Uppgjör

Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.

Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Auglýsing

Það er ekki hægt að segja að gleði, sókn­ar­hugur og sam­lyndi ein­kenni tveggja daga flokks­þing Danska þjóð­ar­flokks­ins sem hófst í gær (18. sept­em­ber) og lýkur í dag. Eftir þing­kosn­ing­arnar 2019 fór að bera á óánægju meðal flokks­manna og sú óánægja hefur farið vax­andi. Und­an­farið hefur þeim farið fjölg­andi sem telja breyt­ingar á flokks­for­yst­unni  for­sendu þess að flokk­ur­inn nái fyrri styrk á ný. Meðal verk­efna árs­þings­ins er for­manns­kosn­ing. Frá stofnun flokks­ins hefur ekki verið mikil spenna í kringum þennan dag­skrár­lið, frá stofnun hafa ein­ungis tveir setið á for­manns­stóln­um, Pia Kjærs­gaard og Krist­ian Thulesen Dahl.

Upp­haf­lega klofn­ingur úr Fram­fara­flokknum

Þau Pia Kjærs­gaard og  Krist­ian Thulesen Dahl eru ekki nýgræð­ingar í póli­tík. Pia Kjærs­gaard hefur átt sæti á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, síðan 1984 og Krist­ian Thulesen Dahl frá árinu 1994. Þau voru bæði í Fram­fara­flokki Mog­ens Glistr­up. Flokks­for­mað­ur­inn sat um tíma í fang­elsi vegna skattsvika og Pia Kjærs­gaard gegndi þá for­mennsku í flokkn­um. Eftir að Mog­ens Glistrup hafði afplánað fang­els­is­dóminn  og kom­inn aftur á kaf í stjórn­mál­in, tók að fjara undan Fram­fara­flokkn­um. Árið 1995 sögðu Pia Kjærs­gaard, Krist­ian Thulesen Dahl, Peter Skaar­up, og nokkrir til við­bót­ar, skilið við Fram­fara­flokk­inn og stofn­uðu nýjan flokk. Flokk­ur­inn fékk nafnið Dansk fol­ke­parti, skamm­stafað DF. Á íslensku nefndur Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn.

Hægri­s­inn­aður miðju­flokkur með þjóð­leg gildi 

Við stofnun DF var Pia Kjærs­gaard ein­róma kjör­inn for­maður og Krist­ian Thulesen Dahl vara­for­mað­ur. Flokk­ur­inn bauð í fyrsta skipti fram til þings árið 1998, fékk þá 7.4% atkvæða og 13 þing­menn en sam­tals sitja 179 þing­menn á danska þing­inu.

Auglýsing
Flokkurinn festi sig í sessi, fylgið jókst nær stöðugt, hefur alla tíð verið mest á lands­byggð­inni. Kjós­end­urnir hafa alla tíð verið eldra fólk með lágar tekjur og tak­mark­aða mennt­un. Flokk­ur­inn hefur aldrei átt aðild að rík­is­stjórn en stutt bláu blokk­ina svo­nefndu, flokk­ana á hægri vængn­um. Stjórn­mála­skýrendur telja DF hægri sinn­aðan miðju­flokk sem leggi áherslu á þjóð­leg gildi. Og and­stöðu við aðild Dana að Evr­ópu­sam­band­inu.

Nýr for­maður og mikil fylg­is­aukn­ing 

Árið 2012 ákvað Pia Kjærs­gaard að hætta for­mennsku í flokknum eftir 17 ár á for­manns­stóln­um. Við for­mennsk­unni tók Krist­ian Thulesen Dahl. Að margra mati fylgdi honum ferskur blær, þótt hann væri langt í frá nýgræð­ingur í póli­tík­inni. For­manns­skiptin voru vel tíma­sett, þrjú ár til næstu kosn­inga og nýr for­maður DF fékk þannig svig­rúm til að skipu­leggja flokks­starf­ið. Kann­anir sýndu aukið fylgi við flokk­inn, sú aukn­ing var einkum rakin til for­manns­skipt­anna. 

Kosn­inga­sigur 2015, 37 þing­menn

Í þing­kosn­ing­unum árið 2015 fékk Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn 37 þing­menn, bætti við sig 15 frá kosn­ing­unum 2011. Flokk­ur­inn var orð­inn sá næst stærsti á danska þing­inu. Flokk­ur­inn hafði talað skýrt í mál­efnum inn­flytj­enda og flótta­manna, vildi tak­marka „straum­inn til Dan­merk­ur“. Sömu­leiðis vildi flokk­ur­inn standa vörð um, og bæta, hag aldr­aðra og öryrkja. Per­sónu­legar vin­sældir for­manns­ins, Krist­ian Thulesen Dahl, skiptu sömu­leiðis miklu máli.

Vildi hafa áhrif en ekki fara í stjórn 

Í kjöl­far kosn­ing­anna 2015 urðu stjórn­ar­skipti. Flokkar úr „bláu blokk­inni“ undir for­ystu Lars Løkke Rasmus­sen tók við völd­um. Sú stjórn hafði 53 þing­menn og varð því algjör­lega að reiða sig á stuðn­ing DF til að koma málum gegnum þing­ið. DF var þannig í lyk­il­stöðu en vildi hins­vegar ekki eiga beina aðild að rík­is­stjórn­inn­i. 

„Flokk­ur­inn er ekki til­bú­inn í stjórn­ar­setu“ sagði for­mað­ur­inn. Auk þess hefði flokk­ur­inn meiri áhrif utan stjórn­ar. Margir undr­uð­ust þessa afstöðu og veltu fyrir sér hvort kjós­endur myndu ekki á end­anum snúa baki við flokkn­um. Krist­ian Thulesen Dahl gerði lítið úr slíkum vanga­velt­um, flokk­ur­inn skyti sér aldrei undan ábyrgð og það vissu kjós­endur flokks­ins. Hann reynd­ist ekki sann­spár.

Rétt er að geta þess að Pia Kjærs­gaard var kjörin for­seti þings­ins, eftir kosn­ing­arnar 2015 og gegndi því emb­ætti út kjör­tíma­bil­ið, til 2019.

Hrun og vanga­veltur um nýjan for­mann

Úrslit þing­kosn­ing­anna í júní 2019 voru reið­ar­slag fyrir DF. Flokk­ur­inn tap­aði 21 þing­manni, fékk 16. Ekki voru skýr­ingar á þessu mikla fylgis­tapi aug­ljósar en Krist­ian Thulesen Dahl virt­ist traustur í sessi. Stjórn­mála­skýrendur töl­uðu þó um að fylg­is­hrunið hlyti að kalla á breyt­ingar í flokks­for­yst­unni, kannski væri sand­ur­inn runn­inn úr stunda­glasi Krist­ian Thulesen Dahl. Vand­inn var hins­vegar sá að eng­inn aug­ljós arf­taki virt­ist í aug­sýn. Augu margra höfðu beinst að Morten Mess­erschmidt. Hann hafði ungur gengið til liðs við DF og var kos­inn á þing árið 2005 en árið 2009 bauð hann sig fram til setu á Evr­ópu­þing­inu. Þar sat hann til árs­ins 2019. Fyrir kosn­ing­arnar 2019 ákvað Morten Mess­erschmidt að hætta á Evr­ópu­þing­inu og bjóða sig fram fyrir DF á Norð­ur­-­Sjá­landi. Hann hlaut góða kosn­ingu og var jafn­framt kjör­inn var­for­maður DF. Setan á Evr­ópu­þing­inu átti hins­vegar eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Morten Mess­erschmidt.

Dæmdur fyrir að mis­fara með fé úr sjóðum ESB

Þann 1. ágúst sl. var Morten Mess­erschmidt, í Bæj­ar­rétti Lyngby (neðsta dóm­stigi) dæmdur í sex mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir að mis­fara með fé úr sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins. Ítar­lega var fjallað um það mál í frétta­skýr­ingu hér í Kjarn­anum 8. ágúst sl.

Morten Mess­erschmidt áfrýj­aði dómnum á staðnum en ekki er ljóst hvenær rétt­ar­höld fyrir Lands­rétti hefj­ast. Þessi staða gerir það að verkum að Morten Mess­erschmidt hefur orðið að leggja hugs­an­lega for­manns­drauma í DF á hill­una, í bili að minnsta kost­i. 

Vax­andi ólga og krafa um breyt­ingar

Und­an­farið hafa þær raddir gerst æ hávær­ari innan raða DF sem telja nauð­syn­legt að stokka upp í for­ystu flokks­ins. For­manns­kjör fer fram á árs­þingi flokks­ins, nema boðað sé til sér­staks auka­þings. Næstu þing­kosn­ingar í Dan­mörku fara fram eigi síðar en 4. júní árið 2023 og ef gera á breyt­ingar á for­ystu DF, t.d. skipta um for­mann, þarf það að ger­ast sem fyrst. Krist­ian Thulesen Dahl hefur fyrir nokkru til­kynnt að hann gefi kost á sér til áfram­hald­andi for­mennsku. Ljóst er að margir flokks­menn styðja hann en þeir eru líka margir sem vilja skipta um karl­inn í brúnni. Vandi þeirra sem vilja skipta for­mann­inum út er sá að eng­inn aug­ljós val­kostur er í boði. Morten Mess­erschmidt, mað­ur­inn sem margir hafa talið sjálf­sagðan arf­taka, hvenær sem það yrði, er nú úr leik í bili. Og eng­inn veit hve leng­i.  

Oft er gott sem gamlir kveða 

Ekki er víst að margir flokks­fé­lagar í DF þekki Háva­mál og máls­hátt­inn hér að ofan. Þótt þeir þekki hann ekki hafa þeir hins­vegar óaf­vit­andi tekið sér hann í munn. Þeim röddum sem telja Piu Kjærs­gaard, stofn­anda DF, og for­mann fyrstu 17 árin, réttu mann­eskj­una til að rétta skút­una af, eins og einn úr þing­flokknum komst að orði, hefur fjölgað und­an­farna daga. Stuðn­ings­menn hennar benda á að hún njóti mik­ils álits meðal flokks­manna, þekki flokks­starfið betur en flestir og þurfi ekki að læra neitt í þeim efn­um.

Pia Kjærs­gaard skrif­aði í færslu á Face­book um hádeg­is­bil sl. föstu­dag að inn­an­flokksá­tök væru það sem DF hefði síst þörf fyr­ir. Þess vegna vildi hún ekki bjóða sig fram til for­manns gegn Krist­ian Thulesen Dahl.  

Sló úr og í

Danskir stjórn­mála­skýrendur hafa bent á að yfir­lýs­ing Piu Kjærs­gaard sé ekki stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing við Krist­ian Thulesen Dahl enda lýsi hún ekki stuðn­ingi við hann í færsl­unni. Hún segi ein­ungis að hún vilji ekki berj­ast við hann um for­manns­sæt­ið. Yfir­lýs­ingin sýni jafn­framt að Pia Kjærs­gaard sé síður en svo sátt við for­mann­inn. 

Í þann mund sem flokks­þingið var að hefj­ast í gær­morgun spurði blaða­maður Ekstra Bla­det Piu Kjærs­gaard hvort hún hygð­ist fara fram gegn Krist­ian Thulesen Dahl. Hún neit­aði því en þá spurði blaða­mað­ur­inn hvort hún væri til­búin til að setj­ast í for­manns­stól­inn að loknum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum eftir um það bil tvo mán­uð­i. 

Svarið var að mati við­staddra tví­rætt „tveir mán­uðir eru langur tími í póli­tík“.

For­mað­ur­inn sjálf­kjör­inn, var einn í fram­boði

Þrátt fyrir margar óánægju­raddir var Krist­ian Thulesen Dahl end­ur­kjör­inn for­maður DF, kosn­ingin fór fram um miðjan dag í gær. For­mað­ur­inn hvatti flokks­menn til að standa saman og slíðra óánægjusverð­in. Hvatn­ing­ar­orð hans duga þó tæp­lega og ljóst að ólgan er enn til stað­ar. Fram­tíð hans á for­manns­stóli kann að ráð­ast af útkomu flokks­ins í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum eftir tvo mán­uði. Fái DF slæma útkomu úr þeim kosn­ingum munu óánægju­radd­irnar verða hávær­ari og í ljósi ummæla Piu Kjærs­gaard við blaða­mann Ekstra Bla­det er ekki loku fyrir það skotið að hún eigi eftir að setj­ast aftur í for­manns­stól Danska þjóð­ar­flokks­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar