Og hvað svo?

Trausti Baldursson segir að spennandi verði að sjá hvort nýtt Alþingi verði „spegilmynd stöðnunar og afturhaldssemi undanfarinna margra ára“ eða hvort eitthvað breytist raunverulega í átt að réttlátara þjóðfélagi.

Auglýsing

Í stað þess að horfa á kosn­inga­sjón­varp fór ég að sofa til­tölu­lega snemma eða seint eftir hvernig á það er lit­ið. Ég rétt kíkti á taln­ing­una um kl. tvö og svo ekki fyrr en um morg­un­inn. Að mínum dómi sýna úrslitin ágætis þver­snið af því hver við erum. Það má túlka nið­ur­stöð­urnar þannig að frjáls­hyggjan og aðrir lengst til hægri, Sjálf­stæði­flokk­ur­inn og Mið­flokk­ur­inn, fái 19 þing­sæti, miðju­menn í allar átt­ir, Fram­sókn og Við­reisn, 18 þing­menn og vinstri menn og sam­fé­lags­sinn­aðir flokkar (það síð­ast nefnda á reyndar við um alla flokka nema „frjálsa“ hægri fólkið ), Vinstri græn­ir, Sam­fylk­ing­in, Flokkur fólks­ins og Píratar 26 þing­menn. Ekki er gott að um 20% þjóð­ar­innar ákvað að kjósa ekki og tæp­lega 5% fær ekki full­trúa á þing, sem sagt fjórð­ungar þjóð­ar­innar er ekki með í þing­sæt­un­um.

Helstu úrslit eru þau að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn heldur sínu og frá­bært til þess að vita að þjóðin færð­ist ekki lengra til hægri, nóg samt. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn fékk stóran hluta af týndu sauð­unum heim og Mið­flokk­ur­inn var við það að hverfa sem því miður varð ekki raun­in. Af þessu telst Fram­sókn sig­ur­veg­ari kosn­ing­anna í hug­lægum skiln­ingi, en það vantar ansi marga þing­menn upp á meiri­hluta. En um að gera að berja sér á brjóst meðan sig­ur­víman end­ist.

Vinstri grænum var refsað og það rétti­lega. Þau hafa ein­fald­lega látið spila með sig í fjögur ár og óþarfi að telja upp öll þau mál sem betur hefðu mátt fara hjá þessum flokki sem meinar vel en skilur stundum ekki hvað hann „þyk­ist“ standa fyr­ir. Hefur und­an­farin fjögur ár látið katl­ana ganga fyrir og hefur ekki haft vilja, hæfi­leika, þor eða getu til að berja í borðið á réttum tíma. Dýrin í skóg­inum geta ekki alltaf verið vin­ir, sér­stak­lega ef sum dýrin fá alltaf að borða en hin ekki. Sam­fylk­ing­in, það er nú eig­in­lega best að eyða sem fæstum orðum í hana þó hún ætti að vera mér skyld­ust. En hún brást og lét innri póli­tíska heimsku og for­ystu verða sér að falli. Eitt refsi­stig þar frá und­ir­rit­uð­um. Við­reisn vann á og Píratar héldu sínu og er það ágætis nið­ur­staða. Hinn „sig­ur­veg­ari“ kosn­ing­anna Flokkur fólks­ins sýnir svo ekki verður um villst að það er óánægja með kjör hinna verst settu í þjóð­fé­lag­inu og það þarf að laga taf­ar­laust. Gæsalapp­irnar utan um orðið sig­ur­veg­ari eru til­komnar vegna þess að þar vantar enn fleiri þing­menn í meiri­hlut­ann á þingi en hjá Fram­sókn. Það er eng­inn sigur ef ekk­ert næst fram.

Auglýsing

Sós­í­alistar náðu ekki kjöri en fylgi þeirra sýnir hvar óánægja vinstri manna ligg­ur. Aðrir flokkar eru ekki áhuga­verðir en hluti af lýð­ræð­inu engu að síð­ur.

Og hvað svo? Af fram­an­greindu má vera ljóst að miðju­menn, vinstri menn þ.e. sam­fé­lags­sinn­aðir flokkar eru með stóran meiri­hluta á þingi alls 44 þing­menn. Ein­falt, er það ekki? Nú byrjar auð­vitað þessi hringa­vit­leysa um hver fær umboð­ið, hinir hug­lægu sig­ur­veg­arar eða þeir stærstu eða ...? Ef Fram­sókn ætlar að standa við eitt­hvað af því sem flokk­ur­inn seg­ist standa fyrir þá semur hann við aðra sam­fé­lags­sinn­aða flokka. Ef Vinstri grænir vilja læra af reynsl­unni og ætla ekki væng­brotnir að bregð­ast sinni grund­vallar hug­mynda­fræði þá kemur þriggja flokka stjórn með Sjálf­stæð­is­mönnum ekki til greina. En ef sá flokkur vill eina ferð­ina enn taka ranga ákvörðun þá mega þau það mín vegna. Það skiptir ekki máli hvort for­ysta flokks hefur verið álitin ásjá­leg og áheyri­leg, það eru verkin sem gilda en ekki per­sónur þegar litið er á heild­ar­út­kom­una. Engar grund­vallar breyt­ingar náð­ust fram á síð­asta kjör­tímabili í átt að rétt­lát­ari þjóð­fé­lagi þ.m.t. í umhverf­is- og nátt­úru­ver­dn­ar­mál­um. Í þessu sam­bandi vil ég minna á að ýmis ágætis mál sem hafa kom­ist í gegn sam­kvæmt gild­andi lögum telj­ast ekki til grund­vall­ar­breyt­inga. Ekki verður farið í sparða­tínslu hér.

Í minni ein­feldni þá geri ég ráð fyrir að for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins vilji gera til­kall til þess að verða for­sæt­is­ráð­herra, jafn­vel for­maður stærsta flokks­ins líka. For­maður Vinstri grænna gæti svo sem viljað það líka en ætti kannski að hugsa sig um, nema kannski að það verði þannig skv. fram­lagðri hug­mynd hér að neð­an.

Hug­mynd að næstu rík­is­stjórn byggir á þeim for­sendum að alþing­is­menn geri nú einu sinni það sem ætl­ast er til af þeim sam­kvæmt nið­ur­stöðum kosn­ing­anna. Hagi sér eins og fólk á að haga sér á Alþingi og láti hags­muni þjóð­ar­innar ganga fyrir en ekki sér­hags­muni ein­stakra ein­stak­linga, sér­hags­muna­hópa eða fyr­ir­tækja. Til­lagan/hug­myndin byggir einnig á því að Fram­sókn starfi í sam­ræmi við það sem flokk­ur­inn gaf sig út fyrir að vera í aðdrag­anda kosn­ing­anna.

Eins og sam­lagn­ingin gefur til kynna gætu Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn, Vinstri græn­ir, Sam­fylk­ingin og Við­reisn myndað rík­is­stjórn. Eins og allir sjá væri þá um að ræða nauman meiri­hluta á þingi eða 32 þing­menn. Af hverju ekki að hafa Flokk fólks­ins og/eða Pírata með, þá 38 eða 44 þing­menn? Einnig mætti t.d. skipta Sam­fylk­ing­unni út fyrir Pírata eða Flokk fólks­ins. Ástæðan fyrir að velja þetta mynstur er að það næst ákveðin breidd með flokk­unum fjór­um. Flokkur fólks­ins hefur ein­blínt mjög á ákveðna þætti sem þarf að breyta, svo sem kjör öryrkja og þeirra verst settu, og Píratar eru að mínu mati mjög hæfir til að sjá mál frá ólíkum sjón­ar­miðum og geta þannig átt góð inn­legg í ólík mál. Án þess að vera bundnir í báða skó af rík­is­stjórn­ar­sam­starfi.

Er ekki samt best að hafa alla flokk­ana í rík­is­stjórn. Nei, ekk­ert frekar, aðal­lega af praktískum ástæð­um. Það er erf­ið­ara að smala saman skoð­unum sex flokka en fjög­urra á hverjum ein­asta rík­is­stjórn­ar­fundi frekar en að gera það með öðrum hætti. Það er nefni­lega til önnur lausn. Það sem þarf að gera við myndun nýrrar rík­is­stjórn­ar, ef af þess­ari sam­setn­ingu yrði, er að fara bland­aða leið meiri­hluta stjórnar með hlið­sjón af minni­hluta­stjórnum sem iðu­lega starfa árum saman á hinum Norð­ur­lönd­un­um. Þetta krefst þess að þing­menn starfi saman á mál­efna­legan hátt. Áður en svona rík­is­stjórn er mynduð þarf að semja um tvennt við Flokk fólks­ins og Pírata. Það sem samið er um er ann­ars vegar að flokk­arnir tveir verji rík­is­stjórn­ina fyrir falli ef þannig aðstæður skap­ast á þingi og hins vegar að samið er við stuðn­ings­flokk­ana um að ,,nokk­ur“ ákveðin bar­áttu­mál þeirra komi til fram­kvæmdar strax á fyrsta þingi. Ekki t.d. á kjör­tíma­bil­inu, það gera bara póli­tískir ref­ir.

Það er ekki mitt að leggja til þau mál sem samið yrði um en það er aug­ljóst að það væru t.d. mál eins og kjör öryrkja, kvóta­kerf­ið, lýð­ræð­is­legri nálgun við ákvarð­anir sem skipta alla þjóð­ina máli o.s.frv. Svona sam­starf þarf að byggja á trausti og ábyrgð í báðar áttir þar sem eng­inn veit nákvæm­lega hvaða mál koma upp. Ágrein­ingur getur og mun alltaf komið upp og er það eðli­legt. Reynslan sýnir hins veg­ar, sér­stak­lega hjá sam­fé­lags­sinn­uðum flokk­um, að ágrein­ingur stafar oft­ast af ólíkri nálgun og orða­notkun en raun­veru­legum ágrein­ingi. Hvað stjórn­ar­flokk­arnir sjálfir semja svo um sín á milli ætti að vera „auð­velt“, nóg er af texta í öllum kosn­inga­lof­orð­unum sem hægt er að nota. Ég sleppi vilj­andi öllu ráð­herra­stólakarpi og sjálf­hverfum upp­á­komum bæði per­sónu­legum og flokks­legum því eins og allir vita er vinnu­staður alþing­is­manna þess eðlis að það ætti að vera óþarfi. Hér er heldur ekki pláss fyrir frek­ari ráð­legg­ingar um allt milli him­ins og jarð­ar, nóg er til af þeim í þessum heimi.

Það verður spenn­andi að sjá hvort nýtt Alþingi, sem er fullt af nýjum þing­mönn­um, verði speg­il­mynd stöðn­unar og aft­ur­halds­semi und­an­far­inna margra ára eða hvort eitt­hvað breyt­ist raun­veru­lega í átt að rétt­lát­ara þjóð­fé­lagi. Einnig hvort tekið verði af fullri alvöru á umhverf­is- og nátt­úru­vernd­ar­málum þar sem lofts­lags­mál og vernd líf­fræði­legrar fjöl­breytni ætti að skipa stærstan sess, enda grund­völlur að til­veru okkar síð­ast þegar ég vissi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar