Flokkurinn sem týndi sjálfum sér

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus, skrifar um stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrr og nú og segir flokkinn hafa „týnt sjálfum sér“.

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var lang­sam­lega valda­mesti stjórn­mála­flokkur lands­ins á síð­ustu öld. Hann sat bæði langoft­ast í rík­is­stjórn og hafði líka lengi vel meiri­hluta í borg­ar­­stjórn Reykja­víkur auk bæj­ar­stjórna í all­nokkrum sveit­ar­fé­lög­um. Lengst af beitti hann þessum völdum sínum til­tölu­lega skyn­sam­lega og veitti til dæmis miklu fé til heil­brigð­is­mála, skóla­mála og félags­mála. Og að sjálf­sögðu var aflað tekna til þess­ara verk­efna með hefð­bundnum hætti: með tekju­skött­um, eigna­skött­um, út­svari, neyslu­sköttum (nú virð­is­auka­skatti) og inn­flutn­ings­toll­um.

En þessi dýrð stóð ekki enda­laust því að nýfrjáls­hyggjan kom til skjal­anna upp úr 1980, undir for­ystu Dav­íðs Odds­son­ar. Í verk­færa­tösku þess­arar stefnu voru meðal ann­ars tól til að draga úr fyrr­nefndum útgjöldum hins opin­bera, bæði leynt og ljóst. Eitt af þessum tólum getum við kallað „að­ferð hinnar föstu krónu­tölu“: útgjöldum til stofn­ana og mála­flokka var haldið föstum í krónu­tölum milli ára þannig að verð­­bólgan skerti verð­mætið á hverju ári. Annað dæmi um sams konar „gervisparn­að“ sneri að eignum hins opin­bera; við­haldi á þeim var haldið í lág­marki eins og við sjáum núna víða í kringum okkur eftir að ára­tugirnir hafa unnið sitt verk.

Auglýsing

Aðhaldið í fjár­málum hins opin­bera tók smám saman á sig mynd trú­ar­bragða þar sem töl­urnar fengu mið­læga stöðu guðs­ins. Þær voru ræddar fram og til baka, oft án þess að menn veltu því veru­lega fyrir sér hvernig fénu væri var­ið. En smám saman rýrn­uðu fjár­veit­ingar til dæmis til heil­brigð­is­mála, skóla­mála og félags­mála og staða okkar í sam­an­burði milli þjóð­ríkja versn­aði að sama skapi.

En svo má brýna deigt járn að bíti. Nú er svo komið að mik­ill meiri­hluti þjóð­ar­innar gerir sér skýra grein fyrir því að verk­efnum hins opin­bera er ekki sinnt sem skyldi og að umbætur muni koma við budd­una með einum eða öðrum hætti. Í heil­brigð­is­­málum er auk þess víð­tæk sam­staða um að hið opin­bera þurfi að koma þar að verki, sjá mynd. Að vísu er ógaman að sjá að stuðn­ings­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins skilja sig mjög frá öðrum um þá spurn­ingu, svo að vand­séð er hvernig flokk­ur­inn geti átt sam­leið með öðrum í þessum mála­flokki.

Mynd: Félagsvísindastofnun HÍ

Mér sýn­ist Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn eiga í miklum kröggum um þessar mund­ir, að því er varðar fylgi, stefnu og sam­starfs­hæfni. Á síð­ustu öld sótti flokk­ur­inn ekki aðeins fylgi til atvinnu­rek­enda heldur einnig til bænda og ann­arra ein­yrkja sem og til efn­aðri milli­stétt­ar. En nú er svo komið að flokk­ur­inn á erfitt upp­dráttar hjá ungu fólki og smærri atvinnu­rek­endur hafa farið frá borði. Þetta má að mínu mati rekja til úreltrar og staðn­aðrar stefnu og afskipta, til dæmis í umhverf­is­málum og sótt­varn­ar­mál­um. Ofan á það bæt­ist svo spill­ing og heimt­u­frekja. Hið fyrra birt­ist okkur reglu­lega til dæmis í því hvernig flokk­ur­inn hefur sölsað undir sig rétt­ar­­kerfið í land­inu með póli­tískum stöðu­veit­ing­um, og í vand­ræða­legri vörn flokks­ins fyrir stór­fyr­ir­tæki á borð við Sam­herja. Heimt­u­frekjan birt­ist okkur til að mynda þegar stuðn­ings­menn Vinstri grænna lýsa óánægju sinni vegna lélegs árang­urs VG í stjórn­arsamstarf­inu en Sjálf­stæð­is­menn eru þvert á móti bara ánægðir með sinn hlut.

Þá hefur flokk­ur­inn komið sér upp því óorði að ekk­ert sé að marka lof­orð frá hans hendi. Sem dæmi má nefna þegar upp­víst varð fyrir nokkrum árum að flokk­ur­inn hafði fengið millj­óna­tugi í kosn­inga­sjóð frá stór­fyr­ir­tækjum á borð við Icelanda­ir. For­mað­ur­inn brást hart við og sagð­ist mundu end­ur­greiða styrk­inn á nokkrum árum. Mér skilst að ein­hverjir millj­óna­tugir hafa enn ekki verið greidd­ir.

Auglýsing

Út yfir tekur þó núna í kosn­inga­bar­átt­unni þegar flokk­ur­inn veifar „röngu tré“ – sem er gert úr tveimur bútum sem stang­ast á. Ann­ars vegar seg­ist flokk­ur­inn þrátt fyrir allt vilja hlúa að heil­brigð­is­kerf­inu en hins vegar syngur hann gamla söng­inn um skatta­lækk­anir eins og ekk­ert hafi í skorist. Margir almennir kjós­end­ur sjá auð­veld­lega gegnum svona mál­flutn­ing mót­sagn­anna: Fjár­þörf heil­brigð­is­­kerf­is­ins er slík að henni verður ekki mætt með töfra­brögðum heldur þarf að benda á nýjar tekjur til að skapa trú­verð­uga mynd. Þetta hafa flestir aðrir flokkar séð og benda til dæmis á veiði­gjöld vegna auð­linda sjáv­ar; tekju­lind sem kemur ekki við buddu almenn­ings.

Sumir hafa sagt að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé orð­inn að eins máls flokki, og er margt vit­laus­ara. Flokk­ur­inn virð­ist hættur að sinna hags­munum almenn­ings eða stórra hópa en ein­blínir í stað­inn á hag hinna fáu, sér­stak­lega stór­fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Afstaða flokks­ins til ann­arra mála mót­ast oft af þess­ari þunga­miðju hugs­un­ar­inn­ar. Hann virð­ist alls ekki láta það á sig fá þó að hann fórni bæði fylgi kjós­enda og sam­starfs­hæfni gagn­vart öðrum flokkum fyrir þennan þrönga mál­­stað sér­hags­mun­anna. Hann hefur týnt sjálfum sér.

Höf­undur er pró­fessor emeritus í eðl­is­fræði og vís­inda­sögu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar