Jarðtenging fjármála stjórnmálaflokkanna

Nýdoktor við lagadeild HÍ segir að auka megi lýðræðislegt aðhald með því að gefa kjósendum meira vald yfir fjármögnun stjórnmálaflokka.

Auglýsing

Nú þegar stríðskistur stjórn­mála­flokk­anna standa opnar og fjár­magna ímynd­ar­her­ferðir vegna kom­andi Alþing­is­kosn­inga mætti staldra við og hug­leiða hvernig þær verða fylltar á nýjan leik. Kerf­is­breyt­ing hefur orðið á und­an­förnum árum í því hvernig stjórn­mála­flokk­arnir fjár­magna sig. Áður voru það gjarnan stöndug fyr­ir­tæki sem greiddu væna styrki og þá stóðu þau sam­tök best að vígi í rekstri kosn­inga­bar­áttu, sem höfð­uðu best til slíkra styrkt­ar­að­ila. Einn af lær­dómum Hruns­ins var að slíkt fyr­ir­komu­lag væri óheppi­legt, þar sem það gerði stjórn­málin ofur­seld duttl­ungum fárra fjár­sterkra aðila.

Með breyt­ingum á lagaum­gjörð stjórn­mála­flokka hefur að mestu verið tekið fyrir slíka styrki, en þess í stað hefur beinn styrkur úr rík­is­sjóði til rekst­urs stjórn­mála­flokka hækkað mjög ríf­lega, sem útdeilt er á grund­velli úrslita kosn­inga. Fjár­mögnun stjórn­mála­bar­átt­unnar hefur færst frá því að koma úr vösum vel stæðra styrkt­ar­að­ila, yfir í að koma úr sam­eig­in­legum sjóðum lands­manna. Fyrir rót­grónu stjórn­mála­flokk­ana er þetta hent­ugt fyr­ir­komu­lag. Þeir þurfa ekki lengur að vera stöðugt á bið­ils­bux­unum eftir fjár­magni, heldur ein­ungis að sam­mæl­ast sín á milli um árlega upp­hæð úr rík­is­sjóði, sem síðan er hægt að nýta til rekst­urs skrif­stofu og til að fjár­magna kosn­inga­bar­áttu.

Auglýsing

Vanda­málið við þetta nýja fyr­ir­komu­lag felst einkum í því að það lýð­ræð­is­lega aðhald að stjórn­mála­flokk­un­um, sem felst í því að þeir þurfi að óska eftir stuðn­ingi í gegnum fjár­fram­lög, hefur stór­minnk­að. Það er vissu­lega góð breyt­ing að fjár­sterkir aðilar geti ekki lengur með beinum hætti keypt sér áhrif í gegnum fjár­styrki, en að sama skapi væri æski­legt að almenn­ingur gæti aft­ur­kallað fjár­styrki til stjórn­mála­sam­taka oftar en á fjög­urra ára fresti. Hættan er sú að stjórn­mála­flokk­arnir breyt­ist úr fjölda­hreyf­ing­um, sem reiða sig sífellt á stuðn­ing fjöld­ans, yfir í fámennar klíkur í kringum flokks­kontór­ana. Þar skáki þær í skjóli fjár­muna úr rík­is­sjóði og end­ur­nýi sífellt umboð sitt með áferð­ar­fögrum aug­lýs­ingum fyrir kosn­ing­ar, einnig fjár­mögn­uðum úr rík­is­sjóði.

Hefð­bundið flokks­starf sjálf­boða­liða koðnar niður og víkur fyrir póli­tískum atvinnu­kontóristum og kjörnum full­trú­um, sem eru að mestu óháðir óbreyttu flokks­fólki. Í berg­máls­her­bergjum þess­ara fámennu hópa mynd­ast síðan kjörað­stæður fyrir sér­hags­muni til að hafa áhrif. Ekki þarf lengur að reka fág­aðan áróður til þess að sveigja fjölda­hreyf­ingar á sitt band, heldur nægir að hreiðra um sig í sál­ar­lífi þeirra fáu sem starfa í fullu starfi við stjórn­mál­in.

Það væri stjórn­mál­unum hollt að ná betri jarð­teng­ingu við almenn­ing. Það mætti til dæmis gera með því að skipt­ing árlegra greiðslna til stjórn­mála­flokka væri ákvörðuð af hverjum og einum skatt­greið­anda við skil skatt­fram­tals. Skatt­greið­endur gætu þannig ákveðið að styrkja ein eða fleiri stjórn­mála­sam­tök innan þess ramma sem ákvarð­aður væri árlega í slík útgjöld úr rík­is­sjóði.

Haukur Logi Karls­son, nýdoktor við laga­deild HÍ

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Um 80 prósent HIV smitaðra í Afríku eru undir fimmtugu. Meðferð vegna veirusýkingingarinnar hefur fallið í skuggann af faraldri COVID-19.
„Leikvöllur“ veirunnar hvergi stærri en í sunnanverðri Afríku
HIV smitaðir sem ekki hafa fengið viðeigandi meðferð eru í margfalt meiri hættu á að deyja úr COVID-19. Vísbendingar eru auk þess um að líkami þeirra sé eins og útungunarvél fyrir ný afbrigði veirunnar. Óréttlát dreifing bóluefna er grafalvarlegur vandi.
Kjarninn 5. desember 2021
Ástandið er að eyðileggja líf allra – Á vappinu í stórborginni Hólagarði
Á næstunni munu Auður Jónsdóttir rithöfundur og Bára Huld Beck blaðamaður rúnta um úthverfi höfuðborgarsvæðisins og kanna bæði stemninguna og rekstrarskilyrðin í kófinu í hinum ýmsu verslunarkjörnum. Hólagarður var fyrsti viðkomustaðurinn.
Kjarninn 5. desember 2021
Líkin í lestinni og fangarnir fjórir
Í tíu daga hefur dönsk freigáta lónað skammt undan landi á Gíneuflóa. Áhöfnin bíður fyrirmæla danskra stjórnvalda um hvað gera skuli við óvenjulega fragt um borð í skipinu: fjögur lík og fjóra fanga.
Kjarninn 5. desember 2021
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar