Af hverju kærir hún ekki?

Brynhildur Björnsdóttir segir að kynferðislegt ofbeldi sé samfélagsmein sem beri að útrýma.

Auglýsing

Þessi spurn­ing er orðin næstum staðlað svar þeirra sem eiga erfitt með, eða vilja hrein­lega ekki horfast í augu við tíðni kyn­ferð­is­brota, alvar­leika þeirra og áhrifa á líf brota­þola. Af hverju kærir hún ekki? Ástæð­urnar geta verið fjöl­marg­ar. Sum treysta sér ekki til að end­ur­lifa atburð­ina aftur og aftur í yfir­heyrslum og fyrir dómi, önnur telja sig ekki hafa nægi­legar sann­anir fyrir því að á þeim hafi verið brot­ið, enn önnur eru í flóknum sam­böndum við ger­endur sína og vilja ekki raska ró fjöl­skyldna, vina­hópa eða sam­fé­lags­ins. Upp­hróp­anir á borð við "sak­laus uns sekt er sönnuð" gera það að verkum að komið er fram við þolendur eins og þeir ljúgi upp sak­ar­giftum og þá eru fjöl­mörg dæmi úr íslensku sam­fé­lagi um að  fjand­semi í garð brota­þola hefur hrakið þá úr bæj­ar­fé­lagi sínu eða jafn­vel úr landi, meira að segja þegar sekt ger­and­ans þótti sönnuð fyrir rétti.

Þeirra sem kæra bíður síðan oftar en ekki flókið og erfitt ferli þar sem þeirra hags­munir virð­ast vera mun létt­væg­ari en hinna ákærðu. Þessu þarf að breyta. 

Grund­vall­ar­at­riði er að brota­þolar verði gerðir aðilar máls eða veitt flest þau rétt­indi sem aðilar máls hafa eins og tíðkast víð­ast hvar á Norð­ur­lönd­un­um. Eins og staðan er nú eru brota­þolar vitni í eigin málum og hafa afar tak­markað aðgengi að upp­lýs­ingum og þátt­töku í máls­með­ferð­inni. Það gefur auga leið að þegar brota­þoli hefur ekki aðgang að gögnum máls síns kemur það bæði niður á gæðum lög­reglu­rann­sókna og með­ferð mála þegar í dóms­með­ferð er kom­ið.

Auglýsing
Það er mik­il­vægt að stytta máls­með­ferð­ar­tíma kyn­ferð­is­brota­mála. Margir mán­uðir geta liðið frá því að brot er kært og þangað til nið­ur­staða er fengin og þar sem brota­þoli er vitni en ekki máls­að­ili veit hann ekk­ert hvernig mál­inu vindur fram fyrr en bréf berst með upp­lýs­ing­um. Það þarf einnig að auka þekk­ingu fag­að­ila innan rétt­ar­vörslu­kerf­is­ins á orsökum og afleið­ingum kyn­ferð­is­brota í því augna­miði að bæta gæði lög­reglu­rann­sókna og þar er líka mik­il­vægt að aðild brota­þola að máli sé meiri en bara sem vitn­is.

Þessi verk­efni eru þegar hafin þar sem full­fjár­mögnuð aðgerð­ar­á­ætlun hefur verið kynnt um end­ur­bætur á með­ferð kyn­ferð­is­brota í rétt­ar­vörslu­kerf­inu en hún snýr meðal ann­ars að menntun lög­reglu­fólks og ákærenda og meiri virð­ingu í við­móti í garð brota­þola. 

Í ljósi þess hve fá kyn­ferð­is­brota­mál, þá sér­stak­lega nauðg­un­ar­mál, fara fyrir dóm viljum við auka aðgengi þolenda að skaða­bóta­rétti. Þó fæstir brota­þolar geti hugsað sér að meta sárs­auka sinn til fjár er ljóst að kyn­ferð­is­brot geta valdið þeim miklu and­legu, lík­am­legu, félags­legu og efna­hags­legu tjóni. Til að koma til móts við það tjón væri einn mögu­leiki að veita brota­þolum gjaf­sókn til að sækja skaða­bóta­mál, þar sem sönn­un­ar­krafan er ekki jafn há og í refsirétti, og að ríkið ábyrgist dæmdar bæt­ur.

Með því að bæta rétt­ar­stöðu brota­þola er ekki þar með sagt að allir brota­þolar muni kæra. En það er mik­il­vægt að þeim sem þó kæra verði mætt af virð­ingu og skiln­ingi, jafn­vel skil­virkni, inni í kerf­in­u. 

Kyn­ferð­is­legt ofbeldi er sam­fé­lags­mein sem ber að útrýma. Vinstri­hreyf­ingin – grænt fram­boð hefur haft það á stefnu­skrá sinni frá upp­hafi og mun halda þeirri vinnu áfram þar til mark­mið­inu er náð.

Höf­undur er fem­inisti og í fjórða sæti á lista Vinstri hreyf­ing­ar­innar græns fram­boðs í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermasundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Biðin eftir jólunum getur verið löng og ströng en félagssálfræðingur segir fullorðið fólk fullfært um að telja niður dagana og þurfi því ekki jóladagatöl líkt og börnin.
Fullorðna fólkið kann að telja og ætti ekki að þurfa jóladagatal
Jóladagatöl af ýmsu tagi hafa verið að festa sig í sessi á íslenskum markaði, rétt eins og afsláttardagar að bandarískri fyrirmynd. Prófessor í félagssálfræði segir fullorðið fólk kunna og telja og þurfi því ekki jóladagatöl.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar