Ný valdahlutföll og fleiri möguleikar leiða af sér öðruvísi ríkisstjórn

Auglýsing

Kosn­ingar eru afstaðnar og þjóðin hefur tal­að. Nið­ur­staðan er nokkuð skýr. Það er engin vinstri­sveifla og engin hægri­sveifla. Flokk­arnir frá miðju til vinstri tapa smá­vægi­lega og flokk­arnir frá miðju til hægri tapa líka nokkrum pró­sentu­stig­um, aðal­lega út af afhroði Mið­flokks­ins. 

Sig­ur­veg­arar kosn­ing­anna eru Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og Flokkur fólks­ins. Sá fyrr­nefndi er ekki lengur auka­hjól undir skrýtna vagn­inum sem Katrín Jak­obs­dóttir og Bjarni Bene­dikts­son smíð­uðu 2017 til að koma á stöð­ug­leika í íslensk stjórn­mál, heldur næst stærsti flokkur lands­ins og í stöðu til að vera mót­andi afl á stefnu­mál rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Áhersla for­manns­ins Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar og ann­arra for­víg­is­manna, sér­stak­lega Ásmundar Ein­ars Daða­son­ar, á félags­hyggju fyrir fólk náði til kjós­enda umfram það sem aðrir flokkar buðu upp á. Gamli Fram­sókn­ar­flokkur sam­vinnu­hreyf­ing­ar­innar er kom­inn aft­ur. Verk hans á kom­andi kjör­tíma­bili munu skera úr um hvort hann sé kom­inn til að vera.

Sá síð­ar­nefndi beitti svip­aðri aðferða­fræði í kosn­inga­bar­átt­unni og Fram­sókn: Skýrar og ein­faldar aðgerðir fyrir fólk til að bæta líf þess. Sér­stök áhersla var lögð á bætta fram­færslu öryrkja og eldri borg­ara. Það, ásamt kjör­þokka og mælsku Ingu Sæland, skil­aði því að Flokkur fólks­ins er stærri en Við­reisn, Píratar og Mið­flokk­ur, sem allir telja sig þó vera póli­tískt merki­legra fyr­ir­brigði en flokkur Ingu. Í þetta skiptið höfðu þeir allir rangt fyrir sér.

Það hjálpar ekki að borða hrátt hakk

Tap­ar­arnir í kosn­ing­unum eru nokkr­ir. Mið­flokk­ur­inn beið afhroð og datt næstum því út af þingi. Sá þjóð­ern­is­hyggju-popúl­ismi sem Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son og hans fólk hefur staðið fyrir á ekki lengur upp á pall­borð­ið. 

Það fannst skýrt í kosn­inga­bar­átt­unni að þessi stjórn­mála­mað­ur, sem hefur haft ein­stakt lag á að láta síð­asta rúma ára­tug í stjórn­málum hverf­ast um sjálfan sig með allskyns rót­tækum lof­orðum um milli­færslu á pen­ingum úr rík­is­sjóði, skylm­ingum við ímynd­aða erlenda strá­menn og skandölum vegna aflands­fé­laga­eignar eða kven­hatandi fyllirís­röfls, ógn­aði ekki leng­ur. Í leið­toga­kapp­ræðum virt­ist hann oftar en ekki vera í sam­tali við sjálfan sig, frekar en hina leið­tog­ana. 

Auglýsing
Hann var til hliðar við hina raun­veru­legu póli­tísku umræðu sem fór fram og rataði helst í fréttir fyrir furðu­leg­heit á borð við það að borða hrátt hakk út í veg­ar­kanti og deila mynd­bandi af því á sam­fé­lags­miðl­u­m. 

Þeir sem ætl­uðu sér allt en upp­skáru sára­lítið

Hin svo­kall­aða frjáls­lynda miðja er samt stóri tap­ar­inn í þessum kosn­ing­um, og þá sér­stak­lega Sam­fylk­ing­in. Í þetta sinn átti að takast að velta Sjálf­stæð­is­flokknum frá völdum og ráð­ast í stórar kerf­is­breyt­ing­ar. Þar undir voru til að mynda breyt­ingar á stjórn­ar­skrá, fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerf­inu, skatt­kerf­inu og leiðir til að draga úr spill­ingu. Allt eru þetta mál­efni sem allar kann­anir sýna að þorri íslensks almenn­ings styður og telur mik­il­vægt að ráð­ast í. En öll þessi mál­efni voru fest í kredd­ur, þar sem formið skipti meira máli en mark­mið­ið. 

Þess vegna náðu þessir þessir þrír flokkar sem stilla sér upp á frjáls­lyndu miðj­unni; Sam­fylk­ing, Við­reisn og Pírat­ar, að tapa sam­an­lagt fylgi frá 2017, sem var þó ekk­ert sér­stakt ár fyrir neinn þeirra. Og eiga nú aðkomu að rík­is­stjórn undir því að sitj­andi ráða­menn nái ekki sam­an. 

Ástæðan liggur í lélegum kosn­inga­á­herslum þar sem talað var um hálf­bak­aðar tækni­legar útfærslur á breyt­ingum á skatt­kerfi eða gjald­miðla­málum í stað þess að tala með nægi­lega sann­fær­andi hætti um að bæta líf fólks. Kjós­endur höfðu ekki trú á flestum fram­bjóð­end­unum sem boðið var upp á né áhersl­unum sem settar voru fram, og fannst eins og þeir væru að tala við sig að ofan. Fram­sókn og Flokkur fólks­ins horfðu hins vegar beint í augun á þeim og töl­uðu manna­mál.

Þrátt fyrir að allir flokk­arnir þrír séu í grunn­inn ein­hvers­konar kra­ta­flokkar sem leggi áherslu á vinstri vel­ferð í bland við mark­aðs­á­herslur í atvinnu­mál­um, líkt og langstærsti hluti þjóð­ar­inn­ar, þá náðu þeir ekki einu sinni þriðj­ungi atkvæða sam­an­lagt. Það er eig­in­lega póli­tískt afrek að standa á pappír fyrir það sem flestir vilja en ná samt engum árangri í kosn­ing­um.

Varn­ar­sigur raun­sæ­is­hyggju

Vinstri græn unnu varn­ar­sig­ur. Póli­tískt veð­mál þeirra um stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokknum fyrir fjórum árum gekk upp. Rót­tækum vinstri­á­herslum var skipt út fyrir þá raun­sæ­is­hyggju sem Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hefur gert að stjórn­mála­legri list­grein. Svo virð­ist sem nægi­lega stór hluti kjós­enda Vinstri grænna hafi verið til­bú­inn að breyt­ast með flokkn­um, eða að honum hafi tek­ist að finna nægj­an­lega marga nýja fyrir þá sem vildu það ekki. Nú skiptir fyrst og síð­ast máli að hafa áhrif og hver stjórni. Sér­stak­lega mik­il­vægt er í huga Vinstri grænna að sá sé Katrín Jak­obs­dótt­ir.

Flokk­ur­inn tap­aði þremur þing­mönnum frá 2017 en í raun ein­ungis einum frá því sem verið hef­ur, enda yfir­gáfu tveir þing­menn flokk­inn á kjör­tíma­bil­inu vegna and­stöðu við rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið. Hann hefur nú verið stærri en Sam­fylk­ing­in, sem stofnuð var úr fjórum miðju- og vinstri flokkum til að verða mót­væg­is­afl til vinstri við Sjálf­stæð­is­flokk­inn, í þrennum kosn­ingum í röð.

Katrín, í krafti gríð­ar­legra per­sónu­vin­sælda og þess að rúm­lega 40 pró­sent þjóð­ar­innar vilja hana áfram sem for­sæt­is­ráð­herra, mun geta gert skýra kröfu um áfram­hald­andi setu í þeim stól. Raunar blasir við að Vinstri græn munu vart taka þátt í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi með Sjálf­stæð­is­flokki nema undir for­sæti Katrín­ar. 

Fram­sókn og Vinstri græn ráða ferð­inni

Staða Vinstri grænna og Fram­sóknar innan rík­is­stjórn­ar­innar er sam­an­lagt mun sterk­ari nú þegar Fram­sókn hefur form­fest að núver­andi for­ysta flokks­ins er félags­hyggju­for­ysta. Hún á meira sam­eig­in­legt með Vinstri grænum þegar kemur að mál­efna­á­herslum til fram­tíð­ar, en meira sam­eig­in­legt með Sjálf­stæð­is­flokki þegar kemur að ákveðnum kerf­is­vörn­um, sér­stak­lega í sjáv­ar­út­vegi og land­bún­aði. Flokk­ur­inn vill ráð­ast í nýja upp­bygg­ingu á milli­færslu­kerfum til að styðja við barna­fjöl­skyld­ur, græna upp­bygg­ingu í atvinnu­málum með áherslu á hug­verka­iðn­að­inn, afnema skerð­ingar á eldri borg­ara og stór­auka end­ur­greiðslur úr rík­is­sjóði til kvik­mynda­fram­leiðslu. 

Sig­urður Ingi Jóhanns­son líkti síðan nýrri skatta­stefnu Fram­sókn­ar­flokks­ins við stefnu Joes Biden í nýlegum sjón­varps­þætti. Þar sagði hann að Banda­ríkja­for­seti hefði stefnu Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins mjög ofar­lega í sínum huga, „það er að segja, að jafna leik­inn og láta stærri fyr­ir­tækin sem sýna meiri hagnað borga meira og leggja til alheims­skatt á stóru alþjóð­­legu fyr­ir­tæk­in“. 

Allt eru þetta áherslur sem má segja að séu, eftir hefð­bundnum mæli­kvarða, til vinstri.

Tæpur fjórð­ungur dvelur í landi tæki­fær­anna

Lands­menn keyptu ekki í unn­vörpum land tæki­fær­anna sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn boð­aði. Sjálf­stæð­is­fólk getur reynt eins og því lystir að setja kass­ann út og selja nið­ur­stöð­una á laug­ar­dag sem sigur en hann er það ein­fald­lega ekki, heldur kyrr­staða.

Í fyrsta lagi tap­aði flokk­ur­inn fylgi og þeirri stöðu að vera með fyrsta þing­mann í öllum kjör­dæm­um, þar sem Fram­sókn er nú stærst í tveim­ur. Í öðru lagi er nið­ur­stað­an, 24,4 pró­sent, sú næst versta í sögu Sjálf­stæð­is­flokks. Ein­ungis 2009 slær hana út. 

Auglýsing
Í þriðja lagi er staða Vinstri grænna og Fram­sóknar við samn­inga­borðið mun sterk­ari en hún var árið 2017, þegar hinn val­kost­ur­inn í stjórn­ar­myndun var næf­ur­þunnur meiri­hluti sund­ur­tættra fjög­urra flokka frá miðju til vinstri. Nú eru val­kost­irnir fleiri og sterk­ari. Og félags­hyggju­flokk­arnir í rík­is­stjórn­inni sem vilja fjölga milli­færslu­kerf­um, stór­auka fjár­fram­lög í inn­viða­upp­bygg­ingu og hækka skatta á stór­fyr­ir­tæki eru nú með 21 þing­mann (fjórum fleiri en við lok síð­asta kjör­tíma­bils), en sá stjórn­ar­flokkur sem leggst gegn þessu er með 16.

Ef Vinstri græn og Fram­sókn fá ekki það sem þau vilja út úr við­ræðum við Sjálf­stæð­is­flokk þá geta þau snúið sér að öðrum flokkum sem eru til­búnir að sam­þykkja nán­ast hvað sem er af meg­in­stefnu­málum þeirra, enda hug­mynda­fræði­lega nær þeim í grunn­inn en Sjálf­stæð­is­flokk­ur. Veik staða for­ystu­manna miðju- og vinstri­flokka eftir lélegar kosn­ingar mun ýta enn frekar undir und­ir­gefni, enda póli­tískt fram­halds­líf þeirra und­ir. 

Það er auð­veld­ara að vinna lýð­hylli en að við­halda henni

Fram­sókn mun vænt­an­lega geta farið fram á að fá fjár­mála­ráðu­neyt­ið, það næst valda­mesta, til að geta stýrt fjár­magni í þau félags­hyggju- og inn­viða­verk­efni sem flokk­ur­inn ætlar sér að ráð­ast í, meðal ann­ars í nýju inn­við­a­ráðu­neyti. Í ljósi þess að Ásmundur Einar Daða­son, sem hóf sinn póli­tíska feril í Vinstri græn­um, hefur umbreyst úr póli­tísku athlægi í félags­hyggju­stór­stjörnu sem fólk trúir að brenni fyrir vel­ferð og nýtur virð­ingar og trú­verð­ug­leika hjá sam­herjum og and­stæð­ing­um, má vera ljóst að ekk­ert verður gefið eftir til að við­halda þeirri stöðu. Þeim er þó hollt að muna að það er auð­veld­ara að vinna lýð­hylli en við­halda henn­i. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mun ekki fá flatar skatta­lækk­an­ir, minnk­andi rík­is­út­gjöld eða stór­aukna inn­reið einka­fyr­ir­tækja í heil­brigð­is- eða mennta­kerfið úr áfram­hald­andi stjórn­ar­sam­starfi. Hann mun hins vegar fá í gegn áherslur sínar um orku­skipti, áfram­hald­andi staf­ræna væð­ingu á opin­bera þjón­ustu og ein­hvers­konar end­ur­skoðun á trygg­inga­kerfum eldri borg­ara og öryrkja, enda krat­ístar og grænar áherslur sem hinir stjórn­ar­flokk­arnir tveir deila með hon­um. Og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fær að vera áfram í rík­is­stjórn – stjórna – sem er alltaf meg­in­mark­mið hans umfram allt ann­að. Til að binda slaufu á þessa sátt verður ráðu­neytum fjölgað og Sjáld­stæð­is­flokk­ur­inn fær flest þeirra.

Þjón­usta og sátt

Að mörgu leyti var nýaf­staðin kosn­inga­bar­átta til fyr­ir­mynd­ar. Kosn­ing­arnar voru þær fyrstu sem má segja að hafi átt sér stað með eðli­legum hætti síðan árið 2007. Flokk­arnir lögðu fram skýr stefnu­mál og oft var tek­ist á um alvöru hug­mynda­fræði. Nið­ur­rifs­á­herslur voru með minnsta móti og nafn­lausu níð­síð­urnar sem voru svo áber­andi 2016 og 2017 sáust vart í þetta sinn­ið. ­Fyrir það má hrósa.

Fólk getur verið mis­mun­andi ánægt með nið­ur­stöð­una en hún end­ur­speglar ein­fald­lega vilja þjóð­ar­innar eins og hann er núna, haustið 2021. Svo er það stjórn­mála­manna að raða úr þeim vilja rík­is­stjórn sem er til­búin til þjón­ustu við almenn­ing og vinna að frek­ari sátt um sam­fé­lags­gerð­ina. 

Hverjum þeim sem tekst að mynda fylk­ingu sem tekur að sér það verk­efni er óskað vel­farn­að­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aðgerðirnar sem lagðar eru til af ríkisstjórninni til þess að hafa auknar tekjur af umferð bera vott um úrræðaleysi og skammsýni, segja hagsmunasamtök bílgreinarinnar, sem telja notkunargjöld styðja betur við orkuskipti í samgöngum.
Hver ekinn kílómeter á rafbíl kosti sex krónur í stað annarra gjalda
Samtök verslunar og þjónustu og Bílgreinasambandið vilja sjá nýtt notkunargjald leggjast á akstur bíla sem ganga fyrir rafmagni eða vetni, í stað þess að vörugjöld og bifreiðagjöld á þessa bíla hækki eins og gengið er út frá í fjárlagafrumvarpinu.
Kjarninn 8. desember 2022
Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks er formaður allsherjar- og menntamálanefndar.
Leggja til að fjölskyldur sem ekki var hægt að senda úr landi fái dvalarleyfi
Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra er komið úr nefnd, nánast óbreytt. Stjórnarflokkarnir leggja til bráðabirgðabreytingu um að nokkur hópur fólks með börn, sem ekki var hægt að senda úr landi vegna veirufaraldursins, fái dvalarleyfi hérlendis.
Kjarninn 8. desember 2022
Ketill Sigurjónsson
Fallið vindmastur Orkuveitu Reykjavíkur
Kjarninn 8. desember 2022
Tölvuteikning Landsvirkjunar af Hvammsvirkjun. Stíflan er efst á myndinni, þá Viðey, frárennslisskurður til hægri og Ölmóðsey. Landsvirkjun á að tryggja 10 m3/s rennsli neðan stíflu.
Orkustofnun gefur Hvammsvirkjun grænt ljós
Hvammsvirkjun verður sjöunda virkjun Landsvirkjunar á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu en sú fyrsta sem reist verður í byggð. Orkustofnun setur skilyrði um vatnsmagn neðan stíflu og seiðafleytur fyrir laxfiska í nýútgefnu virkjunarleyfi.
Kjarninn 8. desember 2022
Framlög til RÚV hækka enn – Verða milljarði hærri á næsta ári en árið 2021
Alls er búist við að RÚV fái um 5,7 milljarða króna úr ríkissjóði á næsta ári. Það er 625 milljónum krónum meira en í ár og rúmum milljarði króna meira en 2021. Á sama tíma hafa framlög úr ríkissjóði til styrkjakerfis einkarekinna fjölmiðla lækkað.
Kjarninn 8. desember 2022
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Vilja hækka veiðigjöld, leggja kolefnisskatt á stóriðju, selja banka og fækka ráðherrum
Viðreisn vill greiða lækka opinberar skuldir og auka stuðning við barnafjölskyldur. Þá vill flokkurinn auka framlög til heilbrigðismála. Þetta vill hann fjármagna með hærri álögum á útgerðir og 13,5 milljarða króna kolefnisgjaldi á stóriðju.
Kjarninn 8. desember 2022
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Það fer ekk­ert á milli mála að ábyrgðin er hjá rík­is­sjóð­i“
„Hvert er planið?“ spyr þingmaður Samfylkingarinnar fjármálaráðherra- og efnahagsráðherra. Tilefnið er málefni ÍL-sjóðs, nú þegar fyrrverandi forseti Mannréttindadómstóls Evrópu segir ríkið bótaskylt fari ÍL-sjóður í þrot.
Kjarninn 8. desember 2022
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór: „Ég tel seðlabankastjóra algjörlega ómarktækan“
Stýrivaxtahækkanir Seðlabankans „refsa stórum hópi fólks sem er ekki að fara til Tenerife og eyða um efni fram heldur er bara að reyna að komast af milli mánaða,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Kjarninn 8. desember 2022
Meira úr sama flokkiLeiðari