kosningalogo.png

Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?

Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin? Stígum inn í tímavél og rifjum það upp.

Fyrir síð­ustu tvennar kosn­ingar til Alþing­is, sem fóru fram árin 2016 og 2017, í kjöl­far þess að tvær rík­is­stjórnir í röð náðu ekki að lifa heilt kjör­tíma­bil, gátu les­endur Kjarn­ans reglu­lega glöggvað sig á kosn­inga­spám Bald­urs Héð­ins­sonar fyrir kosn­ing­ar, rétt eins og raunin hefur verið nú.

Fjöldi skoð­ana­kann­ana hefur verið fram­kvæmdur núna fyrir kosn­ing­ar, en þær eru úti um allt og erfitt að henda reiður á þró­un­inni frá degi til dags. Kosn­­­­inga­­­­spálíkan Bald­­­­urs miðar að því að setja upp­­­­lýs­ing­­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­­anir eru þannig teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­­ing­anna.

En hvernig gekk lík­ani Bald­urs að spá til um það sem svo kom upp úr kjör­köss­unum í kosn­ingum fyrri ára? Kjarn­inn ákvað til gam­ans að taka það sam­an, núna þegar síð­asta kosn­inga­spáin fyrir kosn­ing­arnar árs­ins 2021 er farin í loft­ið.

Alþing­is­kosn­ing­arnar 2017

Fimm skoð­ana­kann­anir vigt­uðu inn í kosn­inga­spálíkan Bald­urs er kosið var undir lok októ­ber­mán­aðar 2017, nánar til­tekið á 28. degi mán­að­ar­ins.

  • Þjóð­ar­púls Gallup - 23. – 27. okt - vægi 27.5%
  • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið - 22. – 25. okt- vægi 20.9%
  • Skoð­ana­könnun MMR 26. – 27. okt vægi 20.4%
  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins Stöðvar 2 og Vísis - 23. – 24. okt - vægi 18.1%
  • Skoð­ana­könnun Zenter Rann­sókna - 23. – 27. okt - vægi 13.1%

Með­al­frá­vik þess­ara fimm könn­un­ar­að­ila frá kosn­inga­úr­slit­unum var á bil­inu 1,31 pró­sentu­stig til 1,83 pró­sentu­stig og var Þjóð­ar­púls Gallup næst úrslitum kosn­inga, skoð­ana­könnun MMR fylgdi svo í kjöl­far­ið, þá skoð­ana­könnun Zenter (sem nú heitir Pró­sent), næst skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins Stöðvar 2 og Vísis og síðan var Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar fjærst nið­ur­stöðum kosn­ing­anna.

Með­al­frá­vik flokk­anna í kosn­inga­spá Bald­urs og Kjarn­ans var 1,47 pró­sentu­stig.

Auglýsing

Flokk­arnir sem hækk­uðu frá loka­spánni 2017

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn – úr 24,2 upp í 25,3

Vik­una fyrir kosn­ingar jókst fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins statt og stöðugt með hverri kosn­inga­spá sem keyrð var og fór úr 21,7 pró­sent þann 20. októ­ber og upp í 24,2 pró­sent í loka­spá kosn­ing­ar­spár­inn­ar, 27. októ­ber. Degi síðar var síðan kosið og nið­ur­staðan varð sú að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bætti við sig 1,1 pró­sentu­stigi frá því sem hafði verið nið­ur­staðan í síð­ustu kosn­inga­spánni.

Mið­flokk­ur­inn – úr 10,0 upp í 10,9

Mið­flokk­ur­inn, sem var að bjóða fram í fyrsta skipti, bætti nokkuð við sig á loka­metrum kosn­inga­bar­átt­unnar og mæld­ist með 10 pró­sent fylgi í síð­ustu kosn­inga­spánni. Það voru svo 10,9 pró­sent sem komu upp úr hatt­in­um, sem er mesta fylgi sem nýtt fram­boð hefur nokkru sinni feng­ið.

Fram­sókn – úr 8,2 upp í 10,7

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mæld­ist með lítið fylgi í aðdrag­anda kosn­ing­anna árið 2017 og virt­ist sem stofnun Mið­flokks­ins væri að valda honum veru­legum vand­ræð­um. En, á síð­ustu metr­unum reis fylgi flokks­ins og hann mæld­ist með 8,2 pró­sent fylgi í síð­ustu kosn­inga­spánni fyrir kosn­ing­ar, eftir að hafa ekki mælst yfir 8 pró­sentum í kosn­inga­spánni frá því hún var keyrð þann 28. sept­em­ber. Flokk­ur­inn fékk síðan 10,7 pró­sent atkvæða eða 2,5 pró­sentu­stigum meira en mælst hafði í síð­ustu kosn­inga­spánni.

Flokkur fólks­ins – úr 4,3 upp í 6,9

Degi fyrir kjör­dag var fátt sem benti til þess að flokkur Ingu Sæland væri á leið­inni inn á þing. Annað kom hins­vegar á dag­inn. Það þarf þó ekki að vera að skoð­ana­kann­anir og þar með kosn­inga­spáin hafi endi­lega verið að van­meta Flokk fólks­ins þá, heldur er það nokkuð útbreidd sögu­skoðun að frammi­staða Ingu í leið­toga­kapp­ræðum kvöldið fyrir kjör­dag hafi ein­fald­lega hrifið marga til fylgis við flokk­inn eftir að búið var að fram­kvæma allar skoð­ana­kann­an­ir. Flokk­ur­inn fékk 2,6 pró­sentu­stigum meira í kosn­ing­unum en spáð var í síð­ustu kosn­inga­spánni.

Píratar fengu 9,2 pró­sent eins og spáð var

Kosn­inga­spáin geir­negldi fylgi Pírata í rúmum 9 pró­sentum dag­ana fyrir kosn­ingar og þegar atkvæði höfðu verið talin varð nið­ur­staðan sú að kosn­inga­spáin var með nákvæm­lega sömu pró­sentu­tölu á Pírötum og kom upp úr kjör­köss­un­um. Bingó í hús.

Frá kosningavöku Pírata 2016.
Birgir Þór Harðarson

Flokk­arnir sem lækk­uðu frá loka­spánni 2017

VG – úr 19,0 í 16,9

Vinstri græn döl­uðu veru­lega á loka­metrum kosn­inga­bar­átt­unnar árið 2017, eftir að hafa mælst sem stærsti flokkur lands­ins ein­ungis rúmri viku fyrir kosn­ingar og hæst farið í 27,6 pró­sent fylgi þann 10. októ­ber, er 18 dagar voru til kosn­inga. Í síð­ustu kosn­inga­spánni mæld­ist flokk­ur­inn með 19 pró­senta fylgi en fékk síðan 16,9 pró­sent atkvæða, sem er lækkun um 2,1 pró­sent.

Sam­fylk­ingin – úr 14,8 í 12,1

Sam­fylk­ingin var á nokkru flugi síð­ustu dag­ana fyrir kosn­ing­arnar sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum og hafði farið úr því að mæl­ast með 9,5 pró­sent í kosn­inga­spánni 9. októ­ber upp í að mæl­ast með 14,8 pró­sent í loka­spánni dag­inn fyrir kjör­dag. Nið­ur­staðan varð 2,7 pró­sentu­stigum lak­ari, en Sam­fylk­ingin fékk 12,1 pró­sent atkvæða.

Við­reisn – úr 7,6 í 6,7

Fyrir síð­ustu kosn­ingar virt­ist sem bæði Við­reisn og Björt fram­tíð ætla að þurrkast út af þingi eftir að stuttu stjórn­ar­sam­starfi þeirra við Sjálf­stæð­is­flokk­inn lauk. Það reynd­ist þó ekki verða hlut­skipti Við­reisn­ar, þrátt fyrir að kosn­inga­spá sem keyrð var þann 17. októ­ber hafi mælt flokk­inn með 4,1 pró­sent fylgi. Fylgið reis í könn­unum dag­ana þar á eftir og mæld­ist 7,6 pró­sent í loka­spánni. Nið­ur­staðan varð svo 0,9 pró­sentu­stigum lak­ari.

Björt fram­tíð – úr 1,6 í 1,2

Í fyrstu kosn­inga­spánni sem keyrð var eftir að rík­is­stjórnin féll haustið 2008 var Björt fram­tíð að mæl­ast með tæp­lega 5 pró­sent fylgi. Svo hall­aði heldur betur undan fæti og flokk­ur­inn þurrk­að­ist að end­ingu út af þingi. Í síð­ustu kosn­inga­spánni fyrir kjör­dag var fylgið í 1,6 pró­senti – en svo komu bara 1,2 pró­sent upp úr kjör­köss­un­um, eða 0,4 pró­sentu­stigum lak­ari nið­ur­staða.

Alþing­is­kosn­ing­arnar 2016

Alþing­is­kosn­ing­arnar árið 2016 fóru fram í kjöl­far þess að kosn­ingum var flýtt vegna upp­ljóstrana í Pana­ma-skjöl­unum og ákalls frá almenn­ingi um breyt­ingar við stjórn lands­ins. Kosið var þann 29. októ­ber.

Árið 2016 vigt­uðu eft­ir­far­andi skoð­ana­kann­anir vegnar inn í loka­spá kosn­inga­spár­inn­ar:

  • Þjóð­ar­púls Gallup 24. – 28. okt - vægi 28.3%
  • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar fyrir Morg­un­blaðið 20. – 27. okt vægi 27.0%
  • Vegið með­al­tal skoð­ana­kann­ana MMR 19. – 26. og 26. – 28. okt - vægi 24.4%
  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins Stöðvar 2 og Vísis 25. – 26. okt - 20.3%

Með­al­frá­vik könn­un­ar­að­ila, ef skoðuð voru sjö stærstu fram­boð lands­ins, voru á bil­inu 1,23 pró­sentu­stig til 2,4 pró­sentu­stig og mun­aði þar mestu um að flestar skoð­ana­kann­anir van­mátu Sjálf­stæð­is­flokk­inn all­nokkuð en ofmátu hins vegar Pírata.

Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins Stöðvar 2 og Vísis var næst úrslitum kosn­ing­anna, Þjóð­ar­púls Gallup fylgdi svo í kjöl­far­ið, þá MMR og Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar rak lest­ina og var heilt yfir fjærst nið­ur­stöðum kosn­ing­anna.

Með­al­frá­vikið í kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar var 1,8 pró­sentu­stig ef horft var til stærstu sjö fram­boð­anna, þeirra sem fengu nægi­legt fylgi til þess að kom­ast inn á þing.

Auglýsing

Flokk­arnir sem hækk­uðu frá loka­spánni 2016:

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn úr 24,9 í 29,0

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafði verið að mæl­ast á bil­inu 22-23 pró­sent á vik­unum tveimur fram að kosn­ingum en bætti síðan heldur við sig í loka­kosn­inga­spánni. Svo bætt­ust rúm fjögur pró­sent og flokk­ur­inn end­aði með 29 pró­sent atkvæða.

Fram­sókn – úr 10 í 11,5

Í kosn­inga­bar­átt­unni árið 2016 sigldi Fram­sókn nokkuð lygnan sjó í skoð­ana­könn­unum og reis hæst er kosn­inga­spá var keyrð þann 28. sept­em­ber, mán­uði fyrir kosn­ing­ar, í 11,2 pró­sent­um. Í loka­spánni mæld­ist fylgið 10 pró­sent en 11,5 pró­sent urðu nið­ur­stað­an.

Við­reisn – úr 9,9 í 10,5

Við­reisn var að bjóða fram í fyrsta sinn árið 2016 og var ítrekað að mæl­ast yfir 10 pró­sentum í kosn­inga­spám sem voru keyrðar í aðdrag­anda kosn­ing­anna, hæst í 11,7 pró­sentum tæpum mán­uði fyrir kosn­ing­ar. Í loka­spánni var fylgið 9,9 pró­sent en flokk­ur­inn hlaut svo 10,5 pró­sent atkvæða.

Björt fram­tíð úr – 6,9 í 7,2

Björt fram­tíð, sem fyrst skaust inn á þing árið 2013 með 8,2 pró­sent atkvæða, virt­ist ætla að þurrkast út árið 2016. Þegar nákvæm­lega mán­uður var til kosn­inga var flokk­ur­inn að mæl­ast með 3,9 pró­sent fylgi í kosn­inga­spánni en fylgið hresstist síðan veru­lega og reis hæst í 7,8 pró­sentum um miðjan októ­ber. Svo dal­aði fylgið á ný og í loka­spánni var það í 6,9 pró­sent­um. Nið­ur­staðan var síðan ögn betri.

Flokkur fólks­ins – úr 2,9 í 3,5

Flokkur fólks­ins var að bjóða fram í fyrsta sinn árið 2016 Flokk­ur­inn mæld­ist aldrei inni í könn­unum í aðdrag­anda kosn­inga og end­aði á að fá 3,5 pró­sent atkvæða.

Flokk­arnir sem lækk­uðu frá loka­spánni 2016

Vinstri græn fóru úr 16,5 pró­sentum í 15,9

Vinstri græn sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á kosn­inga­bar­átt­una árið 2016, en mán­uði fyrir kosn­ingar var fylgið í tæpum 13 pró­sentum sam­kvæmt kosn­inga­spánni. Hæst fór mælt fylgi í 17 pró­sent rúmri viku fyrir kosn­ing­arn­ar, en flokk­ur­inn fékk síðan tæp 16 pró­sent.

Píratar fóru úr 19,4 pró­sentum í 14,5

Píratar flugu með him­in­skautum í skoð­ana­könn­unum í upp­hafi árs 2016 og mæld­ust með 36,7 pró­sent fylgi í kosn­inga­spánni í byrjun apr­íl­mán­að­ar. Svo fór fylgi flokks­ins að dala og var komið undir 30 pró­sent undir lok apr­íl, undir 25 pró­sent í lok ágúst og svo fór það undir 20 pró­sent þegar innan við tvær vikur voru til kosn­inga. Í loka­spá kosn­inga­spár­innar var fylgið mælt 19,4 pró­sent, en flokk­ur­inn end­aði svo á að fá 14,5 pró­sent atkvæða.

Sam­fylk­ingin fór úr 6,5 í 5,7

Í upp­hafi árs­ins 2016 mæld­ist Sam­fylk­ingin með 10,4 pró­senta fylgi í kosn­inga­spánni. Það átti eftir að verða besta mæl­ing flokks­ins á árinu, því fylgið dal­aði statt og stöðugt allt fram til kosn­inga. Slakasta nið­ur­staðan sem flokk­ur­inn fékk í kosn­inga­spá Bald­urs var dag­inn fyrir kosn­ingar og nið­ur­staðan varð enn verri.

Dögun fór úr 1,9 pró­senti í 1,7

Fram­boð Dög­unar mæld­ist með lítið fylgi í kosn­inga­spánni og fékk síðan lítið fylgi í kosn­ing­un­um, eða innan við tvö pró­sent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar