Dýravernd: Í aðdraganda kosninganna er blóðmeraiðnaðurinn svarti blettur búfjáreldis – Hluti II

Árni Stefán Árnason dýraréttarlögfræðingur skrifar um mikilvægi dýraverndar og vonar að „útrýma megi hinni leyndu þjáningu búfjár, sjávarfangs og villtra dýra á og við Ísland“.

Auglýsing

Ágrip

Í þess­ari grein, eru færð rök fyrir því að ofbeldi gagn­vart dýrum eigi sér stað í dýra­haldi til mann­eldis og við veiðar á dýr­um. Grein­inni er ætlað að ná til fram­bjóð­enda og neyt­enda og vekja þá til umhugs­un­ar. Ærin verk­efni eru framundan hjá nýju þingi og ég get ekki annað en vonað að skiln­ingur ríki fyrir þessum ábend­ingum í von um að útrýma megi hinni leyndu þján­ingu búfjár, sjáv­ar­fangs og villtra dýra á og við Ísland. Ég hef spurt sjálfan mig gagn­rýnna spurn­inga á meðan á skrif­unum stóð og reyndar í öllum dýra­vernd­ar­skrifum mín­um. Ég hef bók­staf­lega sett mig í sæti þeirra sem ég tel að myndu gagn­rýna skrif mín. Nið­ur­staða mín er hins vegar alltaf sú sama. Ég er sann­færður um að gagn­rýni mín sé rétt­mæt enda hef ég víða komið við í dýra­vernd­ar­barráttu minni.

Áskorun og hvatn­ing til dýra­vina og áhrifa­valda

Ég vil byrja þessa grein, eins og þá fyrri, frá s.l. sunnu­degi, að skora á alla dýra­vernd­ar­sinna, að leggj­ast á eitt með áróðri á þeim miðl­um, sem þeir hafa til­einkað sér eða með öðrum hætti og ganga á for­ystu­menn stjórn­mála­flokka í fram­boði til alþing­is­kosn­inga og fram­bjóð­endur í barráttu­sætum með spurn­ingum um hvað þeir hygg­ist leggja af mörkum í þágu dýra­verndar nái þeir kjöri. Ég er sann­færður um að margir bregð­ast við þessu ákalli því allir sem ég hef talað við sl. 10 ár, í minni dýra­vernd­ar­barráttu, skil­greina sig dýra­vini og er það vel. Núna er kjörið tæki­færi að tala máli þeirra.

Frá land­námi til nútíma­manna

Á 9. öld var Ísland numið. Óhjá­kvæmi­legt var fyrir land­náms­menn og þá sem á eftir fylgdu að treysta á búfé og sjáv­ar­fang sér til lífs­við­ur­vær­is. Í aldir var þetta þannig og skilj­an­lega.

Auglýsing

­Fá­ar, ef nokkrar, af for­sendum fyrri alda manna fyrir notkun á búfé og sjáv­ar­fangi eru fyrir hendi í dag. Fram­boð á mat, þar sem dýrum er ekki fórn­að, er nóg og er það óum­deilt. Samt heldur hefðin áfram, nú sem venja og það sem aldrei fyrr enda ræður nautn meira för en nær­ing. Því verður nefni­lega ekki hafnað að vel mat­reitt dýra­hold er, fyrir marga góm­sætt svo eftir er mun­að. Það sama á við um þá sem vanið hafa sig á mat­reiðslu með öðrum hrá­efnum en dýra­af­urð­um. Og ekki er ólík­legt að slík nær­ing manns­lík­am­anum vin­veitt­ari en dýra­át.

Búfjár­eldi og veiðar á villtum dýrum er dekkað sem trygg­ing fyrir mat­væla­ör­yggi og hollri úti­vist. Ekki er nokkur fótur fyrir mat­væla­trygg­ing­unni lengur og rök veiði­manna um heilsu­sam­lega úti­vist eru notuð til að draga athygli frá því fjand­sam­lega athæfi þeirra að fella varn­ar­laus dýr, sem aldrei eiga séns gegn högl­um, riff­il­skotum og öngl­um.

Því er ekki ósann­gjarnt að varpa því hér fram hvort ekki sé eðli­legt að íhuga að draga úr eldi, veiðum og neyslu dýra og þeirra afurða og draga þar með úr hinni leyndu þján­ingu dýra. Ávinn­ing­ur­inn er a.m.k. þrí­þættur þ.m.t. ávinn­ingur fyrir dýr­in. Dregið er úr útblæstri sem dýra­eldi og veiðum fylgir auk þess sem yfir­gnæf­andi líkur eru á bætt­ari lýð­heilsu. - Til umhugs­unar fyrir kom­andi þing og neyt­end­ur.

Lög um vel­ferð dýra - dýra­vernd­ar­lögin

Í rétt­ar­ríki þar sem sið­ferði er sagt fljúga með him­in­skautum eins og á Íslandi þótti fyrir ára­tug rétt að bregð­ast við nútíma­kröfum um Nor­ræn við­mið í þágu dýr­anna og vernda þau meira en áður hafði tíðkast áður en þeim er fórnað til væg­ast sagt skraut­legrar, jafn­vel óhóf­legrar neyslu manns­ins á þeim. Gera þeim lífið sæmi­lega bæri­legt hjá hinum góða manni á ofur­skömmum líf­tíma þeirra í eldi, sam­an­borið við eðli­legan lífaldur og áður en hoggið er á lífsanda þeirra. Alþingi tók sig því til ein­hverju fyrir 2014, eftir pressu á þing­heim úr öllum áttum og henti fram skil­merki­legum texta um það hverjar skyldur manns­ins eru gagn­vart hinum skamm­lífu fórn­ar­lömbunum sem neyt­endur rífa úr kælum og henda sund­ur­bút­uðum á diska sína reglu­lega. Það eru lög um vel­ferð dýra.

Í fyrstu grein laga um vel­ferð dýra nr. 15/2013 er rit­að:

Mark­mið laga þess­ara er að stuðla að vel­ferð dýra, þ.e. að þau séu laus við van­líð­an, hungur og þorsta, ótta og þján­ingu, sárs­auka, meiðsli og sjúk­dóma, í ljósi þess að dýr eru skyni gæddar verur. Enn fremur er það mark­mið lag­anna að þau geti sýnt sitt eðli­lega atferli eins og frekast er unnt.

Auk lag­anna um vel­ferð dýra eru í gildi fjöldi reglu­gerða, sem fjalla með ennþá ítar­legri hætti og í smá­at­riðum hvernig ber að bera sig að við að tryggja vel­ferð ein­stakra dýra­teg­unda.

Þessa grein hefði ég aldrei átt að þurfa að skrifa

Ef ofan­greindu laga­á­kvæði og öðrum lögum um dýra­vernd væri fylgt af dýra­höld­urum ,Mat­væla­stofnun (MAST) sem eft­ir­lits­að­ila og ráð­herr­unum báðum í land­bún­aðar og umhverf­is­mál­um, sem æðsta vald í fram­kvæmd lag­anna, væri ég ekki að skrifa þessa grein. Það er því miður pott­þétt að svo er ekki og það vekur veru­lega undrun og svaka­leg von­brigði núna 10 árum eftir að nýju dýra­vernd­ar­lögin tóku gildi. Þáver­andi land­bún­að­ar­ráð­herra Vinstri grænna, Stein­grímur J. Sig­fús­son lof­aði þá að engin afsláttur yrði veittur á vel­ferð dýra þegar hann mælti fyrir frum­varp­inu.

Þetta hefur klikkað illa og farið veru­lega úr bönd­un­um. - Svo mikið um stefnu VG um að vel­ferð dýra skuli höfðu í for­grunni skv. stefnu­skrá þeirra.

Dæmi: Sunna Ósk Loga­dóttir fjallar um það í ítar­legri frétta­skýr­ingu í Kjarn­an­um, 15. sept., s.l. hvernig með­ferð varp­hænsna er háttað á Íslandi. Fyr­ir­sögnin er: Skaði á bringu­beinum varp­hæna „býsna algeng­ur“ á Íslandi

,,Ganga má út frá því að 85 pró­sent varp­hæna hér á landi séu með sprungið eða brotið bringu­bein rétt eins og frænkur þeirra á dönskum eggja­búum".

Mynd sem birtist með grein Sunnu um varphænur.

Er þetta og að ein hæna skuli verpa 300 eggjum á ári boð­legt í ljósi skýrra fyr­ir­mæla 1. gr. laga um vel­ferð dýra? Þetta er land­bún­að­ar­ráð­herra, MAST og dýra­höld­urum til hábor­innar skammar, móðgun við neyt­endur og lít­ils­virð­andi fram­koma við dýr.

En af hverju ger­ist þetta ítrek­að? Þetta ger­ist af því að hér er ennþá stundað „in­tensive fact­ory farm­ing“ í eggja­bis­nessnum. „Brutal“ aðferð við að hámarka afköst við sem minnstar aðstæður og með sem minnstum til­kostn­aði - þvert á skýr fyr­ir­mæli laga um vel­ferð dýra.

Þetta ger­ist líka vegna eft­ir­far­andi. Ef við förum í gogg­un­ar­röð íslensks stjórn­ar­fars þá er það þannig, þrátt fyrir eft­ir­lits­skyldu Alþingis gagn­vart fram­kvæmda­vald­inu, þá koma sárasjaldan fyr­ir­spurnir frá þing­mönnum til ráð­herra um hvort vel­ferð dýra sé með ein­hverju móti ógnað á Íslandi. Þá virð­ist svo sem MAST ráði ekki við eft­ir­litið og dýra­hald­arar séu sinnu­laus­ir. Aðrar skýr­ingar er ekki hægt að finna og það er ekki boð­legur mál­flutn­ingur hjá eft­ir­lits­dýra­lækni MAST sbr. frétta­skýr­ingu Sunnu, þegar Brigitte Brug­ger, sér­greina­dýra­læknir í heil­brigði og vel­ferð ali­fugla seg­ir: þetta bara ger­ist, því mið­ur.

Það var akkúrat hlut­verk nýju lag­anna að útrýma þessu en þetta stað­festir að starfs­menn MAST og dýra­hald­arar hrein­lega skilja ekki lögin þó MAST setji sig í það hásæti, alla daga, að túlka lögin og eigi að fram­kvæma eft­ir­lit. Þá þegar það er gert er það eftir hent­ug­leika og reynt er að stuða hags­muna­að­ila sem minnst. Það er þekkt Ella! Hvað var MAST lengi að loka Brú­neggja­bú­inu? Það tók heilan helv ... ára­tug.

Sama gamla sagan end­ur­tekur sig ennþá eins og frétta­skýr­ing Sunnu vitnar um.

Fram­bjóð­endur steinsof­andi

Og um leið og þessar fréttir ber­ast með áber­andi hætti á nokkrum vönd­uðum miðl­um, líta fram­bjóð­endur und­an, minn­ast ekki á málið né dýra­vernd, þora ekki að standa upp og vekja máls á þessu og mót­mæla. Þeir eru hrein­lega hræddir við að tapa fylgi. Aðra skýr­ingu er ekki hægt að finna nema algert áhuga­leysi en því trúi ég ekki. Þing­menn og fram­bjóð­endur hljóta að vera dýra­vinir og frétt­irnar hljóta að vekja veru­lega undrun þeirra. Þó er engin flokkur með dýra­vernd í stefnu­skrá sinni utan VG.

Já og ef þetta er ennþá svona hjá varp­hænsnum þá spyr maður sig auð­vitað að því hvernig er þetta hjá öðru búfé. Aðstæður í íslensku búfjár­haldi hafa sætt mik­illi gagn­rýni und­an­farin ár. Sú umræða hófst kringum 2010 þegar dýra­læknir vakti athygli á geld­ingum grísa án deyf­ingar og í kjöl­farið hófst umræða um varp­hænsni, aðbúnað svína o.fl. Umræðan hefur sem sagt staðið linnu­laust síðan með ein­ungis tak­mörk­uðum úrbótum en þó nýjum lög­um, sem fram­kvæmda­valdið og margir dýra­hald­arar virð­ast hafa sett upp í hillu þar sem þau safna ryki.

Til að þreyta ekki les­endur ætla ég ekki að tíunda allt búfjár­hald en varpa ljósi á það sem mér þykir brýn­ast að bæta úr og koma með skyn­sam­lega lausn, í lok­in, sem vel er fram­kvæm­an­leg á Íslandi og neyt­endur tækju fagn­andi. Það er líf­rænt eldi og vott­un. Sunna blm. á Kjarn­anum er búin að reifa varp­hænsna­haldið og en ég ætla að halda áfram umfjöllun minni um mesta við­bjóð­inn, að mínu mati, sem er blóð­mer­a­iðn­að­ur­inn, drepa á hrein­dýra­veið­um, hákarla­veiðum og fisk­eldi. Allt saman dýra­hald þar sem ég full­yrði að dýr þjást vegna þess að lögum um vel­ferð dýra er ekki fylgt.

Blóð­mer­a­iðn­að­ur­inn

Lög um vel­ferð dýra gilda um allt búfé þ.m.t. hross. Lík­lega er blóð­mer­aið­að­ur­inn sá iðn­að­ur, sem er flokk­aður sem búfjár­hald, sem síð­ast hefur verið upp­lýst um í hvað felst enda hafa þeir sem stunda þennan iðnað farið með veggj­um, vilja alls ekki opin­bera um hvað ræð­ir. Öll umræða angrar þá út í eitt og þeir bregð­ast við með heift eins og í ljós kom fyrir tveimur árum þegar evr­ópsk dýra­vernd­ar­sam­tök sóttu Ísland heim í þeim til­gangi að rann­saka með­ferð á blóð­mer­um. Var þeim mjög illa tek­ið, þeir í bók­staf­legri merki reknir í burt frá þeim svæðum þar sem blóð­taka fór fram og þeim var veitt ógn­andi eft­ir­för. Um þetta skrif­aði ég ítar­lega grein hér í Kjarn­anum jan­úar 2020. Fékk hún svaka­lega lestur og hörð við­brögð frá dýra­vinum og þeim sem stunda iðn­að­inn. Leyndin yfir þessu blóð­mer­a­níði er svo mikil að höf­undur sjálfur upp­götv­aði ekki þessa óhugn­ar­iðju þrátt að vera viss um að hafa velt hverjum steini og lagt stund á ítar­legar rann­sóknir á búfjár­haldi í tengslum við skrif um rétt­ar­á­hrif og fram­kvæmd dýra­vernd­ar­laga vegna meist­ara­rit­gerðar í lög­fræði á árunum 2009 til 2011.

En dýra­vinir kunna krók á móti bragði og létu ekki blóð­meraklík­una slá sig útaf lag­inu. Seinni hluta þessa hausts verður þessi við­bjóður þó opin­ber­aður ræki­lega en miklu við­bót­ar­myndefni m.a. í formi kvik­mynda hefur verið safnað und­an­farnar vikur af háþró­uðu teymi, sem mun opin­bera hrotta­skap­inn í nálægð, þegar blóð­merar eru þving­aðar í ofsa­hræðslu­kasti inn í bása til blóð­töku, bundnar með snöru um makk­ann með mann hald­andi á priki á eftir sér. - og það undir ,,eft­ir­liti" dýra­lækn­is, sem ætlað er að gæta alls vel­sæmis í sam­ræmi við lög um vel­ferð dýra. Lík­legt er að Íslend­ingum öllum og Evr­ópu­búum verði brugð­ið. Jafn­vel Fær­ey­ingum líka!

Stjórn­völd sátu hjá

Sú ömur­lega stað­reynd stendur eftir að íslensk stjórn­völd gerðu ekk­ert á síð­ustu tveimur árum til að skoða málið þegar upp­lýst var um það bæði af mér og þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Ágústi Ólafi Ágústs­syni. Fullt af fram­bjóð­endum núna hafa því vitað af þessu lengi en þora ekki eða hafa ekki áhuga á að vekja máls á þessu, sem verk­efni fyrir kom­andi þing að útrýma. Það finnst mér glat­aðir þing­menn og fram­bjóð­end­ur.

Fyrir lá að þessi iðn­aður var á mjög gráu svæði gagn­vart lögum um vel­ferð dýra. Fagráði MAST tókst ekki að finna ákvæði í lögum um vel­ferð dýra en klíndi þessu undir reglu­gerð um vís­inda­rann­sóknir á dýr­um. For­maður Fagráðs­ins er fálka­orðu­haf­inn, Sig­ur­borg Daða­dóttir yfir­dýra­lækn­ir, m.a. fyrir fram­lag sitt til vel­ferðar dýra. Blóð­tak­an, 25 lítrar á örstuttum tíma frá hverri meri, á auð­vitað ekk­ert skylt við slíkar rann­sóknir og í raun er enga heim­ild að finna í reglu­gerð­inni fyrir þeirri linnu­lausu aðför að blóð­merum og á sér stað yfir sum­ar­tím­ann fram á haust.

Reglu­gerðin lýsir í 1. gr. eft­ir­far­andi til­gangi: Til­gangur reglu­gerð­ar­innar er að stuðla að tak­mörkun á notkun dýra í vís­inda- og mennt­un­ar­skyni, stuðla að vel­ferð og virð­ingu fyrir dýr sem notuð eru í slíkum til­gangi, og að tryggja að dýr sem notuð eru í slíkum til­gangi séu ekki látin sæta óþarfa álagi.

Ég full­yrði sem lög­fræð­ingur með prýði­legt vald á lög­skýr­ingum að það er alger­lega glóru­laust, að heim­ila blóð­mer­a­iðn­að­inn með rök­stuðn­ingi í þetta ákvæði og að slíkt skuli gert sé hreint sið­leysi og refsi­vert brot á lögum um vel­ferð dýra. Blóð­mer­a­iðn­að­inn er ekki hægt að heim­ila með vísan í nokkur íslensk lög. Auk­in­heldur er blóð­takan engin vís­inda­til­raun heldur hreinn lif­færa­þjófn­aður sem Ísteka og slatti af íslenskum blóð­mera­eig­endum auk dýra­lækna hagn­ast veru­lega á enda hefur fjöldi blóð­mera aldrei verið meir en nú þetta árið.

Þáttur Dýra­vernd­ar­sam­bands Íslands

Eitt það allra dap­ur­leg­asta við þetta allt er að full­trúi Dýra­vernd­ar­sam­bands Íslands í Fagráð­inu, dr. Ólafur Dýr­munds­son, ridd­ara­kross­hafi fálka­orð­unnar og fyrr­ver­andi ráðu­nautur hjá Bænda­sam­tökum Íslands, lagði blessun sína yfir þetta. Þá er það með ólík­indum að heim­spek­ingur og kenn­ari í sið­fræði, til­nefndur af Sið­fræði­stofnun HÍ skuli hafa látið þetta renna í gegn líka. Já slíkur fræði­maður situr í Fagráð­inu en það lýsir því ein­fald­lega hversu íslenska háskóla­sam­fé­lagið er skammt á veg komið í öllu sem varðar sið­ferði í dýra­rétti á sama tíma og það er orðin kennslu­grein í Nor­rænum háskólum hvert við sækjum gjarnan hug­mynd­ir.

Í stuttu máli felst þetta í blóð­mer­a­iðn­að­in­um: úr fyl­fullum merum eru sognir allt að 25 lítrar af blóði til að vinna úr því hormón sem heitir PMSG. Það er notað til að örva frjó­semi í svína­eldi. Sem­sagt í eldi þar sem vel­ferð dýra er líka ógn­að. Folöldin eru send í slát­ur­hús. Kunn­ugir segja að með þessu sé gengið svo á þol­mörk mer­anna að óaf­sak­an­legt er. Þetta sé úr öllu sam­hengi við skýrar meg­in­reglur laga um vel­ferð dýra enda fellt af brjál­æði undir reglu­gerð um vís­inda­rann­sóknir á dýr­um.

Merar eru víða um land haldnar úti allt árið í þeim eina tilgang að gera þær fylfullar svo hægt sé að taka frá þeim blóð. Folöld sem fæðast eru send í sláturhús. Ljósmynd: Greinarhöfundur

Merar eru víða um land haldnar úti allt árið í þeim eina til­gang að gera þær fyl­fullar svo hægt sé að taka frá þeim blóð. Folöld sem fæð­ast eru send í slát­ur­hús. Ljós­mynd: höf­und­ur.

Einnig má spyrja í hvaða aðstöðu þessir menn sem halda blóð­merar eru varð­andi fóðrun og skjól, einkum á vet­urna. Gríð­ar­legur fjöldi blóð­mera eru í úti­gangi allt árið skammt austan við Sel­foss og á þeim slóðum hefur van­fóðr­un, vatns­leysi og skortur á skjóli sætt gagn­rýni und­an­farin ár.

Hópur hrossa í útigangi á umdeildum stað nálægt Hafnarfirði þar sem oft var ekkert hey né vatn og sjá og skjól skorti. Mynd: Greinarhöfundur

Af hverju rík­is­stjórnin tók þetta mál ekki til skoð­unar þá er vakin var athygli á því er mörgum hulin ráð­gáta nema ef vera skyldi vegna ítaka Fram­sókn­ar­flokks­ins þar. Það er með öllu óskilj­an­legt að for­maður þess flokks, dýra­lækn­ir, skuli fella sig við svona aðför að merum og folöldum þeirra og minnir hrein­lega á þau við­horf sem voru við lýði hér á öldum áður að dýr væru skyn­lausar ver­ur, til­finn­inga­lausir hlut­ir.

Mynd: EPA

Loð­dýra­eldi hefur verið stundað á Íslandi í langan tíma, því mið­ur. Það er til að þjóna sér­vitrum tísku­snobbur­um. Í því felst að villt dýr, minkar, eru haldnir í smáum búrum, árum sam­an. Þegar þeir hafa náð ákveð­inni stærð eru þeir aflífaðir með útblæstri og flegn­ir. Skinnin eru send á upp­boð erlend­is. Vart þarf að útskýra að eðli minka er að ráfa um í nátt­úr­unni þar sem hvergi eru landa­mæri. Eft­ir­spurn eftir minka­skinnum hefur verið mjög lítil und­an­farin miss­eri. Svo lítil að loð­dýra­iðn­að­ur­inn á Íslandi stóð mjög illa skv. frétt­um. Hvað ger­ist þá? Jú ríkið styrkti 10 aðila í þessum iðn­aði um 80. millj­ónir á síð­asta ári skv. Bænda­blað­inu 9. júlí á því ári. Þessi sóun á almannafé til fram­leiðslu á vöru fyrir tísku­iðn­að­inn hefði nægt til að gera sitt­hvað í þágu heil­brigð­is­kerf­is­ins þá ekki væri bara nema til að bæta við nokkrum hjúkr­un­ar­rýmum fyrir aldr­aða. Enn þess í stað voru nokkrir bændur í úreldum búskap styrktir svo um mun­aði. Lík­legt að þessir svoköll­uðu bændur hafi átt greiða leið í rík­is­sjóð í gegnum vin sinn Sig­urð Inga dýra­læknis í rík­is­stjórn, sem nú er á loka­metr­unum sem sam­göngu­ráð­herra fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Hrein­dýr­skúa­dráp frá kálfum þeirra, mjólk­ur­fram­leiðsla, hákarla og fisk­veið­ar, fisk- og sauð­fjár­eldi

Allt eru þetta atriði sem næsta þing þarf nauð­syn­lega að taka til skoð­un­ar. Hrein­dýr­skúa­drápið frá ung­viði á spena og „ar­rogance“ núver­andi umhverf­is­ráð­herra á gagn­rýni í þeim efnum fór ég yfir í síð­ustu grein og þarfn­ast það ekki meiri umfjöll­un­ar.

Mjólk­ur­fram­leiðsla með því linnu­lausa álagi á mjólk­ur­kýr, sem eru sæddar ár eftir ár í þeim eina til­ganga að fram­leiða mjólk getur ekki stað­ist lög um vel­ferð dýra. Kýr þurfa hvíld og væri þetta gert af með­limum Hunda­rækt­ar­fé­lags Íslands yrði þeim vikið úr því félagi fyrir að brjóta lög þess félags um að tíkur skuli fá hvíld á milli þess sem ræktað er undan þeim.

Hákarla­veið­ar, fisk­veiðar og veiðar á stöng fela í sé mikið ofbeldi gegn dýr­um. Hákarl­arnir bíta á stóran öngul og eru svo klst. saman að eyja bar­áttu við dauð­ann.

Fisk­veiði­að­ferðir í sjáv­ar­út­vegi hafa lítið breyst í tím­ans rás en í þeim felst kval­ar­fullur dauð­dagi fyrir fisk­ana sem hrein­lega kremj­ast til dauða í stór­virkum veiða­færum útgerð­ar­inn­ar. Ömur­leg­ast af öllu í þeim efnum finnst mér með­ferð hrogn­kelsa. Þau eru kvið­skorin til að ná í hrognin og er svo hent lif­andi í sjó aft­ur. Hvernig getur nokkur maður hagað sér þannig?

Upp­lýst hefur verið um það nýlega hvaða skaða fiskar í fisk­eldi geta orðið fyr­ir. Það er ekki boð­legt að mínu mati að hálf and­lits­laus fiskar fái að svamla um í þeim neta­girð­ingum sem komið hefur verið upp og að þeir verði fyrir yfir höfuð fyrir því lík­ams­tjóni sem upp­lýst hefur verið um.

Í sauð­fjár­eldi er stund­aður sá búskapur sem mér finnst skástur af öllu hefð­bundnu búfjár­eldi. Ríkið má til með að koma til móts við bændur með rann­sóknum á því hvernig fyr­ir­byggja má end­ur­tekin riðutil­felli. Kunn­ugir segja mér að lík­lega séu til aðferðir sem beita má til að fækka eða útrýma riðu svo ekki komi til þess að fella þurfi þús­undir fjár nán­ast reglu­lega útaf riðu. Það gengur ekki lengur að einn bóndi þurfi að horfa upp á lífs­við­ur­væri sitt sent í slát­ur­hús vegna ógnar sem máske er hægt að útrýma. Ekk­ert hefur verið aðhafst í þeim efnum fyrr en nú, að mér skil­st, að rann­sóknir eru á byrj­un­ar­stigi skv. fréttum þegar þetta er skrif­að.

Þó líftími lamba sé stuttur og það skemmsta sem gerist í dýraeld þá eru lífsgæði þeirra mikil þangað til þeim er smalað til slátrunar þar sem þau þagna. Mynd: GreinarhöfundurVerk­efni næstu rík­is­stjórnar

Eins og ég gat um í síð­asta pistli væri það ósk mín að alvöru dýra­vernd­ar­sinnar tækju sæti ráð­herra í báðum þeim ráðu­neyt­um, sem fara með mál­efni dýra­vernd­ar. Það er Atvinnu og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið og Umhverf­is­ráðu­neyt­ið. Ég geri líka þá kröfu að næsta rík­is­stjórn beiti sér meira í mál­efnum dýra­verndar búfjár, sjáv­ar­dýra allra og veiða á villtum dýr­um. Ég er orð­inn lang­þreyttur á athygl­is- og áhuga­leysi þeirra ráð­herra, sem vermt hafa sæti þess­ara ráðu­neyta, á mál­efnum dýra­verndar og tak­marka­lausri þjón­ustu­gleði þeirra við þá sem hags­muni hafa af því að ala og fella dýr til neyslu.

Líf­ræn vottun

Ég sagð­ist í upp­hafi ætla að koma með til­lögu að bætt­ara búfjár­eldi.

Mjög lík­legt er að þau skil­yrði sem fram koma í 1. gr. laga um vel­ferð dýra séu einmitt upp­fyllt í líf­rænu eldi ásamt mörgu öðru. Þrátt fyrir að vörur með slíka vottun kunni að vera dýr­ari vegna verð­mæta­aukn­ingar í fram­leiðslu þá er ég hand­viss um að neyt­endur væru fljótir að aðlaga sig að því því ávinn­ing­ur­inn er marg­faldur fyrir menn, dýr og umhverfi.

Loka­orð

Í næstu og síð­ustu grein minni um dýra­vernd, að sinni, í þessum hluta­skiptu skrifum mun ég draga skrifin saman og fjalla auk þess um þau áhrif sem áhrifa­valdar og dýra­vernd­ar­sinnar geta haft á stjórn­völd til að tryggja að dýra­vernd sé stöðugt mallandi í umræð­unni. Þau skrif koma lík­lega ekki fyrr en eftir kosn­ingar og ég lýt svo á að þau gætu verið gott vega­nesti inn í næstu fjögur fyrir þá er kjörnir verða, falli þau í góðan jarð­veg og heppn­ist vel.

Það er nefni­lega mjög mik­il­vægt að veita kom­andi þingi og ráð­herrum mála­flokk­anna aðhald og það ger­ist ekki nema reglu­legum skrifum í þeim til­gangi að halda stjórn­völdum við efn­ið.

Myndin er tekin á bænum Háafelli við Hvítársíðu í Borgarnesi en þar rekið fyrirmyndar geitabú þar sem aðstæður voru allar hinar bestu þegar höfundur heimsótti búið fyrir nokkrum árum. Mynd: Greinarhöfundur

Höf­undur er dýra­rétt­ar­lög­fræð­ing­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar