Flestar athugasemdir við breytta skipan ráðuneyta snúa að menntamálum

Menntamálastofnun og stjórnendur framhaldsskóla eru meðal þeirra sem lýsa yfir áhyggjum með breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Þá lýsir Rauði krossinn yfir áhyggjum á tilfærslu þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Frá undirritun nýs stjórnarsáttmála 28. nóvember síðastliðinn. Með honum fjölgar ráðuneytum úr 10 í 12 og fjöldi mála færist milli ráðuneyta.
Frá undirritun nýs stjórnarsáttmála 28. nóvember síðastliðinn. Með honum fjölgar ráðuneytum úr 10 í 12 og fjöldi mála færist milli ráðuneyta.
Auglýsing

Með stjórn­ar­sátt­mála end­ur­nýj­aðs rík­is­stjórn­ar­sam­starfs sem kynntur var fyrir ára­mót fjölgar ráðu­neytum úr tíu í tólf og fjöl­margir mála­flokkar fær­ast milli ráðu­neyta. Í umsögnum um breytta skipan ráðu­neyta snú­ast margar að flutn­ingi verk­efna frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu til ráðu­neyta á borð við félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neytis og háskóla-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is.

Staða fram­halds­skól­ans þurfi að vera skýr

Magnús Þor­kels­son, skóla­meist­ari Flens­borg­ar­skól­ans, segir að í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu for­sæt­is­ráð­herra um breytta skipan ráðu­neyta sjái hann ekki með góðu móti að hugsað hafi verið til enda hver staða fram­halds­skól­ans sé með breyt­ing­unni. Þá segir hann það baga­legt að fram­halds­skól­inn sé ekki nefndur á nafn í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni.

„Það virð­ist sem eitt ráðu­neyti taki á mál­efnum barna upp að 18 ára aldri og þar með þeim skóla­stigum sem því ald­urs­bili til­heyra,“ segir í umsögn Magn­úsar, sem sendir hana í sam­ráði við Kristin Þor­steins­son, for­mann Skóla­meist­ara­fé­lags­ins og skóla­meist­ara FG, sem og í sam­ráði við nokkurn hóp skóla­meist­ara.

Auglýsing
Í umsögn­inni er spurt um nem­endur 18 ára og eldri sem stunda nám á fram­halds­skóla­stigi og vísað í tölur frá Hag­stof­unni sem sýna að árið 2019 voru 62% þeirra nem­enda sem voru skráð í nám í fram­halds­skólum 18 ára eða eldri. „Staða fram­hald­s­kól­ans þarf að vera skýr í svona plaggi og ljóst undir hvaða ráð­herra skóla­stigið heyr­ir,“ segir í umsögn­inni.

Gagnýnir flutn­ing fram­halds­fræðslu til félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neytis

Mennta­mála­stofnun gerir athuga­semd við fyr­ir­hug­aðan flutn­ing mála­flokks­ins fram­halds­fræðsla til félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is, sem Guð­mundur Ingi Guð­brans­son, fyrr­ver­andi umhverf­is­ráð­herra, stýrir nú. Stofn­unin telur að með því sé verið að auka lík­urnar á fjar­lægð og aðskiln­aði frá hinu almenna mennta­kerfi. „Mun þetta auka óvissu ein­stak­lingar um það hvort námið verði metið til ein­inga; hvernig nám sem á sér stað á einum stað muni opna leiðir inn í önnur mennt­un­ar­úr­ræð­i,“ segir í umsögn­inni.

­Mennta­mála­stofnun bendir á að á öllum Norð­ur­löndum heyrir fram­halds­fræðslan undir ráðu­neyti mennta­mála og stjórn­sýslu­stofn­anir þeirra ráðu­neyta. Mennta­mála­stofnun mun áfram heyra undir mennta- og barna­mála­ráðu­neyti og er það mat stofn­un­ar­innar að ef færa á stjórn­sýslu­lega ábyrgð fram­halds­fræðslu yfir til ann­ars ráðu­neytis er hætt við að núver­andi hlut­verk stofn­un­ar­innar varð­andi þennan mála­flokk muni riðl­ast.

Meðal ann­arra athuga­semda má nefna Félag háskóla­mennt­aðra starfs­manna Stjórn­ar­ráðs­ins sem segir í umsögn sinni að félag­inu sé ekki kunn­ugt um að þekk­ing sér­fræð­inga Stjórn­ar­ráðs­ins hafi verið nýtt sem skyldi í und­ir­bún­ingi þeirra breyt­inga á skipan ráðu­neyta með breyttri skipan ráðu­neyta. Félagið bendir á mik­il­vægi þess að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd beini því til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins að við­haft verði full­nægj­andi sam­ráð við sér­fræð­inga Stjórn­ar­ráðs­ins um inn­leið­ingu fyr­ir­hug­aðra breyt­inga.

Samn­ingur Rauða kross­ins við ráðu­neyti og Útlend­inga­stofnun brost­inn vegna til­færslu

Athuga­semdir snúa ekki ein­ungis að mennta­mál­um. Í umsögn Rauða kross­ins segir að félagið hafi áhyggjur tengdar kynn­ingu og fram­kvæmd á til­færslu þjón­ustu við umsækj­endur um alþjóð­lega vernd frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu til félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins þar sem hún hefur áhrif á gild­andi samn­ing Rauða kross­ins við dóms­mála­ráðu­neytið og Útlend­inga­stofnun og þar með á allt að 600 not­endur þjón­ust­unnar sem eru umsækj­endur um alþjóð­lega vernd á Íslandi.

Fram kemur í umsögn­inni að dóms­mála­ráðu­neytið hafi gefið þá skýr­ingu að með til­færslu hluta verk­efn­is­ins til ann­ars ráðu­neytis séu for­sendur samn­ings­ins brostnar og hefur ákveðið að fram­lengja ekki samn­ingnum út febr­úar 2023 eins og heim­ilt var að gera en hann rennur að óbreyttu út í lok næsta mán­að­ar.

Rauði kross­inn hefur talað fyrir því að þjón­usta við umsækj­endur um alþjóð­lega vernd verði ekki á for­ræði Útlend­inga­stofn­unar en áhyggjur félags­ins af flutn­ingi til félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins snú­ast fyrst og fremst að því að umræddar breyt­ingar og sá skammi tími sem ætl­aður er í þær muni valda rofi á þjón­ustu til umsækj­enda um alþjóð­lega vernd og að verð­mæt reynsla og yfir­grips­mikil þekk­ing og gagna­grunnar sem Rauði kross­inn hefur byggt upp frá árinu 2014 á grund­velli samn­inga félags­ins við dóms­mála­ráðu­neytið glat­ist við til­færsl­una.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent