Þótt stjórnin mælist fallin er staða hennar betri nú en tæpu ári eftir kosningarnar 2017

Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír voru samtals með meira fylgi ellefu mánuðum eftir kosningarnar 2017 en þeir mælast með núna. Stjórnarflokkarnir mældust þá með minna sameiginlegt fylgi en þeir mælast með nú.

samsett ríkisstjórn
Auglýsing

Ell­efu mán­uðir eru frá því að kosið var til Alþing­is. Í þeim kosn­ingum fengu þeir þrír flokkar sem nú mynda rík­is­stjórn sam­tals 54,3 pró­sent fylgi. Síðan þá hafa þeir, sam­kvæmt þjóð­ar­púlsi Gallup, tapað 8,5 pró­sentu­stigum af fylgi og mæl­ast nú með 45,8 pró­sent fylgi. Það myndi að óbreyttu ekki duga til að ná þing­meiri­hluta þar sem flokk­arnir þrír fengu 31 þing­mann kjör­inn nú í stað þeirra 38 sem þeir hafa í dag, eftir að Birgir Þór­ar­ins­son bætt­ist við hóp­inn nokkrum vikum eftir kosn­ing­arnar í sept­em­ber í fyrra. 

Allir flokk­arnir þrír hafa tapað fylgi frá síð­ustu kosn­ingum og opin­berar erjur þeirra á milli, sér­stak­lega vegna mál­efna­á­grein­ings þegar kemur að tekju­öflun fyrir rík­is­sjóð, hafa orðið æ algeng­ari á þessu kjör­tíma­bili. Ljóst má vera að per­sónu­leg sam­bönd milli sumra ráð­herra eru við­kvæm í besta falli, og afleit í ein­hverjum til­fell­um. Má þar sér­stak­lega benda á sam­band Bjarna Bene­dikts­son­ar, for­manns Sjálf­stæð­is­flokks­ins, og Lilju D. Alfreðs­dótt­ur, vara­for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins. Þar hefur ítrekað andað veru­lega köld­u.  

Mestu fylgi hafa Vinstri græn þó tap­að. Í sumar mæld­ist fylgi flokks­ins það lægsta sem það hefur nokkru sinni mælst og þótt það hafi aðeins þok­ast upp á við er fylgið ein­ungis 8,4 pró­sent, sem þýðir að Vinstri græn hafa tapað þriðj­ungi af fylgi sínu á þessum ell­efu mán­uðum sem liðnir eru frá kosn­ing­um. Flokk­ur­inn er nú hálf­drætt­ingur í fylgi við það sem hann var eftir kosn­ing­arnar 2017. Þá fékk hann ell­efu þing­menn en er nú að mæl­ast með fimm og er, ásamt Við­reisn, fimmti til sjötti stærsti flokk­ur­inn á þingi sam­kvæmt Gallup. 

Auglýsing
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 21,8 pró­sent fylgi, hefur tapað 2,8 pró­sentu­stigum frá síð­ustu kosn­ingum og mæld­ist í fyrsta sinn  undir 20 pró­sentum í könnun frá Gallup fyrr á þessu kjör­tíma­bil­i.  Hann myndi fá 15 þing­menn ef kosið yrði í dag. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn tapar aðeins minna, 1,7 pró­sentu­stig­um, og er sá stjórn­ar­flokk­anna sem getur senni­lega best við unað eins og stend­ur. Þing­mönnum hans myndi þó fækka um tvo í ell­efu ef kosið yrði nú, og nið­ur­staða Gallup end­ur­spegl­aði raun­veru­leik­ann. 

Mikið breytst á skömmum tíma í „Landi tæki­færanna“

Þrátt fyrir að stjórnin sé fallin sam­kvæmt Gallup, að allir stjórn­ar­flokk­arnir hafi tapað fylgi og að sýni­legir mál­efna­legir árekstrar milli flokk­anna séu mun sýni­legri en á síð­asta kjör­tíma­bili þá er heild­ar­fylgi þeirra þó meira nú en það var á sama tíma eftir kosn­ing­arnar 2017. Og væntur þing­manna­fjöldi meiri. 

Í þeim kosn­ingum fengu flokk­arnir þrír 52,8 pró­sent atkvæða. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mest, 24,4 pró­sent, Vinstri græn svo 16,9 pró­sent en Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn ein­ungis 10,7 pró­sent. Af þeim tölum má sjá að Vinstri græn eru sá stjórn­ar­flokkur sem hefur orðið fyrir mestum fylg­is­skaða á þessum tæpu fimm árum, Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn sá eini sem hefur grætt á stjórn­ar­sam­starf­inu og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er nokkurn veg­inn á pari þegar kemur að afli, þótt fylgið hafi lækk­að. 

Ell­efu mán­uðum eftir kosn­ing­arnar 2017 mæld­ist sam­eig­in­legt fylgi stjórn­ar­flokk­anna ein­ungis 41,5 pró­sent. Það sem eftir lifði kjör­tíma­bili tókst stjórn­ar­flokk­unum hins vegar að bæta við 12,8 pró­sentu­stig­um, sem dugði vel til að end­ur­nýja stjórn­ar­sam­starf­ið. Vert er þó að taka fram að sýni­leg aukn­ing varð við sam­eig­in­legt fylgi stjórn­ar­flokk­anna þegar kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn skall á. Það er þekkt að kjós­endur fylki sér um ríkj­andi stjórn­völd þegar miklar sam­fé­lags­legar áskor­anir eins og heims­far­aldur eða stríð verða að veru­leika. Auk þess voru aðstæður í efna­hags­líf­inu enn afar skap­legar í aðdrag­anda síð­ustu kosn­inga, vegna aðgerða sem Seðla­bank­inn og stjórn­völd höfðu gripið til í heims­far­aldr­inum og juku ráð­stöf­un­ar­tekjur lands­manna mik­ið. 

Það sést til að mynda á kosn­inga­aug­lýs­ingum Sjálf­stæð­is­flokks­ins í aðdrag­anda síð­ustu kosn­ing­ar, þar sem hann keyrði á slag­orðið „Land tæki­færanna“. Í einni slíkri var bent á vextir væru þeir „lægstu í sög­unn­i“. Að óverð­tryggðir banka­vextir hefðu farið úr 5,7 pró­sent í nóv­em­ber 2017 í 3,6 pró­sent í ágúst 2021.  Þetta hefði lækkað mán­að­ar­lega afborgun af 20 milljón króna láni um 28 þús­und krón­ur. Laus­lega má áætla að afborgun af 50 milljón króna láni á sömu for­sendum hafi lækkað um 70 þús­und krónur á sama tíma­bili.

Í dag er staðan orðin nokkuð breytt. Nú eru óverð­tryggðir banka­vextir allt að sjö pró­sent, verð­bólga 9,7 pró­sent og mán­að­ar­legar afborg­anir af 50 milljón króna láni hækkað um allt að 100 þús­und krónur á mán­uði. Því er öll þessi lækkun á afborg­unum gengin til baka og nokkrir tugir þús­unda hafa bæst við í ofaná­lag. 

Voru með jafn mikið fylgi og stjórn­ar­flokk­arnir 2018

Staða stjórn­ar­and­stöðu­flokka hefur líka breyst á þessu tíma­bili. Ell­efu mán­uðum eftir kosn­ing­arnar 2017 var Sam­fylk­ingin að mæl­ast næst stærsti flokkur lands­ins með 19,3 pró­sent fylgi og hafði ekki verið á svo miklu flugi í mörg ár. Við­reisn mæld­ist norðan megin við tíu pró­sentin og Píratar voru þriðji stærsti flokkur lands­ins með 11,5 pró­sent fylgi. Sam­an­lagt fylgi þess­ara þriggja stjórn­ar­and­stöðu­flokka, sem eiga marga sam­eig­in­lega mál­efnafleti, var 41,5 pró­sent. Þeir þrír mæld­ust jafn stórir og stjórn­ar­flokk­arn­ir. 

Fylgið fjar­aði þó undan þeim öllum þegar leið á kjör­tíma­bilið og þegar kosið var í sept­em­ber í fyrra fengu Sam­fylk­ing, Píratar og Við­reisn ein­ungis sam­tals 26,8 atkvæða. Eng­inn flokk­anna þriggja náði í yfir tíu pró­sent atkvæða. 

Auglýsing

Þeir hafa allir bætt við sig fylgi á þessu kjör­tíma­bili. Sam­fylk­ingin mælist nú með 15,5 pró­sent sem er það mesta sem flokk­ur­inn hefur mælst með síðan í byrjun árs 2021 og 5,6 pró­sentu­stigum meira en hann fékk í kosn­ing­unum í fyrra­haust. Þar skiptir ugg­laust mestu máli sú breyt­ing sem liggur í loft­inu, að Kristrún Frosta­dóttir er að fara að verða næsti for­maður flokks­ins eftir lands­fund hans í októ­ber, en hún til­kynnti um fram­boð í ágúst. Það er samt verri staðan en Sam­fylk­ingin var að mæl­ast í ell­efu mán­uðum eftir kosn­ing­arnar 2017.

Kristrún Frostadóttir tilkynnti um formannsframboð sitt 19. ágúst síðastliðinn. Mynd: Baldur Kristjánsson

Píratar hafa verið verið að mæl­ast nokkuð stöðugt um eða yfir 15 pró­sentum frá því í byrjun sum­ars. Það er mun meira en flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum í sept­em­ber 2021, þegar 8,6 pró­sent lands­manna kusu hann. Fylgið mælist auk þess umtals­vert meira nú, þegar ell­efu mán­uðir eru liðnir af kjör­tíma­bil­inu en það gerði þegar ell­efu mán­uðir voru liðnir af því síð­asta. 

Við­reisn er í dag nokkurn veg­inn á pari við það sem flokk­ur­inn fékk í kosn­ing­unum í fyrra, og mælist með 8,4 pró­sent fylgi. Það er minna en flokk­ur­inn var að mæl­ast með ell­efu mán­uðum eftir kosn­ing­arnar 2017, þegar 10,7 pró­sent aðspurðra studdi flokk­inn.

Sam­an­dregið þá er fylgi við þessa þrjá flokka umtals­vert meira í dag en þeir fengu í síð­ustu kosn­ing­um, eða 38,7 pró­sent. Þeir mæl­ast saman með 25 þing­menn, og vantar því að minnsta kosti sjö til að vera með meiri­hluta.

Þetta er þó ívið minna fylgi en mæld­ist í sept­em­ber­lok 2018 þegar flokk­arnir þrír voru með jafn mikið fylgi, 41,5 pró­sent, og stjórn­ar­flokk­arnir þrír, þótt sam­eig­in­leg þing­manna­tala þá hefði senni­lega verið svip­uð.

Afar breytt staða hjá Sós­í­alista­flokki og Mið­flokki

Sem stendur eru þrír flokkar að mæl­ast með um og yfir fimm pró­sent fylgi í könn­unum Gallup. Sá sem mælist stærstur þeirra nú er Flokkur fólks­ins, með 5,6 pró­sent. Það er rúm­lega þriðj­ungi minna fylgi en flokkur Ingu Sæland fékk í kosn­ing­unum í sept­em­ber í fyrra og að óbreyttu myndi þing­flokk­ur­inn helm­ing­ast úr sex í þrjá. Flokkur fólks­ins er þó ekk­ert óvanur því að mæl­ast með lítið fylgi þorra kjör­tíma­bils en að taka stökk upp á við þegar það skiptir mestu máli, í aðdrag­anda kosn­inga. Þannig mæld­ist stuðn­ingur við hann ell­efu mán­uðum eftir kosn­ing­arnar 2017 6,2 pró­sent, eða mjög svip­aður því og hann er nú. 

Mið­flokkur Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar vann mik­inn kosn­inga­sigur 2017 og fékk 10,9 pró­sent atkvæða, sem gerði flokk­inn að þeim fjórða stærsta á þingi. Ell­efu mán­uðum síðar var fylgið á nán­ast sama stað, eða 10,3 pró­sent. Síðan þá hefur margt breyst hjá Mið­flokkn­um. Hann beið afhroð í síð­ustu kosn­ingum og rétt hékk inni eftir að hafa 5,4 pró­sent atkvæða. Svo yfir­gaf einn þriggja þing­manna hans flokk­inn strax í kjöl­far kosn­ing­anna, og gekk til liðs við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Eftir stóðu tveir. miðað við stöðu mála í dag myndi Mið­flokk­ur­inn ná inn einum manni.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Miðflokkurinn eru í lægð. Mynd: Bára Huld Beck

Það sem af er kjör­tíma­bili hefur staðan ekk­ert batn­að. Mið­flokk­ur­inn hefur aldrei mælst með meira en fimm pró­sent fylgi og á stundum hefur fylgið farið undir fjögur pró­sentu­stig. 

Sós­í­alista­flokkur Íslands var til­tölu­lega nýkom­inn fram á sjón­ar­sviðið ell­efu mán­uðum eftir kosn­ing­arnar 2017. Hann var stofn­aður 1. maí 2017 en bauð ekki fram í þing­kosn­ing­unum þá um haust­ið. Það gerði hann hins vegar í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ingum vorið 2018, vann glæstan sigur og kom borg­ar­full­trúa  inn í borg­ar­stjórn. Fyrir lá að flokk­ur­inn myndi bjóða fram næst þegar yrði kosið til þings og því var fylgi hans á lands­vísu mælt. Í sept­em­ber 2018 mæld­ist það 1,1 pró­sent.

Litlu mun­aði að Sós­í­alista­flokk­ur­inn næði inn í fyrra­haust þegar hann fékk 4,1 pró­sent atkvæða. Hann hefur nú mælst með yfir fimm pros­ent fylgi í tveimur könn­unum Gallup í röð og er því fimm sinnum stærri en hann var ell­efu mán­uðum eftir kosn­ing­arnar 2017. Það myndi skila Sós­í­alistum þremur þing­mönn­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar