Lítið mat lagt á losun gróðurhúsalofttegunda í framkvæmdum hins opinbera

Í svari umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra við fyrirspurn þingmanns Pírata segir að ekki sé tekið tillit til losunar gróðurhúsalofttegunda við valkostagreiningu Framkvæmdasýslunnar. Uppbygging nýs Landspítala er ekki kolefnisjöfnuð með „beinum hætti“.

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Ekki var lagt mat á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna fram­kvæmda við gerð gild­andi sam­göngu­á­ætl­unar og ekki hefur verið lagt mat á losun vegna bygg­ingar nýs Land­spít­ala við Hring­braut. Þetta kemur fram í svari Guð­laugs Þórs Þórð­ar­son­ar, umhverf­is-, orku- og lofts­lags­ráð­herra við fyr­ir­spurn frá Birni Leví Gunn­ars­syni, þing­manni Pírata. Í svar­inu segir að ávinn­ingur eftir að fram­kvæmdir sam­göngu­á­ætl­unar eru teknar í notkun hafi verið met­inn og að nú sé unnið að svo­kall­aðri LCA-­grein­ingu en með henni fæst útreikn­ingur á kolefn­is­spori bygg­inga.

Fyr­ir­spurn Björns var í fimm liðum og í þeim fyrsta er spurt: „Hefur losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda áhrif við mat á fram­kvæmda­kostum við opin­berar fram­kvæmd­ir?“ Í svari umhverf­is­ráð­herra er vísað til upp­lýs­inga frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti sem segja að ekki sé „tekið til­lit til los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda við val­kosta­grein­ingu Fram­kvæmda­sýsl­unnar – Rík­is­eigna.“

Engu að síður þurfi allar fram­kvæmdir sem kosta yfir hálfan millj­arð að fara í umhverf­is­vott­un­ar­ferli. Í ferl­inu eru gerðar „miklar kröfur til þess að valdar séu umhverf­is­vænar lausnir og að við fram­kvæmd­ina sé losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda lág­mörkuð eins og hægt er,“ eins og það er orðað í svar­inu. Engin sér­stök við­mið um umfang los­unar eru nefnd önnur en þau að los­unin skuli lág­mörk­uð.

Auglýsing

Unnið að vist­fer­ils­grein­ingu fyrir nýjan Land­spít­ala

Líkt og áður segir liggur ekki fyrir mat á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna bygg­ingar nýs Land­spít­ala. Nú sé unnið að svo­kall­aðri LCA-­grein­ingu sem meti los­un­ina. Á vef verk­fræði­stof­unnar Eflu segir að til­gangur LCA-­grein­ingar sé að reikna heildar umhverf­is­á­hrif sem verða vegna fram­leiðslu, notk­unar og förg­unar á vöru eða þjón­ustu. Með slíkri grein­ingu megi meta umhverf­is­á­hrif og kolefn­is­spor vöru eða þjón­ustu.

Í svar­inu segir enn fremur að nýlega hafi verk­efnið fengið lokaum­hverf­is­vottun í hinu alþjóð­lega BREEAM-vott­un­ar­k­ef­inu og að unnið sé að umhverf­is­vottun ann­arra nýbygg­inga við Hring­braut.

Losun vegna hvers kíló­met­ers mal­biks 332 tonn

Björn spurði einnig út í áætl­aða losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna fram­kvæmda sam­kvæmt gild­andi sam­göngu­á­ætlun til fimm ára. „Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá inn­við­a­ráðu­neyt­inu var ekki lagt mat á losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda vegna fram­kvæmda við gerð gild­andi sam­göngu­á­ætl­un­ar, ein­göngu á ávinn­ing­inn eftir að fram­kvæmd­irnar eru teknar í notk­un,“ segir í svari umhverf­is­ráð­herra.

Þar er tekið fram að Vega­gerðin meti hve mikið vot­lendi raskast við ein­stakar fram­kvæmdir og í kjöl­farið end­ur­heimtir Vega­gerðin jafn­mikið á móti í sam­starfi við sér­fræði­stofn­an­ir. Þannig hafi Vega­gerðin end­ur­heimt 360 hekt­ara vot­lendis frá árinu 2002. Að auki á Vega­gerðin í sam­starfi við skóg­rækt­ar­fé­lög við end­ur­heimt skóga sem raskast við fram­kvæmdir og í sam­starfi við Land­græðsl­una um end­ur­heimt ann­arra vist­kerfa.

„Nokkrar vist­fer­ils­grein­ingar hafa verið gerðar fyrir fram­kvæmdir Vega­gerð­ar­innar fyrir m.a. brýr og 1+1 stofn­vegi. Miðað við þær vist­fer­ils­grein­ingar er losun vegna bygg­ingar 1 km 1+1 þjóð­vegar um 332 t CO2 ígildi. Kolefn­is­spor bygg­ingar á brúm eru 1,0 –2,4 tonn á nýt­an­lega fer­metra brú­ar­g­ólfs. Rétt er að taka fram að inni í þessum tölum er líka losun vegna fram­leiðslu og flutn­ings hrá­efna en ekki ein­ungis losun á verk­stað,“ segir í svari umhverf­is­ráð­herra um losun vegna vega­fram­kvæmda.

Fram­kvæmdir ekki kolefn­is­jafn­aðar

Að lokum er sjónum beint að kolefn­is­jöfnun í fyr­ir­spurn Björns Levís en hann spyr hvort og þá hvernig verk­efnin sem um ræðir eru kolefn­is­jöfn­uð. Fram­kvæmdir við nýjan Land­spít­ala eru ekki kolefn­is­jafn­að­ar, í það minnsta ekki „með beinum hætti“ sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyti.

Ekki hefur verið farið í form­lega kolefn­is­jöfnun í verk­efnum Vega­gerð­ar­innar en minnst er á áður­nefnda end­ur­heimt vot­lend­is, skóga og vist­kerfa í svari umhverf­is­ráð­herra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Benjamín Þorbergsson og Sólveig Anna Jónsdóttir.
Segir óbilgirnis- og harðlínustefnu hafa verið innleidda eftir að Halldór Benjamín tók við SA
Formaður Eflingar segir atvinnurekendur hafa verið hrifna af baráttulatri verkalýðsforystu. Í Icelandair-málinu hafi ASÍ ekki bara leyst gerendur undan grófu ásettningsbroti heldur opnað á að fyrirtækið fengi umbun í formi fjárfestingar úr lífeyrissjóðum.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sveinn Runólfsson og Andrés Arnalds
Hernaður Skógræktarinnar gegn náttúru Íslands
Kjarninn 18. ágúst 2022
Alls eru nú 665 börn sem verða 12 mánaða eða eldri þann 1. september á biðlista eftir plássi á leikskólum í Reykjavík.
Kynntu sex aðgerðir til að flýta innritun barna á leikskóla
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti í dag aðgerðaáætlun í sex liðum, sem ætluð er til þess að flýta innritun barna á leikskóla. Foreldrar ungra barna hafa sett mikinn þrýsting á borgarfulltrúa sökum þess að útgefnar áætlanir hafa ekki staðist.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Heiðrún Lind Marteinsdóttir er framkvæmdstjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, og fékk fyrir það um 3,9 milljónir króna á mánuði í fyrra.
Best launuðu hagsmunaverðirnir með hátt í fjórar milljónir króna á mánuði í fyrra
Framkvæmdastjóri hagsmunasamtaka sjávarútvegsfyrirtækja trónir á toppnum yfir þá hagsmunaverði sem voru með hæstu launin í fyrra. Laun stjórnenda hagsmunasamtaka eru miklu hærri en laun þeirra sem fara fyrir verkalýðsforystunni.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rigningarvatn flæðir niður stiga á neðanjarðarlestarstöð í París í gær.
Himnarnir opnuðust – Mánaðarúrkoma féll á rúmum klukkutíma
Frakkar hafa líkt og fleiri íbúar á meginlandi Evrópu glímt við fordæmalausa hita og þurrka síðustu vikur og mánuði. Nú hefur orðið stórkostleg breyting þar á.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent