Uppgjör

Árlegt flokksþing Danska þjóðarflokksins fer fram nú um helgina. Það er haldið í skugga deilna um forystu flokksins og hrapandi fylgi. Háværar raddir hafa heyrst um nauðsyn þess að skipta um formann og eitt kunnuglegt nafn heyrst æ oftar: Pia Kjærsgaard.

Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Þegar Pia Kjærsgaard var forseti danska þingsins á árunum 2015-2019 lét hún hengja upp stóran danskan fána í þingsalnum.
Auglýsing

Það er ekki hægt að segja að gleði, sókn­ar­hugur og sam­lyndi ein­kenni tveggja daga flokks­þing Danska þjóð­ar­flokks­ins sem hófst í gær (18. sept­em­ber) og lýkur í dag. Eftir þing­kosn­ing­arnar 2019 fór að bera á óánægju meðal flokks­manna og sú óánægja hefur farið vax­andi. Und­an­farið hefur þeim farið fjölg­andi sem telja breyt­ingar á flokks­for­yst­unni  for­sendu þess að flokk­ur­inn nái fyrri styrk á ný. Meðal verk­efna árs­þings­ins er for­manns­kosn­ing. Frá stofnun flokks­ins hefur ekki verið mikil spenna í kringum þennan dag­skrár­lið, frá stofnun hafa ein­ungis tveir setið á for­manns­stóln­um, Pia Kjærs­gaard og Krist­ian Thulesen Dahl.

Upp­haf­lega klofn­ingur úr Fram­fara­flokknum

Þau Pia Kjærs­gaard og  Krist­ian Thulesen Dahl eru ekki nýgræð­ingar í póli­tík. Pia Kjærs­gaard hefur átt sæti á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, síðan 1984 og Krist­ian Thulesen Dahl frá árinu 1994. Þau voru bæði í Fram­fara­flokki Mog­ens Glistr­up. Flokks­for­mað­ur­inn sat um tíma í fang­elsi vegna skattsvika og Pia Kjærs­gaard gegndi þá for­mennsku í flokkn­um. Eftir að Mog­ens Glistrup hafði afplánað fang­els­is­dóminn  og kom­inn aftur á kaf í stjórn­mál­in, tók að fjara undan Fram­fara­flokkn­um. Árið 1995 sögðu Pia Kjærs­gaard, Krist­ian Thulesen Dahl, Peter Skaar­up, og nokkrir til við­bót­ar, skilið við Fram­fara­flokk­inn og stofn­uðu nýjan flokk. Flokk­ur­inn fékk nafnið Dansk fol­ke­parti, skamm­stafað DF. Á íslensku nefndur Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn.

Hægri­s­inn­aður miðju­flokkur með þjóð­leg gildi 

Við stofnun DF var Pia Kjærs­gaard ein­róma kjör­inn for­maður og Krist­ian Thulesen Dahl vara­for­mað­ur. Flokk­ur­inn bauð í fyrsta skipti fram til þings árið 1998, fékk þá 7.4% atkvæða og 13 þing­menn en sam­tals sitja 179 þing­menn á danska þing­inu.

Auglýsing
Flokkurinn festi sig í sessi, fylgið jókst nær stöðugt, hefur alla tíð verið mest á lands­byggð­inni. Kjós­end­urnir hafa alla tíð verið eldra fólk með lágar tekjur og tak­mark­aða mennt­un. Flokk­ur­inn hefur aldrei átt aðild að rík­is­stjórn en stutt bláu blokk­ina svo­nefndu, flokk­ana á hægri vængn­um. Stjórn­mála­skýrendur telja DF hægri sinn­aðan miðju­flokk sem leggi áherslu á þjóð­leg gildi. Og and­stöðu við aðild Dana að Evr­ópu­sam­band­inu.

Nýr for­maður og mikil fylg­is­aukn­ing 

Árið 2012 ákvað Pia Kjærs­gaard að hætta for­mennsku í flokknum eftir 17 ár á for­manns­stóln­um. Við for­mennsk­unni tók Krist­ian Thulesen Dahl. Að margra mati fylgdi honum ferskur blær, þótt hann væri langt í frá nýgræð­ingur í póli­tík­inni. For­manns­skiptin voru vel tíma­sett, þrjú ár til næstu kosn­inga og nýr for­maður DF fékk þannig svig­rúm til að skipu­leggja flokks­starf­ið. Kann­anir sýndu aukið fylgi við flokk­inn, sú aukn­ing var einkum rakin til for­manns­skipt­anna. 

Kosn­inga­sigur 2015, 37 þing­menn

Í þing­kosn­ing­unum árið 2015 fékk Danski þjóð­ar­flokk­ur­inn 37 þing­menn, bætti við sig 15 frá kosn­ing­unum 2011. Flokk­ur­inn var orð­inn sá næst stærsti á danska þing­inu. Flokk­ur­inn hafði talað skýrt í mál­efnum inn­flytj­enda og flótta­manna, vildi tak­marka „straum­inn til Dan­merk­ur“. Sömu­leiðis vildi flokk­ur­inn standa vörð um, og bæta, hag aldr­aðra og öryrkja. Per­sónu­legar vin­sældir for­manns­ins, Krist­ian Thulesen Dahl, skiptu sömu­leiðis miklu máli.

Vildi hafa áhrif en ekki fara í stjórn 

Í kjöl­far kosn­ing­anna 2015 urðu stjórn­ar­skipti. Flokkar úr „bláu blokk­inni“ undir for­ystu Lars Løkke Rasmus­sen tók við völd­um. Sú stjórn hafði 53 þing­menn og varð því algjör­lega að reiða sig á stuðn­ing DF til að koma málum gegnum þing­ið. DF var þannig í lyk­il­stöðu en vildi hins­vegar ekki eiga beina aðild að rík­is­stjórn­inn­i. 

„Flokk­ur­inn er ekki til­bú­inn í stjórn­ar­setu“ sagði for­mað­ur­inn. Auk þess hefði flokk­ur­inn meiri áhrif utan stjórn­ar. Margir undr­uð­ust þessa afstöðu og veltu fyrir sér hvort kjós­endur myndu ekki á end­anum snúa baki við flokkn­um. Krist­ian Thulesen Dahl gerði lítið úr slíkum vanga­velt­um, flokk­ur­inn skyti sér aldrei undan ábyrgð og það vissu kjós­endur flokks­ins. Hann reynd­ist ekki sann­spár.

Rétt er að geta þess að Pia Kjærs­gaard var kjörin for­seti þings­ins, eftir kosn­ing­arnar 2015 og gegndi því emb­ætti út kjör­tíma­bil­ið, til 2019.

Hrun og vanga­veltur um nýjan for­mann

Úrslit þing­kosn­ing­anna í júní 2019 voru reið­ar­slag fyrir DF. Flokk­ur­inn tap­aði 21 þing­manni, fékk 16. Ekki voru skýr­ingar á þessu mikla fylgis­tapi aug­ljósar en Krist­ian Thulesen Dahl virt­ist traustur í sessi. Stjórn­mála­skýrendur töl­uðu þó um að fylg­is­hrunið hlyti að kalla á breyt­ingar í flokks­for­yst­unni, kannski væri sand­ur­inn runn­inn úr stunda­glasi Krist­ian Thulesen Dahl. Vand­inn var hins­vegar sá að eng­inn aug­ljós arf­taki virt­ist í aug­sýn. Augu margra höfðu beinst að Morten Mess­erschmidt. Hann hafði ungur gengið til liðs við DF og var kos­inn á þing árið 2005 en árið 2009 bauð hann sig fram til setu á Evr­ópu­þing­inu. Þar sat hann til árs­ins 2019. Fyrir kosn­ing­arnar 2019 ákvað Morten Mess­erschmidt að hætta á Evr­ópu­þing­inu og bjóða sig fram fyrir DF á Norð­ur­-­Sjá­landi. Hann hlaut góða kosn­ingu og var jafn­framt kjör­inn var­for­maður DF. Setan á Evr­ópu­þing­inu átti hins­vegar eftir að draga dilk á eftir sér fyrir Morten Mess­erschmidt.

Dæmdur fyrir að mis­fara með fé úr sjóðum ESB

Þann 1. ágúst sl. var Morten Mess­erschmidt, í Bæj­ar­rétti Lyngby (neðsta dóm­stigi) dæmdur í sex mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi fyrir að mis­fara með fé úr sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins. Ítar­lega var fjallað um það mál í frétta­skýr­ingu hér í Kjarn­anum 8. ágúst sl.

Morten Mess­erschmidt áfrýj­aði dómnum á staðnum en ekki er ljóst hvenær rétt­ar­höld fyrir Lands­rétti hefj­ast. Þessi staða gerir það að verkum að Morten Mess­erschmidt hefur orðið að leggja hugs­an­lega for­manns­drauma í DF á hill­una, í bili að minnsta kost­i. 

Vax­andi ólga og krafa um breyt­ingar

Und­an­farið hafa þær raddir gerst æ hávær­ari innan raða DF sem telja nauð­syn­legt að stokka upp í for­ystu flokks­ins. For­manns­kjör fer fram á árs­þingi flokks­ins, nema boðað sé til sér­staks auka­þings. Næstu þing­kosn­ingar í Dan­mörku fara fram eigi síðar en 4. júní árið 2023 og ef gera á breyt­ingar á for­ystu DF, t.d. skipta um for­mann, þarf það að ger­ast sem fyrst. Krist­ian Thulesen Dahl hefur fyrir nokkru til­kynnt að hann gefi kost á sér til áfram­hald­andi for­mennsku. Ljóst er að margir flokks­menn styðja hann en þeir eru líka margir sem vilja skipta um karl­inn í brúnni. Vandi þeirra sem vilja skipta for­mann­inum út er sá að eng­inn aug­ljós val­kostur er í boði. Morten Mess­erschmidt, mað­ur­inn sem margir hafa talið sjálf­sagðan arf­taka, hvenær sem það yrði, er nú úr leik í bili. Og eng­inn veit hve leng­i.  

Oft er gott sem gamlir kveða 

Ekki er víst að margir flokks­fé­lagar í DF þekki Háva­mál og máls­hátt­inn hér að ofan. Þótt þeir þekki hann ekki hafa þeir hins­vegar óaf­vit­andi tekið sér hann í munn. Þeim röddum sem telja Piu Kjærs­gaard, stofn­anda DF, og for­mann fyrstu 17 árin, réttu mann­eskj­una til að rétta skút­una af, eins og einn úr þing­flokknum komst að orði, hefur fjölgað und­an­farna daga. Stuðn­ings­menn hennar benda á að hún njóti mik­ils álits meðal flokks­manna, þekki flokks­starfið betur en flestir og þurfi ekki að læra neitt í þeim efn­um.

Pia Kjærs­gaard skrif­aði í færslu á Face­book um hádeg­is­bil sl. föstu­dag að inn­an­flokksá­tök væru það sem DF hefði síst þörf fyr­ir. Þess vegna vildi hún ekki bjóða sig fram til for­manns gegn Krist­ian Thulesen Dahl.  

Sló úr og í

Danskir stjórn­mála­skýrendur hafa bent á að yfir­lýs­ing Piu Kjærs­gaard sé ekki stuðn­ings­yf­ir­lýs­ing við Krist­ian Thulesen Dahl enda lýsi hún ekki stuðn­ingi við hann í færsl­unni. Hún segi ein­ungis að hún vilji ekki berj­ast við hann um for­manns­sæt­ið. Yfir­lýs­ingin sýni jafn­framt að Pia Kjærs­gaard sé síður en svo sátt við for­mann­inn. 

Í þann mund sem flokks­þingið var að hefj­ast í gær­morgun spurði blaða­maður Ekstra Bla­det Piu Kjærs­gaard hvort hún hygð­ist fara fram gegn Krist­ian Thulesen Dahl. Hún neit­aði því en þá spurði blaða­mað­ur­inn hvort hún væri til­búin til að setj­ast í for­manns­stól­inn að loknum sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingum eftir um það bil tvo mán­uð­i. 

Svarið var að mati við­staddra tví­rætt „tveir mán­uðir eru langur tími í póli­tík“.

For­mað­ur­inn sjálf­kjör­inn, var einn í fram­boði

Þrátt fyrir margar óánægju­raddir var Krist­ian Thulesen Dahl end­ur­kjör­inn for­maður DF, kosn­ingin fór fram um miðjan dag í gær. For­mað­ur­inn hvatti flokks­menn til að standa saman og slíðra óánægjusverð­in. Hvatn­ing­ar­orð hans duga þó tæp­lega og ljóst að ólgan er enn til stað­ar. Fram­tíð hans á for­manns­stóli kann að ráð­ast af útkomu flokks­ins í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum eftir tvo mán­uði. Fái DF slæma útkomu úr þeim kosn­ingum munu óánægju­radd­irnar verða hávær­ari og í ljósi ummæla Piu Kjærs­gaard við blaða­mann Ekstra Bla­det er ekki loku fyrir það skotið að hún eigi eftir að setj­ast aftur í for­manns­stól Danska þjóð­ar­flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar