Kosningarnar núna snúast um loftslagsmál

Rósa Björk Brynjólfsdóttir segir að Íslendingar megi ekki við fjórum árum í viðbót af „aðgerðarleysi og meðalmennsku“ ríkistjórnar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og VG.

Auglýsing

Und­an­farin ár hefur loks­ins orðið vit­und­ar­vakn­ing í lofts­lags­málum um allan heim, þökk sé ötulli bar­áttu ungs fólks með Gretu Thun­berg í far­ar­broddi. Ungt fólk á Íslandi hefur ekki látið deigan síga í þess­ari bar­áttu og kraf­ist miklu rót­tæk­ari og afdrátt­ar­laus­ari aðgerða í bar­átt­unni gegn ham­fara­hlýn­un.

Því miður hefur rík­is­stjórn VG, Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Fram­sókn­ar­flokks ekki hlýtt á þessar raddir og kröf­ur, heldur orðið sam­mála um lægsta sam­nefnar­ann í lofts­lags­málum og ekki komið í gegn stórum umhverf­is­vernd­ar­málum á borð við mið­há­lend­is­þjóð­garð.

Rík­is­stjórnin hefur ekki viljað lýsa yfir neyð­ar­á­standi í lofts­lags­mál­um, þó að urm­ull leið­toga, ríkja, borga og bæja um allan heim hafi gert það til að stað­festa alvar­leik­ann og nauð­syn að bregð­ast við af festu. Metn­að­ar­leysi Íslands kom líka fram í því að mark­mið um sam­drátt Íslands í útblæstri gróð­ur­húsa­loft­teg­unda eru það lægsta sem ESB-­ríkin komu sér saman um og undir 60% sam­drætti sem Evr­ópu­þingið vildi.

Auglýsing

Næstu ár skipta öllu máli

Það ríður á að við stjórn­völ­inn á Íslandi verði stjórn­mála­flokkar sem segj­ast ekki bara vilja vel og gera bet­ur, heldur sýni í verki að þeir séu stað­ráðin í að fram­fylgja því og geri þær kröfur til sam­starfs­flokka sinna að eng­inn afsláttur verði gefin í mál­efnum lofts­lags­mála.

Sam­fylk­ingin vill alvöru aðgerðir í lofts­lags­málum sem kallar á stór­tæk­ari aðgerðir strax og nýja, djarfa og rót­tæka hugsun á öllum sviðum sam­fé­lags­ins. Þann 3. sept­em­ber kynnti Sam­fylk­ingin 50 aðgerðir í lofts­lags­málum sem við viljum ráð­ast strax í, fáum við til þess umboð frá kjós­endum um næstu helgi.

Sam­fylk­ingin vill að stefnt verði að minnsta kosti 60% sam­drætti í losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda fyrir árið 2030, að lofts­lags­mark­mið okkar verði að fullu lög­fest án tafar og að Ísland stefni á að verða kolefn­is­laust frá og með árinu 2040. Við verðum líka að banna alla leit að olíu og gasi á íslensku yfir­ráða­svæði.

Sam­fylk­ingin vill gera bylt­ingu í almenn­ings­sam­göng­um. Við viljum flýta Borg­ar­línu á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og upp­bygg­ingu stofn­leiða fyrir hjól­reið­ar­. Koma þarf upp heild­stæðu neti almenn­ings­sam­gangna sem við köllum Land­línu og yrði knúið vist­vænum inn­lendum orku­gjöf­um.

Sam­fylk­ingin vill beita skatta­legum hvötum og íviln­unum til að draga úr kolefn­is­spori atvinnu­veg­anna og tryggja að öll ný skip gangi fyrir end­ur­nýj­an­legri orku að fullu eða að hluta. Hættan sem sjávar­út­vegi okkar stafar af lofts­lags­breyt­ingum er mik­il, ekki síst vegna súrnun sjávar, og við viljum beita okkur fyrir stórauknum rannsóknum á því sviði.

Sam­fylk­ingin vill styðja við þróun lofts­lags­lausna og græns há­tækni­iðn­aðar og auka vægi lofts­lagsvænnar atvinnu­upp­bygg­ingar á Ís­landi. Þetta verður meðal ann­ars gert með stofnun græns fjár­fest­ing­ar­sjóðs í sam­starfi við einka­fjár­festa og sveit­ar­félög og tekur mið af aðgerða­áætlun stjórn­valda í lofts­lags­málum og af vís­inda- og tækni­stefnu Ís­lands í allri sinni starf­sem­i. ­Með þessu öllu verður til mik­ill fjöldi af grænum störfum sem skapa munu verð­mæti um allt land.

Við viljum líka hætta nýskrán­ingu bensín- og dí­sil­fólks­bíla frá og með ár­inu 2025 og styrkja enn betur við hleðslu­stöðvar um allt land. Við verðum líka að nýta ork­una í raf­orku­kerf­inu betur og styrkja flutn­ings- og dreifi­kerfi raf­magns svo það standi undir auknu álagi vegna orku­skipt­anna. Þetta hefði núver­andi rík­is­stjórn getað staðið við eins og lofað var í stjórn­ar­sátt­mál­anum um inn­viða­upp­bygg­ingu.

Við getum ekki meiri með­al­mennsku í lofts­lags­málum

Góðu frétt­irnar eru þær, að þó tím­inn sé að renna okkur úr greip­um, er ekki of seint að bregð­ast við. Með rót­tækum aðgerðum til að stöðva losun koldí­oxíðs og ann­arra gróð­ur­húsa­loft­teg­unda má enn koma í veg fyrir að hlýn­unin verði meiri en þær 1,5 gráður sem að er stefnt í Par­ís­ar­sam­komu­lag­inu. Við getum ekki fjögur ár í við­bót af aðgerð­ar­leysi og með­al­mennsku rík­is­stjórnar Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks og VG.

Íslensk stjórn­völd eiga að hafa meiri metn­að. Til að verða í fremstu röð í lofts­lags – og umhverf­is­mál­um. Það hefur sjaldan verið jafn­mik­il­vægt að kjósa póli­tíska for­ystu sem setur þessi mál á odd­inn. Börnin okkar og börnin þeirra eiga það skil­ið. Tæki­færin okkar eru nefni­lega ótal mörg til að ráð­ast í alvöru aðgerðir í lofts­lags­mál­un­um.

Sam­fylk­ingin er til­búin og á laug­ar­dag­inn verður hægt að kjósa um djarfari, rót­tæk­ari aðgerðir í lofts­lags­málum til fram­tíð­ar.

Höf­undur er þing­kona Sam­fylk­ing­ar­innar í 2. sæti í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stjórnarflokkarnir bættu samanlagt við sig fylgi í síðustu kosningum þar sem Framsókn vann kosningasigur. Hinir tveir flokkarnir töpuðu fylgi milli kosninga en stjórnarsamstarfið var endurnýjað.
Stjórnarflokkarnir tapa samanlögðu fylgi og mælast í vandræðum í Reykjavík
Þeir sem eru með háskólamenntun eru líklegri til að kjósa Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn en þeir sem eru með grunnskólamenntun. Flokkarnir sem sitja saman í meirihluta í Reykjavík njóta samanlagt meiri stuðnings þar en á nokkru öðru landsvæði.
Kjarninn 27. janúar 2022
Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir
Vanmat á virði starfa á opinberum vinnumarkaði
Kjarninn 27. janúar 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Gæti kostað allt að 1,8 milljarða að breyta skipulagi ráðuneyta
Áætlaður viðbótarkostnaður af breyttri skipan ráðuneyta gæti numið 1.800 milljónum króna, segir fjármálaráðherra. Þar af munu 172 milljónir króna fara í tvo nýja aðstoðarmenn ráðherra.
Kjarninn 27. janúar 2022
Segir lítinn samhljóm á milli fjármálastefnu og stjórnarsáttmála
ASÍ segir að fjármálastefna ríkisstjórnar byggi á því að velferðarkerfið verði notað sem helsta hagstjórnartækið á næstu árum. Að mati samtaka getur slík stefna aldrei orðið grundvöllur fyrir stöðugleika á vinnumarkaði.
Kjarninn 27. janúar 2022
Skúli Eggert Þórðarson hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri hins nýja menningar- og viðskiptaráðuneytis.
Ríkisendurskoðandi skipaður ráðuneytisstjóri
Skúli Eggert Þórðarson ríkisendurskoðandi hefur verið skipaður ráðuneytisstjóri í nýju menningar- og viðskiptaráðuneyti.
Kjarninn 27. janúar 2022
Helgi Magnússon seldi hlut sinn í Bláa lóninu í fyrra og hefur fjárfest umtalsvert í fjölmiðlarekstri.
Eigandi Fréttablaðsins hagnaðist um 3,2 milljarða króna – Seldi í Bláa lóninu
Tvö félög Helga Magnússonar, sem á um 93 prósent hlut í einni stærstu fjölmiðlasamsteypu landsins, eiga á sjöunda milljarð króna í eigið fé. Þegar er búið að eyða 1,5 milljörðum króna í kaup á fjölmiðlum og hlutafjáraukningar.
Kjarninn 27. janúar 2022
Jón Gunnarsson innanríkisráðherra
Mótmæla orðum innanríkisráðherra – Hann ætti að „skoða sitt eigið tún“
Margir þingmenn gagnrýndu Jón Gunnarsson innanríkisráðherra á þingi í dag og sögðu hann meðal annars sýna hroka og lítilsvirðingu í skrifum sínum um gagnrýni á afgreiðslu Útlend­inga­stofn­unar á umsóknum um rík­is­borg­ara­rétt.
Kjarninn 27. janúar 2022
Njáll Trausti Friðbertsson og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmenn Norðausturkjördæmis, fljúga einna mest allra þingmanna innanlands á kostnað Alþingis.
Alþingi greiddi tæpar tíu milljónir vegna flugferða þingmanna innanlands í fyrra
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, er sá þingmaður sem kostaði Alþingi mest vegna ferðakostnaðar innanlands í fyrra. Skammt á hæla hennar kom Ásmundur Friðriksson.
Kjarninn 27. janúar 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar