Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar

Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.

Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Auglýsing

Sæns sam­tök rann­sókn­ar­blaða­manna hafa í sam­starfi við suð­ur­-a­síska kollega sína hafið útgáfu spjalda áþekka þeim sem tíðkast hefur að knatt­spyrnu­unn­endur safni af knatt­spyrnu­leik­mönn­um. Ástæða útgáfu spjald­anna er sú að Heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu í Qatar er framund­an, en það sem er sér­stakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upp­lýs­ingar um lands­liðs­menn í knatt­spyrnu eru þar að finna sögur verka­fólks sem lát­ist hafa við und­ir­bún­ing móts­ins.

Alþjóða­knatt­spyrnu­sam­bandið til­kynnti árið 2010 að Katar fengi að halda Heims­meist­ara­mótið í knatt­spyrnu árið 2022, en fjöldi gagna sem birt hafa verið frá því að valið var til­kynnt gefa til kynna að spill­ing innan sam­bands­ins hafi orðið til þess að Katar varð fyrir val­inu. Engu að síður hófst Katar handa við að reisa inn­viði til þess að halda mót­ið, þar á meðal átta knatt­spyrnu­leik­vanga, sem ljóst er að verða aldrei aftur not­aðir eftir að mót­inu lýk­ur. Um er að ræða dýrasta heims­meist­ara­mót sem haldið hefur ver­ið.

Auglýsing

Stærsti kostn­að­ur­inn er þó lík­lega þeirra þús­unda far­and­verka­manna sem greitt hafa með lífi sínu, og fjöl­skyldna þeirra, en í febr­úar á síð­asta ári opin­ber­aði The Guar­dian að hið minnsta 6.500 far­and­verka­menn frá Ind­landi, Pakistan, Nepal, Bangla­dess og Sri Lanka hefðu látið lífið í Katar síðan 2010, en lík­legt er að heild­ar­fjöldi þeirra sem lát­ist hafa sé mun hærri þar sem töl­urnar eru ein­ungis frá þessum fimm löndum og inni­halda ekki upp­lýs­ingar um fjölda lát­inna frá Fil­ips­eyjum eða Ken­ía, þaðan sem fjöldi verka­manna í Katar kemur einnig.

Fjöl­mörg mann­rétt­inda­sam­tök hafa vakið athygli á slæmum aðstæðum far­and­verka­fólks í Katar, þar sem það vinnur tímunum saman í miklum hita. Nú hafa sænsku rann­sókn­ar­blaða­manna­sam­tökin Blankspot hafið útgáfu eins konar fót­bolta­spila til þess að vekja athygli á fólk­inu á bak­við gríð­ar­háar tölur lát­inna við und­ir­bún­ing móts­ins með því að taka við­töl við fjöl­skyldur hinna látnu.

33 spil voru opin­beruð á fyrsta degi átaks­ins, sem nefn­ist Cards of Qat­ar, og verður nýtt spil gefið út á hverjum degi þangað til mótið hefst þann 21. nóv­em­ber næst­kom­andi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokki