Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn

Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir að Íslendingar megi ekki falla í þá gildru að taka ákvarðanir með skammtímahagsmuni í huga heldur þurfi að marka stefnu til lengri tíma.

Auglýsing

Nú þegar öllum ætti að vera ljóst mik­il­vægi þess að byggja upp öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi eftir ára­tuga nið­ur­skurð dynur á heil­brigð­is­starfs­fólki umræða um þjón­ustu­væð­ingu, nið­ur­skurð, stjórn­leysi og skort á skil­virkni. Á þessu sama starfs­fólki og staðið hefur vakt­ina í heims­far­aldr­inum síð­ustu átján mán­uð­ina og sýnt ótrú­lega seiglu og fag­mennsku þrátt fyrir á köflum ótrú­legt álag.

Við búum í mark­aðs­hag­kerfi en það nor­ræna módel sem við höfum byggt sam­fé­lag okkar á grund­vall­ast á opin­berri almanna­þjón­ustu. Við getum verið sam­taka í því að leyfa mark­að­inum að sinna þeim þörfum þar sem fólk hefur raun­veru­legt val en mark­aðs­öflin eru alls ekki vel til þess fallin að sinna grund­vall­ar­þörfum fólks og tryggja and­legt og lík­am­legt heil­brigði. Þar hefur fólk ekki raun­veru­legt val eða þekk­ingu til að velja á milli ólíkra kosta og það á eng­inn að græða á neyð fólks.

Það hefur verið mikil umræða um einka­væð­ingu í heil­brigð­is­þjón­ust­unni und­an­farin ár. En hvers vegna ætli eig­endur fyr­ir­tækja sem rekin eru í hagn­að­ar­skyni séu svona áhuga­samir um að auka hlut­deild sína í heil­brigð­is­þjón­ust­unni?

Auglýsing

Tveir erlendir sér­fræð­ingar sem fjallað hafa um þetta nýverið gætu hafa komið með svarið við því. Í vor flutti Marta Szebehely, pró­fessor emeritus í félags­ráð­gjöf við Stokk­hólms­há­skóla, erindi á fundi ASÍ og BSRB og fór yfir umfangs­miklar rann­sóknir sínar á áhrifum einka­væð­ingar öldr­un­ar­þjón­ust­unnar í Sví­þjóð. Sú þróun hefur leitt til hárrar hlut­deildar hagn­að­ar­drif­inna fyr­ir­tækja og erlendra fjár­festa og afleið­ingin er verri þjón­usta til tekju­lægra eldra fólks og verri kjör starfs­fólks.

Á mál­þingi BSRB og ASÍ um heil­brigð­is­mál í síð­ustu viku tal­aði Vivek Kot­echa, end­ur­skoð­andi sem hefur rann­sakað einka­rekstur í breska heil­brigð­is­kerf­inu, og sýndi með skýrum hætti að mark­mið eig­enda hagn­að­ar­drif­inna fyr­ir­tækja í heil­brigð­is­þjón­ustu er ekki þjón­ustu­væð­ing heldur auk­inn hagn­aður til eig­enda. Hagn­aður sem gjarnan er byggður á skuld­setn­ingu og verri kjörum starfs­fólks. Hagn­aður sem endar oft í skatta­skjól­um.

Skattfé notað til að greiða arð

Er þetta það sem við vilj­um? Að örfáir ein­stak­ling­ar, inn­lendir eða erlendir fjár­fest­ar, græði á því að þjón­usta fólk sem þarf með­höndlun vegna sjúk­dóma eða slysa, eða á fólki sem þarf á þjón­ustu að halda á eldri árum? Viljum við nota skattfé lands­manna í að greiða arð í fyr­ir­tækjum sem sinna þess­ari þjón­ustu? Eða höfum við mögu­lega eitt­hvað betra við skatt­pen­ing­ana að gera?

Fjöldi kann­ana sýnir að almenn­ingur vill að heil­brigð­is­þjón­ustan sé fjár­mögnuð af opin­beru fé og rekin af opin­berum aðil­um. Þetta á við um meiri­hluta kjós­enda allra flokka. Það er því ljóst að það er rof á milli vilja kjós­enda og stefnu flestra stjórn­mála­flokka þegar kemur að heil­brigð­is­mál­um.

Áherslur stjórn­mál­anna ein­kenn­ast af frösum en minna er fjallað um hvaða áhrif breyt­ing­arnar kunni að hafa á styrk og sam­hæf­ing­ar­kraft heil­brigð­is­kerf­is­ins, þjón­ustu við mis­mun­andi hópa sjúk­linga eftir búsetu, eftir tekjum og eftir teg­und sjúk­dóma. Og eng­inn hefur talað um áhrif á starfs­fólk í þessu sam­hengi. Starfs­fólk sem hér hefur staðið vakt­ina í eitt og hálft ár til að tryggja að við sem sam­fé­lag komumst heil í gegnum þennan heims­far­ald­ur.

Stjórn­mála­menn skulda kjós­endum svör

Þau sem kepp­ast nú um atkvæði okkar skulda almenn­ingi raun­veru­leg svör um hvernig þau ætla að skipu­leggja þjón­ust­una.

Einka­rekstur og útvistun til­tek­inna verk­efna heil­brigð­is­þjón­ust­unnar er ekki töfra­lausn. Stjórn­un­ar­kostn­aður eykst, eft­ir­lit er flókið og kostn­að­ar­samt og arð­sem­is­krafa leiðir til hærri kostn­að­ar. Þessi hækkun er á end­anum greidd úr sam­eig­in­legum sjóðum okkar eða eykur kostnað fyrir ein­stak­linga.

Þegar umræðan er öll á yfir­borð­inu er hætta á að stjórn­mála­menn taki ákvarð­anir án þess að fyrir liggi grein­ing á áhrifum þess­ara ákvarð­ana á heil­brigð­is­kerfið til langs tíma. Við megum ekki falla í þá gildru að taka ákvarð­anir með skamm­tíma­hags­muni í huga heldur þarf að marka stefnu til lengri tíma þar sem meðal ann­ars er lagt mat á kostn­að, áhrif á not­endur þjón­ust­unnar og á starfs­fólkið sem sinnir henni.

Höf­undur er for­maður BSRB.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eggert Gunnþór Jónsson er hér til vinstri í leik gegn Hvíta-Rússlandi á Evrópumóti U-21 landsliða árið 2011.
Eggert Gunnþór segist saklaus
Knattspyrnumaðurinn Eggert Gunnþór Jónsson hafnar ásökunum um kynferðisbrot í Kaupmannahöfn árið 2010 og segist fullkomlega saklaus.
Kjarninn 22. október 2021
Ingrid Kuhlman
Munurinn á dánaraðstoð og sjálfsvígi er mikill
Kjarninn 22. október 2021
Sérfræðingar frá Syndis og Advania hafa tekið þátt í að skoða málið undanfarna daga.
Hætta á að tölvuþrjótar hafi komist yfir tölvupósta frá starfsmönnum HR
Rektor HR tilkynnti starfsfólki skólans það eftir hádegi í dag að möguleiki væri á því að tölvupóstar, jafnvel ár aftur í tímann, væru í höndum tölvuþrjóta. Ekki er þó ljóst hvort svo sé eða ekki, eða hvort afleiðingar af því verði einhverjar.
Kjarninn 22. október 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Rafmagnað Grænland og Ísland?
Kjarninn 22. október 2021
Biður hagsmunasamtök að tjá sig ekki um verðhækkanir
Samkeppniseftirlitið brýnir fyrir forsvarsmönnum hagsmunasamtaka að taka ekki þátt í umfjöllunum um hækkandi vöruverð, þar sem samtökin eiga að fara gætilega þegar kemur að umræðu sem hefur áhrif á verðlagningu fyrirtækja.
Kjarninn 22. október 2021
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 44. þáttur: Drukkni sjóguninn
Kjarninn 22. október 2021
Samherji hf. er á lista yfir framúrskarandi fyrirtæki og raunar einnig Samherji Ísland ehf. og fleiri dótturfélög Samherja. Hins vegar er Samherji Holding ehf. ekki á lista, líklega þar sem félagið hefur ekki enn skilað ársreikningi fyrir árið 2019.
Bæði Samherji og Init ofarlega á listum yfir „framúrskarandi fyrirtæki“ ársins
Alls eru 878 fyrirtæki á lista CreditInfo yfir Framúrskarandi fyrirtæki árið 2021. Sum þeirra sem skipa efstu sætin á listum hafa verið til umfjöllunar undanfarin misseri fyrir hátterni sem erfitt er að tengja við það að skara fram úr.
Kjarninn 22. október 2021
Hallgrímskirkja
„Við eigum sögu sem við þurfum heldur betur að læra af“
Sam­skipta­stjóri Bisk­ups­stofu segir að það sé skylda kirkj­unnar að læra af sögu hennar er varðar við­brögð við kyn­ferð­is­legri áreitni og ofbeldi. Ein formleg ásökun hefur borist á borð Biskupsstofu frá því Agnes M. Sigurðar­dóttir tók við embætti.
Kjarninn 22. október 2021
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar