf upp heild­stæðu neti almenn­ings­sam­gangna sem við köllum Land­línu og yrði knúið vist­vænum inn­lendum orku­gjöf­um.

Sam­fylk­ingin vill beita skatta­legum hvötum og íviln­unum til að draga úr kolefn­is­spori atvinnu­veg­anna og tryggja að öll ný skip gangi fyrir end­ur­nýj­an­legri orku að fullu eða að hluta. Hættan sem sjávar­út­vegi okkar stafar af lofts­lags­breyt­ingum er mik­il, ekki síst vegna súrnun sjávar, og við viljum beita okkur fyrir stórauknum rannsóknum á því sviði.

Sam­fylk­ingin vill styðja við þróun lofts­lags­lausna og græns há­tækni­iðn­aðar og auka vægi lofts­lagsvænnar atvinnu­upp­bygg­ingar á Ís­landi. Þetta verður meðal ann­ars gert með stofnun græns fjár­fest­ing­ar­sjóðs í sam­starfi við einka­fjár­festa og sveit­ar­félög og tekur mið af aðgerða­áætlun stjórn­valda í lofts­lags­málum og af vís­inda- og tækni­stefnu Ís­lands í allri sinni starf­sem­i. ­Með þessu öllu verður til mik­ill fjöldi af grænum störfum sem skapa munu verð­mæti um allt land.

Við viljum líka hætta nýskrán­ingu bensín- og dí­sil­fólks­bíla frá og með ár­inu 2025 og styrkja enn betur við hleðslu­stöðvar um allt land. Við verðum líka að nýta ork­una í raf­orku­kerf­inu betur og styrkja flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­magns svo það standi undir auknu álagi vegna orku­skipt­anna. Þetta hefði núver­andi rík­is­stjórn getað staðið við eins og lofað var í stjórn­ar­sátt­mál­anum um inn­viða­upp­bygg­ingu.

Við getum ekki meiri með­al­mennsku í lofts­lags­málum

Góðu frétt­irnar eru þær, að þó tím­inn sé að renna okkur úr greip­um, er ekki of seint að bregð­ast við. Með rót­tækum aðgerðum til að stöðva losun koldí­oxíðs og ann­arra gróð­ur­húsa­loft­teg­unda má enn koma í veg fyrir að hlýn­unin verði meiri en þær 1,5 gráður sem að er stefnt í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Við getum ekki fjögur ár í við­bót af aðgerð­ar­leysi og með­al­mennsku rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og VG.

Íslensk stjórn­völd eiga að hafa meiri metn­að. Til að verða í fremstu röð í lofts­lags – og umhverf­is­mál­um. Það hefur sjaldan verið jafn­mik­il­vægt að kjósa póli­tíska for­ystu sem setur þessi mál á odd­inn. Börnin okkar og börnin þeirra eiga það skil­ið. Tæki­færin okkar eru nefni­lega ótal mörg til að ráð­ast í alvöru aðgerðir í lofts­lags­mál­un­um.

Sam­fylk­ingin er til­búin og á laug­ar­dag­inn verður hægt að kjósa um djarfari, rót­tæk­ari aðgerðir í lofts­lags­málum til fram­tíð­ar.

Höf­undur er þing­kona Sam­fylk­ing­ar­innar í 2. sæti í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar