Að yfirgefa niðurrifsstjórnmálin til að hlusta á þá sem hugsa ekki eins

Auglýsing

Boðað var til kosn­inga í sept­em­ber 2017 með skömmum fyr­ir­vara. Þær skyldu fara fram í októ­ber sama ár. Þetta gerð­ist eftir að enn eitt hneyksl­is­málið sem hverfð­ist um for­mann Sjálf­stæð­is­flokk­inn hafði komið fram. Nú var það hið svo­kall­aða upp­reist æru-­mál, sem sprengdi rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks, Við­reisnar og Bjartrar fram­tíð­ar. 

Í stuttu máli snérist það um að Sig­ríður And­er­sen, þáver­andi dóms­­mála­ráð­herra, sagði Bjarna Bene­dikts­syni, þáver­andi for­­sæt­is­ráð­herra, í júlí 2017 að faðir hans hefði skrifað með­­­mæli fyrir dæmdan barn­a­­níð­ing sem óskaði eftir upp­­reist æru. Engin lög eða reglur eru til sem segja að dóms­­mála­ráð­herra beri að upp­­lýsa for­­sæt­is­ráð­herra um slík mál umfram aðra. Á sama tíma stóð sami dóms­­mála­ráð­herra í vegi fyrir því að fjöl­mið­l­­ar, almenn­ing­­ur, þolendur brota­­manna sem höfðu fengið upp­­reist æru og aðrir þing­­menn fengu þessar upp­­lýs­ing­­ar. 

Í sept­em­ber sama ár komst Úrskurð­ar­nefnd um upp­lýs­inga­mál að þeirri nið­ur­stöðu að afhenda ætti fjöl­miðlum umrædd gögn. Í kjöl­farið var ofan­greint opin­ber­að, Björt fram­tíð sleit stjórn­ar­sam­starf­inu og kosið var í annað sinn á tveimur árum. 

„Þetta er feðra­veldið gegn börn­um,“ sagði einn við­mæl­andi Kjarn­ans sem sat fund flokks­ins þar sem sú ákvörðun var tek­in. 

Ban­væn blanda við­skipta og stjórn­mála

Í aðdrag­anda kosn­ing­anna, nánar til­tekið 6. októ­ber það ár, héldu Vinstri græn lands­fund.

Auglýsing
Vinstri græn voru á sigl­ingu. Síð­asta könnun sem Gallup hafði fram­kvæmt sýndi að 25,4 pró­sent lands­manna ætl­uðu að kjósa flokk­inn. Nákvæm­lega þremur vikum áður en gengið yrði til kosn­inga stefndi allt í að Vinstri græn yrðu stærsti flokkur lands­ins, í fyrsta sinn. 

Sama dag hafði Stundin birt umfjöllun um við­skipti sem Bjarni Bene­dikts­son hafði átt með bréf í Sjóði 9 í aðdrag­anda hruns­ins. Umfjöllun sem byggði á gögnum sem sýslu­mað­ur­inn í Reykja­vík sam­þykkti síðar að setja lög­bann á frek­ari umfjöllun um. Það lög­bann var ári síðar úrskurðað ólög­mætt.

Á lands­fund­inum hélt Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, þunga­vigt­ar­mann­eskja innan Vinstri grænna, ræðu um ban­væna blöndu við­skipta og stjórn­mála þar sem hneyksl­is­mál tengd Bjarna voru í brennid­epli. „Enn eina ferð­ina sáum við vörn for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins þar sem hann var kom­inn út í horn í rétt­læt­ingu fyrir því að það kæmi til álita að auð­maður gætti sinna eigin per­sónu­legu hags­muna á sama tíma og hann væri við borð almanna­hags­muna. Eina ferð­ina enn tal­aði hann um það að hann myndi ekki eftir 50 millj­ónum króna. Í fyrra hafði hann gleymt 40 millj­ónum sem voru í Panama­skjöl­unum [...] þessar tölur eru nálægt því kannski að vera ævisparn­aður vinn­andi fólks á Íslandi. Það eru tölur sem for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins gleym­ir.“ 

Lífs­nauð­syn­legt að koma Sjálf­stæð­is­flokk út úr stjórn­ar­ráð­inu

Þetta sagði Svan­dís að væri til áminn­ingar um það að auð­stéttin á Íslandi hafi ráðið allt of miklu allt of lengi á Íslandi. „Þegar Bjarni Bene­dikts­son bað Jóhönnu Sig­urð­ar­dóttur að skila lyklunum að stjórn­ar­ráð­inu þá var það ekki bara vegna þess að honum fannst það póli­tískt, heldur vegna þess að honum fannst það per­sónu­lega. Honum fannst það per­sónu­lega að hann ætti lyklana að stjórn­ar­ráð­inu vegna þess að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur ráðið lögum og lofum í stjórn­ar­ráð­inu allt of lengi, og raunar svo lengi á lýð­veld­is­tím­anum að það er bein­línis óhollt fyrir íslenskt sam­fé­lag hversu mikil und­ir­tök sá flokkur hefur haft.“

Þessi ban­væna blanda hafði, að sögn Svan­dís­ar, afhjúp­ast í aðdrag­anda hruns­ins 2009, þegar Panama­skjölin komu upp og aftur þegar upp­reist-æru málið skall á. „Þetta er end­ur­tekið stef í íslenskum stjórn­málum að þessi blanda er ban­væn. Og henni verður nú að linna. Nú er kom­inn tími til að koma Sjálf­stæð­is­flokknum var­an­lega í fleiri en eitt kjör­tíma­bil út úr stjórn­ar­ráð­inu. Það er lífs­nauð­syn­legt fyrir íslenskt sam­fé­lag að gera það. Nú er lag, skoð­ana­kann­anir segja okkur það, nú höldum við fókus og löndum þessum pró­sentum inn í kosn­ingum og gerum Katrínu að for­sæt­is­ráð­herra. Það er mik­il­vægt fyrir Ísland.“

Ræð­unni var fagnað með miklu lófa­klappi. Hana má sjá hér að neð­an.

Nafn­lausi áróð­ur­inn sem virk­aði

Þegar loks var kosið fengu Vinstri græn mun minna en þau höfðu haft vænt­ingar til, eða 16,9 pró­sent atkvæða. Flokk­ur­inn varð næst stærsti flokkur lands­ins, og þetta var næst besta útkoma hans í sög­unni, en Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn end­aði með 8,3 pró­sentu­stigum meira. 

Í bók­inni Hreyf­­ing rauð og græn – Saga VG 1999-2019 eftir Pétur Hrafn Árna­­son sagn­fræð­ing, sem kom út í des­em­ber 2019, var ástæða þess að þetta gerð­ist rak­in. 

Nafn­­laus áróður gegn Katrínu Jak­obs­dóttur og Vinstri græn­um, sem birtur var á sam­­fé­lags­miðlum og ann­­ars staðar á net­inu í aðdrag­anda kosn­­ing­anna 2017, hafði virk­að. 

Í bók­inni kemur fram að þetta hafi verið mat Katrínar sjálfrar sem benti þar á að fylgi flokks­ins hafi fallið jafnt og þétt eftir að áróð­­ur­inn, mynd­­bönd sem snér­ust um „Skattaglöðu Skatta-Kötu“, hófu að birt­­ast. Í mynd­bönd­unum var „Skattaglaða Skatta-Kata“ sögð klifa á skatta­hækk­unum og hóta eigna­upp­töku að sós­íal­ískri fyr­ir­mynd. 

Í bók­inni sagði: „Í lok eins mynd­­bands­ins runnu sam­­klippur úr ræðum Katrínar á Alþingi inn í níð frá bús­á­hald­­ar­­bylt­ingu og myndum af upp­­­lausn­­ar­á­standi með brenn­andi íslenska krónu í mið­­punkt­i.“ 

Enn þann dag í dag hefur ekki verið opin­berað með fullri vissu hverjir stóðu á bak­við félags­­­skap­inn Kosn­­ingar 2017, sem bjó til áróð­­ur­s­­mynd­­böndin og greiddi fyrir mikla dreif­ingu þeirra. Sú rík­is­stjórn sem tók við eftir kosn­ing­arnar ákvað að það væri ekki lýð­ræð­is­lega mik­il­vægt að kom­ast til botns í því.

Það liggur þó fyrir að þar fóru stuðn­ings­menn Sjálf­stæð­is­flokks­ins, enda beind­ist áróð­ur­inn allur að þeim póli­tíska and­stæð­ingi sem ógn­aði tökum hans á völdum mest hverju sinn­i. 

„Mér finnst bak­þankar leið­in­leg­ir“

Þegar kom að stjórn­ar­myndun skipti ekki lengur máli „að koma Sjálf­stæð­is­flokknum var­an­lega í fleiri en eitt kjör­tíma­bil út úr stjórn­ar­ráð­in­u“. Það var ekki lengur lífs­nauð­syn­legt fyrir íslenskt sam­fé­lag að gera það. Hin ban­væna blanda við­skipta og stjórn­mála sem hold­gervð­ist í Sjálf­stæð­is­flokknum 6. októ­ber 2017 var gleymd mán­uði síð­ar­. Þess í stað var það talin ábyrg afstaða að klappa kval­ara sín­um, þeim sem Vinstri græn töldu að hefðu borið ábyrgð á fylg­is­falli sínu síð­ustu dag­ana fyrir kosn­ing­ar.

Í áður­nefndri bók um sögu Vinstri grænna var rætt við Svandísi um myndun rík­is­stjórnar með Sjálf­stæð­is­flokki og Fram­sókn­ar­flokki. Þar sagði hún að efa­semdir hennar um stjórn­ar­sam­starf með Sjálf­stæð­is­flokki hafi fljót­lega farið að eyð­ast eftir að sam­komu­lag náð­ist um að Katrín fengi að verða for­sæt­is­ráð­herra. „Mér fannst þetta vissu­­lega djörf ákvörðun en að sama skapi ótrú­­lega spenn­andi. Um leið og við vorum svo komin yfir þann hjalla að vega og meta hvort skyldi leggja út í þetta þá vann ég að því heils hug­­ar. Mér finnst bak­þankar leið­in­­leg­­ir.“

Stein­grímur J. Sig­fús­son, helsti hvata­maður að stofnun Vinstri grænna og for­maður flokks­ins fyrstu tæpu fjórtán árin sem hann var til, var gerður að for­seta Alþingis eftir stjórn­ar­mynd­un­ina. Hann sagði í bók­inni að það ætti ekki að ein­blína á að flokk­­arnir tveir sem verið var að fara að mynda rík­­is­­stjórn með þeim sem bæru ábyrgð á hrun­inu. Það hafi ekki verið flokk­­arnir „sem stofn­­anir sem ollu hrun­inu heldur sú stefna sem ákveðnir ein­stak­l­ingar reyndu að fram­­fylgja“. 

Ekki væri hægt að fest­­ast í sög­u­­legri hefnd­­ar­hyggju.

Að hlusta af virð­ingu á fólk sem hugsar ekki alveg eins

Vinstri græn hafa breyst mikið á síð­ustu fimm árum. Póli­tísk orð­ræða flokks­ins snýst ekki lengur um kerf­is­breyt­ing­ar, ban­væna blöndu við­skipta og stjórn­mála eða lífs­nauð­syn­lega sið­væð­ingu stjórn­mál­anna. Það eru sam­töl fyrir öfund­ar­fólkið sem sér ekki veisl­una og er alltaf með glasið hálf tómt. Nú snýst orð­ræðan í mun meira um að segja fólki að það hafi það ógeðs­lega gott þrátt fyrir að margir nái ekki endum sam­an, að mik­il­væg­ast í póli­tík sé að sýna ábyrgð með stjórn­ar­þátt­töku og verða svo pirruð, jafn­vel sár, þegar þeir sem hafa orðið fyrir gríð­ar­legum von­brigðum með umbreyt­ingu flokks­ins segja það upp­hátt. Þau varn­ar­orð sem Vinstri græn fengu í byrjun stjórn­ar­sam­starfs­ins frá vel­vilj­uðu fólki, um að ein­angra ákvarð­anir ekki í litlum hóp­um, velja fleiri en þröngan hóp já-­fólks sem ráð­gjafa, forð­ast „bön­k­er“-­stemn­ingu innan flokks­ins og leggja allt heila klabbið ekki ein­vörðungu á herðar Katrínu Jak­obs­dóttur hafa öll verið huns­uð. Allt sem varað var við, hafa þau gert.

Eitt skýrasta merki um þessar breyt­ingar má finna í ræðu sem Katrín Jak­obs­dóttir flutti á flokks­ráðs­fundi flokks­ins, sem fram fór 20. maí síð­ast­lið­inn. 

Auglýsing
Í nið­ur­lagi hennar varði hún rík­is­stjórn­ina sem hún mynd­aði 2017 með fyrr­ver­andi póli­tískum and­stæð­ingum sínum og sagði að árangur hefði náðst. „​​Er þetta þess virði? Kann ein­hver að spyrja. Mitt svar við því er ótví­rætt já. Og ég held að fólk­inu í land­inu finn­ist þetta allt vera þess virði, og ég er með frétt­ir: Nið­ur­rifs­stjórn­málin hafa beðið skips­brot í síð­ustu tveimur kosn­ing­um. Eru skila­boðin kannski þau að fólkið í land­inu vilji ekki slík stjórn­mál? Vill það ekki heldur stjórn­mála­hreyf­ingar sem hafa getu og sjálfs­traust til þess að koma með nýjar hug­myndir og stefnur sem miða að því að auka vel­sæld í land­inu og takast við á stærstu úrlausn­ar­efni sam­tím­ans? Stjórn­mála­hreyf­ingar sem eru til­búnar til að taka ábyrgð og koma stefnu sinni í fram­kvæmd? Og er ekki lík­legt að fólk vilji að stjórn­mála­hreyf­ingar séu til­búnar til að takast á um mál­efni og hlusta á aðra af virðingu – líka fólk sem hugsar ekki alveg eins?“

Hvað eru Vinstri græn í dag án Katrín­ar?

Nið­ur­rifs­stjórn­málin eru sú krafa um kerf­is­breyt­ing­ar, rétt­læti og heið­ar­leika sem Vinstri græn stóðu fyrir haustið 2017 og skil­aði því að flokk­ur­inn varð næst stærstur á Íslandi. Stjórn­málin sem flokk­ur­inn hefur síð­an, í hröðum en öruggum skref­um, fjar­lægst svo mikið að hann er nú á móti þeim. Þótt aðrir flokkar sem telj­ast til nið­ur­rifs­stjórn­mála hafi ekki unnið mikla sigra í síð­ustu kosn­ingum þá bætti hluti þeirra við sig fylgi og eng­inn tap­aði neinu í lík­ingu við það sem Vinstri græn gerðu.

Flokk­ur­inn mæld­ist með 7,2 pró­sent fylgi í könnun Gallup í júní, sem er lægsta fylgi sem flokk­ur­inn hefur nokkru sinni mælst með í könnun þess fyr­ir­tæk­is. Flokk­ur­inn hresstist aðeins í síð­asta mán­uði, en er samt sem stendur að mæl­ast með fylgi undir sínum versta árangri í kosn­ingum til þessa. Þetta fylgi byggir á eft­ir­stand­andi per­sónu­fylgi Katrínar Jak­obs­dótt­ur. Kosn­inga­her­ferð Vinstri grænna fyrir síð­ustu þing­kosn­ingar snérist ein­vörð­ungu um að það skipti máli að Katrín myndi stjórna áfram.

Hörmu­leg nið­ur­staða Vinstri grænna í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­un­um, þar sem flokk­ur­inn fékk einn hreinan kjör­inn full­trúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, sýnir þessa stöðu svart á hvítu. Hverfi Katrín, og mögu­lega Svandís, úr stjórn­málum á næstu árum er erfitt að sjá hvað flokk­ur­inn á að vera, fyrir hvað hann eigi að standa eða hverjir eigi að leiða hann.

Að skipta um per­sónu­leika til að færa mörk

Að því leyti má taka undir orð for­sæt­is­ráð­herra að nið­ur­rifs­stjórn­mál­in, sem skil­uðu því um tíma að yfir fjórð­ungur kjós­enda ætl­aði sér að gera Vinstri græn að stærsta stjórn­mála­flokki lands­ins, hafi beðið skips­brot. Það skips­brot felst í því að Vinstri græn skiptu um lið og fóru að vinna ítrekað gegn flestu sem flokk­ur­inn hafði áður sagst standa fyr­ir. Póli­tískir and­stæð­ingar urðu sam­herjar og fyrrum sam­herjar nýju and­stæð­ing­arn­ir. Nokk­urs konar póli­tísk per­sónu­leika­röskun átti sér stað.

Í könn­unum birt­ist skoðun fólks á þeirri ákvörðun Vinstri grænna að velja það að hlusta af virð­ingu á fólk sem hugsar ekki alveg eins. Skoðun fólks á inn­an­tómum lof­orðum í lofts­lags- og nátt­uru­vernd­ar­málum og afstöðu flokks­ins til NATO, sem eru í algjörri and­stöðu við grunn­stefnu flokks­ins. Skoðun fólks á skatta­lækk­unum og öðrum efna­hags­að­gerðum sem hafa fyrst og síð­ast gagn­ast efstu tekju- og eign­ar­hópum sam­fé­lags­ins. Skoðun á því að í dag eru 46 pró­sent lands­manna í lægsta tekju­hópnum annað hvort að ganga á sparnað eða safna skuldum til að hafa í sig og á. ­Skoðun fólks á því að hlut­deild vinn­andi fólks í fram­leiðn­inni hafi farið minnk­andi.

Skoðun á van­getu rík­is­stjórn­ar­innar sem Vinstri græn leiða til að end­ur­skipu­leggja fjár­mála­kerfið með hag neyt­enda að leið­ar­ljósi eða aðgerð­ar­leysi hennar við að ná fram rétt­látri skipt­ingu á arð­semi sem fellur til vegna nýt­ingar á þjóð­ar­auð­lind. ­Skoðun á því að þrátt fyrir dig­ur­bark­legar yfir­lýs­ingar hafi flestar inn­leiddar aðgerðir um aukið gagn­sæi, aukna póli­tíska ábyrgð, upp­bygg­ingu trausts og sið­væð­ingu stjórn­mála verið inn­an­tómar þegar kemur að fram­kvæmd.

Allt svo þau geti hlustað af slíkri áfergju á fólk sem hugsar ekki alveg eins að það sést stundum vart lengur hvar Vinstri græn byrja og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn end­ar.

Hlustun og breyt­ingar sem fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri Vinstri grænna spáði með frægum hætti fyrir um strax haustið 2017 þegar hún sagði að flokk­ur­inn yrði ítrekað í þeirri stöðu að „að verja sam­starfs­flokk­inn og mörkin munu sífellt fær­ast til í sam­starf­inu líkt og í ofbeld­is­sam­bandi. Þetta verður eins og að éta skít í heilt kjör­tíma­bil, ef stjórnin end­ist svo lengi. Með ákvörð­un­inni um stjórn­ar­við­ræður setti flokk­inn nið­ur, trú­verð­ug­leik­inn laskað­ist veru­lega og vinstrið á Íslandi mun eiga erfitt upp­dráttar næstu árin og ára­tug­ina.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiLeiðari