Stjórnarflokkarnir tapa samanlögðu fylgi og mælast í vandræðum í Reykjavík

Þeir sem eru með háskólamenntun eru líklegri til að kjósa Samfylkinguna, Pírata eða Viðreisn en þeir sem eru með grunnskólamenntun. Flokkarnir sem sitja saman í meirihluta í Reykjavík njóta samanlagt meiri stuðnings þar en á nokkru öðru landsvæði.

Stjórnarflokkarnir bættu samanlagt við sig fylgi í síðustu kosningum þar sem Framsókn vann kosningasigur. Hinir tveir flokkarnir töpuðu fylgi milli kosninga en stjórnarsamstarfið var endurnýjað.
Stjórnarflokkarnir bættu samanlagt við sig fylgi í síðustu kosningum þar sem Framsókn vann kosningasigur. Hinir tveir flokkarnir töpuðu fylgi milli kosninga en stjórnarsamstarfið var endurnýjað.
Auglýsing

Stjórn­ar­flokk­arnir þrír: Sjálf­stæð­is­flokk­ur, Fram­sókn­ar­flokkur og Vinstri græn, fengu sam­tals 54,3 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um. Sam­kvæmt nýj­ustu könnun Mask­ínu hefur sam­eig­in­legt fylgi þeirra dreg­ist saman um 5,2 pró­sentu­stig og mælist nú 49,1 pró­sent. Minnst mælist fylgi þeirra í Reykja­vík, þar sem sam­eig­in­legt fylgi stjórn­ar­flokk­anna þriggja mælist nú 41,3 pró­sent.

Þrír stjórn­ar­and­stöðu­flokkar mæl­ast með meira fylgi í dag en þeir fengu í kosn­ing­unum 2021. Það eru Pírat­ar, Sam­fylk­ing og Við­reisn. Sam­an­lagt fengu þessir þrír flokkar 26,8 pró­sent í síð­ustu kosn­ingum sem var 1,2 pró­sentu­stigi minna en þeir fengu í kosn­ing­unum 2017. Tölu­verður með­byr mælist með þessum þremur flokk­um, sem mynda meiri­hluta í næst stærsta stjórn­valdi lands­ins, Reykja­vík­ur­borg, með Vinstri græn­um. Sam­an­lagt fylgi þeirra mælist nú 35 pró­sent. Fylgi þeirra hefur því sam­an­lagt auk­ist um 8,2 pró­sentu­stig frá því í lok sept­em­ber eða um tæp­lega þriðj­ung. Bæði Píratar og Sam­fylk­ing mæl­ast sterk­ari í Reykja­vík en ​ann­ars­staðar á land­inu og Við­reisn mælist ein­ungis sterk­ari í nágranna­sveit­ar­fé­lögum höf­uð­borg­ar­inn­ar. Sam­an­lagt fylgi flokk­anna þriggja í höf­uð­borg­inni mælist 44,6 pró­sent, sem er nokkuð hærra en sam­an­lagt fylgi stjórn­ar­flokk­anna þriggja í Reykja­vík

Sam­an­lagt fylgi stjórn­ar­and­stöðu auk­ist umtals­vert

Einn flokkur í stjórn­ar­and­stöðu stendur nokkurn veg­inn í stað frá síð­ustu kosn­ing­um, Flokkur fólks­ins.­Fylgi hans mælist nú 8,3 pró­sent, sem er 0,5 pró­sentu­stigum minna en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum 2021. 

Auglýsing
Áttundi flokk­ur­inn sem á full­trúa á þingi er Mið­flokk­ur­inn. Hann fékk 5,4 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ingum en mælist nú með 3,7 pró­sent fylgi á lands­vísu sem myndi senni­lega ekki duga til að ná manni inn á þing. 

Sam­an­lagt fylgi stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna mælist því nú 47 pró­sent en þeir fengu 41 pró­sent atkvæða í síð­ustu kosn­ing­um. 

Eini flokk­ur­inn sem er ekki með full­trúa á þingi sem stendur sem mælist í könnun Mask­ínu er Sós­í­alista­flokkur Íslands, en fylgi hans mælist 3,7 pró­sent. 

Yngri vilja Pírata, eldri styðja Flokk fólks­ins

Í könnun Mask­ínu er fylgi líka brotið niður á breytur á borð við ald­ur, tekj­ur, búsetu og mennt­un. Nokkrar athygl­is­verðar vís­bend­ingar er hægt að lesa úr því nið­ur­broti þótt taka verði til­lit til þess að fjöldi svar­enda var ein­ungis 1.548 alls. 

Þannig má sjá að fylgi Pírata, sem bætt hafa flokka mest við sig frá síð­ustu kosn­ing­um, er mun meira hjá yngri fólki en eldra. sömu sögu er að segja um Sam­fylk­ing­una. Raunar sýna nið­ur­stöður Mask­ínu að hjá kjós­endum 29 ára og yngri eru báðir þessir flokkar vin­sælli en stærsti flokkur lands­ins, Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn. Það er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn líka sem þýðir að hjá þessum yngsta kjós­enda­hópi lands­manna er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fjórði stærsti flokk­ur­inn.

Hjá næsta ald­urs­hópi fyrir ofan, fólki á fer­tugs­aldri, er Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn stærstur og Píratar fylgja fast á hæla hans. Fylgi Sam­fylk­ing­ar­innar mælist hins vegar undir heild­ar­fylgi hjá þeim ald­urs­hópi.

Fylgi Pírata dalar hins vegar skarpt eftir því sem kjós­endur eru eldri. Þró­unin er öfug hjá Sjálf­stæð­is­flokknum sem mælist stærsti flokk­ur­inn hjá öllum ald­urs­hópum yfir 40 ára. Í elsta ald­urs­hópn­um, 60 ára og eldri, er Flokkur fólks­ins síðan með afger­andi flesta stuðn­ings­menn. Alls segj­ast 13,4 pró­sent kjós­enda í þeim ald­urs­hópi styðja flokk Ingu Sæland. Til sam­an­burðar nýtur hann ein­ungis stuðn­ings 4,1 pró­sent lands­manna á fer­tugs­aldri.

Sjálf­stæð­is­flokkur með 16,6 pró­sent í Reykja­vík

Sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar fara fram eftir 108 daga. Í könnun Mask­ínu má sjá hvernig fylgi flokk­anna á þingi dreif­ist eftir búsetu. Eina ein­staka sveit­ar­fé­lagið sem er þar mælt er höf­uð­borgin Reykja­vík, þótt vert sé að taka fram að ekki sé spurt um afstöðu til borg­ar­stjórn­ar­fram­boða heldur hvaða flokk við­kom­andi myndi kjósa á þing.

Sam­kvæmt könnun Mask­ínu er stuðn­ingur við þá flokka sem mynda meiri­hluta í Reykja­vík í dag: Sam­fylk­ingu, Pírata, Við­reisn og Vinstri græn, mun meiri í höf­uð­borg­inni en á land­inu öllu. Sam­tals mæld­ist heild­ar­fylgi þess­ara flokka 46,2 pró­sent en í Reykja­vík mælist fylgi þeirra 57,3 pró­sent. Þá mælist fylgi Sós­í­alista­flokks­ins meira í Reykja­vík en á öðrum stöðum á land­inu, eða 4,7 pró­sent.

Auglýsing
Aðrir flokkar mæl­ast með minna fylgi í höf­uð­borg­inni en ann­ars­staðar á land­inu. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn nýtur stuðn­ings 16,6 pró­sent íbúa henn­ar, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mælist með tólf pró­sent stuðn­ing, Flokkur fólks­ins með sjö pró­sent og Mið­flokk­ur­inn með ein­ungis 2,4 pró­sent. 

Athygli vekur að Píratar mæl­ast stærsti flokk­ur­inn í Reykja­vík með 17,7 pró­sent fylgi. Þar á eftir koma Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn og Sam­fylk­ingin með nán­ast sama fylgi.

Mennt­un­ar­stig lyk­il­breyta hjá sumum flokkum

Þegar kemur að menntun þá nær Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn jafnt til allra mennt­un­ar­hópa. Sömu sögu er að segja af Sós­í­alista­flokknum þótt setja verði þann fyr­ir­vara að dreif­ing atkvæða hans byggir á ein­ungis 58 svör­um.

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er lít­il­lega sterk­ari hjá þeim sem eru með minni menntun en þeim sem lokið hafa fram­halds­prófi í háskóla og Píratar lít­il­lega sterk­ari hjá háskóla­mennt­uðum en hjá öðrum kjós­end­um. Sam­fylk­ing­in, Vinstri græn og Við­reisn sækja hins vegar mun meiri stuðn­ing til háskóla­mennt­aðra en ann­arra hópa. Það er sér­stak­lega eft­ir­tekt­ar­vert í til­felli Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sem nýtur 19 pró­sent stuðn­ings hjá þeim sem hafa lokið fram­halds­prófi í háskóla en ein­ungis 8,7 pró­sent hjá þeim sem hafa mest lokið grunn­skóla­prófi.

Vænt­an­legir kjós­endur Flokks fólks­ins og Mið­flokks­ins til­heyra nán­ast allir þeim hópum sem mest lokið hafa grunn- eða fram­halds­skóla­prófi. Stuðn­ingur við þá flokka á meðal háskóla­mennt­aðra mælist afar lít­ill.

Þegar horft er á stuðn­ing eftir tekjum vekur mesta eft­ir­tekt að Vinstri græn og Við­reisn njóta meiri stuðn­ings í efsta tekju­hópn­um, hjá þeim sem eru með 1,2 millj­ónir króna í heim­il­is­tekjur á mán­uði eða meira, en nokkrum öðrum tekju­hópi en Flokkur fólks­ins og Sós­í­alista­flokk­ur­inn sækja mestan stuðn­ing til lægsta tekju­hóps­ins, þess sem er með minna en 400 þús­und krónur í tekjur á mán­uði.

Könn­unin var lögð fyrir Þjóð­­gátt Mask­ínu, sem er þjóð­hópur fólks sem dreg­inn er með til­­viljun úr Þjóð­­skrá, á net­inu. Alls voru svar­endur 1.548 tals­ins af öllu land­inu. Svar­endur eru alls staðar að af land­inu og á aldr­inum 18 ára og eldri. Gögnin eru vigtuð sam­­kvæmt Þjóð­­skrá og end­­ur­­spegla því þjóð­ina prýð­i­­lega. Könn­unin fór fram dag­ana 6. til 19. jan­úar 2022.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Chanel Björk Sturludóttir, Elinóra Guðmundsdóttir og Elínborg Kolbeinsdóttir.
Markmiðið að auka skilning á veruleika kvenna af erlendum uppruna á Íslandi
Chanel Björk, Elinóra og Elínborg safna nú á Karolina Fund fyrir bókinni Hennar rödd: Sögur kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 22. maí 2022
Kristín Ása Guðmundsdóttir
Illa fengin vatnsréttindi og ósvaraðar spurningar um Hvammsvirkjun í Þjórsá
Kjarninn 22. maí 2022
Einar kveðst þurfa að íhuga stöðuna sem upp er komin.
Einar ætlar að ræða við baklandið um eina möguleikann í stöðunni
Einar Þorsteinsson oddivit Framsóknarflokksins í Reykjavík segir aðeins einn meirihluta mögulegan í ljósi yfirlýsingar oddvita Viðreisnar um að ekki komi annað til greina en að virða bandalagið við Samfylkinguna og Pírata.
Kjarninn 22. maí 2022
Þórdís Lóa segir Viðreisn vilji láta á bandalagið reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviræður með Framsóknarflokknum.
Vill hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum
Oddviti Viðreisnar í Reykjavík segir flokkinn vera í bandalagi með Pírötum og Samfylkingu af heilum hug og vill láta á það reyna með því að hefja formlegar meirihlutaviðræður með Framsóknarflokknum.
Kjarninn 22. maí 2022
Silja Bára var gestur í Silfrinu á RÚV þar sem hún sagði óásættanlegt að senda eigi 300 flóttamenn frá Íslandi til Grikklands á næstu misserum.
Útlendingastefnan elti þá hörðustu í hinum Norðurlöndunum
Silja Bára Ómarsdóttir stjórnmálafræðingur og nýkjörinn formaður Rauða krossins á Íslandi segir óásættanlegt að flóttafólki sé mismunað eftir uppruna og að verið sé að taka upp á Íslandi útlendingastefnu sem elti hörðustu stefnur annarra Norðurlanda.
Kjarninn 22. maí 2022
Blikastaðalandið sem var í aðalhlutverki í ólögmætri einkavæðingu ríkisfyrirtækisins
Nýverið var tilkynnt um stórtæka uppbyggingu á jörðinni Blikastöðum, sem tilheyrir Mosfellsbæ. Þar á að byggja þúsundir íbúða og fjölga íbúum bæjarins um tugi prósenta. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem áform hafa verið uppi um uppbyggingu þar.
Kjarninn 22. maí 2022
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent