Sjö ráð til að koma í veg fyrir netsvindl

Margföldun hefur orðið á tilraunum til netsvindls og reglulega eru fluttar fréttir af nýjum svikapóstum í umferð. Framkvæmdastjóri CERT-IS segir mikilvægt að huga vel að netöryggi og að margar einfaldar lausnir séu í boði í þeim efnum.

Notkun tölva gegnir sífellt stærra hlutverki í leik og starfi hjá flestum. Á síðustu misserum hefur margföldun orðið í tilraunum til netsvindls.
Notkun tölva gegnir sífellt stærra hlutverki í leik og starfi hjá flestum. Á síðustu misserum hefur margföldun orðið í tilraunum til netsvindls.
Auglýsing

Netsvindli hefur vaxið fiskur um hrygg á síð­ustu miss­erum og reglu­lega ber­ast til­kynn­ingar af nýrri teg­und svika­pósta í umferð sem fólk ber að var­ast. Það er engin til­viljun að til­kynn­ing­arnar séu orðnar svona margar og frétt­irnar sömu­leið­is, fjöldi til­vika sem til­kynnt voru til CERT-IS, net­ör­ygg­is­sveitar Fjar­skipta­stofu, nam 598 á síð­asta ári sam­an­borið við 266 árið áður. Fjölgun varð í nán­ast öllum teg­undum til­kynn­inga en flestar snú­ast til­kynn­ing­arnar að svindli. Á síð­asta ári bár­ust 446 til­kynn­ingar til CERT-IS vegna svindls en árið áður voru þær 181 tals­ins.

Það er því sann­ar­lega margt að var­ast á net­inu en það er einnig margt hægt að gera til þess að auka net­ör­yggi sitt og stunda ábyrga nethegð­un. Kjarn­inn hafði sam­band við Guð­mund Arnar Sig­munds­son, fram­kvæmda­stjóra CERT-IS til þess að ræða til hvaða ráð­staf­ana fólk getur gripið á net­inu og hann gaf mörg gagn­leg ráð í þeim efn­um.

Not­aðu lengri, flókn­ari og ein­stök lyk­il­orð

Eitt elsta og sígildasta ráðið í nethegðun er það að nota löng og flókin lyk­il­orð sem erfitt er að giska á. Til þess að lág­marka hætti á að ein­hver kom­ist inn á aðgang­inn þinn er mælt með því að nota ein­stök lyk­il­orð fyrir hvern og einn aðgang sem þú notar á net­inu. Þannig er hægt að koma í veg fyrir að gagna­leki á einum stað hafi áhrif á öryggi ann­arra reikn­inga en reglu­lega verða stórir gagna­lekar þar sem not­enda­upp­lýs­ingar fjölda not­enda verða aðgengi­leg­ar.

Auglýsing

Það þarf ekki nema einn gagna­leka til þess að stefna öryggi reikn­inga þess sem notar aðeins eitt lyk­il­orð í hættu. „Það eru alltaf að koma gagna­lekar hér og þar,“ segir Guð­mundur og nefnir hug­bún­að­ar­fyr­ir­tækið Adobe sem dæmi en það býr til dæmis for­rit á borð við Photos­hop og Lightroom. „Það var gagna­leki hjá þeim fyrir nokkrum árum. Þau lyk­il­orð eru komin út og allir geta náð í þau sem hafa ein­hvern áhuga á þessum bransa og þar af leið­andi er lyk­il­orðið þitt orðið ónýtt.“

Settu upp tveggja þátta (eða fjöl­þátta) auð­kenn­ingu

Hægt er að setja upp svo­kall­aða tveggja þátta auð­kenn­ingu sem er í raun og veru auka þrep í inn­skrán­ingu. Nokkrar teg­undir tveggja þátta auð­kenn­ingar en algengt er að stilla tveggja þátta auð­kenn­ingu þannig að not­endur fái kóða í sms-skila­boðum eftir að þeir eru búnir að skrá sig inn með not­enda­nafni og lyk­il­orði eða þá að not­endur sæki kóða úr smá­forritum á borð við Google Aut­hent­icator eða Duo. 

Guðmundur Arnar Sigmundsson er framkvæmdastjóri CERT-IS Mynd: Fjarskiptastofa

Þetta getur komið í veg fyrir að ein­hver kom­ist inn á reikn­ing manns í kjöl­far gagna­leka eða vegna þess að lyk­il­orð er ekki nógu sterkt. „Lík­urnar á því að ein­hver nái að yfir­taka tvær boð­leiðir eru bara stjarn­fræði­lega miklu minni en að ein­hver nái að troða sér inn í eina boð­leið. Svo er hægt að bæta við boð­leið­um. Það að virkja fjöl­þátta­kenn­ingu er rosa­lega mik­il­vægt,“ segir Guð­mundur Arnar um þetta örygg­is­at­riði.

Not­aðu lyk­il­orða­banka

Til þessa að auð­velda notkun á löng­um, flóknum og ein­stökum lyk­il­orðum er hægt að nýta sér þjón­ustu svo­kall­aðra lyk­il­orða­banka (e. Password Mana­ger).

„Það er í raun­inni stór pen­inga­hvelf­ing á net­inu sem geymir öll lyk­il­orðin þín og ekki nóg með það, heldur býr hún til gíf­ur­lega flók­in, löng lyk­il­orð í hvert skipti sem þú býrð til aðgang inn á nýja síðu. Þessi lyk­il­orð eru svo löng og flókin að það er ekki í mann­legu valdi að muna þau en þú þarft ekki að muna þau. Þú þarft bara að muna eitt „rík­is­lyk­il­orð“ inn í lyk­il­orða­bank­ann,“ segir Guð­mundur Arnar um lyk­il­orða­banka. 

Hann bætir því við að nú sé hægt að sækja við­bætur (e. plug-ins) í flestum vöfrum frá lyk­il­orða­bönk­unum sem bjóði upp á frekar saum­lausa not­enda­upp­lif­un. Best sé svo að virkja tveggja þátta auð­kenn­ingu fyrir inn­skrán­ingu í lyk­il­orða­bank­ann.

Ekki opna hlekki

Að mati Guð­mundar Arn­ars er það „tíma­laust ráð“ að mæla gegn því að fólk opni hlekki sem það þekkir ekki. „Hlekkir sem koma jafn­vel frá fólki sem þú treyst­ir. Ef þú ert í vafa, ekki ýta á þá. Þeir sem eru þokka­lega tölvu­læs­ir, þeir geta svo sem alveg lesið hlekk­ina eða séð hvert þeir vísa og metið það hvort þeir treysti því eða ekki. En svona heilt yfir ekki ýta á hlekki,“ segir hann.

Á vef­síð­unni net­ör­ygg­i.is, sem haldið er úti af Fjar­skipta­stofu, segir að ein algeng­asta dreifi­leið vírusa og ann­arrar sam­bæri­legrar óværu séu við­hengi og hlekk­ir. Við­hengi geti fylgt tölvu­póstum sem inni­haldi vírusa og það sama á við um hlekki. Á bak við hlekki sem sendir eru í skila­boðum á net­inu eða í tölvu­póstum geti leynst vírus­ar. „Varastu að opna slík við­hengi eða smella á hlekki nema þú þekkir send­and­ann og eigir von á gögnum frá hon­um. Mælt er með að setja upp góða enda­bún­aðs­vörn (víru­svörn) á tölv­unni þinni og halda henni upp­færðri eins og öllum hug­bún­að­i,“ segir á síð­unni.

Kann­aðu skrár

Til eru þjón­ustur á net­inu sem kanna það hvort skrá inni­haldi ein­hverja vírusa, síður eins og Norton og Viru­sTotal. „Ef það er ein­hver skrá sem þú treystir ekki þá get­urðu bara hent henni inn á Viru­sTotal. Þá ertu reyndar að gefa Viru­sTotal afrit af skránni, þannig ef þetta eru ein­hver per­sónu­leg gögn þá mæli ég gegn þessu en ef það er ein­hver að senda þér ein­hverja skrá sem er hvort eð er á net­inu og allir geta séð þá er fínt að henda henni þarna inn og síðan segir þér hvort hún sé laus við vírusa og ef það er vírus í henni þá segir hún þér nákvæm­lega hvernig hann er,“ bendir Guð­mundur á.

Hann segir einnig að á net­inu séu til síður sem kanni hvort í lagi sé að opna hlekki eða ekki, ein slík er síðan urlsc­an.io. Einnig sé hægt að Goog­le-a hlekki til þess að afla upp­lýs­inga um hvað leyn­ist að baki þeim.

Tor­tryggni í sam­skiptum á net­inu

„Svo er það bara gamla góða tor­tryggn­in, í alvöru. Ef ein­hver, meira að segja ein­hver nátengdur þér, nálg­ast þig í gegnum spjall­rásir eða tölvu­póst og biður um meiri­háttar milli­færslu eða eitt­hvað fjár­mála­tengt, þá er fínt að vera tor­trygg­inn, taka upp sím­ann og hringja í við­kom­andi og spyrja ein­fald­lega: „Varstu að biðja um þetta?“,“ segir Guð­mundur Arn­ar. 

Hann segir að svika­póstar séu orðnir „fág­aðri“ en áður. Þýð­ing­ar­tól séu orðin betri og sjálf­virk­ari en áður og nú sé minna mál að laga svika­póst að við­tak­and­an­um. Svika­póst­arnir séu því orðnir mun trú­verð­ugri en áður.

Ekki senda fjár­mála- eða per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar

Guð­mundur Arnar mælir sterk­lega gegn því að fólk sendi upp­lýs­ingar sem geta verið not­aðar til að taka út fjár­muni, upp­lýs­ingar á borð við kredit­korta­núm­er. Það sama gildir um per­sónu­grein­an­legar upp­lýs­ingar líkt og myndir af vega­bréfum eða öku­skír­tein­um. Þegar öllu er á botn­inn hvolft snú­ast net­glæpir fyrst og fremst um pen­inga, bendir hann á.

„Það eru nátt­úr­lega allir að reyna að fá þig til að milli­færa pen­inga, allt annað bliknar í sam­an­burði við það. Hitt er auð­kennis­þjófn­að­ur, þar sem er verið að reyna að stela per­sónu­ein­kennum þín­um. Þar er reynt að fá fólk til að taka mynd af kredit­kort­inu sínu eða öku­skír­teini eða vega­bréfi og svo gengur það kaupum og sölum erlendis og getur valdið fólki fullt af vand­ræðum og skaða þar sem glæpir eru fram­kvæmdir í þeirra nafni til að fela slóð. Allt í einu ertu kom­inn á ein­hvern svartan lista ein­hvers staðar og veist ekki einu sinni af því.“

Ef þú þarft nauð­syn­lega að senda slíkar upp­lýs­ingar yfir netið segir Guð­mundur það vera gott ráð að hringja í við­kom­andi til að athuga hvort þú sért ekki örugg­lega að senda upp­lýs­ing­arnar á rétta mann­eskju.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent