Stríðið gegn offitu og lýðskrum

Formaður Samtaka um líkamsvirðingu bregst við grein frambjóðanda Framsóknarflokksins.

Auglýsing

Mér var frekar brugðið við aðsenda grein Jóhanns Frið­riks Frið­riks­son­ar, þing­fram­bjóð­anda í Suð­ur­kjör­dæmi, sem birt­ist í Kjarn­anum 20. sept­em­ber sl. í aðdrag­anda kosn­inga nú um helg­ina. Greinin sem ber heitið „Heil­brigð­is­kerfi ekki óheil­brigð­is­kerfi“ fjallar um þá heilsu­fars­legu og efna­hags­legu ógn sem stafar af offitu og hvernig við fljótum sof­andi að feigðar­ósi vegna lífstílstengdra sjúk­dóma. 

Mér var brugðið því að fyrst og fremst ein­kenn­ist grein hans af gam­al­kunnum stefum um ógnir offitu­far­ald­urs­ins, sem við höfum heyrt svo margoft áður. Erum við í alvör­unni ekki komin lengra en svo að við höldum áfram að klifa á hræðslu­á­róðri sem er ekki ein­ungis árang­urs­laus heldur bein­línis skað­leg­ur? Þrátt fyrir að það sé ekki langt um veg að sækja bestu þekk­ingu um tengsl heilsu­fars og holda­fars sem og skaða­minnstu aðferð­irnar til að efla lýð­heilsu? 

Í ákalli Sam­taka um lík­ams­virð­ingu til heil­brigð­is­ráð­herra frá 13. mars sl. mátti finna fræði­lega sam­an­tekt yfir þessa þætti sem og 36 reynslu­sögur frá þolendum eða eft­ir­lif­endum þolenda fitu­for­dóma innan heil­brigð­is­kerf­is­ins (1). Meðal ann­ars var fjallað um það hvernig tengsl holda­fars og heilsu­fars verða til í gegnum miðl­un­ar­breytur í stað beins orsaka­sam­bands. 

Ofurá­hersla á hlut­verk holda­fars og per­sónu­legri ábyrgð hvers og eins á eigin holda­fari í sam­fé­lags­legri umræðu und­an­farna ára­tugi hefur leitt til þess að flest upp­lifum við tengsl offitu og heilsu á eft­ir­far­andi hátt: 

Mynd 1.

Með öðrum orðum teljum við flest að offita orsaki eða leiði til verra heilsu­fars á beinan hátt. Rann­sóknum hefur hins­vegar ekki tek­ist að stað­festa slíkt orsaka­sam­band nema af afar skornum skammti. Þegar við tölum um afleið­ingar offitu á heilsu­far líta þessi tengsl meira út í ætt við þetta: 

Mynd: 2

Fjöl­margar miðl­un­ar­breytur útskýra langstærstan hluta þeirra tengsla sem holda­fars hefur við heil­brigð­i. 

Hér má til dæmis til­taka að rann­sóknir sýna að reynsla af fitu­for­dómum útskýri nærri þriðj­ung af verra heilsu­fari feits fólks (2) og auki líkur á snemm­bærum dauða um 60% (3), lík­lega vegna þeirrar streitu sem af henni hlýst og með­fylgj­andi álagi á hjarta- og æða­kerfið og efna­skipta­bú­skap­inn. Fitu­for­dóm­arnir leiða síðan til lak­ari heil­brigð­is­þjón­ustu þar sem ofurá­hersla er lögð á holda­far sjúk­linga í stað raun­veru­legs umkvört­un­ar­efnis þeirra (4). Það leiðir til forð­unar feits fólks á heil­brigð­is­þjón­ustu og ýmsum for­varn­ar­að­gerðum á borð við krabba­meins­skimanir og bólu­setn­ing­ar, og/eða til end­ur­tek­inna þyngd­ar­tap­stil­rauna sem eru sjálf­stæður áhættu­þáttur fyrir m.a. hjarta- og kransæða­sjúk­dóm­um, syk­ur­sýki 2 og háum blóð­þrýst­ingi (4, 5, 6). 

Auglýsing
Upplifun Jóhanns Frið­riks af skeyt­ing­ar­leysi heil­brigð­is­kerf­is­ins gagn­vart holda­fari sínu eins og hann lýsir í grein sinni er þannig ekki upp­lifun sem má alhæfa yfir á allt feitt fólk, og þá sér­stak­lega ekki kon­ur. Í reynslu­sög­unum 36 sem fylgja áður­nefndu ákalli Sam­taka um lík­ams­virð­ingu má glögg­lega sjá alvar­legar og jafn­vel lífs­hættu­legar afleið­ingar þeirrar ofurá­herslu á holda­far sem við­gengst innan heil­brigð­is­kerf­is­ins. 

Hér þarf einnig að til­taka áhrif jöfn­uðar en fitu­for­dómar leiða til kerf­is­bund­innar mis­mun­unar og jað­ar­setn­ingar feits fólks (7). Félags­leg og efna­hags­leg staða fólks er talin vera stærsti áhrifa­þátt­ur­inn á heilsu­far þess og feitt fólk er þar ekki und­an­skil­ið. Þegar jað­ar­setn­ing og sú streita sem henni fylgir er sett í sam­hengi við heilsu­venjur er nið­ur­staðan sú að bæt­ing á lífs­stíl hefur afar lítið að segja þegar kemur að fram­tíð­ar­þróun sjúk­dóma og snemm­bærra dauðs­falla svo lengi sem jað­ar­setn­ingin heldur áfram (8). Það að Jóhann Frið­rik til­taki einn af þeim þáttum sem geta stuðlað að minni jað­ar­setn­ingu, auknu aðgengi feits fólks að fatn­aði, sem dæmi um nei­kvæða þróun setur mig því hljóða.

Þegar tengsl holda­fars og heilsu­fars eru ofurein­földuð á þann hátt sem Jóhann Frið­rik gerir í grein sinni og þau römmuð inn sem per­sónu­leg ábyrgð ein­stak­linga og/eða lýð­heilsu­krísa með með­fylgj­andi gíf­ur­yrðum leiðir það til auk­inna fitu­for­dóma (9). Fitu­for­dómar leiða svo til lak­ari heil­brigð­is­þjón­ustu, forð­unar á henni, end­ur­tek­inna þyngd­ar­tap­stil­rauna, lak­ari heilsu­venja og ójöfn­uðar með til­heyr­andi heilsu­fars­legum skaða, auk þess að vera megin drif­kraft­ur­inn á bak við hækk­andi lík­ams­þyngd­ar­stuðul und­an­far­inna ára­tuga (10)

Heild­ar­myndin lítur því allt öðru­vísi út en við höfum lengi staðið í trú um. Aðgerðir til að bæta lýð­heilsu og draga úr lífs­stíls­sjúk­dómum þurfa að taka mið af þessu ann­ars er hætta á enn frek­ari heilsu­fars­legum skaða (11)

Númer eitt, tvö og þrjú er að falla ekki í gryfjur lýð­skrums og reyna að höfða til þeirra fitu­for­dóma sem sann­ar­lega fyr­ir­finn­ast í íslensku sam­fé­lagi í póli­tískum til­gangi (7). Ef að stjórn­mála­fólki er full alvara á bak við lof­orð sín um að bæta lýð­heilsu þjóð­ar­innar þarf það að kynna sér allar hliðar mála og styðj­ast við gagn­reynd­ustu og bestu þekk­ing­una sem við höfum hverju sinni. Það á að vita betur en að halda uppi hræðslu­á­róðri sem gerir lítið annað en að magna upp for­dóma, jað­ar­setn­ingu og heilsu­fars­legan skaða. Og við, sem kjós­end­ur, eigum að gera ský­lausa kröfu um það. 

Höf­undur er félags­ráð­gjafi og for­maður Sam­taka um lík­ams­virð­ingu.

Heim­ild­ir:

 1. https://docs.­google.com/document/d/190uoNjW0MU­Dx37s6BcM­hRx65XA­AwM0mqrNqftAG­u8j8/edit
 2. https://jo­urnals.sagepu­b.com/doi/10.1177/0956797619849440
 3. https://www.ncbi.nlm.nih.­gov/p­mc/­art­icles/P­MC4636946/
 4. https://www.ncbi.nlm.nih.­gov/p­mc/­art­icles/P­MC2866597/
 5. https://nut­ritionj.biomedcentral.com/­art­icles/10.1186/1475-2891-10-9
 6. https://www.hindawi.com/jo­urnals/jo­be/2014/983495/
 7. https://bit.ly/38qP6gK
 8. https://jama­network.com/jo­urnals/jama/­full­ar­t­icle/187597
 9. https://pu­b­med.ncbi.nlm.nih.­gov/26776492/
 10. https://bmc­med­icine.biomedcentral.com/­art­icles/10.1186/s12916-018-1116-5
 11. https://l­ink.­sprin­ger.com/­art­icle/10.1007%2Fs11673-012-9412-9

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar