26 nýliðar taka sæti á þingi

Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu. Vegna endurtalningar í Norðvesturkjördæmi og beiðni um slíka í Suðurkjördæmi er óvissa um stöðu jöfnunarmanna.

„Jæja þetta voru ǵóðir 9 níu tímar“ sagði Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, á Twitter á sunnudagskvöld. Framan af degi leit út fyrir að Lenya yrði yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi breyttist það.
„Jæja þetta voru ǵóðir 9 níu tímar“ sagði Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, á Twitter á sunnudagskvöld. Framan af degi leit út fyrir að Lenya yrði yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi breyttist það.
Auglýsing

Árétt­ing: Eftir end­ur­taln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi á sunnu­dag urðu breyt­ingar í þing­manna­hópn­um. Enn er mögu­legt að end­ur­talið verði í fleiri kjör­dæm­um. Fréttin hér að neðan miðar enn við töl­urnar eins og þær voru á sunnu­dags­morgun.

26 þing­menn, fimmtán konur og ell­efu karl­ar, voru kjörnir í fyrsta sinn í alþing­is­kosn­ingnum sem fram fóru í gær. Þetta varð ljóst á tíunda tím­anum í morgun þegar loka­tölur voru birtar úr öllum kjör­dæm­um.

Í hópnum eru nokkrir sem eru þó ekki algjörir nýgræð­ingar þegar kemur að þing­mennsku þar sem tíu hinna nýju þing­manna hafa annað hvort setið áður á þingi, líkt og Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir sem er að koma aftur inn á þing eftir tíu ára hlé, eða gegnt vara­þing­mennsku. Þá tóku tveir hinna nýju þing­manna sæti á síð­asta þingi, þ.e. Þor­björg S. Gunn­laugs­dóttir fyrir Við­reisn og Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn. Auk þess telst Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, vara­for­maður Vinstri grænna, nýr þing­maður þar sem hann tók við emb­ætti umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra eftir síð­ustu kosn­ingar sem utan­þings­ráð­herra.

Auglýsing

Ungar konur eru áber­andi á meðal nýrra þing­manna. Lenya Rún Tha Karim, fram­bjóð­andi Pírata, er yngsti þing­maður sög­unnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í des­em­ber og er 22 dögum yngri en Jóhanna María Sig­munds­dóttir var þegar hún tók sæti á Alþingi fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn árið 2013. Lenya Rún tryggði sætið snemma í morgun og datt Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, út af þingi á kostnað henn­ar. Lilja Rann­veig Sig­ur­geirs­dóttir er næst yngsti nýi þing­mað­ur­inn, en hún er 25 ára og tekur sæti á þingi fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn.

41,3 pró­sent þing­manna er kjör­inn í fyrsta sinn. Nýlið­unin er í takt við þró­un­ina síð­ustu fimm alþing­is­kosn­ing­ar, það er 2007, 2009, 2013, 2016 og 2017, þar sem hún hefur verið á bil­inu 30,2 til 50,8 pró­sent. Hæśt var hlut­fallið árið 2016 þegar 32 nýir þing­menn tóku sæti á Alþingi.

Hér má sjá nýja þing­menn eftir kjör­dæm­um:

Norð­vest­ur­kjör­dæmi

Stefán Vagn Stef­áns­son (B) - Yfir­lög­reglu­þjónn.

Lilja Rann­veig Sig­ur­geirs­dóttir (B) - For­maður Sam­bands ungra Fram­sókn­ar­manna.

Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son (B) - Sauð­fjár­bóndi.

Guð­mundur Gunn­ars­son (C) - Fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri á Ísa­firði.

Eyjólfur Ármanns­son (F) - Lög­fræð­ingur og for­maður hóps­ins Orkunnar okk­ar.

Bjarni Jóns­son (V) - Sveit­­ar­­stjórn­­­ar­­maður í Skaga­­firði og vara­­þing­­maður Vinstri grænna. Bjarni skák­aði Lilju Raf­n­eyju í for­vali flokks­ins í vor og hún dettur nú út af þingi.

Norð­aust­ur­kjör­dæmi:

Ingi­björg Ólöf Isak­sen (B) - Bæj­ar­full­trúi og fram­kvæmda­stjóri á Akur­eyri. Ingi­björg skip­aði efsta sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins og hafði hún betur gegn Líneik Önnu Sæv­ars­dóttur þing­manni flokks­ins, en hún nær einnig kjöri.

Jakob Frí­mann Magn­ús­son (F) - Tón­list­ar­mað­ur. Jakob Frí­mann kemur aftur inn á þing, nú fyrir Flokk fólks­ins en hann var vara­þing­maður fyrir Sam­fylk­ing­una árið 2004.

Berg­lind Ósk Guð­munds­dóttir (D) - Lög­fræð­ingur og vara­bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins á Akur­eyri.

Jódís Skúla­dóttir (V) - Lög­fræð­ing­ur, sveit­ar­stjórn­ar­full­trúi VG í Múla­þingi og for­maður félags­ins Hinsegin Aust­ur­lands.

Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður

Diljá Mist Ein­ars­dóttir (D) - Lög­fræð­ingur og aðstoð­ar­maður utan­rík­is­ráð­herra frá árinu 2018.

Tómas A. Tóm­as­son (F) - Veit­inga­maður og stofn­andi Ham­borg­ara­búllu Tómas­ar.

Þor­björg S. Gunn­laugs­dóttir (C) - Lög­fræð­ing­ur. Þor­björg tók fyrst sæti á Alþingi í apríl í fyrra þegar hún tók við af Þor­steini Víglunds­syni sem sagði af sér þing­mennsku á kjör­tíma­bil­inu.

Lenya Rún Taha Karim (P) - 21 árs lög­fræði­nemi.

Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dóttir Gunn­ars­dóttir (P) - Sjálf­stætt starf­andi lög­mað­ur.

Kristrún Frosta­dóttir (S) - Hag­fræð­ingur

Hildur Sverr­is­dóttir (D) - Lög­fræð­ingur

Suð­ur­kjör­dæmi

Jóhann Frið­rik Frið­riks­son (F) - Lýð­heilsu­fræð­ingur

Haf­dís Hrönn Þor­steins­dóttir (B) - Lög­fræð­ingur og stjórn­ar­for­maður Félags Sam­ein­uðu þjóð­anna á Íslandi.

Guð­rún Haf­steins­dóttir (D) - Mark­aðs­stjóri Kjörís og fyrr­ver­andi for­maður Sam­taka iðn­að­ar­ins.

Hólm­­fríður Árna­dóttir (V) - Mennt­un­ar­fræð­ingur og skóla­stjóri í Sand­gerði.

Ást­hildur Lóa Þórs­dóttir (F) - Kenn­ari og for­maður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna.

Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Sig­mar Guð­munds­son (C) - Fjöl­miðla­maður.

Ágúst Bjarni Garð­ars­son (B) - Bæj­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins í Hafn­ar­firði og for­maður bæj­ar­ráðs.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir (S) - Stjórn­mála­fræð­ing­ur. Tekur aftur sæti á Alþingi eftir tíu ára hlé.

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son (V) - Umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

25 þing­menn kveðja Alþingi - Sjö sem sótt­ust eftir kjöri ná ekki inn

Fyrir kjör­dag var ljóst að 18 þing­menn hið minnsta myndu segja skilið við þingið þar sem þau voru ekki á listum flokk­anna eða í efstu sætum þeirra í kosn­ing­unum nú.

Það eru Al­bertína Frið­björg Elí­as­dótt­ir, Ari Trausti Guð­munds­­son, Ágúst Ólaf­ur Ágústs­­son, Guð­jón S. Brjáns­­son, Gunn­ar Bragi Sveins­­son, Helgi Hrafn Gunn­­ar­s­­son, Jón Þór Ólafs­­son, Kol­beinn Ótt­­ar­s­­son Proppé, Krist­ján Þór Júlí­us­­son, Ólaf­ur Ísleifs­­son, Páll Magn­ús­­son, Sig­ríður Á. And­er­­sen, Silja Dögg Gunn­­ar­s­dótt­ir, Smári McCart­hy, Stein­grím­ur J. Sig­­fús­­son, Þor­­steinn Víg­lunds­­son sem hætti á kjör­­tíma­bil­inu, Þor­­steinn Sæ­­munds­­son og Þór­unn Eg­ils­dótt­ir sem lést í júlí.

Eftir að loka­tölur voru birtar í morgun er ljóst að alls munu 25 þing­menn segja skilið við þing­ið. Í hóp þeirra sem hætta á þingi bæt­ast sjö, sem náðu ekki kjöri að þessu sinni.

Það eru Brynjar Níels­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, Lilja Raf­ney Magn­ús­dóttir og Ólafur Þór Gunn­ars­son þing­menn Vinstri grænna, Berg­þór Óla­son og Sig­urður Páll Jóns­son þing­menn Mið­flokks­ins, Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ingar og Jón Stein­dór Valdi­mars­son þing­maður Við­reisn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar