Landspítali háskólasjúkrahús?

Læknir segir erfitt að átta sig á því af hverju sé ekki hægt að fjármagna íslenskt heilbrigðiskerfi sómasamlega þegar íslenskum ráðamönnum hafi tekist að aðstoða við enduruppbyggingu fjármálakerfisins á Íslandi og uppgangur sjávarútvegsins sé ótrúlegur.

Auglýsing

Land­spít­al­inn hefur verið mikið í umræð­unni und­an­farin miss­eri – eins og reyndar oft áður. Umræðan er jafnan á heldur nei­kvæðum nót­um, fjár­hags­vandi, mönn­un­ar­vandi, langir biðlistar o.fl. Ég hef unnið á Land­spít­al­anum í um 25 ár. Eft­ir­far­andi er mitt sjón­ar­mið um stöðu Land­spít­al­ans, helstu áskor­anir og hvaða breyt­ingar eru nauð­syn­leg­ar. Rétt er að taka fram að ég vinn á Barna­spít­ala Hrings­ins. Sú ein­ing Land­spít­al­ans hefur á margan hátt gengið vel; mönnun hefur verið ásætt­an­leg, starfsandi mjög góður og hús­næði og tækja­bún­aður betri en víð­ast á Land­spít­ala. Aug­ljós­lega er umtals­verður hluti þess­arar stöðu Barna­spít­ala Hrings­ins vegna ómet­an­legs stuðn­ings kven­fé­lags Hrings­ins, allt frá opnun Barna­spít­al­ans 1957. Bygg­ing Barna­spít­ala Hrings­ins var reist með öfl­ugum stuðn­ingi Hrings­ins og veru­legu fjár­fram­lagi. Nán­ast öll tæki Barna­spít­al­ans (og þau eru mörg og dýr) eru keypt fyrir gjafafé frá. Hringnum. Þessi stuðn­ingur verður seint full­þakk­að­ur. En Land­spít­al­inn sem heild býr við erf­ið­ari stöðu. Sú staða er til umfjöll­unar í þess­ari grein.

Fjár­hags­vandi

Fjár­hags­vandi Land­spít­al­ans er algegnt umræðu­efni í fjöl­miðl­um. Ljóst er að almenn­ingur á Íslandi vill ein­dregið að betur sé búið að Land­spít­al­anum og heil­brigð­is­kerfi okk­ar. Dæmi um þessa skoðun er viða­mikil und­ir­skrifta­söfnun að frum­kvæði Kára Stef­áns­sonar um að fjár­fram­lög til íslenska heil­brigð­is­kerf­is­ins verði sam­bæri­leg því sem þekk­ist á öðrum Norð­ur­lönd­um. Þátt­takan var fádæma góð. Margir ráða­menn þjóð­ar­innar tóku heils­hugar undir efni und­ir­skrifta­list­ans. Svo virð­ist sem sá mikli áhugi hafi enst þar til kjör­stöðum var lok­að.

Í grein í Vís­bend­ingu Kjarn­ans í fyrra gerði pró­fessor Gylfi Zoega grein fyrir mati sínu á fjár­mögnun heil­brigð­is­kerf­is­ins frá alda­mótum (1). Nið­ur­staða Gylfa var harla afger­andi. Í fjár­mála­hrun­inu var veru­lega skorið niður í fjár­mögnun heil­brigð­is­kerf­is­ins. Í kjöl­farið hefur aukn­ingin verið afar hæg. Að teknu  til­liti til auk­inna verk­efna Land­spít­al­ans, fjölg­unar þjóð­ar­innar og ald­urs­sam­setn­ingar er hækk­unin vart umfram almennar launa­hækk­anir og verð­hækk­anir í land­inu sam­kvæmt grein­ingu Gylfa (mynd 1). Fjár­veit­ingar nú eru því svip­aðar og voru í kjöl­far fjár­mála­hruns­ins. Það er því ekki að undra að Land­spít­al­inn og heil­brigð­is­kerfið sé í miklum krögg­um. 

Auglýsing
Myndin sýnir hlutfall fjárframlags deilt með framleiðnieiningum (DRG) frá árinu 2001 (sett sem gildi 1). Í fjármálahruninu var dregið verulega úr fjárframlögum til Landspítala. Auknar fjárveitingar frá 2012 halda vart í við útgjaldaþarfir (t.d. aukinn launakostnað) eða aukna þörf fyrir þjónustu, t.d. vegna aldurssamsetningar og fjölgunar þjóðarinnar.

Það er athygl­is­vert hversu vel ráða­mönnum íslensku þjóð­ar­innar hefur tek­ist að aðstoða við end­ur­upp­bygg­ingu fjár­mála­kerf­is­ins á Íslandi. Hagn­aður þriggja stærstu bank­anna á Íslandi nam á síð­asta ári rúm­lega átta­tíu þús­und millj­ónum (>80.000.000.000 kr) eða rúm­lega einum og hálfum millj­arði í hverri viku árs­ins (2). Þá hefur upp­gangur sjáv­ar­út­vegs­ins verið ótrú­legur og er hreinn hagn­aður mældur í tugum millj­arða. Eignir stærstu sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­anna munu vera yfir eitt hund­rað millj­arðar (3). Í þessu sam­hengi er erfitt að átta sig á því að ekki sé hægt að fjár­magna íslenskt heil­brigð­is­kerfi á sóma­sam­legan máta.

Þekk­ing og þjón­usta

Það virð­ist nokkuð óljóst hvers konar stofnun eða fyr­ir­tæki Land­spít­al­inn er. Umfjöll­unin er oft á þann veg að spít­al­inn virð­ist ein­hvers konar fram­leiðslu­fyr­ir­tæki eða rekstr­ar­fé­lag. Það er slæmt við­horf. Fram­leiðslu­fyr­ir­tæki eru allra góðra gjalda verð, þau geta fram­leitt margs konar vör­ur. En Land­spít­al­inn er ekki fram­leiðslu­fyr­ir­tæki og sjúk­lingar eru ekki vör­ur. 

Á Íslandi eru ýmis rekstr­ar- og eign­ar­halds­fé­lög. Árangur þeirra er mældur í krónum og aurum og mark­miðið er að afla tekna. Land­spít­al­inn er að mínu mati mesta gróða­fyr­ir­tæki Íslands (og ekki síst Barna­spít­ali Hrings­ins!) þótt árang­ur­inn sé ekki mældur í krónum og aur­um. Flestir Íslend­ingar hafa sjálfir eða þeirra nán­ustu notið árang­urs starfs­ins frá fæð­ingu, á barns­aldri eða seinna á ævinni. Ein­stak­lingar meta ekki þann árangur í krón­um. 

Þjón­ustu­fyr­ir­tæki á Íslandi eru mörg og þeim fer fjölg­andi, t.d. í ferða­manna­geir­an­um. Fyr­ir­tæki þessi reyna eftir bestu getu að veita góða þjón­ustu, eðli máls­ins sam­kvæmt. Einnig eru nokkur þekk­ing­ar­fyr­ir­tæki og stofn­an­ir, þeirra mark­mið er fyrst og fremst að auka þekk­ingu og skiln­ing á ýmsum mál­um. Dæmi eru Háskóli Íslands og Íslensk erfða­grein­ing. Þessi skipt­ing er auð­vitað ekki alltaf ein­föld og t.d. eru dæmi um fyr­ir­tæki sem eru bæði þekk­ing­ar- og fram­leiðslu­fyr­ir­tæki. Þar má nefna fyr­ir­tæki eins og Marel og Öss­ur. 

Hvernig fyr­ir­tæki eða stofnun er þá Land­spít­al­inn? Eins og fram er komið er spít­al­ann ekki fram­leiðslu­fyr­ir­tæki og árangur starfs­ins ætti því varla að meta ein­ungis í fjölda inniliggj­andi sjúk­linga, hverja þarf að flytja ann­að, hversu margir bíða, hver er bið­tím­inn o.s.frv. Einnig er stundum ofur áhersla lögð á rekstr­ar­þátt­inn. Vissu­lega þarf spít­al­inn að vera vel rek­inn en mark­mið­ið, bætt heilsa og betra líf, verður að vera í for­grunni. Að mínu mati á Land­spít­al­inn að vera þekk­ing­ar- og þjón­ustu­stofn­un. Við viljum veita eins góða þjón­ustu og kostur er sem byggð er á góðri, nýrri og sann­reyndri þekk­ingu. Þetta er reyndar í sam­ræmi við lög um að Íslend­ingar skuli eiga kost á bestu heil­brigð­is­þjón­ustu sem völ er á. Mér virð­ist stundum skorta á að þetta mark­mið sé öllum ljóst.

Við sam­ein­ingu spít­al­anna í Reykja­vík var yfir­lýst stefna að byggja ætti upp öfl­ugt háskóla­sjúkra­hús. Í ljósi stöð­unnar nú, tveimur ára­tugum síð­ar, má velta fyrir hvers vegna það tókst ekki eins og til var ætl­ast. Svo virð­ist sem sparn­að­ar­krafan hafi frá upp­hafi verið sterk og nið­ur­skurð­ur­inn bitnað bæði á þjón­ust­unni og vís­inda­starf­i. 

Rann­sókn­ir, þekk­ing, þróun og fram­farir

Rann­sóknir leiða til auk­innar þekk­ing­ar. Aukin þekk­ing og betri menntun leiða til fram­fara. Í heil­brigð­is­kerf­inu eru fram­farir metnar í betri árangri, bættri heilsu og betra lífi. Sú stað­reynd að rann­sóknum á Land­spít­ala hefur fækkað veru­lega á und­an­förnum ára­tugum vekur ugg. Þekk­ing er vissu­lega dýr en þekk­ing­ar­leysi er miklu dýr­ara. Veru­leg hætta er á að hnignun rann­sókna á Land­spít­al­anum geti haft nei­kvæð áhrif á þekk­ingu, menntun og árangur þeirrar þjón­ustu sem þar er veitt.

Í nýlegir skýrslu alþjóð­lega ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­is­ins McK­insey sem unnin var fyrir íslensk stjórn­völd var gerð úttekt á stöðu Land­spít­al­ans(4). Í skýrsl­unni var margt stað­fest sem komið hefur fram í almennri umræðu um Land­spít­al­ann, m.a. van­fjár­mögn­un, afleit starfs­að­staða í mörgum óheppi­legum húsum og óvissa um það hvernig spít­al­inn sé í stakk búinn að veita auknum fjölda Íslend­inga þjón­ustu, bregð­ast við auknum verk­efnum o.s.frv. Þessar nið­ur­stöður komu því miður ekki á óvart. 

Nið­ur­staða úttektar McK­insey á stöðu rann­sókna á Land­spít­al­anum var mjög alvar­leg. Skýrslu­höf­undar báru saman áhrifa­stuðul rann­sókna nokk­urra háskóla­sjúkra­húsa á Norð­ur­löndum sam­kvæmt úttekt Nor­d­Forsk (mynd 2).

Úr skýrslu McKinsey ráðgjafafyrirtækisin, Framtíðarþróun þjónustu Landspítala. Gefin út af  Heilbrigðisráðuneytinu í desember 2021.  Á myndinni má sjá hvernig áhrifastuðull rannsókna á Landspítala hefur hrapað sem endurspeglar verulega versnandi stöðu rannsókna á spítalanum.  Sambærileg mynd birtist í grein prófessors Magnúsar Gottfreðsson í Vísbendingu 33 tbl. 2021.

Slíkur áhrifa­stuð­ull er mæli­kvarði á magn og gæði rann­sókna. Um alda­mót stóð Land­spít­al­inn fram­ar­lega í þessum sam­an­burði. Frá þeim tíma hafa flest háskóla­sjúkra­hús Norð­ur­land­anna hækkað heldur á þessum mæli­kvarða. Áhrifa­stuð­ull Land­spít­al­ans hefur hrun­ið. Í nýlegri grein eftir pró­fessor Magnús Gott­freðs­son í Vís­bend­ingu Kjarn­ans(5) voru þessar nið­ur­stöður einnig til umfjöll­unar og nið­ur­staðan sú sama. Aug­ljós­lega er hér um grafal­var­legt mál að ræða. Hnignun rann­sókna getur hratt leitt til lak­ari þekk­ingar og þar með ógnað árangri. 

Þegar erf­ið­leikar hafa steðjað að íslenskum fyr­ir­tækjum eins og Marel og Öss­uri sem áður voru nefnd, var ekki brugð­ist við með miklum nið­ur­skurði á rann­sóknum og þró­un. Þvert á móti voru rann­sókn­ar- og þró­un­ar­deildir efldar með auknum kostn­aði og frek­ari sigrar unnir með auk­inni þekk­ingu að leið­ar­ljósi. Góður árangur þess­ara fyr­ir­tækja á alþjóða­vett­vangi ber þess merki. Því miður hefur leið Land­spít­al­ans verið önn­ur.

Áskor­anir framundan

Staða Land­spít­al­ans er alvar­leg. Það á reyndar við um flesta þætti íslensks heil­brigð­is­kerf­is. Fjár­fram­lög hafa verið af skornum skammti um áraraðir og jafnt og þétt koma afleið­ing­arnar í ljós. Hús­næðið svarar illa kalli tím­ans og er allt of tak­mark­að. Tækja­bún­aður er í mörgum til­fellum gam­all, t.d. í með­höndl­un­ar- og rann­sókn­ar­tækj­um, og ekki mögu­legt að taka upp nýj­ung­ar. Starfs­fólk á mörgum klínískum deildum er of fátt og álag of mik­ið. Veru­lega hnign­andi rann­sóknir og lítil áhersla á vís­inda­starf og þekk­ingaröflun getur vissu­lega haft slæm áhrif á árang­ur. Slíkri óheilla­þróun er erfitt að snúa við og tekur tíma að byggja upp rann­sókn­ar­vinnu og vís­inda­starf hafi það glat­ast. Við slíkar aðstæður mun reyn­ast erf­ið­ara að laða til Land­spít­al­ans hæft og metn­að­ar­fullt starfs­fólk. Skortur á slíku starfs­fólki ógnar enn frekar bættum árangri.

Það er afar mik­il­vægt að ráða­menn (og e.t.v. að hluta til einnig stjórn­endur Land­spít­ala) geri sér grein fyrir þess­ari ógn­andi stöðu. Ráða­menn þjóð­ar­innar verða að draga haus­inn upp úr sand­inum og horfast í augu við stað­reynd­ir. Land­spít­al­inn er og hefur verið van­fjár­magn­aður um ára­tuga skeið. Hann rís tæp­ast undir nafni sem háskóla­sjúkra­hús sem fyrr en síðar kemur niður á árangri. Brýnt er að horfast í augu við stað­reyndir áður en hnign­unin verður enn meiri. 

Höf­undur er pró­fessor í barna­lækn­ingum og ­yf­ir­læknir og for­stöðu­maður fræða­sviðs á Barna­spít­ala Hrings­ins.

Heim­ild­ir:

  1. Um vísi­töl­ur, heil­brigð­is­mál og kosn­ing­ar.  Gylfi Zoega. Vís­bend­ing 2021; 39:30.
  2. Kynn­ing fyrir fjár­laga­nefnd, 21. febr­úar 2022:­Sala eign­ar­hluta rík­is­ins í Íslands­banka hf.

    Banka­sýsla rík­is­ins: https://www.alt­hing­i.is/al­text/er­ind­i/152/152-3176.pdf.
  3. Árs­upp­gjör Sam­herja 2021: Góð afkoma af rekstri og sölu eigna. Sam­herji: https://www.­sam­herj­i.is/is/frett­ir/­ars­upp­gjor-­sam­herj­a-2021-­god-af­kom­a-af-­rekstri-og-solu-­eigna.
  4. Stjórn­ar­ráð Íslands, Heil­brigð­is­ráðu­neytið des­em­ber 2021, Fram­tíð­ar­þróun þjón­ustu Land­spít­ala.
  5. Magnús Gott­freðs­son, Vís­bend­ing, 3 3 .tbl . 2 0 2 1.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar