Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn

Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Auglýsing

Fylgi Vinstri grænna, flokks Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra, hefur aldrei mælst minna í könn­unum Gallup, sem ná aftur til maí­mán­aðar 2004. Í nýj­ustu mán­að­ar­legu könnun fyr­ir­tæk­is­ins, sem fram­kvæmd var í júní­mán­uði, mæld­ist fylgið 7,2 pró­sent. Áður hafði það lægst farið í 7,4 pró­sent í febr­úar 2013, í sama mán­uði og Katrín tók við for­mennsku í flokknum af Stein­grími J. Sig­fús­syni sem hafði verið for­maður hans frá stofnun árið 1999. Í viku­legri könnun Gallup sem gerð var í apríl sama ár, í aðdrag­anda kosn­inga, mæld­ist fylgið líka 7,4 pró­sent. 

Vinstri græn tapa tæpu pró­sentu­stigi milli mán­aða og hafa nú misst 5,4 pró­sent af fylgi frá kosn­ing­unum sem fram fóru í sept­em­ber í fyrra. 

Þegar horft er aftur til kosn­­ing­anna 2017, þegar Vinstri græn fengu 16,9 pró­­sent atkvæða, hafa Vinstri græn tapað næstum tíu pró­sentu­stigum af fylg­i. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bætir ágæt­lega við sig milli mán­aða og mælist með 22,8 pró­sent fylgi. Það er samt sem áður 1,6 pró­sentu­stigi undir kjör­fylgi og yrði versta nið­ur­staða flokks­ins frá upp­hafi ef hún kæmi upp úr kjör­köss­un­um.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bætir við sig milli mán­aða

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fór í fyrsta sinn í sögu sinni undir 20 pró­­sent fylgi í könnun Gallup í apr­íl­mán­uði, þegar fylgið mæld­ist 19,8 pró­­sent. Fylgi hans var nán­­ast á sama stað í lok maí­mán­aðar þegar 20,1 pró­­sent segj­­ast nú styðja flokk­inn. 

Auglýsing
Framsóknarflokkurinn er eini stjórn­ar­flokk­ur­inn sem mælist með meira fylgi en hann fékk í kosn­ing­unum í sept­em­ber 2021. Það má þó litlu muna, fylgið nú er 17,5 pró­sent en var 17,3 pró­sent eftir kosn­ing­arn­ar. 

Sam­an­lagt mælist fylgi stjórn­ar­flokk­anna því 47,5 pró­sent, sem er 6,8 pró­sentu­stigum minna en þeir fengu upp úr kjör­köss­unum í fyrra­haust. 

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina tekur hins vegar kipp upp á við milli mán­aða og mælist 49 pró­sent. Ekki var úr háum söðli að falla þar sem síð­asta stuðn­ings­mæl­ing, sem sýndi 44,3 pró­sent stuðn­ing, var sú versta sem rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hefur nokkru sinni mælst með. 

Píratar tvö­fald­ast en Við­reisn undir kjör­fylgi

Píratar bæta vel við sig milli mán­aða og njóta nú stuðn­ings 16,1 pró­sent kjós­enda. Eng­inn flokkur hefur bætt við sig meiru fylgi frá síð­ustu kosn­ingum og Pírat­ar, en þá fengu þeir 8,6 pró­sent atkvæða. Síðan þá hefur fylgið næstum því tvö­fald­ast. 

Sam­fylk­ingin er líka að mæl­ast tölu­vert yfir kjör­fylgi með 13,7 pró­sent stuðn­ing, sem er 3,8 pró­sentu­stigum meira en sá flokkur fékk upp úr kjör­köss­unum í sept­em­ber 2021. 

Sam­an­lagt hafa þessir tveir flokkar því bætt við sig 11,3 pró­sentu­stigum af fylgi á kjör­tíma­bil­in­u. 

Við­reisn tapar hins vegar tölu­verðu fylgi milli mán­aða og mælist nú með 6,7 pró­sent stuðn­ing, sem er 2,8 pró­sentu­stigum minna en í maí. Flokk­ur­inn er auk þess nokkuð undir 8,3 pró­sent kjör­fylgi sín­u. 

Auglýsing

Flokkur fólks­ins mælist með sjö pró­sent stuðn­ing, sem er svipað og fyrir mán­uði, en undir kjör­fylg­i. 

Bæði Mið­flokk­ur­inn (4,6 pró­sent) og Sós­í­alista­flokkur Íslands (4,1 pró­sent) mæl­ast undir fimm pró­sent mark­inu og því ósenni­legt að þeir flokkar næðu inn manni ef kosið yrði í dag og nið­ur­staðan yrði í takti við könnun Gallup. Það vantar þó sára­lítið upp á flokk­arnir næðu inn. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent