Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn

Sonja Ýr Þorbergsdóttir segir að Íslendingar megi ekki falla í þá gildru að taka ákvarðanir með skammtímahagsmuni í huga heldur þurfi að marka stefnu til lengri tíma.

Auglýsing

Nú þegar öllum ætti að vera ljóst mik­il­vægi þess að byggja upp öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi eftir ára­tuga nið­ur­skurð dynur á heil­brigð­is­starfs­fólki umræða um þjón­ustu­væð­ingu, nið­ur­skurð, stjórn­leysi og skort á skil­virkni. Á þessu sama starfs­fólki og staðið hefur vakt­ina í heims­far­aldr­inum síð­ustu átján mán­uð­ina og sýnt ótrú­lega seiglu og fag­mennsku þrátt fyrir á köflum ótrú­legt álag.

Við búum í mark­aðs­hag­kerfi en það nor­ræna módel sem við höfum byggt sam­fé­lag okkar á grund­vall­ast á opin­berri almanna­þjón­ustu. Við getum verið sam­taka í því að leyfa mark­að­inum að sinna þeim þörfum þar sem fólk hefur raun­veru­legt val en mark­aðs­öflin eru alls ekki vel til þess fallin að sinna grund­vall­ar­þörfum fólks og tryggja and­legt og lík­am­legt heil­brigði. Þar hefur fólk ekki raun­veru­legt val eða þekk­ingu til að velja á milli ólíkra kosta og það á eng­inn að græða á neyð fólks.

Það hefur verið mikil umræða um einka­væð­ingu í heil­brigð­is­þjón­ust­unni und­an­farin ár. En hvers vegna ætli eig­endur fyr­ir­tækja sem rekin eru í hagn­að­ar­skyni séu svona áhuga­samir um að auka hlut­deild sína í heil­brigð­is­þjón­ust­unni?

Auglýsing

Tveir erlendir sér­fræð­ingar sem fjallað hafa um þetta nýverið gætu hafa komið með svarið við því. Í vor flutti Marta Szebehely, pró­fessor emeritus í félags­ráð­gjöf við Stokk­hólms­há­skóla, erindi á fundi ASÍ og BSRB og fór yfir umfangs­miklar rann­sóknir sínar á áhrifum einka­væð­ingar öldr­un­ar­þjón­ust­unnar í Sví­þjóð. Sú þróun hefur leitt til hárrar hlut­deildar hagn­að­ar­drif­inna fyr­ir­tækja og erlendra fjár­festa og afleið­ingin er verri þjón­usta til tekju­lægra eldra fólks og verri kjör starfs­fólks.

Á mál­þingi BSRB og ASÍ um heil­brigð­is­mál í síð­ustu viku tal­aði Vivek Kot­echa, end­ur­skoð­andi sem hefur rann­sakað einka­rekstur í breska heil­brigð­is­kerf­inu, og sýndi með skýrum hætti að mark­mið eig­enda hagn­að­ar­drif­inna fyr­ir­tækja í heil­brigð­is­þjón­ustu er ekki þjón­ustu­væð­ing heldur auk­inn hagn­aður til eig­enda. Hagn­aður sem gjarnan er byggður á skuld­setn­ingu og verri kjörum starfs­fólks. Hagn­aður sem endar oft í skatta­skjól­um.

Skattfé notað til að greiða arð

Er þetta það sem við vilj­um? Að örfáir ein­stak­ling­ar, inn­lendir eða erlendir fjár­fest­ar, græði á því að þjón­usta fólk sem þarf með­höndlun vegna sjúk­dóma eða slysa, eða á fólki sem þarf á þjón­ustu að halda á eldri árum? Viljum við nota skattfé lands­manna í að greiða arð í fyr­ir­tækjum sem sinna þess­ari þjón­ustu? Eða höfum við mögu­lega eitt­hvað betra við skatt­pen­ing­ana að gera?

Fjöldi kann­ana sýnir að almenn­ingur vill að heil­brigð­is­þjón­ustan sé fjár­mögnuð af opin­beru fé og rekin af opin­berum aðil­um. Þetta á við um meiri­hluta kjós­enda allra flokka. Það er því ljóst að það er rof á milli vilja kjós­enda og stefnu flestra stjórn­mála­flokka þegar kemur að heil­brigð­is­mál­um.

Áherslur stjórn­mál­anna ein­kenn­ast af frösum en minna er fjallað um hvaða áhrif breyt­ing­arnar kunni að hafa á styrk og sam­hæf­ing­ar­kraft heil­brigð­is­kerf­is­ins, þjón­ustu við mis­mun­andi hópa sjúk­linga eftir búsetu, eftir tekjum og eftir teg­und sjúk­dóma. Og eng­inn hefur talað um áhrif á starfs­fólk í þessu sam­hengi. Starfs­fólk sem hér hefur staðið vakt­ina í eitt og hálft ár til að tryggja að við sem sam­fé­lag komumst heil í gegnum þennan heims­far­ald­ur.

Stjórn­mála­menn skulda kjós­endum svör

Þau sem kepp­ast nú um atkvæði okkar skulda almenn­ingi raun­veru­leg svör um hvernig þau ætla að skipu­leggja þjón­ust­una.

Einka­rekstur og útvistun til­tek­inna verk­efna heil­brigð­is­þjón­ust­unnar er ekki töfra­lausn. Stjórn­un­ar­kostn­aður eykst, eft­ir­lit er flókið og kostn­að­ar­samt og arð­sem­is­krafa leiðir til hærri kostn­að­ar. Þessi hækkun er á end­anum greidd úr sam­eig­in­legum sjóðum okkar eða eykur kostnað fyrir ein­stak­linga.

Þegar umræðan er öll á yfir­borð­inu er hætta á að stjórn­mála­menn taki ákvarð­anir án þess að fyrir liggi grein­ing á áhrifum þess­ara ákvarð­ana á heil­brigð­is­kerfið til langs tíma. Við megum ekki falla í þá gildru að taka ákvarð­anir með skamm­tíma­hags­muni í huga heldur þarf að marka stefnu til lengri tíma þar sem meðal ann­ars er lagt mat á kostn­að, áhrif á not­endur þjón­ust­unnar og á starfs­fólkið sem sinnir henni.

Höf­undur er for­maður BSRB.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar