Þegar sumir hafa vald yfir öðrum

Þorvarður Bergmann Kjartansson segist vita hvað hann muni kjósa í komandi kosningum og hvetur hann aðra til umhugsunar um hvaða málefni þeim þykir nógu merkileg til að kjósa – en valdaójafnvæginu verði að linna.

Auglýsing

Í upp­hafi sein­ustu aldar fékk vinn­andi fólk loks­ins þann rétt að kjósa sér full­trúa á Alþingi. Á undan því var lít­ill hópur af land­eig­endum og auð­mönnum sem nutu þess­ara sér­rétt­inda. Ástæðan fyrir því að þeir réðu land­inu, og skildu vinn­andi fólk þar útund­an, var ein­föld: þeir áttu land­ið. Það að leyfa óbreyttu vinnu­fólki að kjósa var ein­fald­lega brot á þeirra eign­ar­rétt.

Núna finnst okkur þetta hljóma fárán­lega og við lítum niður á lönd þar sem fólk nýtur ekki lýð­ræð­is. Við hreykjum okkur af því að vera lýð­ræð­is­legt sam­fé­lag, samt sem áður hunsum við þann stað sam­fé­lags­ins þar sem við eyðum stærsta hluta okkar vak­andi lífs: vinnu­stað­inn.

Um leið og þú mætir í vinn­una stíg­urðu inn í annan heim þar sem litlir ein­ræð­is­herrar ráða öllu. Þeir ákveða hvað þú ger­ir, hvernig þú gerir það og hvað er gert við verð­mætin sem þú skap­ar. Þín skoðun skiptir ekki máli, ekki ef hún er atvinnu­rek­and­anum í óhag. Fyr­ir­tækið er hans eign og getur hann gert nán­ast hvað sem hann vill við það.

Auglýsing

Þú mætir í vinn­una fimm sinnum í viku, notar þína vöðva og heila til að búa til verð­mæti og þegar vinnu­dag­ur­inn er búinn ferðu heim og skilur verð­mætin eftir hjá atvinnu­rek­and­an­um. Í staðin borgar hann þér laun.

Það er mik­il­væg for­senda fyrir því að þetta fyr­ir­komu­lag eigi sér stað. Heildar verð­mætin sem þú býrð til þurfa að vera meiri en pen­ing­ur­inn sem atvinnu­rek­and­inn borgar þér til baka. Ef þú býrð til stól sem er 10.000 kr. virði í sölu, þarf atvinnu­rek­and­inn að borga þér minna en 10.000 krón­ur. Ef þér er borgað virði vinnu þinnar er eng­inn afgangur fyrir atvinnu­rek­and­ann. Í kap­ít­al­ísku kerfi munt þú aldrei fá borgað virði vinnu­fram­lags­ins sem þú skil­ar.

Þér er sagt að þetta sé sann­gjarnt vegna þess að atvinnu­rek­and­inn er að taka áhættu. En þú tekur líka áhættu. Þegar þú tekur starf­inu setur þú þína fram­tíð í hendur atvinnu­rek­and­ans. Hans ákvarð­anir hafa bein áhrif á hversu góð eða slæm fram­tíð þín verður og þú færð ekki að taka þátt í þeirri ákvarð­ana­töku. Þegar vel viðrar fá eig­endur meiri arð en þú færð hins vegar ekk­ert nema þín föstu laun. En þegar illa viðrar þá tekur atvinnu­rek­and­inn það ekki á sig. Fyr­ir­tækið er rekið í hagn­að­ar­skyni og ef þú stendur í vegi fyrir hagn­aði, þá þarft þú að fara. Þú ert neyddur til að taka ábyrgð­ina og afleið­ing­unum af fullum þunga. Því af hverju myndi atvinnu­rek­andi halda þér í vinnu ef hann græðir meira á að segja þér upp. Þetta hefur verið auð­sjá­an­legt í röðum fjölda­upp­sagna á sein­ustu árum.

Nær­tækt dæmi er WOW Air. Fall WOW átti sér stað eftir röð ákvarð­ana frá eig­endum þess. Þeir tóku áhættu, áhættu sem var tekin til að reyna að hámarka hagnað þeirra sjálfra. Útkoman var að fyr­ir­tækið fór á haus­inn. En hvað kom fyrir starfs­fólk­ið? Það þurfti að taka afleið­ing­unum með fullum þunga. Það tók áhættu með því að til­einka þessu fyr­ir­tæki stóran hluta af sínu lífi án þess að fá að taka neinar ákvarð­anir um rekst­ur­inn. Eig­endur WOW tóku ákvarð­anir með sína hags­muni í huga en ekki hags­muni starfs­mann­anna. Starfs­fólk WOW end­aði atvinnu­laust, með engin laun út heilan mán­uð. Logið hafði verið að þeim, að laun þeirra væru örugg ef eitt­hvað kæmi upp á, en eig­end­urnir sáu sér frekar hag að nota laun starfs­fólks­ins til að halda fyr­ir­tæk­inu gang­andi aðeins leng­ur. Ef verka­lýðs­hreyf­ingin hefði ekki bjargað þessu fólki með því að lána því pen­ing þar til þau fengu úr þrota­bú­inu, hefði það verið tekju­laust í meira en mán­uð, áður en þau hefðu fengið atvinnu­leys­is­bæt­ur. Fólk hefði hrapað algjör­lega á botn­inn, með engan pen­ing til að borga af lán­um, leigu, mat, og aðrar nauð­synj­ar. Fólk hefði hrapað í skuld­ar­gröf sem það kæm­ist jafn­vel aldrei upp­úr.

Þetta valda­ó­jafn­vægi tekur sér einnig ógeð­feld­ari mynd sem við höfum fengið að kynn­ast í #MeToo bylt­ing­unni, bæði inn­an- og utan­lands. Þá var það gert auð­sjá­an­legt þær hræði­legu afleið­ingar sem fylgja því þegar ein mann­eskja hefur líf ann­arrar í hendi sér. Þar heyrðum við ótal hrill­ings­sögur af verkn­aði og aðstæðum sem fórn­ar­lömb voru neydd í í krafti valds­ins. Konum hefur verið neitað starfs­frama nema það sé borgað fyr­ir­fram kyn­ferð­is­lega. Fólk hefur þurft að spyrja sig hvað það er til­búið að gera til að halda vinn­unni. Síðan hefur þeim, sem gefa ekki eft­ir, verið refsað með upp­sögnum og útskúfun úr sínu fagi af því valda­mikið fólk hefur sagt öðru valda­miklu fólki að þau séu ekki þess virði að vinna með.

Þetta snýst ekki um góða og vonda atvinnu­rek­end­ur, þetta snýst um það vald sem atvinnu­rek­endur hafa yfir vinn­andi fólki; hvort sem þeir mis­nota það eða ekki.

Sam­fé­lagið okkar er lýð­ræð­is­legt að form­inu til, en atvinnu­rek­endur hafa mikið vald yfir því hvernig því er stjórn­að. Við búum í sam­fé­lagi þar sem litið er upp til fólks sem græðir mik­inn pen­ing. Það er tekið mark á skoð­unum þess og þær skoð­anir eru sýni­leg­astar í fjöl­miðlum og í tali þing­manna.

Það er óþarfi að færa frek­ari rök fyrir því að fjöl­miðlar tali almennt fyrir hag þeirra ríku; nóg er að benda á að það eru almennt þeir ríku sem eiga fjöl­miðl­ana. Þannig hafa þeir ríku tæki­færin og get­una til að móta umræð­una í sam­fé­lag­inu sér í hag.

Auð­menn og fyr­ir­tæki geta fjár­magnað og styrkt stjórn­mála­flokka og stjórn­mála­menn, beint eða óbeint. Hversu margir eiga hund­ruð þús­unda króna afgangs til að gefa stjórn­mála­flokk­um? Á sama tíma getur eitt útgerð­ar­fyr­ir­tæki eytt næstum því 3 millj­ónum í að halda þing­flokk­unum á sinni hlið. Til að nefna, var þriðj­ungur af öllum styrkjum til þing­flokka, árið 2017, frá útgerð­ar­fyr­ir­tækj­um. Hvernig á almennt vinn­andi fólk að keppa við það þegar það nær varla endum sam­an?

Á orði eigum við öll jafna rödd í lýð­ræð­inu. En ef sumir geta borgað til að gera rödd sína hærri en hinar þá erum við ekki með lýð­ræði.

Á meðan við höfum ekki efna­hags­legt lýð­ræði mun ójöfn­uð­ur­inn alltaf grafa undan póli­tíska lýð­ræð­inu. Það að ríf­ast um hvort ríkið eiga að hafa meira eða minna vald á efna­hags­kerf­inu er að mis­skilja vanda­mál­ið. Sú umræða á að eiga sér stað eftir að við ræðum um ákvörð­un­ar­valdið sem starfs­fólk á að hafa yfir sinni eigin vinnu.

Starfs­fólk myndi ekki kjósa að að flytja störfin sín út úr landi. Starfs­fólk myndi ekki að kjósa að láta sig lifa á fátækt­ar­launum og starfs­fólk myndi ekki kjósa að gefa for­stjórum ofur­laun. Starfs­fólk myndi ekki kjósa að skemma nátt­úr­una í umhverf­inu sem það býr í, og starfs­fólk myndi ekki segja upp fjölda fólks til að halda uppi hámarks­gróða.

Það er óvið­un­andi að leyfa fáum að hafa svona mikið vald yfir lífi ann­arra og þetta valda­ó­jafn­vægi þarf að leið­rétta með tveimur aðgerð­um.

I. Atvinnu­lýð­ræði

Að starfs­fólk geti kosið sér full­trúa í stjórnir þeirra fyr­ir­tækja þar sem það starfar. Þetta fyr­ir­komu­lag er algengt í Evr­ópu og er til staðar í einni eða annarri mynd í flestum Evr­ópu­sam­bands­ríkjum og öllum norð­ur­lönd­unum - nema Íslandi.

Þar sem gróði fyr­ir­tækja eru algjör­lega háður fram­lagi vinnu­aflsins, ætt það að telj­ast sann­gjarnt að starfs­fólk skipi helm­ing stjórn­ar­manna á móti fjár­magns­eig­end­um. Þannig getur starfs­fólk varið sína hags­muni, tekið þátt í að móta stefnu fyr­ir­tæk­is­ins og dregið úr því mikla valda­ó­jafn­vægi sem ríkir í dag.

II. Starfs­manna-­sam­vinnu­fé­lög

Ryðja þarf veg fyrir starfs­manna-­sam­vinnu­fé­lög, hér á landi. Fyr­ir­tæki sem eru algjör­lega - og ein­göngu - í eigu starfs­mann­anna sem þar vinna. Slík fyr­ir­tæki eru til um allan heim og er ein­stak­lega algengt í Ítal­íu; en þar, í sumum héröð­um, mynda starfs­manna-­sam­vinnu­fé­lög meira en helm­ing­inn af hag­kerf­inu. En þar hefur það verið stefna rík­is­ins að hvetja til, og aðstoða við upp­bygg­ingu slíkra fyr­ir­tækja.

Í rit­gerð­inni ‘What do we really know about wor­ker cooper­ati­ves’, eftir hag­fræð­ing­inn Virg­inie Pérot­in, er farið yfir tvo ára­tugi af alþjóð­legum gögnum og töl­fræði um starfs­manna-­sam­vinnu­fé­lög og borið saman við hefð­bundin fyr­ir­tæki. Þetta er stærsta rann­sókn sinnar teg­und­ar.

Út frá gögn­unum kemst hún að 5 nið­ur­stöð­un.

  • Starfs­manna-­sam­vinnu­fé­lög eru að jafn­aði stærri en hefð­bundin fyr­ir­tæki.
  • Starfs­manna-­sam­vinnu­fé­lög lifa að minnsta kosti jafn lengi og önnur fyr­ir­tæki og hafa meira atvinnu­ör­yggi.
  • Starfs­manna-­sam­vinnu­fé­lög eru afkasta­meiri en hefð­bundin fyr­ir­tæki, þar sem starfs­fólk vinnur „betur og gáf­aðra“ og fram­leiðsla er skipu­lögð á skil­virk­ari hátt.
  • Starfs­manna-­sam­vinnu­fé­lög end­ur­fjár­magna stærri hluta af hagn­aði sínum aftur í fyr­ir­tæk­inu en önnur við­skipta­mód­el.
  • Launa­munur milli stjórn­enda og almenns vinnu­fólks er mun minni í starfs­manna-­sam­vinnu­fé­lögum en í öðrum fyr­ir­tækj­um.

Þetta félags­form er ekki til í lög­um, hér á landi, og það þarf að laga. Slík félög eiga að njóta jafn­ræðis á við önnur rekstr­ar­form og hafa jafnan aðgang að almennum sjóð­um. Það þarf að vera auð­velt að stofna starfs­manna-­sam­vinnu­fé­lög og það þarf að tryggja að verka­lýðs-frum­kvöðlar hafi aðgang að hag­kvæmu fjár­magni til að stofna slík félög.

Blása þarf vind í segl slíkra félaga með því að:

  • Gefa starfs­fólki for­kaups­rétt á vinnu­stöðum sín­um.
  • Gefa atvinnu­lausum kost á fjár­magni til að koma saman og stofna starfs­manna-­sam­vinnu­fé­lag (í stað atvinnu­leys­is­bóta).
  • Veita starfs­manna-­sam­vinnu­fé­lögum aðstoð í ýmsu formi, eins og nám­skeið og skatta­af­slætti.

Við ættum að gera þetta fyrir það eitt að finn­ast lýð­ræði nógu mik­il­vægt til að aðstoða og vernda. Fáir flokkar hafa myndað sér stefnu um þessi mál, og af þeim þykir flestum nóg að rétt nefna atvinnu­lýð­ræði.

Það er bara einn flokkur sem ég hef heyrt tala um atvinnu­lýð­ræði og starfs­manna-­sam­vinnu­fé­lög í þess­ari kosn­inga­bar­áttu og sá flokkur er Sós­í­alista­flokk­ur­inn. Hann er eini flokk­ur­inn sem virð­ist hafa það að áherslu­at­riði að vinn­andi fólk hafi vald yfir sínu eigin lífi, eigin starfi og eigin afkomu.

Ég veit hvað ég mun kjósa í kom­andi kosn­ingum og ég hvet aðra til umhugs­unar um hvaða mál­efni þeim þykir nógu merki­leg til að kjósa. En valda­ó­jafn­væg­inu verður að linna. Því við erum ekki örugg á meðan aðrir hafa vald yfir okkar lífi. Því að á meðan við höfum ekki efna­hags­legt lýð­ræði mun ójöfn­uð­ur­inn alltaf grafa undan póli­tíska lýð­ræð­inu.

Höf­undur er for­maður fram­tíð­ar­nefndar VR.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar