Mynd: RÚV/Skjáskot rúv leiðtogaumræður Mynd: RÚV/Skjáskot
Mynd: RÚV/Skjáskot

Miðjuflokkar í lykilstöðu nokkrum dögum fyrir kosningar en Sjálfstæðisflokkur tapar enn

Leiðtogaumræður á RÚV fóru fram 31. ágúst síðastliðinn og með þeim hófst kosningabaráttan af alvöru. Frá fyrstu kosningaspá sem keyrð var eftir þær og fram til dagsins í dag hafa þrír flokkar tapað fylgi, fjórir hafa bætt við sig og tveir standa meira og minna í stað.

Sós­í­alista­flokk­ur­inn, Vinstri græn og Píratar bæta við sig fylgi í nýj­ustu kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­son­ar. Fyrst­nefndi flokk­ur­inn fer úr 6,9 í 7,3 pró­sent eftir að hafa verið að dala frá síð­ustu mán­aða­mót­um, þegar hann topp­aði í rúm­lega átta pró­sent fylgi. Haldi þetta fylgi sér í kosn­ing­unum verður Sós­í­alista­flokk­ur­inn sá flokkur sem tekur til sín mest nýtt fylgi um næstu helgi, þegar lands­menn ganga að kjör­borð­inu, en hann er í fram­boði til Alþingis í fyrsta sinn. 

Vinstri græn hækka um 0,3 pró­sentu­stig og mæl­ast með 11,7 pró­sent fylgi, sem er þó enn rúm­lega 30 pró­sent undir kjör­fylgi flokks­ins. 

Niðurstöður kosningaspárinnar 20. september 2021

Píratar mæl­ast nú með 12,2 pró­sent fylgi sem er það mesta sem þeir hafa mælst með í sept­em­ber­mán­uði. Þeir eru nú með jafn mikið fylgi og Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn og eru ásamt honum í þriðja til fjórða sæti yfir stærstu flokka lands­ins. 

Þrír standa í stað

Sam­fylk­ingin stendur nán­ast í stað milli spáa og er enn að mæl­ast næst stærsti stjórn­mála­flokkur lands­ins með 13 pró­sent fylgi. Um tíma virt­ist flokk­ur­inn stefna í verri útkomu en 2017, þegar hann fékk 12,1 pró­sent atkvæða, en fylgið hefur auk­ist nokkuð eftir því sem leið á sept­em­ber. Nið­ur­staðan verður þó alltaf von­brigði fyrir flokk­inn miðað við hvar hann stóð í byrjun árs, þegar fylgið mæld­ist næstum 16 pró­sent. Þessi við­bót sem bæst hefur við síð­ustu daga gæti þó skipt máli þegar kemur að því að mynda rík­is­stjórn. 

Auglýsing

Mið­flokk­ur­inn er á sömu slóðum og hann hefur meira og minna verið frá því í lok ágúst með sex pró­sent fylgi og Flokkur fólks­ins mælist minnstur þeirra flokka sem eiga mögu­leika á að kom­ast inn á þing með 4,7 pró­sent stuðn­ing.

Sjálf­stæð­is­flokkur hefur tapað 2,7 pró­sentu­stigum í sept­em­ber

Þrír flokkar tapa ein­hverju sem nemur milli spáa. Við­reisn tapar mest, 0,4 pró­sentu­stig­um, og mælist með slétt ell­efu pró­sent fylgi. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn heldur áfram að síga og mælist nú með 21,6 pró­sent stuðn­ing. Fylgi þessa stærsta stjórn­mála­flokks lands­ins hefur lækkað í hverri ein­ustu kosn­inga­spá sem keyrð hefur verið frá 3. sept­em­ber, en þá mæld­ist það 24,3 pró­sent. Sú spá var sú fyrsta sem Kjarn­inn birti eftir að fyrstu leið­togaum­ræður yfir­stand­andi kosn­inga­bar­áttu fóru fram, en með þeim hófst hin eig­in­lega kosn­inga­bar­átta. 

Þróun fylgis framboða í kosningaspánni
Kosningaspáin er unnin í aðdraganda kosninga til Alþingis 2021.
B C D F M P S V Aðrir

Á rúmum tveimur vikum hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn því tapað 2,7 pró­sentu­stigum af fylgi sem er meira en nokkur annar flokkur á því tíma­bili. Raunar hafa ein­ungis tveir aðrir flokkar lækkað í kosn­inga­spánni sem ein­hverju nemur frá 3. sept­em­ber. Sós­í­alista­flokk­ur­inn hefur misst 0,8 pró­sentu­stig og Mið­flokk­ur­inn 0,5 pró­sentu­stig. 

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn lækkar líka milli spáa, alls um 0,3 pró­sentu­stig, og mælist með 12,2 pró­sent fylgi. Hann er þó enn eini stjórn­ar­flokk­ur­inn sem mælist yfir kjör­fylgi nú þegar örfáir dagar eru til kosn­inga. 

Sam­an­lagt fylgi stjórn­ar­flokk­anna þriggja; Sjálf­stæð­is­flokks, Vinstri grænna og Fram­sókn­ar­flokks mælist  nú 45,5 pró­sent og hefur ekki mælst lægra frá því að kosn­inga­spáin var fyrst keyrð vegna kom­andi kosn­inga, í apríl síð­ast­liðn­um. Sam­an­lagt hafa stjórn­ar­flokk­arnir tapað 7,4 pró­sentu­stigum frá síð­ustu kosn­ingum og minni líkur að rík­is­stjórnin haldi eins og stend­ur. Stjórnin þyrfti því að bæta fjórða flokknum við til að halda meiri­hluta að óbreyttu.

Miðju­flokkar í lyk­il­stöðu

Sú fjög­urra flokka stjórn án Sjálf­stæð­is­flokks sem er með mest fylgi er rík­is­stjórn Sam­fylk­ing­ar, Fram­sókn­ar­flokks, Pírata og Vinstri grænna með sam­an­lagt 49,1 pró­sent fylgi. Flokkur Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra yrði minnsti flokk­ur­inn í slíku stjórn­ar­mynstri. 

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hlýtur að vera hugsi yfir stöðu síns flokks sem stefnir í að tapa 45 prósent af því fylgið sem flokkurinn fékk 2017.
Mynd: RÚV/Skjáskot

Reykja­vík­ur­mód­elið er ekki langt undan með 47,9 pró­sent sam­eig­in­legan stuðn­ing, en það sam­anstendur af Sam­fylk­ingu, Píröt­um, Vinstri grænum og Við­reisn. 

Fimm flokka stjórn frá miðju til vinstri með Reykja­vík­ur­mód­els­flokk­unum og auk Fram­sóknar væri með 60 pró­sent stuðn­ing og stóran meiri­hluta á þing­i. 

Fjög­urra flokka hægri stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Fram­sókn­ar­flokks, Við­reisnar og Mið­flokks er einnig töl­fræði­lega mögu­leg og myndi vera með 50,8 pró­sent fylg­i. 

Auglýsing

Þær kann­anir sem liggja til grund­vallar nýj­ustu kosn­inga­spánni eru eft­ir­far­andi:

  • Net­pan­ell ÍSKOS/­Fé­lags­vís­inda­stofn­unnar 23. ágúst – 17. sept­em­ber (16,2 pró­sent)
  • Þjóð­ar­púls Gallup 30. ágúst-12. sept­em­ber (vægi 19,8 pró­sent)
  • Skoð­ana­könnun Pró­sent í sam­starfi við Frétta­blaðið 13– 16. sept­em­ber (20,1 pró­sent)
  • Skoð­ana­könnun Mask­ínu í sam­starfi við Frétta­stofu Stöðvar 2, Bylgj­unnar og Vísis 8 – 13. sept­em­ber (23,6 pró­sent)
  • Skoð­ana­könnun MMR í sam­starfi við Morg­un­blaðið 15 – 17. sept­em­ber (vægi 20,3 pró­sent)

Hvað er kosn­­inga­­spá­in?

Fyrir hverjar kosn­ingar um allan heim birta fjöl­miðlar gríð­ar­legt magn af upp­lýs­ing­um. Þessar upp­lýs­ingar eru oftar en ekki töl­fræði­leg­ar, byggðar á skoð­ana­könn­unum þar sem fólk hefur verið spurt hvernig það upp­lifir stjórn­málin og hvað það getur ímyndað sér að kjósa. Stjórn­mála­fræð­ingar og fjöl­miðlar kepp­ast svo við að túlka nið­ur­stöð­urnar og veita almenn­ingi enn meiri upp­lýs­ingar um stöð­una í heimi stjórn­mál­anna.

Auglýsing

Allar þessar kann­anir og allar mögu­legar túlk­anir á nið­ur­stöðum þeirra kunna að vera rugl­andi fyrir hinn almenna neyt­anda. Einn kannar skoð­anir fólks yfir ákveðið tíma­bil og annar kannar sömu skoð­anir á öðrum tíma og með öðrum aðferð­um. Hvor könn­unin er nákvæm­ari? Hverri skal treysta bet­ur? Svarið er oftar en ekki óljóst því vand­inn er að hinn almenni kjós­andi hefur ekki for­sendur til að meta áreið­an­leika hverrar könn­un­ar.

Þar kemur kosn­inga­spáin til sög­unn­ar.

Kosn­­­inga­­­spálíkan Bald­­­urs Héð­ins­­­sonar miðar að því að setja upp­­­lýs­ing­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­anir eru teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­inga. Nið­ur­stöður spálík­ans­ins eru svo birtar hér á Kjarn­anum reglu­lega í aðdrag­anda kosn­inga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar