Logi hættir sem formaður Samfylkingar í haust

Það verða formannsskipti hjá Samfylkingunni á landsfundi í október. Sitjandi formaður segist sannfærður um að aðrir geti gert betur en hann í að afla flokknum meira fylgi.

Logi Einarsson.
Logi Einarsson.
Auglýsing

Logi Ein­ars­son, sem setið hefur sem for­maður Sam­fylk­ing­ar­innar lengur en nokkur annar í rúm­lega 22 ára sögu flokks­ins, eða frá haustinu 2016, mun hætta sem for­maður á lands­fundi í októ­ber. Með því er hann að axla ábyrgð á slæ­legu gengi flokks­ins í síð­ustu þing­kosn­ingum þar sem hann tap­aði fylgi og fékk ein­ungis 9,9 pró­sent atkvæða.

Frá þessu greinir Logi í við­tali við Frétta­blaðið. „Það var aug­ljóst eftir þing­kosn­ing­arnar síð­ast­liðið haust að flokk­ur­inn upp­skar ekki það sem liðs­menn hans von­uð­ust eftir og mér fannst þá gefið að ég myndi axla mín skinn […] Ég ætl­aði að hætta strax, en ég var hvattur til að bíða með þá ákvörð­un, að minnsta kosti um sinn.“

Nú sé hins vegar tíma­bært að greina frá ákvörð­un­inni. „Ég er að hætta sem for­maður af því að ég er sann­færður um að aðrir geti gert betur en ég.“

Varð óvænt for­maður 2016

Logi hef­ur, líkt og áður sagði, verið for­­maður flokks­ins frá árinu 2016. Logi, þá eig­in­­lega algjör­­lega óþekktur í stjórn­­­málum utan heima­­byggð­­ar, hafði boðið sig fram til vara­­for­­manns á lands­fundi sama ár og unn­ið.

Auglýsing
Fimm mán­uðum síðar sagði Oddný Harð­­ar­dóttir af sér for­­mennsku til að axla ábyrgð á hörmu­­legu gengi í þing­­kosn­­ingum – flokk­­ur­inn fékk 5,7 pró­­sent atkvæða sem var og er versta frammi­staða hans í sög­unni – og Logi, eini kjör­dæma­kjörni þing­maður flokks­ins á þeim tíma, var allt í einu orð­inn for­­mað­­ur.

Í við­tali við Mann­líf árið 2019 sagði Logi að hann hafi „svo sem ekki verið að sækj­­ast eftir áhrifum eða leið­­toga­hlut­verki en ég enda þar.“ Hann var í kjöl­farið kall­aður útfar­­ar­­stjóri Sam­­fylk­ing­­ar­innar en óvæntar kosn­­ingar 2017 leiddu til þess að flokk­­ur­inn tvö­­fald­aði fylgi sitt og lifði fyrir vikið af.

Von­brigðin með árang­­ur­inn 2021 voru hins vegar mikil og aug­ljós. Tapað fylgi og næst versta nið­­ur­­staðan í 22 ára sögu flokks­ins stað­­reynd þrátt fyrir sam­fellda setu í stjórn­ar­and­stöðu frá vor­inu 2013.

Kjós­­­endur Sam­­­fylk­ing­­­ar­innar voru auk þess þeir kjós­­­endur sem voru minnst ánægðir með frammi­­­stöðu for­­­manns þess flokks sem þeir studdu í síð­­­­­ustu kosn­­­inga­bar­áttu. Ein­ungis 53,5 pró­­sent þeirra sögðu Loga hafa staðið sig vel.

Á flokks­­stjórn­­­ar­fundi í mars síð­­ast­liðnum flutti Logi ræðu þar sem hann gerði upp von­brigð­in. „Ef við horfum gagn­rýnum augum inn á við er vafa­­laust hægt að leita skýr­inga víða; aðferðir við val á lista, mótun skila­­boða, sam­­skipta­hátt­um, mannauð og for­ystu flokks­ins. Og þar ber ég að sjálf­­sögðu ábyrgð.“ Á lands­fundi í októ­ber 2022 yrðu teknar „stórar ákvarð­­anir um fram­­tíð flokks­ins.“

Þessi orð voru túlkuð sem skýr vís­bend­ing um að for­­manns- og for­yst­u­­skipti væru framundan hjá Sam­fylk­ing­unni. Það hefur nú verið stað­fest.

Kristrún eða Dagur lík­leg­ust

Þau Kristrún Frosta­dótt­ir, þing­maður flokks­ins, og Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík, eru talin lík­leg­ust til að sækj­ast eftir for­mennsku. Dagur hefur ekki viljað segja af eða á um for­manns­fram­boð und­an­farið og Kristrún fór í hring­ferð um landið fyrr á þessu árí sem mat­hor túlk­uðu sem und­ir­bún­ing fyrir for­manns­fram­boð.

Kristrún hóf stjórn­mála­þát­töku í fyrra en Dag­ur, sem er fyrr­ver­andi vara­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, hefur setið í borg­ar­stjórn í 20 ár.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent