kosningalogo.png

Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?

Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin? Stígum inn í tímavél og rifjum það upp.

Fyrir síð­ustu tvennar kosn­ingar til Alþing­is, sem fóru fram árin 2016 og 2017, í kjöl­far þess að tvær rík­is­stjórnir í röð náðu ekki að lifa heilt kjör­tíma­bil, gátu les­endur Kjarn­ans reglu­lega glöggvað sig á kosn­inga­spám Bald­urs Héð­ins­sonar fyrir kosn­ing­ar, rétt eins og raunin hefur verið nú.

Fjöldi skoð­ana­kann­ana hefur verið fram­kvæmdur núna fyrir kosn­ing­ar, en þær eru úti um allt og erfitt að henda reiður á þró­un­inni frá degi til dags. Kosn­­­­inga­­­­spálíkan Bald­­­­urs miðar að því að setja upp­­­­lýs­ing­­­­arnar sem skoð­ana­kann­­­­anir veita í sam­hengi. Fyr­ir­liggj­andi skoð­ana­kann­­­­anir eru þannig teknar saman og þeim gefið vægi til þess að spá fyrir um úrslit kosn­­­­ing­anna.

En hvernig gekk lík­ani Bald­urs að spá til um það sem svo kom upp úr kjör­köss­unum í kosn­ingum fyrri ára? Kjarn­inn ákvað til gam­ans að taka það sam­an, núna þegar síð­asta kosn­inga­spáin fyrir kosn­ing­arnar árs­ins 2021 er farin í loft­ið.

Alþing­is­kosn­ing­arnar 2017

Fimm skoð­ana­kann­anir vigt­uðu inn í kosn­inga­spálíkan Bald­urs er kosið var undir lok októ­ber­mán­aðar 2017, nánar til­tekið á 28. degi mán­að­ar­ins.

  • Þjóð­ar­púls Gallup - 23. – 27. okt - vægi 27.5%
  • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar HÍ fyrir Morg­un­blaðið - 22. – 25. okt- vægi 20.9%
  • Skoð­ana­könnun MMR 26. – 27. okt vægi 20.4%
  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins Stöðvar 2 og Vísis - 23. – 24. okt - vægi 18.1%
  • Skoð­ana­könnun Zenter Rann­sókna - 23. – 27. okt - vægi 13.1%

Með­al­frá­vik þess­ara fimm könn­un­ar­að­ila frá kosn­inga­úr­slit­unum var á bil­inu 1,31 pró­sentu­stig til 1,83 pró­sentu­stig og var Þjóð­ar­púls Gallup næst úrslitum kosn­inga, skoð­ana­könnun MMR fylgdi svo í kjöl­far­ið, þá skoð­ana­könnun Zenter (sem nú heitir Pró­sent), næst skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins Stöðvar 2 og Vísis og síðan var Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar fjærst nið­ur­stöðum kosn­ing­anna.

Með­al­frá­vik flokk­anna í kosn­inga­spá Bald­urs og Kjarn­ans var 1,47 pró­sentu­stig.

Auglýsing

Flokk­arnir sem hækk­uðu frá loka­spánni 2017

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn – úr 24,2 upp í 25,3

Vik­una fyrir kosn­ingar jókst fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins statt og stöðugt með hverri kosn­inga­spá sem keyrð var og fór úr 21,7 pró­sent þann 20. októ­ber og upp í 24,2 pró­sent í loka­spá kosn­ing­ar­spár­inn­ar, 27. októ­ber. Degi síðar var síðan kosið og nið­ur­staðan varð sú að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn bætti við sig 1,1 pró­sentu­stigi frá því sem hafði verið nið­ur­staðan í síð­ustu kosn­inga­spánni.

Mið­flokk­ur­inn – úr 10,0 upp í 10,9

Mið­flokk­ur­inn, sem var að bjóða fram í fyrsta skipti, bætti nokkuð við sig á loka­metrum kosn­inga­bar­átt­unnar og mæld­ist með 10 pró­sent fylgi í síð­ustu kosn­inga­spánni. Það voru svo 10,9 pró­sent sem komu upp úr hatt­in­um, sem er mesta fylgi sem nýtt fram­boð hefur nokkru sinni feng­ið.

Fram­sókn – úr 8,2 upp í 10,7

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn mæld­ist með lítið fylgi í aðdrag­anda kosn­ing­anna árið 2017 og virt­ist sem stofnun Mið­flokks­ins væri að valda honum veru­legum vand­ræð­um. En, á síð­ustu metr­unum reis fylgi flokks­ins og hann mæld­ist með 8,2 pró­sent fylgi í síð­ustu kosn­inga­spánni fyrir kosn­ing­ar, eftir að hafa ekki mælst yfir 8 pró­sentum í kosn­inga­spánni frá því hún var keyrð þann 28. sept­em­ber. Flokk­ur­inn fékk síðan 10,7 pró­sent atkvæða eða 2,5 pró­sentu­stigum meira en mælst hafði í síð­ustu kosn­inga­spánni.

Flokkur fólks­ins – úr 4,3 upp í 6,9

Degi fyrir kjör­dag var fátt sem benti til þess að flokkur Ingu Sæland væri á leið­inni inn á þing. Annað kom hins­vegar á dag­inn. Það þarf þó ekki að vera að skoð­ana­kann­anir og þar með kosn­inga­spáin hafi endi­lega verið að van­meta Flokk fólks­ins þá, heldur er það nokkuð útbreidd sögu­skoðun að frammi­staða Ingu í leið­toga­kapp­ræðum kvöldið fyrir kjör­dag hafi ein­fald­lega hrifið marga til fylgis við flokk­inn eftir að búið var að fram­kvæma allar skoð­ana­kann­an­ir. Flokk­ur­inn fékk 2,6 pró­sentu­stigum meira í kosn­ing­unum en spáð var í síð­ustu kosn­inga­spánni.

Píratar fengu 9,2 pró­sent eins og spáð var

Kosn­inga­spáin geir­negldi fylgi Pírata í rúmum 9 pró­sentum dag­ana fyrir kosn­ingar og þegar atkvæði höfðu verið talin varð nið­ur­staðan sú að kosn­inga­spáin var með nákvæm­lega sömu pró­sentu­tölu á Pírötum og kom upp úr kjör­köss­un­um. Bingó í hús.

Frá kosningavöku Pírata 2016.
Birgir Þór Harðarson

Flokk­arnir sem lækk­uðu frá loka­spánni 2017

VG – úr 19,0 í 16,9

Vinstri græn döl­uðu veru­lega á loka­metrum kosn­inga­bar­átt­unnar árið 2017, eftir að hafa mælst sem stærsti flokkur lands­ins ein­ungis rúmri viku fyrir kosn­ingar og hæst farið í 27,6 pró­sent fylgi þann 10. októ­ber, er 18 dagar voru til kosn­inga. Í síð­ustu kosn­inga­spánni mæld­ist flokk­ur­inn með 19 pró­senta fylgi en fékk síðan 16,9 pró­sent atkvæða, sem er lækkun um 2,1 pró­sent.

Sam­fylk­ingin – úr 14,8 í 12,1

Sam­fylk­ingin var á nokkru flugi síð­ustu dag­ana fyrir kosn­ing­arnar sam­kvæmt skoð­ana­könn­unum og hafði farið úr því að mæl­ast með 9,5 pró­sent í kosn­inga­spánni 9. októ­ber upp í að mæl­ast með 14,8 pró­sent í loka­spánni dag­inn fyrir kjör­dag. Nið­ur­staðan varð 2,7 pró­sentu­stigum lak­ari, en Sam­fylk­ingin fékk 12,1 pró­sent atkvæða.

Við­reisn – úr 7,6 í 6,7

Fyrir síð­ustu kosn­ingar virt­ist sem bæði Við­reisn og Björt fram­tíð ætla að þurrkast út af þingi eftir að stuttu stjórn­ar­sam­starfi þeirra við Sjálf­stæð­is­flokk­inn lauk. Það reynd­ist þó ekki verða hlut­skipti Við­reisn­ar, þrátt fyrir að kosn­inga­spá sem keyrð var þann 17. októ­ber hafi mælt flokk­inn með 4,1 pró­sent fylgi. Fylgið reis í könn­unum dag­ana þar á eftir og mæld­ist 7,6 pró­sent í loka­spánni. Nið­ur­staðan varð svo 0,9 pró­sentu­stigum lak­ari.

Björt fram­tíð – úr 1,6 í 1,2

Í fyrstu kosn­inga­spánni sem keyrð var eftir að rík­is­stjórnin féll haustið 2008 var Björt fram­tíð að mæl­ast með tæp­lega 5 pró­sent fylgi. Svo hall­aði heldur betur undan fæti og flokk­ur­inn þurrk­að­ist að end­ingu út af þingi. Í síð­ustu kosn­inga­spánni fyrir kjör­dag var fylgið í 1,6 pró­senti – en svo komu bara 1,2 pró­sent upp úr kjör­köss­un­um, eða 0,4 pró­sentu­stigum lak­ari nið­ur­staða.

Alþing­is­kosn­ing­arnar 2016

Alþing­is­kosn­ing­arnar árið 2016 fóru fram í kjöl­far þess að kosn­ingum var flýtt vegna upp­ljóstrana í Pana­ma-skjöl­unum og ákalls frá almenn­ingi um breyt­ingar við stjórn lands­ins. Kosið var þann 29. októ­ber.

Árið 2016 vigt­uðu eft­ir­far­andi skoð­ana­kann­anir vegnar inn í loka­spá kosn­inga­spár­inn­ar:

  • Þjóð­ar­púls Gallup 24. – 28. okt - vægi 28.3%
  • Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar fyrir Morg­un­blaðið 20. – 27. okt vægi 27.0%
  • Vegið með­al­tal skoð­ana­kann­ana MMR 19. – 26. og 26. – 28. okt - vægi 24.4%
  • Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins Stöðvar 2 og Vísis 25. – 26. okt - 20.3%

Með­al­frá­vik könn­un­ar­að­ila, ef skoðuð voru sjö stærstu fram­boð lands­ins, voru á bil­inu 1,23 pró­sentu­stig til 2,4 pró­sentu­stig og mun­aði þar mestu um að flestar skoð­ana­kann­anir van­mátu Sjálf­stæð­is­flokk­inn all­nokkuð en ofmátu hins vegar Pírata.

Skoð­ana­könnun Frétta­blaðs­ins Stöðvar 2 og Vísis var næst úrslitum kosn­ing­anna, Þjóð­ar­púls Gallup fylgdi svo í kjöl­far­ið, þá MMR og Þjóð­mála­könnun Félags­vís­inda­stofn­unar rak lest­ina og var heilt yfir fjærst nið­ur­stöðum kosn­ing­anna.

Með­al­frá­vikið í kosn­inga­spá Kjarn­ans og Bald­urs Héð­ins­sonar var 1,8 pró­sentu­stig ef horft var til stærstu sjö fram­boð­anna, þeirra sem fengu nægi­legt fylgi til þess að kom­ast inn á þing.

Auglýsing

Flokk­arnir sem hækk­uðu frá loka­spánni 2016:

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn úr 24,9 í 29,0

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hafði verið að mæl­ast á bil­inu 22-23 pró­sent á vik­unum tveimur fram að kosn­ingum en bætti síðan heldur við sig í loka­kosn­inga­spánni. Svo bætt­ust rúm fjögur pró­sent og flokk­ur­inn end­aði með 29 pró­sent atkvæða.

Fram­sókn – úr 10 í 11,5

Í kosn­inga­bar­átt­unni árið 2016 sigldi Fram­sókn nokkuð lygnan sjó í skoð­ana­könn­unum og reis hæst er kosn­inga­spá var keyrð þann 28. sept­em­ber, mán­uði fyrir kosn­ing­ar, í 11,2 pró­sent­um. Í loka­spánni mæld­ist fylgið 10 pró­sent en 11,5 pró­sent urðu nið­ur­stað­an.

Við­reisn – úr 9,9 í 10,5

Við­reisn var að bjóða fram í fyrsta sinn árið 2016 og var ítrekað að mæl­ast yfir 10 pró­sentum í kosn­inga­spám sem voru keyrðar í aðdrag­anda kosn­ing­anna, hæst í 11,7 pró­sentum tæpum mán­uði fyrir kosn­ing­ar. Í loka­spánni var fylgið 9,9 pró­sent en flokk­ur­inn hlaut svo 10,5 pró­sent atkvæða.

Björt fram­tíð úr – 6,9 í 7,2

Björt fram­tíð, sem fyrst skaust inn á þing árið 2013 með 8,2 pró­sent atkvæða, virt­ist ætla að þurrkast út árið 2016. Þegar nákvæm­lega mán­uður var til kosn­inga var flokk­ur­inn að mæl­ast með 3,9 pró­sent fylgi í kosn­inga­spánni en fylgið hresstist síðan veru­lega og reis hæst í 7,8 pró­sentum um miðjan októ­ber. Svo dal­aði fylgið á ný og í loka­spánni var það í 6,9 pró­sent­um. Nið­ur­staðan var síðan ögn betri.

Flokkur fólks­ins – úr 2,9 í 3,5

Flokkur fólks­ins var að bjóða fram í fyrsta sinn árið 2016 Flokk­ur­inn mæld­ist aldrei inni í könn­unum í aðdrag­anda kosn­inga og end­aði á að fá 3,5 pró­sent atkvæða.

Flokk­arnir sem lækk­uðu frá loka­spánni 2016

Vinstri græn fóru úr 16,5 pró­sentum í 15,9

Vinstri græn sóttu í sig veðrið eftir því sem leið á kosn­inga­bar­átt­una árið 2016, en mán­uði fyrir kosn­ingar var fylgið í tæpum 13 pró­sentum sam­kvæmt kosn­inga­spánni. Hæst fór mælt fylgi í 17 pró­sent rúmri viku fyrir kosn­ing­arn­ar, en flokk­ur­inn fékk síðan tæp 16 pró­sent.

Píratar fóru úr 19,4 pró­sentum í 14,5

Píratar flugu með him­in­skautum í skoð­ana­könn­unum í upp­hafi árs 2016 og mæld­ust með 36,7 pró­sent fylgi í kosn­inga­spánni í byrjun apr­íl­mán­að­ar. Svo fór fylgi flokks­ins að dala og var komið undir 30 pró­sent undir lok apr­íl, undir 25 pró­sent í lok ágúst og svo fór það undir 20 pró­sent þegar innan við tvær vikur voru til kosn­inga. Í loka­spá kosn­inga­spár­innar var fylgið mælt 19,4 pró­sent, en flokk­ur­inn end­aði svo á að fá 14,5 pró­sent atkvæða.

Sam­fylk­ingin fór úr 6,5 í 5,7

Í upp­hafi árs­ins 2016 mæld­ist Sam­fylk­ingin með 10,4 pró­senta fylgi í kosn­inga­spánni. Það átti eftir að verða besta mæl­ing flokks­ins á árinu, því fylgið dal­aði statt og stöðugt allt fram til kosn­inga. Slakasta nið­ur­staðan sem flokk­ur­inn fékk í kosn­inga­spá Bald­urs var dag­inn fyrir kosn­ingar og nið­ur­staðan varð enn verri.

Dögun fór úr 1,9 pró­senti í 1,7

Fram­boð Dög­unar mæld­ist með lítið fylgi í kosn­inga­spánni og fékk síðan lítið fylgi í kosn­ing­un­um, eða innan við tvö pró­sent.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar