Land tækifæranna

Jón Baldvin Hannibalsson segir að norræna módelið eigi ekki að uppræta kapítalismann, heldur beisla hann.

Auglýsing

Það fer vart fram hjá nein­um, að nýfrjáls­hyggju­liðið í Sjálf­stæð­is­flokknum heyr nú kosn­inga­bar­áttu sína undir kjör­orð­inu: „Land tæki­færanna“. Það rifjar upp fyrir mér, að fyrir nokkrum árum birti tíma­ritið Economist sér­staka skýrslu um nor­ræna mód­el­ið. Höf­und­arnir komust að þeirri nið­ur­stöðu, að nor­ræna mód­elið væri „the most success­ful soci­o-economic model on the planet“, á öld hnatt­væð­ing­ar. Í því hefði tek­ist að sam­eina and­stæð­urnar „hag­kvæmni og jöfn­uð“. Nor­ræna mód­elið væri hvort tveggja í senn, sam­keppn­is­hæf­asta og mesta jafn­að­ar­þjóð­fé­lag á jarð­ríki. Það hefði afdrátt­ar­laust leyst Amer­íku af hólmi sem „land tæki­færanna“.

En höf­undur skýrsl­unn­ar, hr. Woold­ridge, reynd­ist vera illa smit­aður af bakt­eríu nýfrjáls­hyggj­unnar eins og fleiri. Hann reyndi því að gera sitt besta til að þakka sænskum íhalds­mönn­um, sem hafa verið við völd  skamma hríð á sein­ustu árum, fyrir þennan óvið­jafn­an­lega árang­ur. Sann­leik­ur­inn er hins vegar sá, að sænska vel­ferð­ar­rík­ið, þessi völ­und­ar­smíð sænskra jafn­að­ar­manna, stendur óhögguð. Sænskir íhalds­menn hafa ekki dirfst að hagga við und­ir­stöð­un­um, heldur orðið að láta sér nægja að fitla við smá­breyt­ingar á jaðr­in­um.

Ég sendi því bréf til rit­stjór­ans með rök­studdri gagn­rýni á þessi áróð­urs­brögð. Það segir sína sögu um rit­stjórn­ar­stefnu Economist, að þrátt fyrir að þeir hafi óskað sér­stak­lega eftir við­brögðum les­enda sinna, stungu þeir athugasa­semdum mínum undir stól. Ég þyk­ist vita, að Kjarn­inn þori að birta það sem rit­stjóri Economist þorði ekki að trúa les­endum sínum fyr­ir. Hér kemur það:

Auglýsing
Hr. Rit­stjóri: Til­raun hr. Woold­rig­de  til að skýra ótví­ræðan árangur nor­ræna mód­els­ins á öld hnatt­væð­ingar sem ein­hvers  konar frjáls­hyggju­fix á sein­ustu árum (sjá special report: The Nor­dic Mod­el, feb.2. 2013) er ekki ein­asta fjarri sanni, heldur bein­línis aumk­un­ar­vert. 

 Nor­ræna mód­elið er ekki um það að upp­ræta kap­ít­al­ismann, heldur um að  beisla hann. Það er ekki um það að útrýma mark­aðs­kerf­inu, þar sem það á við, heldur um það að við­halda sam­keppni með við­eig­andi rík­is­í­hlut­un, í þágu almanna­hags­muna.

Það er ekki  hvað síst fyrir þá sök, að for­ystu­mönnum á Vest­ur­lönd­um, undir áhrifum nýfrjáls­hyggj­unn­ar, hefur láðst að fylgja þessu for­dæmi, sem veldur því, að Banda­ríkin og Evr­ópu­sam­bandið eru nú í djúpri kreppu. Það er eins og Tage Erland­er, for­sæt­is­ráð­herra Svía í tæpan ald­ar­fjórð­ung og einn helsti umbóta­fröm­uður jafn­að­ar­manna á sein­ustu öld sagði: Mark­að­ur­inn er þarfur þjónn en óþol­andi hús­bónd­i“.

Öfugt við breska Verka­manna­flokk­inn og sós­í­alista­flokka á meg­in­landi Evr­ópu þjóð­nýttu sænskir jafn­að­ar­menn nán­ast ekk­ert í atvinnu­líf­inu, þótt þeir tryggðu sam­eign þjóð­ar­innar að lögum á landi og auð­lind­um. Sem  ráð­andi stjórn­ar­flokkur í  u.þ.b. 70 ár byggðu þeir eitt mesta jafn­að­ar­þjóð­fé­lag á jarð­ríki. Þeir gerður það m.a. með stig­hækk­andi skatt­lagn­ing­u,  gjald­frjálsum aðgangi að menntun og heil­brigð­is­þjón­ustu, skyldu­að­ild að líf­eyr­is­sjóð­um, virkri vinnu­mark­aðspóli­tík til að upp­ræta atvinnu­leysi,  nægu fram­boði félags­legs hús­næðis á við­ráð­an­legum kjörum og með marg­vís­legum aðgerðum til að tryggja jafn­ræði kynj­anna í reynd.

Með þessum úrræðum útvíkk­uðuð þeir frelsi ein­stak­lings­ins í verki, eins og Olof Palme var óþreyt­andi að minna á, og komu í veg fyr­ir, að frelsið væri í reynd for­rétt­indi fárra.

Það sem skil­greinir sér­stöðu nor­ræna mód­els­ins er þetta: Full­trúar vinnu­aflsins – ekki eig­endur fjár­magns­ins – byggðu  jafn­að­ar­sam­fé­lag í krafti lýð­ræð­is,  í stað þess að sætta sig við þann ójöfn­uð, sem óheftur mark­aður skap­ar. Þetta er eina þjóð­fé­lags­gerð­in,  sem mótuð var í hug­mynda­fræði­legum átökum sein­ustu aldar og stað­ist hefur dóm reynsl­unnar á öld alþjóða­væð­ingar – með yfir­burð­u­m. 

Hr. Woold­ridge við­ur­kennir þetta með eft­ir­far­andi orð­um: „Þjóð­fé­lög Norð­ur­landa­búa hafa það umfram flesta aðra að virkja hæfi­leika því sem næst allra... Þar er lang­mestur félags­legur hreyf­an­leiki (e. social mobility) í heim­in­um, þ.e. getan til að vinna sig upp úr fátækt til bjarg­álna. Sam­an­burður háþró­aðra þjóð­fé­laga, sem mælir félags­legan hreyf­an­leika, leiðir í ljós, að Norð­ur­lönd (Dan­mörk, Nor­eg­ur, Sví­þjóð og Finn­land) skipa 4 efstu sæt­in. Banda­ríkin og Bret­land, höf­uð­vígi nýfrjáls­hyggj­unn­ar, sitja eftir á botn­in­um. 

Og Wool­bridge heldur áfram: „Norð­ur­landa búar eru að mestu lausir við þjóð­fé­lags­mein, sem hrjá Banda­rík­in. Nán­ast sama á hvaða mæli­kvarða við metum heil­brigði þjóð­fé­lags­ins – á hag­ræna mæli­kvarða eins og fram­leiðni og tækni­fram­farir eða félags­lega kvarða eins og um ójöfnuð og glæp­a­starf­semi -  eru Norð­ur­löndin í fremstu röð“.

Með öðrum orð­um: Nor­ræna vel­ferð­ar­ríkið skarar langt fram úr Amer­íku sem „land tæki­færanna“ – sem einu sinni átti að vera hold­gerv­ing amer­íska draums­ins.

Við­leitni hr. Woold­ridge til að þakka þennan eft­ir­breytni­verða árangur nýfrjáls­hyggju- trú­boðum í röðum íhalds­manna, sem hafa notað tæki­færið til að krukka í kerfið hér og þar,  en hafa ekki dirfst að hagga und­ir­stöð­un­um, er mis­ráð­in, svo að ekki sé meira sagt. Nor­ræna mód­elið blív­ur, þrátt fyrir marg­vís­leg skemmd­ar­verk mark­aðstrú­boðs­ins.

Sumar þeirra „um­bóta“, sem hr. Wool­bridge tíundar máli sínu til sönn­un­ar, eins og t.d. sam­dráttur opin­bera geirans og lækkun jað­ar­skatta, eru breyt­ing­ar, sem voru vel á veg komnar í fjár­mála­ráð­herra­tíð Görans Per­son og síðan í for­sæt­is­ráð­herra­tíð hans. Aðr­ar, svo sem eins og einka­væð­ing á umönnun aldr­aðra, hefur að flestra mati reynst illa;  flokk­ast undir mis­tök, sem þarf að leið­rétta.

Nor­ræna vel­ferð­ar­ríkið – and­stætt alræð­is­hyggju komm­ún­ism­ans og blindri mark­aðs­trú nýfrjáls­hyggj­unnar – er hið sögu­lega afrek verka­lýðs­hreyf­ing­ar­innar og hins póli­tíska arms henn­ar, jafn­að­ar­manna­flokk­anna á Norð­ur­lönd­um. Stað­reynd­irnar tala sínu máli. Þetta eru eft­ir­sókn­ar­verð­ustu þjóð­fé­lög í heim­i“.

NIЭUR­STAЭAN: Ef við viljum byggja upp „land tæki­færanna“ á Íslandi, eins og ann­ars staðar á Norð­ur­lönd­um, ber okkur að vísa trú­boðum nýfrjáls­hyggj­unnar á dyr út úr stjórn­ar­ráð­inu í næstu kosn­ing­um. Því að til þess eru vítin að var­ast þau.

Höf­undur var for­maður Alþýðu­flokks­ins – Jafn­að­ar­manna­flokks Íslands – 1984-96.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar