Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar

Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.

Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Auglýsing

Sæns sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna hafa í sam­starfi við suð­ur­-a­síska kollega sína hafið útgáfu spjalda áþekka þeim sem tíðkast hefur að knatt­spyrnu­unn­endur safni af knatt­spyrnu­leik­mönn­um. Ástæða útgáfu spjald­anna er sú að Heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu í Qatar er framund­an, en það sem er sér­stakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upp­lýs­ingar um lands­liðs­menn í knatt­spyrnu eru þar að finna sögur verka­fólks sem lát­ist hafa við und­ir­bún­ing móts­ins.

Alþjóða­knatt­spyrnu­sam­bandið til­kynnti árið 2010 að Katar fengi að halda Heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu árið 2022, en fjöldi gagna sem birt hafa verið frá því að valið var til­kynnt gefa til kynna að spill­ing innan sam­bands­ins hafi orðið til þess að Katar varð fyrir val­inu. Engu að síður hófst Katar handa við að reisa inn­viði til þess að halda mót­ið, þar á meðal átta knatt­spyrnu­leik­vanga, sem ljóst er að verða aldrei aftur not­aðir eftir að mót­inu lýk­ur. Um er að ræða dýrasta heims­meist­ara­mót sem haldið hefur ver­ið.

Auglýsing

Stærsti kostn­að­ur­inn er þó lík­lega þeirra þús­unda far­and­verka­manna sem greitt hafa með lífi sínu, og fjöl­skyldna þeirra, en í febr­úar á síð­asta ári opin­ber­aði The Guar­dian að hið minnsta 6.500 far­and­verka­menn frá Ind­landi, Pakistan, Nepal, Bangla­dess og Sri Lanka hefðu látið lífið í Katar síðan 2010, en lík­legt er að heild­ar­fjöldi þeirra sem lát­ist hafa sé mun hærri þar sem töl­urnar eru ein­ungis frá þessum fimm löndum og inni­halda ekki upp­lýs­ingar um fjölda lát­inna frá Fil­ips­eyjum eða Ken­ía, þaðan sem fjöldi verka­manna í Katar kemur einnig.

Fjöl­mörg mann­rétt­inda­sam­tök hafa vakið athygli á slæmum aðstæðum far­and­verka­fólks í Katar, þar sem það vinnur tímunum saman í miklum hita. Nú hafa sænsku rann­sókn­ar­blaða­manna­sam­tökin Blankspot hafið útgáfu eins konar fót­bolta­spila til þess að vekja athygli á fólk­inu á bak­við gríð­ar­háar tölur lát­inna við und­ir­bún­ing móts­ins með því að taka við­töl við fjöl­skyldur hinna látnu.

33 spil voru opin­beruð á fyrsta degi átaks­ins, sem nefn­ist Cards of Qat­ar, og verður nýtt spil gefið út á hverjum degi þangað til mótið hefst þann 21. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokki