Flokkurinn sem týndi sjálfum sér

Þorsteinn Vilhjálmsson, prófessor emeritus, skrifar um stefnu Sjálfstæðisflokksins fyrr og nú og segir flokkinn hafa „týnt sjálfum sér“.

Auglýsing

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn var lang­sam­lega valda­mesti stjórn­mála­flokkur lands­ins á síð­ustu öld. Hann sat bæði langoft­ast í rík­is­stjórn og hafði líka lengi vel meiri­hluta í borg­ar­­stjórn Reykja­víkur auk bæj­ar­stjórna í all­nokkrum sveit­ar­fé­lög­um. Lengst af beitti hann þessum völdum sínum til­tölu­lega skyn­sam­lega og veitti til dæmis miklu fé til heil­brigð­is­mála, skóla­mála og félags­mála. Og að sjálf­sögðu var aflað tekna til þess­ara verk­efna með hefð­bundnum hætti: með tekju­skött­um, eigna­skött­um, út­svari, neyslu­sköttum (nú virð­is­auka­skatti) og inn­flutn­ings­toll­um.

En þessi dýrð stóð ekki enda­laust því að nýfrjáls­hyggjan kom til skjal­anna upp úr 1980, undir for­ystu Dav­íðs Odds­son­ar. Í verk­færa­tösku þess­arar stefnu voru meðal ann­ars tól til að draga úr fyrr­nefndum útgjöldum hins opin­bera, bæði leynt og ljóst. Eitt af þessum tólum getum við kallað „að­ferð hinnar föstu krónu­tölu“: útgjöldum til stofn­ana og mála­flokka var haldið föstum í krónu­tölum milli ára þannig að verð­­bólgan skerti verð­mætið á hverju ári. Annað dæmi um sams konar „gervisparn­að“ sneri að eignum hins opin­bera; við­haldi á þeim var haldið í lág­marki eins og við sjáum núna víða í kringum okkur eftir að ára­tugirnir hafa unnið sitt verk.

Auglýsing

Aðhaldið í fjár­málum hins opin­bera tók smám saman á sig mynd trú­ar­bragða þar sem töl­urnar fengu mið­læga stöðu guðs­ins. Þær voru ræddar fram og til baka, oft án þess að menn veltu því veru­lega fyrir sér hvernig fénu væri var­ið. En smám saman rýrn­uðu fjár­veit­ingar til dæmis til heil­brigð­is­mála, skóla­mála og félags­mála og staða okkar í sam­an­burði milli þjóð­ríkja versn­aði að sama skapi.

En svo má brýna deigt járn að bíti. Nú er svo komið að mik­ill meiri­hluti þjóð­ar­innar gerir sér skýra grein fyrir því að verk­efnum hins opin­bera er ekki sinnt sem skyldi og að umbætur muni koma við budd­una með einum eða öðrum hætti. Í heil­brigð­is­­málum er auk þess víð­tæk sam­staða um að hið opin­bera þurfi að koma þar að verki, sjá mynd. Að vísu er ógaman að sjá að stuðn­ings­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins skilja sig mjög frá öðrum um þá spurn­ingu, svo að vand­séð er hvernig flokk­ur­inn geti átt sam­leið með öðrum í þessum mála­flokki.

Mynd: Félagsvísindastofnun HÍ

Mér sýn­ist Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn eiga í miklum kröggum um þessar mund­ir, að því er varðar fylgi, stefnu og sam­starfs­hæfni. Á síð­ustu öld sótti flokk­ur­inn ekki aðeins fylgi til atvinnu­rek­enda heldur einnig til bænda og ann­arra ein­yrkja sem og til efn­aðri milli­stétt­ar. En nú er svo komið að flokk­ur­inn á erfitt upp­dráttar hjá ungu fólki og smærri atvinnu­rek­endur hafa farið frá borði. Þetta má að mínu mati rekja til úreltrar og staðn­aðrar stefnu og afskipta, til dæmis í umhverf­is­málum og sótt­varn­ar­mál­um. Ofan á það bæt­ist svo spill­ing og heimt­u­frekja. Hið fyrra birt­ist okkur reglu­lega til dæmis í því hvernig flokk­ur­inn hefur sölsað undir sig rétt­ar­­kerfið í land­inu með póli­tískum stöðu­veit­ing­um, og í vand­ræða­legri vörn flokks­ins fyrir stór­fyr­ir­tæki á borð við Sam­herja. Heimt­u­frekjan birt­ist okkur til að mynda þegar stuðn­ings­menn Vinstri grænna lýsa óánægju sinni vegna lélegs árang­urs VG í stjórn­arsamstarf­inu en Sjálf­stæð­is­menn eru þvert á móti bara ánægðir með sinn hlut.

Þá hefur flokk­ur­inn komið sér upp því óorði að ekk­ert sé að marka lof­orð frá hans hendi. Sem dæmi má nefna þegar upp­víst varð fyrir nokkrum árum að flokk­ur­inn hafði fengið millj­óna­tugi í kosn­inga­sjóð frá stór­fyr­ir­tækjum á borð við Icelanda­ir. For­mað­ur­inn brást hart við og sagð­ist mundu end­ur­greiða styrk­inn á nokkrum árum. Mér skilst að ein­hverjir millj­óna­tugir hafa enn ekki verið greidd­ir.

Auglýsing

Út yfir tekur þó núna í kosn­inga­bar­átt­unni þegar flokk­ur­inn veifar „röngu tré“ – sem er gert úr tveimur bútum sem stang­ast á. Ann­ars vegar seg­ist flokk­ur­inn þrátt fyrir allt vilja hlúa að heil­brigð­is­kerf­inu en hins vegar syngur hann gamla söng­inn um skatta­lækk­anir eins og ekk­ert hafi í skorist. Margir almennir kjós­end­ur sjá auð­veld­lega gegnum svona mál­flutn­ing mót­sagn­anna: Fjár­þörf heil­brigð­is­­kerf­is­ins er slík að henni verður ekki mætt með töfra­brögðum heldur þarf að benda á nýjar tekjur til að skapa trú­verð­uga mynd. Þetta hafa flestir aðrir flokkar séð og benda til dæmis á veiði­gjöld vegna auð­linda sjáv­ar; tekju­lind sem kemur ekki við buddu almenn­ings.

Sumir hafa sagt að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sé orð­inn að eins máls flokki, og er margt vit­laus­ara. Flokk­ur­inn virð­ist hættur að sinna hags­munum almenn­ings eða stórra hópa en ein­blínir í stað­inn á hag hinna fáu, sér­stak­lega stór­fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi. Afstaða flokks­ins til ann­arra mála mót­ast oft af þess­ari þunga­miðju hugs­un­ar­inn­ar. Hann virð­ist alls ekki láta það á sig fá þó að hann fórni bæði fylgi kjós­enda og sam­starfs­hæfni gagn­vart öðrum flokkum fyrir þennan þrönga mál­­stað sér­hags­mun­anna. Hann hefur týnt sjálfum sér.

Höf­undur er pró­fessor emeritus í eðl­is­fræði og vís­inda­sögu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar