Stjórnarandstaðan sameinast um að láta kanna loforð ráðherra í aðdraganda kosninga

Öll stjórnarandstaðan á Alþingi hefur lagt fram skýrslubeiðni til Ríkisendurskoðunar, með ósk um að skoðað verði hvernig ráðherrar úthlutu eða lofuðu fé í sumar, þegar þingið var ekki starfandi og kosningabarátta í gangi.

Helga Vala Helgadóttir er fyrsti skýrslubeiðandi.
Helga Vala Helgadóttir er fyrsti skýrslubeiðandi.
Auglýsing

Þing­menn allra stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna á þingi hafa óskað eftir því að fá skýrslu frá Rík­is­end­ur­skoð­un, þar sem tekin verði saman öll fram­lög, styrkir, vilja­yf­ir­lýs­ing­ar, fyr­ir­heit og samn­ingar ráð­herra í rík­is­stjórn­inni frá því að Alþingi fór í sum­ar­frí 13. júní og þar til það sett­ist á ný 23. nóv­em­ber.

Fyrsti skýrslu­beið­andi er Helga Vala Helga­dóttir þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, en allir þing­menn stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna fimm, alls 25 tals­ins, eru skrif­aðir fyrir skýrslu­beiðn­inni.

Í grein­ar­gerð með skýrslu­beiðn­inni segir að í aðdrag­anda alþing­is­kosn­ing­anna í haust hafi borið á því að „ráð­herrar hefji úthlut­anir til ein­stakra mála í stórum stíl til að vekja athygli á sér og sínu fram­boði“ og sömu­leiðis að ráð­herrar hafi lofað „fjár­veit­ingum sem ekki hafa komið til form­legrar umræðu á Alþingi“ og eru lof­orð um fjár­veit­ingar til bygg­ingar geð­deilda, nem­enda­garða og þyrlu­skýrla sér­stak­lega nefnd í því sam­heng­i.

Stjórn­ar­and­staðan segir „ólýð­ræð­is­legt að svo sé farið með almanna­fé“ segja enn­fremur að með þessum hætti séu ráð­herrar jafn­vel að mis­nota aðstöðu sína.

„Skýrslu­beið­endur telja nauð­syn­legt að gagn­sæi og aðhald sé með fjár­veit­ingum sem þessum og til þess að það sé tryggt þarf að liggja fyrir óháð úttekt á þeim. Skýrslu­beiðnin er einnig gerð þannig að ekki megi efast um til­gang fjár­veit­inga ráð­herra og til að jafn­ræðis sé gætt milli mót­tak­enda hins opin­bera fjár­magns úr hendi ráð­herra,“ segir í grein­ar­gerð­inni.

Ráð­herrar með veskið á loftið

Stundin greindi nýlega frá aðgerðum ráð­herra á síð­­­ustu dög­unum fyrir kosn­­ing­­ar, en margar þeirra fólu í sér tölu­verð fjár­­út­­lát fyrir rík­­is­­sjóð. Þar má nefna 25 millj­­óna króna styrk­veit­ingu Svan­­dísar Svav­­­ar­s­dóttur fyrrum heil­brigð­is­ráð­herra til Píeta sam­tak­anna, auk 13 millj­­óna króna styrks til Sjúkra­hús­s­ins á Akur­eyri.

Þá stofn­aði Ásmundur Einar Daða­­son, fyrrum félags- og barna­­mála­ráð­herra, styrkt­­ar­­sjóð sem mun greiða 10 millj­­ónir króna árlega til Íþrótta­­sam­­bands fatl­aðra næstu þrjú árin. Hann gerði einnig þriggja ára samn­ing við Píeta sam­tökin um 25 millj­­óna króna fram­lög á næstu þremur árum, auk þess sem hann sagði að 134 millj­­óna króna stofn­fram­lag yrði veitt til Lýð­há­­skól­ans á Flat­eyri fyrir bygg­ingu stúd­­enta­­garða.

Auglýsing

Áslaug Arna Sig­­ur­­björns­dótt­ir, fyrrum dóms­­mála­ráð­herra, til­­kynnti einnig að Land­helg­is­­gæslan hefði fest kaup á nýju varð­­skipi, Freyju, í sept­­em­ber, en kaup­virði þess nam rúmum 1,7 millj­­örðum króna. Þar að auki til­­kynnti hún á svip­uðum tíma að bygg­ing nýs flug­­­skýlis fyrir Land­helg­is­­gæslu Íslands myndi hefj­­ast í vet­­ur, en hún er talin munu kosta 696 millj­­ónir króna.

Hversu miklum útgjöldum lof­aði hver og einn ráð­herra?

En hvað vill stjórn­ar­and­staðan fá að vita, varð­andi þau fyr­ir­heit sem ráð­herrar veittu um fjár­út­lát á meðan þingið var ekki starf­andi, frá júní og fram í nóv­em­ber?

Í fyrsta lagi er óskað eftir því að fram komi í skýrsl­unni í hverra þágu fram­lög, styrkir, vilja­yf­ir­lýs­ing­ar, fyr­ir­heit og samn­ingar sem kunna að fela í sér fjár­út­lát úr rík­is­sjóði voru í hverju til­viki fyrir sig og hvaða fjár­heim­ildir eða sam­þykktir Alþingis var stuðst við í hverju til­viki fyrir sig.

Einnig vill stjórn­ar­and­staðan að Rík­is­end­ur­skoðun fái á hreint hvaða fjár­hæðir er um að ræða, sund­ur­greint eftir ráð­herrum, og rök­semdir fyrir veit­ingu ein­stakra styrkja og sömu­leiðis að stofn­unin taki saman tíma­setn­ing­ar, skil­yrði, fyr­ir­vara eða annað sem geti haft áhrif á fram­vindu ein­stakra mála.

Stjórn­ar­and­staðan vill líka að rík­is­end­ur­skoð­andi upp­lýsi hvernig hafi verið gætt að skil­yrðum 42. gr. laga um opin­ber fjár­mál varð­andi styrk­veit­ing­ar, en sam­kvæmt þeirri laga­grein er ráð­herrum heim­ilt að veita til­fallandi styrki og fram­lög til verk­efna á mál­efna­sviðum sem þeir bera ábyrgð á. Gera þarf grein fyrir útgjöldum slíkra styrkja í fylgi­riti með fjár­laga­frum­varpi og í árs­skýrslu ráð­herra, auk þess sem að við úthlutun þarf að gæta almennra reglna stjórn­sýslu­réttar um jafn­ræði, hlut­lægni og gagn­sæi.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent