Hæstiréttur leiðir dómstóla á hættulega braut í málum barna

Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth segja að Hæstiréttur hafi brugðist í því að skapa öruggara og traustara samfélag fyrir börn á Íslandi og í því að efla traust þeirra kvenna og barna til réttarkerfisins sem búa við ótryggar heimilisaðstæður.

Sigrún Sif Jóelsdóttir og Grant Wyeth
Auglýsing

Í maí síð­ast­liðnum var tekið fyrir í Hæsta­rétti fyrsta for­sjár­málið í langan tíma. Þetta var tæki­færi fyrir dóm­stól­inn til að öðl­ast skiln­ing á þeim vanda sem horfir við í þessum málum í dag, bæði á Íslandi og um heim all­an. Tæki­færi til að leggja traustan grunn að vel­ferð og öryggi barna og beina þeim boðum til lægri dóm­stiga að for­eldra­hlut­verkið fjalli um ást­úð, vel­vild, umhyggju og ábyrgð, ekki líf­fræði. Því miður gerði dóm­stóll­inn ekk­ert af þessu. Í stað­inn tók hann ákvörðun um óbreytt ástand sem er síst til þess fallið að auka traust mæðra og barna til kerfis sem er að bregð­ast þeim.

Þetta mál var eft­ir­tekt­ar­vert fyrir að vera það fyrsta á Íslandi, með upp­haf­legri ákvörðun Hér­aðs­dóms Reykja­vík­ur, sem bar glögg­lega vitni um hættu­lega þróun sem orðið hefur víða um heim. For­sjá var færð til föður sem grun­aður er um kyn­ferð­is­brot gegn barn­inu, á þeim grunni einum að móðir hafi hindrað umgengni barns­ins við hann. Um gjörvalla Evr­ópu og Norð­ur­-Am­er­íku ger­ist það alltof oft að fjöl­skyldu­dóm­stólar skipa föður fulla for­sjá eftir að móðir greinir frá ofbeld­is­hegðun hans gagn­vart barni þeirra. Mæðrum er refsað fyrir að vekja athygli rík­is­ins á ofbeldi gegn börnum og öryggi barna er huns­að.

Þó að Lands­réttur hafi snúið þess­ari skelfi­legu nið­ur­stöðu við, þrátt fyrir að hafa líkt og hér­aðs­dómur litið fram­hjá hegðun föð­ur­ins, var það ákvörðun Hæsta­réttar að fjalla um dóms­nið­ur­stöð­una. Vonir stóðu til þess að áhyggjur Hæsta­réttar beindust að upp­haf­legu ákvörð­un­inni og ætl­unin væri að senda skýr skila­boð til Hér­aðs­dóm­stóla um að slíkur fjand­skapur í garð kvenna og barna væri ekki umbor­inn. En í stað þess að skoða og gagn­rýna hvernig fjöl­skyldu­rétt­ar­kerfið bregst, valdi Hæsti­réttur að bregð­ast með sama hætti.

Auglýsing

Hæsti­réttur hefði átt að nýta úrræði sín til að öðl­ast nákvæman skiln­ing á því hvað er að ger­ast í for­sjár­málum um heim allan og hvernig þessir þver­þjóð­legu straumar hafa fundið sér far­veg inn í íslenska dóm­stóla. Í Banda­ríkj­unum er áætlað að um 58.000 börn séu þvinguð ár hvert inn í ótryggar aðstæður af fjöl­skyldu­dóm­stól­um. Sú stefna hefur leitt til hörmu­legrar nið­ur­stöðu þar sem hættu­legir feður myrða börn í kjöl­far þess að þeim er veitt full for­sjá eða umgengni við börnin án eft­ir­lits.

Tvö laga­frum­vörp liggja nú fyrir hjá lög­gjaf­ar­vald­inu í Penn­syl­vaníu og New York fylkjum sem ætlað er að vinna gegn þessu fyr­ir­bæri. Frum­vörpin eru nefnd, „Kayden’s Law“ og „Kyra’s Law“ eftir tveimur börnum sem myrt voru af feðrum sínum vegna þess að fjöl­skyldu­dóm­stólar þess­ara fylkja brugð­ust. Hæsti­réttur hefði átt að vera með­vit­aður um að ákvörðun Hér­aðs­dóms Reykja­víkur sendi Ísland rak­leitt inn á þessa skelfi­legu braut, og hefði átt að leit­ast við að setja for­dæmi sem kæmi í veg fyrir að við þurfum að feta í þau hræði­legu fót­spor að nefna nýja lög­gjöf eftir myrtum börnum. En það gerði hann ekki.

Upp­haf­leg ákvörðun hér­aðs­dóms var undir áhrifum hrak­innar kenn­ing­ar, „Parental Ali­enation Syndrome (PAS)“ sem fær dóm­ara til að trúa því að mæður séu í eðli sínu svikular og und­ir­förul­ar, að þær hindri normalíser­aða umgengni við föður af ill­girni, fremur en vegna þess að þær hafi áhyggjur af öryggi barns­ins. Að minnsta kosti tvö önnur for­sjár­mál eru nú í umfjöllun Hér­aðs­dóm­stóla þar sem þess­ari kenn­ingu er beitt gegn mæðrum sem reyna að verja börn sín frá ofbeld­is­mönn­um. Hugs­un­ar­hátt­ur­inn er greini­lega afhjúp­aður á fyrstu stigum máls­með­ferð­ar, þar sem í öðru for­sjár­mál­inu er lög­heim­ili fært til bráða­birgða til föður sem beitir ofbeldi, en í báðum mál­unum eru frá­sagnir af heim­il­is­of­beldi mark­visst tor­tryggðar í for­sjár­hæfni­mati dóm­kvaddra mats­manna.

Fyrir liggur yfir­gnæf­andi fjöldi rann­sókna sem sýna að ekki ein­ungis er PAS vís­inda­lega ógild kenn­ing, heldur grefur hún undan bæði inn­lendri lög­gjöf og alþjóð­legum samn­ingum um rétt­indi barna. Af þessum ástæðum hafa ný barna­lög á Spáni bannað notkun á PAS fyrir þar­lendum fjöl­skyldu­dóm­stól. Spænska lög­gjöfin leggur sér­staka áherslu á hættu­leg áhrif hug­taks­ins og var samin með það að mark­miði að vinna gegn staðalí­myndum og for­dómum í garð kvenna, bæði í vel­ferð­ar­kerf­inu og fyrir dóm­stól­um, sem leiða end­ur­tekið til þess að börn eru þvinguð í hættu­legar aðstæð­ur. Viku áður en Hæsti­réttur Íslands fjall­aði um áður­nefnt for­sjár­mál, var það Hæsti­réttur Ítalíu sem sýndi hvernig æðsti dóm­stóll ætti að haga sér, þá sjaldan hann tekur fyrir for­sjár­mál. Hinn ítalski Hæsti­réttur við­ur­kenndi og fjall­aði með virkum hætti um hvernig kerfið bregst, og tók ákveðið á þeim vanda sem hlýst af notkun PAS. Dóm­stóll­inn dró einkum fram þá djúp­stæðu kven­fyr­ir­litn­ingu sem felst í hug­tak­inu, þar sem það útheimtir að rétt­ar­á­kvörðun byggi á því hverjir ein­stak­lingar eru, en ekki á hátt­semi for­eldris til hins betra eða verra. Karl­mönnum sé með því úthlutað for­rétt­indum ein­göngu fyrir að vera karlar en konur alltaf álitnar tor­tryggi­legar vegna þess að þær eru kon­ur.

Það eru þessar rót­grónu og ósann­gjörnu hug­myndir um karla og konur sem knýja einnig áfram umgengn­is­rétt­ar­menn­ingu (e. pro-contact cult­ure), sem hefur sligað barna­vernd­ar­kerfin hér á Íslandi og í kringum hnött­inn. Líf­fræði er það sem hefur vægi innan þess­ara kerfa, ekki hegð­un. Þó kald­hæðn­is­lega sé það ein­ungis karl­kyns líf­fræði sem fær úthlutað þessum for­rétt­ind­um. Þrátt fyrir að konur eigi megnið af líf­fræði­legu vinn­unni ásamt þung­anum af umönnun barna, hefur þeirra líf­fræði ekki sama vægi í kerf­inu.

Vegna þess hversu umgengn­is­rétt­ar­menn­ingin er sterk, er það að koma á umgengni, en ekki að skapa öruggt og gott umhverfi fyrir börn, orðið að mark­miði dóm­stóla. Það að ein­blína á þetta hefur leitt til þess að umgengn­is­fyr­ir­komu­lagið sjálft er orðið mæli­kvarð­inn á vel­ferð barna, í stað góðra tengsla for­eldris við barn. Ef að móðir full­yrðir að fað­ir­inn sé hættu­legur mað­ur, er ekki litið þannig á að hún sé að gera hið rétta með því að vernda barn sitt, heldur að hún standi í vegi fyrir mark­miðum dóm­stóls­ins. Vís­bend­ingar um hegðun föður sem kemur í veg fyrir þetta sama mark­mið, eru ítrekað huns­að­ar, gert lítið úr þeim eða þær afsak­að­ar. Vís­bend­ingar um hegðun hans skapa nauð­syn þess að draga heil­indi móður í efa. Hin gam­al­kunna sögu­skýr­ing um reiða konu í hefnd­ar­hug verður sjón­ar­horn dóm­stóls­ins.

Í afstað­inni fyr­ir­töku Hæsta­réttar Íslands, spurðu dóm­arar ekki hvaða ráð­staf­anir móð­irin gerði til að tryggja öryggi og vel­ferð barns­ins, heldur spurðu þeir hvers vegna hún var ekki að sjá til þess að „eðli­leg“ umgengni við föður færi fram. Þetta er það sem umgengn­is­rétt­ar­menn­ing ger­ir; end­urstillir hugsun dóm­stóla, frá öryggi og vel­ferð barna, að því að bæta úr gremju karla sem móðir telur að sýni hættu­lega hegð­un. Réttur barna er fjar­lægður frá þeim og hann afhentur körlum sem beita ofbeldi.

Í júní árið 2020 birti breska dóms­mála­ráðu­neytið skýrslu, „The Harm Report“, sem útli­staði nákvæm­lega hvernig þessi umgengn­is­rétt­ar­menn­ing, bæði innan fjöl­skyldu­dóm­stóla og vel­ferð­ar­kerf­is, stofnar lífi barna í hættu. Skýrslan dregur fram hvernig kerfið er hel­tekið af þeirri trú, að vöntun á normalíser­aðri umgengni við föður sé skað­legri barn­inu en hverskyns ofbeldi sem fað­ir­inn beit­ir. Þessi trú gerir það nán­ast úti­lokað fyrir mæður að vernda börn sín frá mönnum sem beita ofbeldi.

Með dómi Hér­aðs­dóms Reykja­víkur árið 2020 var föður í öðru máli dæmt lög­heim­ili barns, þar sem þó lá fyrir rök­studdur grunur um kyn­ferð­is­brot hans gegn barn­inu, en auk þess áverka­vott­orð sem sýna lík­am­legt ofbeldi föð­ur­ins gegn móð­ur. Hér­aðs­dómur kann­aði ekki vilja barns­ins í mál­inu en Lands­réttur sem stað­festi síðan nið­ur­stöð­una fór ekki að vilja þess varð­andi skýrar óskir um sam­vistir með móð­ur, jafn­vel þó barnið hafi náð þeim aldri sem almennt er tal­inn nægi­legur til að afstaða þess sé lögð til grund­vallar dómi. Í beiðni móður um áfrýj­un­ar­leyfi til Hæsta­réttar þann 5. júlí síð­ast­lið­inn er bent á að það brjóti almennt í bága við grund­vall­ar­reglu barna­rétt­ar, eins og fram kemur í Barna­sátt­mála Sam­ein­uðu þjóð­anna, og rétt barns til að tjá sig um mál sam­kvæmt íslenskum barna­lögum, að líta fram­hjá vilja þess. Hæsti­réttur hafn­aði áfrýj­un­ar­beiðn­inni í ágúst síð­ast­liðnum og sá ekki að úrslit máls­ins hefðu veru­legt almennt gildi né að það varð­aði sér­stak­lega mik­il­væga hags­muni móð­ur­inn­ar.

Það und­ir­strikar enn frekar menn­ing­ar­lega bresti innan dóms­kerf­is­ins í for­sjár­mál­um, að Hæsti­réttur hafi sam­þykkt áfrýj­un­ar­beiðni ætl­aðs ofbeld­is­manns, eins og hann gerði í mál­inu sem flutt var í maí, en hafi hafnað áfrýj­un­ar­beiðni þol­anda ofbeld­is, eins og hann gerði í ágúst.

Hæsti­réttur ætti að vera dóm­stóll sem stundar af alvöru krítíska grein­ingu á þeim hug­tökum sem beitt er í for­sjár­mál­um, auk þess að fjalla um við­brögð dóms­kerf­is­ins sjálfs við þessum hug­tök­um. Það ætti að vera til­gang­ur­inn þegar hann sam­þykkir að taka for­sjár­mál fyr­ir. Hæsti­réttur ætti að leit­ast við að þekkja og skilja van­kanta kerf­is­ins í heild sinni , sam­hliða því að þróa víð­tæk­ari hug­mynda­fræði um gildi for­eldra­hlut­verks­ins og upp­eldis barna, og mik­il­vægi þeirra fyrir heil­brigði íslensks sam­fé­lags. Nota þannig vægi sitt til að senda sterk skila­boð til lægri dóm­stóla um þessi mál.

Það er röð spurn­inga sem dóm­arar Hæsta­réttar hefðu átt að velta upp varð­andi þetta for­sjár­mál en þeir létu ósvar­að:

Hvers vegna metur dóms­kerfið líf­fræði fram yfir hegðun feðra?

Er það til bóta fyrir íslenskt sam­fé­lag að gerðar séu minni kröfur til föð­ur­hlut­verks­ins? Hvers vegna væntum við minna af körlunum okk­ar?

Er það sann­gjarnt gagn­vart börnum að dregið sé úr kröfum sem gerðar eru um gæði þeirra barn­æsku? Hvernig mun það hindra þroska þeirra?

Hvaða gildi hefur sú hug­mynda­fræði að normalísera umgengn­is­rétt? Er þessi hug­mynda­fræði smíðuð í þágu barna, eða til að verja hús­bónda­vald karla?

Hvers vegna tekur rétt­ar­kerfið heim­il­is­of­beldi ekki alvar­lega?

Hvers vegna þvingar ríkið börn til sam­skipta við þá karla sem hafa beitt þau ofbeldi? Ríkið myndi ekki þvinga brota­þola nauðg­unar til að búa með árás­armann­in­um, hvers vegna er það gert við börn?

Hefur rétt­ar­kerfið hald­góðan skiln­ing á ofbeld­is­hegðun og sál­fræði ofbeld­is?

Er rétt­ar­kerfið með­vitað um hvernig menn sem beita ofbeldi nota kerfið sem vopn gegn börnum sínum og fyrrum maka?

Hvers vegna er tor­tryggni og fjand­semi í garð kvenna svo rót­gróin í rétt­ar­kerf­inu?

Þetta er allt ræki­lega fram komin gagn­rýni á kerfið sem Hæsti­réttur hefði í það minnsta átt að gefa sér tíma til að íhuga. Sér í lagi, hefði Hæsti­réttur átt að vera for­vit­inn um hvers vegna hér­aðs­dómur tók í upp­hafi svo órök­rétta og sið­ferð­is­lausa ákvörð­un, og leit­ast við að skilja hvernig kerfið er orðið svo spillt að mögu­legt væri að taka slíka ákvörð­un.

Grimmd af hálfu stofn­ana er sjaldan byggð á ber­sýni­legri ill­girni, heldur er henni við­haldið þegar aðilar innan kerf­is­ins ein­fald­lega neita að hugsa. Þegar þessir aðilar beygja sig undir ríkj­andi menn­ingu gagn­rýn­is­laust og neita að spyrja sjálfa sig hvers vegna þeir taka þær ákvarð­anir sem þeir gera. Dóm­stólar á Íslandi, barna­vernd­ar­kerfið og Sýslu­menn þjást öll af þessum skorti á sjálfs­gagn­rýni.

Hæsti­réttur tók fyrir mál sem hefur mjög djúp­stæðar afleið­ing­ar; mál sem fjallar um með­ferð íslensks sam­fé­lags á sínum ber­skjöld­uð­ustu, um gildi for­eldra­hlut­verks­ins, um mik­il­vægi vel­ferðar barna, um hvernig kerfi sem gert er til að vernda börn gerir end­ur­tekið hið gagn­stæða, og hann sýndi ekki snefil af áhuga á neinu af þessu.

Þess í stað tók dóm­stóllin mátt­lausa ákvörðun til varnar óbreyttu ástandi. Hann stað­festi nið­ur­stöðu Lands­réttar með óyggj­andi hætti, fékk móður fulla for­sjá til þess að raska ekki þeim aðstæðum sem barnið þekkir, en úrskurð­aði barnið í aukna eft­ir­lits­lausa umgengni við hættu­lega föð­ur­inn. Með þess­ari ákvörðun er staða­hæft enn frekar að fað­erni sé ein­göngu bundið við líf­fræði og að það veiti föð­urnum til­tek­inn rétt óháð hegðun hans.

Með þess­ari ákvörðun brást Hæsti­réttur í því hlut­verki sínu að setja nýtt for­dæmi sem myndi taka á hrotta­legum ágalla í ákvörðun hér­aðs­dóms. Hann brást í því að skapa örugg­ara og traust­ara sam­fé­lag fyrir börn á Íslandi, brást í að þroska skiln­ing á almennu gildi þessa örygg­is, brást í því að efla traust þeirra kvenna og barna til rétt­ar­kerf­is­ins sem búa við ótryggar heim­il­is­að­stæð­ur.

Sig­rún Sif Jóels­dóttir starfar við rann­sóknir sem verk­efna­stjóri hjá Mennta­vís­inda­sviði Háskóla Íslands og er tals­kona sam­tak­anna Líf án ofbeld­is.

Grant Wyeth er stjórn­málarýnir og pistla­höf­undur hjá The Diplom­at.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Sæbrautarstokkurinn á að verða um kílómeterslangur.
Umhverfisstofnun telur að skoða eigi að grafa jarðgöng í stað Sæbrautarstokks
Á meðal umsagnaraðila um matsáætlun vegna Sæbrautarstokks voru Umhverfisstofnun, sem vill skoða gerð jarðganga á svæðinu í stað stokks og Veitur, sem segja að veitnamál muni hafa mikil áhrif á íbúa á framkvæmdatíma.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar