Hvaða þýðingu hafa atkvæðin?

Þingmaður Viðreisnar bendir á að gildandi kosningakerfi geti, og hafi, skilað niðurstöðu sem feli í sér að þingið endurspegli ekki að fullu vilja kjósenda.

Auglýsing

Sú ótrú­lega hringekja sem fór af stað eftir end­ur­taln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi, og áhrifin sem hún hafði á önnur kjör­dæmi, und­ir­strikar gall­ana í kosn­inga­kerf­inu okk­ar. Þetta er gömul saga og ný en staðan núna hefur enn og aftur orðið til­efni umræðu. Ann­ars vegar umræðu um vinnu­brögð sem hafa kallað á sér­staka rann­sókn en hins vegar um sjálft reglu­verk­ið. Eftir Alþing­is­kosn­ingar 2013, 2016, 2017 og aftur í ár var styrkur flokka á þingi ekki í sam­ræmi við fylgi þeirra. Ákveðnir flokkar hafa enda í gegnum tíð­ina fengið fleiri þing­menn kjörna en atkvæða­fjöldi og stuðn­ingur kjós­enda raun­veru­lega tryggði þeim. Sú nið­ur­staða felur ein­fald­lega í sér að þingið end­ur­speglar ekki að fullu vilja kjós­enda.

Margir furða sig núna á hvers vegna þessi skekkja hefur ekki verið leið­rétt af hálfu þings­ins. Þessi skilj­an­lega og rétt­mæta gagn­rýni á hins vegar ekki við um allt þing­ið. Í vor var lögð fram til­laga til að taka á þessu. Að til­lög­unni stóðu þing­menn þriggja flokka. Við Björn Leví Gunn­ars­son og Guð­mundur Andri Thors­son. Frum­varp um ný kosn­inga­lög hafði verið lagt fram af Stein­grími J. Sig­fús­syni en þar var ekki gerð nein til­raun til að tryggja að þing­styrkur flokka yrði í betra sam­ræmi við vilja kjós­enda. Frum­varpið til kosn­ing­laga fékk fína máls­með­ferð í þing­inu en engu síður vant­aði  að taka á þessu grund­vall­ar­at­riði af hálfu meiri­hlut­ans. Það er því ekki svo að þingið hefði ekki tíma eða að það gleymd­ist. Breyt­ing­ar­til­laga okkar við frum­varp til kosn­inga­laga var hins vegar felld af þing­mönnum meiri­hlut­ans og Mið­flokks. Póli­tískar línur um málið urðu ljósar í atkvæða­greiðslu og nið­ur­staðan felur í sér stuðn­ing meiri­hlut­ans við að áfram ríki gríð­ar­lega mikið ójafn­vægi milli kjós­enda.

Virð­ing við vilja kjós­enda

Til­lög­urnar sem lágu fyrir þing­inu voru tví­þætt­ar. Ann­ars vegar um fjölgun jöfn­un­ar­sæta til að tryggja að flokkar fengju þing­menn í sem mestu sam­ræmi við fjölda atkvæða. Hins vegar um jöfnun atkvæða­vægis milli kjör­dæma til að stuðla að auknu jafn­rétti milli kjós­enda. Áður hafði þing­flokkur Við­reisnar líka lagt fram sér­stakt frum­varp um jafn­ara vægi atkvæða, en það mál komst ekk­ert áleið­is.

Auglýsing
Jafnt vægi atkvæða eftir búsetu telst til mann­rétt­inda að mati ÖSE (Ör­ygg­is- og sam­vinnu­stofnun Evr­ópu) og Fen­eyja­nefnd­ar. Það vill gleym­ast að hér er um mann­rétt­inda­mál að ræða. Það leiðir hins vegar af skipt­ingu landa í kjör­dæmi að vægi atkvæða verður aldrei hnífjafnt og það er ekki heldur mark­mið­ið. Spurn­ingin snýst því um hversu mikið þetta ójafn­vægi má vera svo það brjóti ekki gegn mann­rétt­indum fólks. Talið hefur verið að misvægi milli kjör­dæma geti verið um 10-15%. Hér er mun­ur­inn næstum 100% þar sem hann er mest­ur. Stjórn­ar­skráin gerir ráð fyrir að styrkur þing­flokka sé í sam­ræmi við fylgi þeirra í land­inu og það er svo hlut­verk Alþingis að útfæra þetta mark­mið í kosn­inga­lög­um. Að meiri­hluti Alþingis kjósi að gera það ekki felur í sér alvar­lega van­virð­ingu við stjórn­ar­skrá lands­ins.

Umræða á villi­götum

Umræða um jafnt vægi atkvæða er við­kvæm. Mik­il­vægt er hins vegar að hafa í huga að þessi umræða snýst um tvennt, jafnt vægi flokka og atkvæða­vægi kjós­enda. Kjós­endur á lands­byggð­unum hafa skilj­an­lega áhyggjur af sinni stöðu. Atkvæða­vægi þeirra myndi þó ekki breyt­ast þó tryggt yrði að þing­menn hvers flokks yrðu í sem mestu sam­ræmi við fylgi hans.

Hitt mál­ið, varð­andi jafnt vægi atkvæða eftir búsetu, myndi fækka þing­mönnum lands­byggð­ar­innar eitt­hvað en ekki jafn mikið og sumir halda fram. Stundum er talað eins og fullur jöfn­uður eftir búsetu myndi í reynd þýða að allir þing­menn lands­ins kæmu af Suð­vest­ur­horn­inu. Slík nið­ur­staða væri óverj­andi með til­liti til mann­rétt­inda­sjón­ar­miða. Engin ástæða er hins vegar til að ætla að svo verði. Stjórn­ar­skráin mælir fyrir um að hvert kjör­dæmi skuli eiga að minnsta kosti sex kjör­dæma­kjörna þing­menn. Stjórn­ar­skráin ver því öll kjör­dæmi lands­ins með þeim hætti að þau munu aldrei eiga færri þing­menn en sem því nem­ur. Nú eru þing­menn í Norð­vest­ur­kjör­dæmi t.d. átta tals­ins. Ójafn­vægi atkvæða er meira en 100% á milli Norð­vest­ur- og Suð­vest­ur­kjör­dæm­is. Fyrir næstu kosn­ingar verður þing­mönnum Norð­vestur fækkað í sjö í sam­ræmi við stjórn­ar­skrá lands­ins. Yrði farið í að jafna leik­inn að fullu innan þess ramma sem stjórn­ar­skráin mælir fyrir um yrðu þing­menn Norð­vestur sex tals­ins og gætu aldrei orðið færri en svo. Þeim myndi fækka um einn til við­bót­ar. Það er því af og frá að kjör­dæmi lands­byggð­ar­innar myndu glata sínum full­trúum á þingi eins og stundum mætti ætla af umræð­unni.

Hvers vegna skiptir þetta máli?

Kjós­endur í Suð­vest­ur­kjör­dæmi búa við þann ólýð­ræð­is­lega veru­leika að atkvæði þeirra er í reynd hálft. Fullur jöfn­uður eftir búsetu kjós­enda myndi hafa þau áhrif að þing­menn lands­byggð­ar­innar yrðu 23 tals­ins í stað 27. Sú staða felur ekki á nokkurn hátt í sér að lands­byggð­irnar eigi sér ekki sér­staka tals­menn á þingi.

Sú staða myndi hins vegar ná því fram að ekki yrði lengur sá gríð­ar­legi munur að atkvæði sumra kjós­enda telj­ist hálft sam­an­borið við atkvæði ann­arra. Þing­menn Suð­vest­ur­kjör­dæmis færu frá 14 í 18 við fullan jöfnuð en þing­mönnum Reykja­vík­ur­kjör­dæmanna myndi hins vegar ekki fjölga. Það er hægt að jafna leik­inn með til­liti til búsetu með ein­földum breyt­ingum á kosn­inga­lögum þannig að þetta ójafn­vægi verði ekki jafn alvar­legt og nú er. Ákvæði stjórn­ar­skrár um 6 þing­menn að lág­marki tryggir öllum kjör­dæmum lands­ins kjör­dæma­kjörna þing­menn. Til­lögur um lag­færa þetta órétt­læti lágu fyrir á þingi í vor. Rík­is­stjórn­ar­flokk­anir höfn­uðu því og kusu að við­halda þessu ójafn­vægi. Og vilji kjós­enda er enn ekki að öllu leyti virtur við úthlutun þing­sæta til flokk­anna.

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar