26 nýliðar taka sæti á þingi

Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu. Vegna endurtalningar í Norðvesturkjördæmi og beiðni um slíka í Suðurkjördæmi er óvissa um stöðu jöfnunarmanna.

„Jæja þetta voru ǵóðir 9 níu tímar“ sagði Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, á Twitter á sunnudagskvöld. Framan af degi leit út fyrir að Lenya yrði yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi breyttist það.
„Jæja þetta voru ǵóðir 9 níu tímar“ sagði Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, á Twitter á sunnudagskvöld. Framan af degi leit út fyrir að Lenya yrði yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Eftir endurtalningu í Norðvesturkjördæmi breyttist það.
Auglýsing

Árétt­ing: Eftir end­ur­taln­ingu í Norð­vest­ur­kjör­dæmi á sunnu­dag urðu breyt­ingar í þing­manna­hópn­um. Enn er mögu­legt að end­ur­talið verði í fleiri kjör­dæm­um. Fréttin hér að neðan miðar enn við töl­urnar eins og þær voru á sunnu­dags­morgun.

26 þing­menn, fimmtán konur og ell­efu karl­ar, voru kjörnir í fyrsta sinn í alþing­is­kosn­ingnum sem fram fóru í gær. Þetta varð ljóst á tíunda tím­anum í morgun þegar loka­tölur voru birtar úr öllum kjör­dæm­um.

Í hópnum eru nokkrir sem eru þó ekki algjörir nýgræð­ingar þegar kemur að þing­mennsku þar sem tíu hinna nýju þing­manna hafa annað hvort setið áður á þingi, líkt og Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir sem er að koma aftur inn á þing eftir tíu ára hlé, eða gegnt vara­þing­mennsku. Þá tóku tveir hinna nýju þing­manna sæti á síð­asta þingi, þ.e. Þor­björg S. Gunn­laugs­dóttir fyrir Við­reisn og Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn. Auk þess telst Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, vara­for­maður Vinstri grænna, nýr þing­maður þar sem hann tók við emb­ætti umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra eftir síð­ustu kosn­ingar sem utan­þings­ráð­herra.

Auglýsing

Ungar konur eru áber­andi á meðal nýrra þing­manna. Lenya Rún Tha Karim, fram­bjóð­andi Pírata, er yngsti þing­maður sög­unnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í des­em­ber og er 22 dögum yngri en Jóhanna María Sig­munds­dóttir var þegar hún tók sæti á Alþingi fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn árið 2013. Lenya Rún tryggði sætið snemma í morgun og datt Brynjar Níels­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, út af þingi á kostnað henn­ar. Lilja Rann­veig Sig­ur­geirs­dóttir er næst yngsti nýi þing­mað­ur­inn, en hún er 25 ára og tekur sæti á þingi fyrir Fram­sókn­ar­flokk­inn.

41,3 pró­sent þing­manna er kjör­inn í fyrsta sinn. Nýlið­unin er í takt við þró­un­ina síð­ustu fimm alþing­is­kosn­ing­ar, það er 2007, 2009, 2013, 2016 og 2017, þar sem hún hefur verið á bil­inu 30,2 til 50,8 pró­sent. Hæśt var hlut­fallið árið 2016 þegar 32 nýir þing­menn tóku sæti á Alþingi.

Hér má sjá nýja þing­menn eftir kjör­dæm­um:

Norð­vest­ur­kjör­dæmi

Stefán Vagn Stef­áns­son (B) - Yfir­lög­reglu­þjónn.

Lilja Rann­veig Sig­ur­geirs­dóttir (B) - For­maður Sam­bands ungra Fram­sókn­ar­manna.

Þór­ar­inn Ingi Pét­urs­son (B) - Sauð­fjár­bóndi.

Guð­mundur Gunn­ars­son (C) - Fyrr­ver­andi bæj­ar­stjóri á Ísa­firði.

Eyjólfur Ármanns­son (F) - Lög­fræð­ingur og for­maður hóps­ins Orkunnar okk­ar.

Bjarni Jóns­son (V) - Sveit­­ar­­stjórn­­­ar­­maður í Skaga­­firði og vara­­þing­­maður Vinstri grænna. Bjarni skák­aði Lilju Raf­n­eyju í for­vali flokks­ins í vor og hún dettur nú út af þingi.

Norð­aust­ur­kjör­dæmi:

Ingi­björg Ólöf Isak­sen (B) - Bæj­ar­full­trúi og fram­kvæmda­stjóri á Akur­eyri. Ingi­björg skip­aði efsta sæti á lista Fram­sókn­ar­flokks­ins og hafði hún betur gegn Líneik Önnu Sæv­ars­dóttur þing­manni flokks­ins, en hún nær einnig kjöri.

Jakob Frí­mann Magn­ús­son (F) - Tón­list­ar­mað­ur. Jakob Frí­mann kemur aftur inn á þing, nú fyrir Flokk fólks­ins en hann var vara­þing­maður fyrir Sam­fylk­ing­una árið 2004.

Berg­lind Ósk Guð­munds­dóttir (D) - Lög­fræð­ingur og vara­bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæð­is­flokks­ins á Akur­eyri.

Jódís Skúla­dóttir (V) - Lög­fræð­ing­ur, sveit­ar­stjórn­ar­full­trúi VG í Múla­þingi og for­maður félags­ins Hinsegin Aust­ur­lands.

Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður

Diljá Mist Ein­ars­dóttir (D) - Lög­fræð­ingur og aðstoð­ar­maður utan­rík­is­ráð­herra frá árinu 2018.

Tómas A. Tóm­as­son (F) - Veit­inga­maður og stofn­andi Ham­borg­ara­búllu Tómas­ar.

Þor­björg S. Gunn­laugs­dóttir (C) - Lög­fræð­ing­ur. Þor­björg tók fyrst sæti á Alþingi í apríl í fyrra þegar hún tók við af Þor­steini Víglunds­syni sem sagði af sér þing­mennsku á kjör­tíma­bil­inu.

Lenya Rún Taha Karim (P) - 21 árs lög­fræði­nemi.

Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður

Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dóttir Gunn­ars­dóttir (P) - Sjálf­stætt starf­andi lög­mað­ur.

Kristrún Frosta­dóttir (S) - Hag­fræð­ingur

Hildur Sverr­is­dóttir (D) - Lög­fræð­ingur

Suð­ur­kjör­dæmi

Jóhann Frið­rik Frið­riks­son (F) - Lýð­heilsu­fræð­ingur

Haf­dís Hrönn Þor­steins­dóttir (B) - Lög­fræð­ingur og stjórn­ar­for­maður Félags Sam­ein­uðu þjóð­anna á Íslandi.

Guð­rún Haf­steins­dóttir (D) - Mark­aðs­stjóri Kjörís og fyrr­ver­andi for­maður Sam­taka iðn­að­ar­ins.

Hólm­­fríður Árna­dóttir (V) - Mennt­un­ar­fræð­ingur og skóla­stjóri í Sand­gerði.

Ást­hildur Lóa Þórs­dóttir (F) - Kenn­ari og for­maður Hags­muna­sam­taka heim­il­anna.

Suð­vest­ur­kjör­dæmi

Sig­mar Guð­munds­son (C) - Fjöl­miðla­maður.

Ágúst Bjarni Garð­ars­son (B) - Bæj­ar­full­trúi Fram­sókn­ar­flokks­ins í Hafn­ar­firði og for­maður bæj­ar­ráðs.

Þór­unn Svein­bjarn­ar­dóttir (S) - Stjórn­mála­fræð­ing­ur. Tekur aftur sæti á Alþingi eftir tíu ára hlé.

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son (V) - Umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra.

25 þing­menn kveðja Alþingi - Sjö sem sótt­ust eftir kjöri ná ekki inn

Fyrir kjör­dag var ljóst að 18 þing­menn hið minnsta myndu segja skilið við þingið þar sem þau voru ekki á listum flokk­anna eða í efstu sætum þeirra í kosn­ing­unum nú.

Það eru Al­bertína Frið­björg Elí­as­dótt­ir, Ari Trausti Guð­munds­­son, Ágúst Ólaf­ur Ágústs­­son, Guð­jón S. Brjáns­­son, Gunn­ar Bragi Sveins­­son, Helgi Hrafn Gunn­­ar­s­­son, Jón Þór Ólafs­­son, Kol­beinn Ótt­­ar­s­­son Proppé, Krist­ján Þór Júlí­us­­son, Ólaf­ur Ísleifs­­son, Páll Magn­ús­­son, Sig­ríður Á. And­er­­sen, Silja Dögg Gunn­­ar­s­dótt­ir, Smári McCart­hy, Stein­grím­ur J. Sig­­fús­­son, Þor­­steinn Víg­lunds­­son sem hætti á kjör­­tíma­bil­inu, Þor­­steinn Sæ­­munds­­son og Þór­unn Eg­ils­dótt­ir sem lést í júlí.

Eftir að loka­tölur voru birtar í morgun er ljóst að alls munu 25 þing­menn segja skilið við þing­ið. Í hóp þeirra sem hætta á þingi bæt­ast sjö, sem náðu ekki kjöri að þessu sinni.

Það eru Brynjar Níels­son þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, Lilja Raf­ney Magn­ús­dóttir og Ólafur Þór Gunn­ars­son þing­menn Vinstri grænna, Berg­þór Óla­son og Sig­urður Páll Jóns­son þing­menn Mið­flokks­ins, Guð­mundur Andri Thors­son, þing­maður Sam­fylk­ingar og Jón Stein­dór Valdi­mars­son þing­maður Við­reisn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnErla María Markúsdóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar