Flestar athugasemdir við breytta skipan ráðuneyta snúa að menntamálum

Menntamálastofnun og stjórnendur framhaldsskóla eru meðal þeirra sem lýsa yfir áhyggjum með breytta skipan ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands. Þá lýsir Rauði krossinn yfir áhyggjum á tilfærslu þjónustu við umsækjendur um alþjóðlega vernd.

Frá undirritun nýs stjórnarsáttmála 28. nóvember síðastliðinn. Með honum fjölgar ráðuneytum úr 10 í 12 og fjöldi mála færist milli ráðuneyta.
Frá undirritun nýs stjórnarsáttmála 28. nóvember síðastliðinn. Með honum fjölgar ráðuneytum úr 10 í 12 og fjöldi mála færist milli ráðuneyta.
Auglýsing

Með stjórn­ar­sátt­mála end­ur­nýj­aðs rík­is­stjórn­ar­sam­starfs sem kynntur var fyrir ára­mót fjölgar ráðu­neytum úr tíu í tólf og fjöl­margir mála­flokkar fær­ast milli ráðu­neyta. Í umsögnum um breytta skipan ráðu­neyta snú­ast margar að flutn­ingi verk­efna frá mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­inu til ráðu­neyta á borð við félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neytis og háskóla-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­is.

Staða fram­halds­skól­ans þurfi að vera skýr

Magnús Þor­kels­son, skóla­meist­ari Flens­borg­ar­skól­ans, segir að í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu for­sæt­is­ráð­herra um breytta skipan ráðu­neyta sjái hann ekki með góðu móti að hugsað hafi verið til enda hver staða fram­halds­skól­ans sé með breyt­ing­unni. Þá segir hann það baga­legt að fram­halds­skól­inn sé ekki nefndur á nafn í þings­á­lykt­un­ar­til­lög­unni.

„Það virð­ist sem eitt ráðu­neyti taki á mál­efnum barna upp að 18 ára aldri og þar með þeim skóla­stigum sem því ald­urs­bili til­heyra,“ segir í umsögn Magn­úsar, sem sendir hana í sam­ráði við Kristin Þor­steins­son, for­mann Skóla­meist­ara­fé­lags­ins og skóla­meist­ara FG, sem og í sam­ráði við nokkurn hóp skóla­meist­ara.

Auglýsing
Í umsögn­inni er spurt um nem­endur 18 ára og eldri sem stunda nám á fram­halds­skóla­stigi og vísað í tölur frá Hag­stof­unni sem sýna að árið 2019 voru 62% þeirra nem­enda sem voru skráð í nám í fram­halds­skólum 18 ára eða eldri. „Staða fram­hald­s­kól­ans þarf að vera skýr í svona plaggi og ljóst undir hvaða ráð­herra skóla­stigið heyr­ir,“ segir í umsögn­inni.

Gagnýnir flutn­ing fram­halds­fræðslu til félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neytis

Mennta­mála­stofnun gerir athuga­semd við fyr­ir­hug­aðan flutn­ing mála­flokks­ins fram­halds­fræðsla til félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is, sem Guð­mundur Ingi Guð­brans­son, fyrr­ver­andi umhverf­is­ráð­herra, stýrir nú. Stofn­unin telur að með því sé verið að auka lík­urnar á fjar­lægð og aðskiln­aði frá hinu almenna mennta­kerfi. „Mun þetta auka óvissu ein­stak­lingar um það hvort námið verði metið til ein­inga; hvernig nám sem á sér stað á einum stað muni opna leiðir inn í önnur mennt­un­ar­úr­ræð­i,“ segir í umsögn­inni.

­Mennta­mála­stofnun bendir á að á öllum Norð­ur­löndum heyrir fram­halds­fræðslan undir ráðu­neyti mennta­mála og stjórn­sýslu­stofn­anir þeirra ráðu­neyta. Mennta­mála­stofnun mun áfram heyra undir mennta- og barna­mála­ráðu­neyti og er það mat stofn­un­ar­innar að ef færa á stjórn­sýslu­lega ábyrgð fram­halds­fræðslu yfir til ann­ars ráðu­neytis er hætt við að núver­andi hlut­verk stofn­un­ar­innar varð­andi þennan mála­flokk muni riðl­ast.

Meðal ann­arra athuga­semda má nefna Félag háskóla­mennt­aðra starfs­manna Stjórn­ar­ráðs­ins sem segir í umsögn sinni að félag­inu sé ekki kunn­ugt um að þekk­ing sér­fræð­inga Stjórn­ar­ráðs­ins hafi verið nýtt sem skyldi í und­ir­bún­ingi þeirra breyt­inga á skipan ráðu­neyta með breyttri skipan ráðu­neyta. Félagið bendir á mik­il­vægi þess að stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd beini því til for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins að við­haft verði full­nægj­andi sam­ráð við sér­fræð­inga Stjórn­ar­ráðs­ins um inn­leið­ingu fyr­ir­hug­aðra breyt­inga.

Samn­ingur Rauða kross­ins við ráðu­neyti og Útlend­inga­stofnun brost­inn vegna til­færslu

Athuga­semdir snúa ekki ein­ungis að mennta­mál­um. Í umsögn Rauða kross­ins segir að félagið hafi áhyggjur tengdar kynn­ingu og fram­kvæmd á til­færslu þjón­ustu við umsækj­endur um alþjóð­lega vernd frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu til félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins þar sem hún hefur áhrif á gild­andi samn­ing Rauða kross­ins við dóms­mála­ráðu­neytið og Útlend­inga­stofnun og þar með á allt að 600 not­endur þjón­ust­unnar sem eru umsækj­endur um alþjóð­lega vernd á Íslandi.

Fram kemur í umsögn­inni að dóms­mála­ráðu­neytið hafi gefið þá skýr­ingu að með til­færslu hluta verk­efn­is­ins til ann­ars ráðu­neytis séu for­sendur samn­ings­ins brostnar og hefur ákveðið að fram­lengja ekki samn­ingnum út febr­úar 2023 eins og heim­ilt var að gera en hann rennur að óbreyttu út í lok næsta mán­að­ar.

Rauði kross­inn hefur talað fyrir því að þjón­usta við umsækj­endur um alþjóð­lega vernd verði ekki á for­ræði Útlend­inga­stofn­unar en áhyggjur félags­ins af flutn­ingi til félags- og vinnu­mark­aðs­ráðu­neyt­is­ins snú­ast fyrst og fremst að því að umræddar breyt­ingar og sá skammi tími sem ætl­aður er í þær muni valda rofi á þjón­ustu til umsækj­enda um alþjóð­lega vernd og að verð­mæt reynsla og yfir­grips­mikil þekk­ing og gagna­grunnar sem Rauði kross­inn hefur byggt upp frá árinu 2014 á grund­velli samn­inga félags­ins við dóms­mála­ráðu­neytið glat­ist við til­færsl­una.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Heildartekjur fjarskiptafyrirtækja jukust um 6,1 milljarð í fyrra og voru 72,4 milljarðar
Farsímaáskriftum fjölgaði aftur í fyrra eftir að hafa fækkað í fyrsta sinn frá 1994 á árinu 2020. Tekjur fjarskiptafyrirtækjanna af sölu á farsímaþjónustu jukust gríðarlega samhliða þessari þróun.
Kjarninn 26. júní 2022
Anna Marsibil Clausen, ritstjóri hlaðvarpa hjá RÚV.
„Rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár“
Svokölluð fylgivörp, hlaðvörp um sjónvarpsefni, eru rökrétt framhald á kaffistofuumræðunni á tímum ólínulegrar dagskrár að mati ritstjóra hlaðvarpa hjá RÚV.
Kjarninn 26. júní 2022
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent