Starfslokasamningur fílanna

Danska ríkið greiddi nýlega jafnvirði 222 milljóna íslenskra króna vegna starfsloka fjögurra fíla sem ekki þurfa lengur að „vinna“. Dvalarheimili fílanna á Lálandi er 140 þúsund fermetrar að stærð.

Fílar í sirkús Mynd: Wiki Commons
Auglýsing

Kjarn­inn end­­­­­­­­ur­birtir nú valda pistla Borg­þórs Arn­gríms­­­­­­­­sonar sem sam­hliða eru gefnir út sem hlað­varps­þætt­­­­­­­­ir. Frétta­­­­­­­­skýr­ingar Borg­þórs njóta mik­illa vin­­­­­­­­sælda og sú sem er end­­­­­­­­ur­birt hér að neðan var upp­­­­­­­­haf­­­­­­­­lega birt þann 7. júní 2020.

Fyrsta sirkus­sýn­ing í Dan­mörku fór fram í skemmti­garð­inum Dyrehavs­bakk­en, skammt fyrir norðan Kaup­manna­höfn, árið 1795. Dyrehavs­bakk­en, eða Bakk­inn eins og hann er oft­ast kall­að­ur, á sér mun lengri sögu, eða allt aftur til árs­ins 1583 og er reyndar elsti skemmti­garður í heimi.

Fyrsti sirkus­hóp­ur­inn kom frá Englandi

Sirkus­hóp­ur­inn sem sló upp tjaldi sínu á Bakk­anum árið 1795 kom frá Englandi. Eig­andi sirkuss­ins var ensk fjöl­skylda og stjórn­and­inn var James Price. Hann sett­ist að í Dan­mörku og eign­að­ist marga  afkom­end­ur. Í þeim hópi eru bræð­urnir James og Adam Price, og hafa árum saman verið með vin­sæla sjón­varps­þætti í danska sjón­varp­inu, DR, þar sem þeir elda alls kyns rétti, og skemmta sér í leið­inni (Spise med Price). Adam er þekktur hand­rits­höf­undur ( m.a Borgen) og James er tón­list­ar­mað­ur. Hann hefur um ára­bil samið tón­list­ina og stjórnað hljóm­sveit hinnar vin­sælu Sirku­s-revíu á Bakk­an­um.

Auglýsing

Dyrehavsbakken



Nutu strax vin­sælda

Sýn­ingar Price fjöl­skyld­unnar nutu strax vin­sælda meðal Dana, sem flykkt­ust í sirkus. Price fjöl­skyldan sat ekki lengi ein að þessum skemmt­unum og nokkrum árum eftir fyrstu sýn­ing­arnar á Bakken 1795 fylgdu fleiri erlendir sirkus­hópar í kjöl­far­ið, flestir frá Frakk­landi og Ítal­íu. Árið 1830 reis fyrsta húsið sem sér­stak­lega var byggt til sirkus­sýn­inga. Það hús, sem er löngu horf­ið, stóð á Norð­ur­brú og rúm­aði 1800 manns. 1886 var Sirkus­húsið (Cirkus­bygn­ingen) í Kaup­manna­höfn tekið í notk­un, það rúm­aði nokkur þús­und manns. 

Sirkus­húsið skemmd­ist mikið í eldi ári 1914 en var end­ur­byggt í sama stíl og gamla hús­ið. Margir þekkja þetta hring­laga hús, sem er skammt frá Tívolí og Ráð­hús­torg­inu. Þekkt­ustu sirkus­flokk­arnir sem höfðu aðsetur í Sirkus­hús­inu voru Cirkus Schumann og Cirkus Benn­eweis, sem báðir sýndu þar um ára­bil. Fastar sýn­ingar í hús­inu lögð­ust af árið 1990 og síð­asta sirkus­sýn­ing fór þar fram árið 1998. Hús­ið, sem er frið­að, er nú notað til ýmis konar sam­komu­halds­.  

Ljón, tígris­dýr, sæljón, apar, hundar og fílar

Eins og áður var getið var það breskur flokkur sem kynnti sirkus­inn fyrir Dön­um, skömmu fyrir alda­mótin 1800. Bret­inn Philip Astley er tal­inn upp­hafs­maður sirkuss­ins í þeirri mynd sem við nútíma­fólk þekkjum hann. Í sýn­ingum hans, sem hófust 1768 í London, komu hestar mjög við sögu og Philip Astley not­færði sér hið gamla form róm­verska hring­leika­húss­ins þar sem hest­arnir gátu tölt hring eftir hring í stað þess að snúa við. Auk hest­anna sáu áhorf­endur fim­leika­fólk, töfra­menn og trúða leika listir sín­ar. Þessar skemmt­anir fengu nafnið circus, sirkus, dregið af hring­form­inu.

Skemmt­anir af þessu tagi urðu mjög vin­sælar og auk hest­anna komu brátt fleiri dýra­teg­undir við sögu. Fyrir Evr­ópu­búa var það mikil nýlunda að sjá tígris­dýr, ljón, og fleiri ,,fram­andi“ dýr leika listir sem þau höfðu verið þjálfuð til að sýna á svið­inu. Fíl­arnir nutu mik­illa vin­sælda og mörgum þótti ótrú­legt að sjá þessar stóru skepn­ur, sem fæstir höfðu áður augum lit­ið, leika ýmsar kúnst­ir. 

Breytt við­horf

Á árunum eftir 1960 átti sér stað ákveðin við­horfs­breyt­ing. Þá fóru í auknum mæli að heyr­ast raddir sem áður höfðu lítið heyrst. Raddir sem gagn­rýndu notkun dýra sem rifin höfðu verið úr sínu nátt­úru­lega umhverfi til að skemmta mann­fólk­inu. Þessar raddir urðu smám saman hávær­ari og hægt og rólega hurfu villtu dýrin úr sirkus­un­um. Sums staðar bönn­uðu stjórn­völd bein­línis notkun dýra í þessum til­gangi, ljón og tígris­dýr voru til dæmis bönnuð í Dan­mörku á sjö­unda ára­tug síð­ustu ald­ar. Við­horf almenn­ings breytt­ist sömu­leið­is. Eig­endur og stjórn­endur sirkus­flokk­anna þrá­uð­ust við, sögðu að ef engir væru fíl­arnir og ljónin kæmu færri í sirkus­inn. Kannski var það að ein­hverju leyti rétt en tím­arnir voru líka breytt­ir. Sirkus­gestum fækk­aði og margir sirkus­flokkar í Evr­ópu lögðu upp laupana. 

Fíla­bann­ið 

Upp úr síð­ustu alda­mótum hafði fílum í dönskum sirkusum fækkað mjög, eins og reyndar sirkus­flokk­unum í land­inu. Þrýst­ingur frá dönskum almenn­ingi jókst og atvik sem átti sér stað á Enø á Suð­ur­-­Sjá­landi, árið 2015, þar sem ótta­slegnir fílar réð­ust meðal ann­ars á bíl, vakti mikla athygli og fjöldi fólks mót­mælti við sýn­ing­ar­tjöld Cirkus Arena, eig­anda fíl­anna. Þremur árum síðar til­kynnti Lars Løkke Rasmus­sen for­sæt­is­ráð­herra Dana að þing­ið, Fol­ket­in­get, hefði sam­þykkt að fram­vegis yrðu dýr, önnur en hefð­bundin hús­dýr, bönnuð í sirkusum lands­ins, „þá getur Júmbó litli sofið vært og rótt, vit­andi að hann muni ekki ferð­ast um landið inni­lok­aður í flutn­ingagámi,“ sagði danski for­sæt­is­ráð­herr­ann í ræðu­stól í þing­inu. Þegar Lars Løkke Rasmus­sen mælti þessi orð í þing­inu voru sam­tals fjórir fílar í dönskum sirkusum (eng­inn þeirra heitir reyndar Júm­bó). Lara, Djungla og Jenny voru í eigu Cirkus Arena og Cirkus Tra­pez átti Ram­boline. Allir eru fíl­arnir um þrí­tugt.

Hvað með fíl­ana?

Eftir að fíla­bannið hafði tekið gildi þurfti að ákveða tvennt: Ann­ars­vegar hvað yrði um fíl­ana, sem voru á besta aldri, og ná samn­ingum við eig­endur fíl­anna um bæt­ur. Gengið var út frá því að fíl­arnir yrðu áfram í Dan­mörku og nið­ur­staðan varð að þeir færu, allir fjór­ir, til Knut­hen­borg dýra­garðs­ins á Lálandi. Sam­kvæmt alþjóða­reglum sam­bands dýra­garða mega dýra­garðar ekki borga fyrir dýr en fíla­fræð­ingar urðu sam­mála um að þær aðstæður sem Knut­hen­borg byði uppá hent­aði fíl­unum best. Þar fá þeir úti­svæði, sem er um 140 þús­und fer­metrar að stærð. 

Samn­ingar um greiðslur til sirkus­flokk­anna tveggja tóku langan tíma og það var ekki fyrr en í ágúst á síð­asta ári að gengið var frá þeim. Danska ríkið borg­aði Cirkus Arena og Cirkus Tra­pes sam­tals 11 millj­ónir danskra króna (220 millj­ónir íslenskar) fyrir fíl­ana fjóra. Það var hlegið hátt í þingsalnum á Krist­jáns­borg þegar Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra greindi frá sam­komu­lag­in­u. 

Cirkus Arena Mynd: Wiki Commons



Komnir á fram­tíð­ar­heim­il­ið 

Fyrir tæpum mán­uði voru fíl­arnir fjórir fluttir til Knut­hen­borg. Fyrst eftir að þangað kom voru fíl­arnir frá Cirkus Arena, Djungla, Lara og Jenny hafðir saman í hólfi í stórri skemmu en Ram­boline ein og sér í hólfi í sömu skemm­unni. „Þeir gátu talað sam­an,“ sagði yfir­maður Knut­hen­borg Safaripark. Meðal starfs­fólks dýra­garðs­ins ríkti spenn­ingur þegar opnað var á milli hólfanna en Djungla, Lara og Jenny tóku Ram­boline opnum örm­um, eins og fíla­sér­fræð­ingur dýra­garðs­ins komst að orði. Þann 1. júní var fíl­unum svo hleypt út á stóra svæð­ið, fram­tíð­ar­heim­il­ið, og ekki varð annað séð en þeim lit­ist vel á allt þar. Fóru strax að leita að ein­hverju æti­legu. Eins og áður var nefnt eru þeir allir um þrí­tugt en fílar verða iðu­lega að minnsta kosti 60 ára gaml­ir.

Í lokin má nefna að eftir að gengið hafði verið frá samn­ingum við sirkus­flokk­ana tvo og greiðslur inntar af hendi kom í ljós að Cirkus Arena og dótt­ur­fé­lög þess skuld­uðu danska rík­inu um það bil 20 millj­ónir danskra króna (400 millj­ónir íslenskar) í skatta og gjöld. Þetta vissu þing­menn ekki þegar samið var um greiðsl­urnar til sirkus­flokk­anna.   

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar