Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni

Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.

7DM_0179_raw_1833.JPG kosningar
Auglýsing

Átta pró­sent þjóð­ar­innar fylgd­ist ekk­ert með fréttum sem tengd­ust kosn­inga­bar­átt­unni í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga. Áhuga­leysið var mest hjá yngra fólki, en 16 pró­sent 18 til 25 ára sögð­ust ekk­ert hafa fylgst með umfjöllun um íslensk stjórn­mál á meðan að á kosn­inga­bar­átt­unni stóð. 

Þetta kemur fram í grein­inni „Kjós­­endur eftir kreppu: Breyt­ing­­ar, flökt og stöð­ug­­leiki í Alþing­is­­kosn­­ing­unum 2021“ eftir Agnar Frey Helga­­son, dós­ent við Stjórn­­­mála­fræð­i­­deild Háskóla Íslands, Ólaf Þ. Harð­­ar­­son­­ar, pró­­fessor emeritus við sömu deild, Jón Gunnar Ólafs­­son, nýdoktor við deild­ina, Evu H. Önn­u­dótt­­ur, pró­­fessor við stjórn­­­mála­fræð­i­­deild og Huldu Þór­is­dótt­­ur, sem er dós­ent við sömu deild. Greinin birt­ist í tíma­­rit­inu Stjórn­­­mál & stjórn­­­sýsla fyrir skemmstu. Þar greina höf­undar síð­­­ustu þing­­kosn­­ingar út frá nokkrum lyk­il­vísum fengnum úr kjós­­enda­könnun Íslensku kosn­­inga­rann­­sókn­­ar­innar (ÍS­KOS).

Þetta var í fyrsta sinn sem spurn­ingar um fjöl­miðla­notkun voru hluti af rann­sókn­inni og því liggja ekki fyrir sam­an­burð­ar­töl­ur. 

Fleiri ungir nota sam­fé­lags­miðla en sjón­varp

Könn­un­in, sem lögð var fyrir eftir að kosn­ing­arnar voru afstaðn­ar, sýndi einnig að 48 pró­sent svar­enda eyddu hálf­tíma eða minna á dag í að fylgj­ast með fréttum af íslenskum stjórn­málum í aðdrag­anda kosn­ing­anna sem fram fóru í sept­em­ber í fyrra. 

Auglýsing
Stór hluti neyslu fólks átti sér stað annað hvort í gegnum staf­ræna miðla. Um helm­ingur svar­enda, 49 pró­sent, sagð­ist aðal­lega fá fréttir um kosn­ing­arnar í gegnum net­miðla en þriðj­ungur að þær kæmu úr sjón­varps­fréttum eða öðru dag­skrár­efni sjón­varps­stöðva sem tengd­ust kosn­ing­un­um. Alls átta pró­sent sögð­ust frá upp­lýs­ingar sínar fyrst og fremst af sam­fé­lags­miðl­u­m. 

­Mik­ill munur er á notkun milli kyn­slóða. Þannig noti yngri ald­urs­hópar sam­fé­lags­miðla mun meira til að nálg­ast upp­lýs­ingar um kosn­ing­arnar en þeir eldri. Í yngsta kjós­enda­hópn­um, 18 til 25 ára, var notkun á sam­fé­lags­miðlum til slíkra verka (20 pró­sent) til að mynda meiri en notkun á sjón­varpi til að nálg­ast upp­lýs­ingar (15 pró­sent). 

Í grein­inni segir að þessi staða end­ur­spegli þróun á fjöl­miðla­notkun alþjóð­lega og að rann­saka þurfi þessa þróun á næstu árum hér­lendis þar sem rann­sóknir sýni að aukin net­notk­un, sér­stak­lega þegar um er að ræða sam­fé­lags­miðla, við að nálg­ast póli­tískt efni geti leitt af sér lýð­ræð­is­legar áskor­an­ir. Efni sem er sett fram á sam­fé­lags­miðlum sé mun oftar birt án síu og án þess að búið sé að ganga úr skugga um að það sem haldið sé fram sé satt. Mun auð­veld­ara sé að dreifa röngum eða vill­andi upp­lýs­ingum staf­rænt en í gegnum hefð­bundna frétta­miðla, þar sem blaða­menn séu í hlut­verki hlið­varða og búist sé við því að þeir gangi úr skugga um að upp­lýs­ing­arnar sem þeir setji fram séu sann­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent