Kosningarnar og Monty Hall vandamálið

Andrés Kristjánsson segir nauðsynlegt er að breyta kosningalögum í þá veru að þau stjórnmálasamtök sem koma til greina við úthlutun jöfnunarsæta verði að hljóta að minnsta kosti fjögur af hverjum hundrað af gildum atkvæðum á landinu öllu.

Auglýsing

Töl­fræð­ing­ur­inn Steve Sel­vin, pró­fessor við Kali­forn­íu­há­skóla í Berkeley kom með áhuga­verða þraut og lét lausn­ina fylgja í tíma­riti töl­fræð­inga the Amer­ican Statist­ician árið 1975. Þrautin var laus­lega byggð á skemmti­þætti Monty Hall; Let's Make a Deal og er því kölluð The Monty Hall problem eða Monty Hall vanda­mál­ið. Monty Hall vanda­málið komst í end­ur­nýjun líf­daga árið 1990 í tíma­rit­inu the Parade þar sem les­andi sendi inn þessa spurn­ingu til Mari­lyn vos Santos. Spurn­ingin sem kom frá les­and­anum Craig F. Whita­ker til Mari­lyn var svo hljóð­andi:

Segjum að þú takir þátt í skemmti­þætti og þú færð að velja eina hurð af þrem­ur: Fyrir aftan eina hurð er bíll en fyrir aftan hinar tvær eru geit­ur. Þú ákveður að velja hurð númer 1. Þátta­stjórn­and­inn veit, ólíkt þér, fyrir aftan hvaða hurð bíl­inn er að finna og opnar hurð númer 3 sem hefur að geyma geit. Eftir að hafa opnað hurð­ina þá býður hann þér að breyta um svar og spyr: „Viltu breyta og velja hurð númer 2?“. Hefur þú sem þátt­tak­andi í skemmti­þætt­inum hag af því að breyta svari þínu?

Svarið er að kepp­andi hefur alltaf hag af því að breyta um hurð. Þegar kepp­andi valdi fyrst hurð númer 1. þá voru lík­indin 1/3  á að sú hurð inni­héldi bíl meðan allar hurðir voru lok­að­ar. Eftir að þátta­stjórn­andi opnar hurð númer 3, sem inni­heldur geit, þá eru lík­indin á að hurð númer 2 inni­haldi bíl­inn orðnar 2/3.

Alþing­is­kosn­ing­arnar núna í sept­em­ber eru orðnar mjög sögu­leg­ar. Ég gerði mér það að leik að búa til stjórn­mála­flokk, XFlokk­inn, flokk sem tekur til sín öll vafa­at­kvæði kosn­ing­anna. Atkvæði sem eru ógild, auð, atkvæði flokka sem ná ekki yfir fimm pró­sent múr­inn, atkvæði sem greidd voru Mið­flokknum í Suð­ur­kjör­dæmi en sem end­uðu hjá Sjálf­stæð­is­flokki og svo atkvæðin sem greidd voru í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. XFlokk­ur­inn hlaut sam­kvæmt þess­ari nálgun 39469 atkvæði eða 19,35% atkvæða. Það sem lesa má af þeirri iðju er að atkvæða­fjöld­inn sem ekki nýtt­ist eða var hafður af fólki með mis­tök­um, kosn­inga­lög­unum sjálfum eða óheil­indum gagn­vart kjós­endum er aug­ljós­lega allt of hár. 

Þar með komum við að vanda­mál­inu sem kom upp vegna þess að kjör­stjórn í Norð­vest­ur­kjör­dæmi fór ekki eftir lögum um kosn­ingar til Alþing­is. Í dæm­inu hér að ofan má sjá að Mið­flokk­ur­inn er ekki inni, hann var innan við 900 atkvæðum frá því að detta út af þingi miðað við nið­ur­stöð­urnar úr kosn­ing­un­um. Það sýnir sig hversu afdrifa­ríkt það er þegar odd­viti flokks­ins í Suð­ur­kjör­dæmi færir sig yfir í Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Hvernig hefði það komið út fyrir Mið­flokk­inn hefði umræddur odd­viti skipað eitt af þremur efstu sæt­unum fyrir Sjálf­stæð­is­flokk. Hefði Sjálf­stæð­is­flokkur fengið alla­vega 900 atkvæði frá Mið­flokknum með þeim afleið­ingum að hann hefði þurrkast út eða hefði Mið­flokk­ur­inn haldið sínum kjör­dæma kjörna full­trúa í Suð­ur­kjör­dæmi?

Auglýsing
Þó að það liggi ekki í augum uppi að þá er ekki hægt að end­ur­taka kosn­ing­arnar í Norð­vest­ur­kjör­dæmi. Líkt og í dæm­inu um Monty Hall vanda­málið þá myndu kjós­endur í Norð­vest­ur­kjör­dæmi búa yfir upp­lýs­ingum sem aðrir kjós­endur höfðu ekki þegar kosn­ing­arnar áttu sér stað. Þau vita hvað flokk­arnir allir fengu eftir taln­ing­arnar í öllum kjör­dæm­um. Þau vita að Mið­flokk­ur­inn var um 900 atkvæðum frá því að detta út af þingi. Þau vita að Sós­í­alista­flokk­ur­inn var um 1850 atkvæðum frá því að ná yfir 5% múr­inn og ná þar með inn 3 þing­mönn­um. Þau vita að 5418 atkvæði voru greidd flokkum sem ekki náðu inn kjör­dæma kjörnum full­trúa á sama tíma og 4448 atkvæði dugðu Fram­sókn­ar­flokknum til að ná þremur kjör­dæma kjörnum full­trúum á Alþingi. Það er tölu­vert hægt að vinna með þessar upp­lýs­ingar og spurn­ing hvort stór hluti kjós­enda, líkt og kepp­andi í Monty hall skemmti þætt­in­um, hafi ekki mik­inn hag af því að breyta atkvæði sínu.

Í ljósi þess hversu mik­ill fjöldi atkvæða fellur á milli skips og bryggju í fram­kvæmd kosn­ing­anna til Alþingis í sept­em­ber síð­ast­liðnum að þá er ekk­ert í stöð­unni annað en að kjósa aftur á land­inu öllu. Nauð­syn­legt er að breyta 108. grein kosn­inga­laga til Alþingis frá árinu 2000 í þá veru að þau stjórn­mála­sam­tök sem koma til greina við úthlutun jöfn­un­ar­sæta verði að hljóta að minnsta kosti fjögur af hverjum hund­rað af gildum atkvæðum á land­inu öllu. Lýð­ræðið verður að njóta vafans.

Höf­undur er áhuga­maður um lýð­ræð­is­mál.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar