„Ólýðræðislegt“ að ráðherrar úthluti stórum fjárhæðum rétt fyrir kosningar

Þingmenn Samfylkingarinnar vilja banna úthlutanir ráðherra á tilfallandi styrkjum og framlögum til þeirra málaflokka sem þeir bera ábyrgð á þegar kosningar nálgast með nýju frumvarpi.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrrum dómsmálaráðherra kynnir uppbyggingu nýs flugskýlis Landhelgisgæslu Íslands í september.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrrum dómsmálaráðherra kynnir uppbyggingu nýs flugskýlis Landhelgisgæslu Íslands í september.
Auglýsing

Nýtt frum­varp frá þing­mönnum Sam­fylk­ing­ar­innar kveður á um að ráð­herrum verði óheim­ilt að veita styrki og fram­lög til þeirra mála­flokka sem þeir bera ábyrgð á allt að átta vikum fyrir kosn­ing­ar. Að mati flutn­ings­manna frum­varps­ins er slík ráð­stöfun ólýð­ræð­is­leg og felur hún í sér mis­notkun á aðstöðu ráð­herr­anna.

Borið á miklum fjár­veit­ingum fyrir kosn­ingar

Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins, en allir hinir þing­menn flokks­ins eru einnig flutn­ings­menn. Sam­kvæmt grein­ar­gerð­inni sem fylgdi frum­varp­inu hefur borið á því að ráð­herrar hefji úthlut­anir til ein­stakra mála í stórum stíl allt fram að kjör­degi til að vekja athygli á sér og sínu fram­boði.

Stundin greindi frá aðgerðum ráð­herra á síð­ustu dögum fyrir kosn­ing­ar, en margar þeirra fólu í sér tölu­verð fjár­út­lát fyrir rík­is­sjóð. Þar má nefna 25 millj­óna króna styrk­veit­ingu Svan­dísar Svav­ars­dóttur fyrrum heil­brigð­is­ráð­herra til Píeta sam­tak­anna, auk 13 millj­óna króna styrks til Sjúkra­húss­ins á Akur­eyri.

Auglýsing

Þá stofn­aði Ásmundur Einar Daða­son, fyrrum félags- og barna­mála­ráð­herra, styrkt­ar­sjóð sem mun greiða 10 millj­ónir króna árlega til Íþrótta­sam­bands fatl­aðra næstu þrjú árin. Hann gerði einnig þriggja ára samn­ing við Píeta sam­tökin um 25 millj­óna króna fram­lög á næstu þremur árum, auk þess sem hann sagði að 134 millj­óna króna stofn­fram­lag yrði veitt til Lýð­há­skól­ans á Flat­eyri fyrir bygg­ingu stúd­enta­garða.

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, fyrrum dóms­mála­ráð­herra, til­kynnti einnig að Land­helg­is­gæslan hefði fest kaup á nýju varð­skipi, Freyju, í sept­em­ber, en kaup­virði þess nam rúmum 1,7 millj­örðum króna. Þar að auki til­kynnti hún á svip­uðum tíma að bygg­ing nýs flug­skýlis fyrir Land­helg­is­gæslu Íslands myndi hefj­ast í vet­ur, en hún er talin munu kosta 696 millj­ónir króna.

Ráð­herrar nýti sér for­rétt­inda­stöðu

Þing­menn Sam­fylk­ing­ar­innar gagn­rýna þessar úthlut­anir stuttu fyrir kosn­ing­ar, en í grein­ar­gerð­inni sem fylgdi frum­varp­inu sögðu þeir það vera „ólýð­ræð­is­legt að svo sé farið með almannafé og aðstaða sé mis­notuð með þessum hætt­i.“ Sam­kvæmt þeim er hætta á því að sitj­andi ráð­herrar nýti sér for­rétt­inda­stöðu sína til að afla sér hylli kjós­enda, bæði með aðgangi að fjöl­miðlum og opin­beru fjár­magni.

Því ætti ráð­herr­unum að vera óheim­ilt að veita til­fallandi styrki og fram­lög til verk­efna sem varða þá mála­flokka sem þeir beira ábyrgð á átta vikum fyrir aug­lýstan kjör­dag. Sam­kvæmt þing­mönn­unum er til­gang­ur­inn með þessum laga­breyt­ingum þrí­þætt­ur. Í fyrsta lagi er þeim ætlað að koma í veg fyrir að hægt sé að efast um til­gang fjár­veit­inga ráð­herr­anna rétt fyrir kosn­ing­ar, en í öðru lagi ættu þær einnig að sjá til þess að jafn­ræðis sé gætt á milli mót­tak­enda hins opin­bera fjár­magns. Þar að auki ættu þær að tak­marka misvægi aðstæðna fram­bjóð­enda til Alþing­is.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent