Af vef Stjórnarráðsins harpaþórsddóttir1231lilja21312.jpg
Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður og Lilja Alfreðsdóttir ráðherra menningarmála.
Af vef Stjórnarráðsins

Grundvallarafstaðan til opinberra stöðuveitinga – og svo „heimurinn sem við búum við“

Lilja Alfreðsdóttir ráðherra menningarmála hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að skipa þjóðminjavörð án auglýsingar. Árið 2018 lýsti hún opinberlega þeirri afstöðu sinni að ráða ætti forstöðumenn hins opinbera með auglýsingu og segir þau orð enn gilda, þrátt fyrir að hafa ekki farið eftir þeim er þjóðminjavörður var skipaður í síðustu viku. „[Þ]ar sem þessi heimild er til staðar og verið er að nýta hana taldi ég til dæmis í þessu tilfelli að það gæti verið farsælt að taka safnstjóra úr einu höfuðsafni yfir í það næsta,“ segir Lilja við Kjarnann.

Lilja Alfreðs­dóttir menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra lýsti því í við­tali við Frétta­blaðið árið 2018 að hennar afstaða til manna­ráðn­inga hins opin­bera væri sú að störf for­stöðu­manna skyldu aug­lýst. „Það er mín skoðun að almennt eigi að aug­lýsa stöður for­stöðu­manna rík­is­ins til að tryggja fag­legt mat, eðli­lega end­ur­nýjun og gagn­sæi í opin­berri stjórn­sýslu,“ sagði Lilja við blað­ið.

Umfjöllun Frétta­blaðs­ins þarna í upp­hafi árs 2018 sner­ist um að ómögu­legt hafði verið að aug­lýsa stöðu for­stöðu­manns Kvik­mynda­sjóðs lausa til umsóknar vegna mis­taka sem höfðu í tvígang verið gerð hjá ráðu­neyti menn­ing­ar­mála við að skrá niður skip­un­ar­tíma for­stöðu­manns sjóðs­ins. Því fram­lengd­ist skip­anin ein­fald­lega sjálf­krafa, þar sem ekki var hægt að láta þáver­andi for­stöðu­mann vita af því að til stæði að aug­lýsa stöð­una með sex mán­aða fyr­ir­vara.

Fremur und­ar­legt mál – og ekki endi­lega gott afspurnar fyrir fag­leg­heit íslenskrar stjórn­sýslu. Hvað sem því líð­ur, þá hefur annað mál sem snýr að manna­ráðn­ingum hins opin­bera tröll­riðið umræð­unni und­an­farna daga – skipan Lilju í emb­ætti þjóð­minja­varð­ar, for­stöðu­manns Þjóð­minja­safns Íslands, án aug­lýs­ing­ar.

Það að Lilja kaus að aug­lýsa ekki starfið hefur verið harð­lega gagn­rýnt af ýms­um.

Fag­fé­lög stétta á borð við forn­leifa­fræð­inga, sagn­fræð­inga og þjóð­fræð­inga hafa til dæmis verið harð­orð í garð Lilju og jafn­vel kraf­ist þess að skipun Hörpu Þórs­dóttur í stöð­una verði aft­ur­köll­uð. Sér­stak­lega er tekið fram í sam­eig­in­legri yfir­lýs­ingu Félags forn­leifa­fræð­inga og Félags þjóð­fræð­inga, sem gerðu þá kröfu, að gagn­rýnin bein­ist ekki að Hörpu, sem verið hefur safn­stjóri Lista­safns Íslands und­an­farin ár, heldur að vinnu­brögðum ráð­herra við setn­ingu í emb­ætt­ið.

Ekki „heim­ur­inn sem við búum við“ að allar stöður séu aug­lýstar

Þau vinnu­brögð eru sann­ar­lega á skjön við þau vinnu­brögð sem ráð­herra sagði í áður­nefndu við­tali við Frétta­blaðið árið 2018 að hún teldi að almennt skyldi beita við skipan for­stöðu­manna hjá hinu opin­bera – að aug­lýsa allar stöður til að „tryggja fag­legt mat, eðli­lega end­ur­nýjun og gagn­sæi í opin­berri stjórn­sýslu“ eins og ráð­herr­ann sagði sjálf.

Kjarn­inn ræddi við Lilju um þessi mál í vik­unni og hún sagði að í grund­vall­ar­at­riðum hefði sú afstaða sem hún lýsti við Frétta­blaðið árið 2018 ekki breyst. „Það við­tal við mig sem var tekið við mig árið 2018 stend­ur,“ sagði Lilja við blaða­mann – grund­vall­araf­staða hennar til þess hvernig ætti almennt að standa að skipan for­stöðu­manna hjá hinu opin­bera stæði enn.

„Hins vegar er það svo að það er bara ekki sá heimur sem við búum við [að allar stöður séu aug­lýstar]. Það er þessi heim­ild í lögum um opin­bera starfs­menn [...] og almennt væri ég fylgj­andi því að öll störf væru aug­lýst, en þar sem þessi heim­ild er til staðar og verið er að nýta hana taldi ég til dæmis í þessu til­felli að það gæti verið far­sælt að taka safn­stjóra úr einu höf­uð­safni yfir í það næsta,“ sagði Lilja.

„Um­ræð­an“ gæti skaðað til­flutn­ing

Hún segir hins vegar að við­brögðin hafi verið slík við skipan þjóð­minja­varðar „að maður hugsar um það hvort það sé skyn­sam­legt að nýta þessa heim­ild yfir höf­uð.“

„Við sjáum það af umræð­unni að hún gæti verið til þess fallin að hún gæti verið til þess fallin að skaða svona til­flutn­ing,“ segir Lilja og aðspurð segir hún að eftir á að hyggja hefði hún getað nálg­ast skip­un­ina með öðrum hætti.

„Ef það er þannig að umræða í kringum flutn­ing­inn sætir gagn­rýni og sé þá kannski til þess fallin að það geti verið ákveðin áskorun fyrir við­kom­andi for­stöðu­mann að hefja störf, að þá er ég bara eins og allir aðrir og hugsa: Ég hefði nú getað gert þetta öðru­vísi,“ segir Lilja og bætir við að tím­inn eigi eftir að leiða í ljós hvernig fari.

„Ég tek á móti gagn­rýni, hlusta á hana og reyni að meta það hvernig ég vinn með hana og vil styðja umhverfið í tengslum við söfn. Í minni ráð­herra­tíð hef ég lagt mikla áherslu á söfn og aukið fjár­veit­ingar til höf­uð­safn­anna,“ segir Lilja og hvetur fólk til þess að horfa til þess.

Framlög til höfuðsafnanna þriggja
Infogram

Í ljósi auk­inna fjár­veit­inga til höf­uð­safn­anna þriggja, Lista­safns Íslands, Þjóð­minja­safns­ins og Nátt­úru­minja­safns­ins, segir ráð­herra að „allt tal um metn­að­ar­leysi og áhuga­leysi“ eigi ekki við rök að styðj­ast.

„Það er ekki í þeim anda sem ég vil starfa að veikja sam­vinnu og sam­starf við safna­fólk í land­inu og þess vegna hlustar maður á þetta, fer yfir hverja ein­ustu ályktun og ég hef verið að boða til funda með við­kom­andi félögum til að hlusta á þau og heyra þeirra mál­flutn­ing. En ég er alltaf opin fyrir því að gera bet­ur, það er ekk­ert leynd­ar­mál,“ segir Lilja.

Til­búin að ræða kosti og galla und­an­þágu­heim­ilda

Í umræðu um þessi mál í vik­unni steig Jóhann Páll Jóhanns­son þing­maður Sam­fylk­ingar fram og boð­aði að er þing kæmi saman núna á í upp­hafi hausts hygð­ist hann leggja fram frum­varp sem ætlað væri að þrengja „veru­lega að heim­ildum ráða­manna til að víkja frá meg­in­reglu starfs­manna­réttar um aug­lýs­inga­skyldu við skipun í emb­ætt­i“.

Lilja segir að sjálf­sögðu sé hægt að fara yfir þessi mál á Alþingi og taka kosti og galla til skoð­un­ar. „Þessi heim­ild er nýtt af ráðu­neytum og stjórn­sýsl­unni vegna þess að það hefur verið talið að hreyf­an­leiki innan stjórn­sýsl­unnar sé jákvæður og til þess fall­inn að efla við­kom­andi starfs­menn og hvetja þá áfram. Ef ein­hver hefur staðið sig vel á einum stað er hann lík­legur til að standa sig vel á þeim næsta,“ segir ráð­herra.

Í umræðu um skipun þjóð­minja­varðar hefur verið bent á að eitt geti átt við um til­flutn­ing starfs­manna innan ráðu­neyta, og annað um til­flutn­ing yfir í emb­ætti for­stöðu­manna við stofn­anir eins og Þjóð­minja­safns Íslands.

Jón Ólafs­son, pró­fessor við Háskóla Íslands og for­maður starfs­hóps sem skip­aður var af for­sæt­is­ráð­herra um leiðir til þess að efla traust á stjórn­málum og stjórn­sýslu, sagði til dæmis við frétta­stofu RÚVað honum þætti til­færslur starfs­manna innan ráðu­neyta yfir í stöðu ráðu­neyt­is­stjóra án aug­lýs­ingar stundum gagn­rýndar að ósekju, þær væru stundum „eðli­legar og mjög góð­ar“.

Þetta mál væri hins vegar öðru­vísi vax­ið, vegna eðlis emb­ættis þjóð­minja­varð­ar. „Þarna er ráð­herra að túlka þessa heim­ild til að færa fólk innan stjórn­sýsl­unnar sem svo, að hún geti bara skipað hvern sem er úr stjórn­sýsl­unni, í hvaða starf sem er. Það er að mínu mati ekki réttur skiln­ingur á þessu,“ sagði Jón, sem tal­aði í fyr­ir­sögnum og sagði þessa til­teknu skipun jaðra við mis­beit­ingu á valdi.

Harpa standi fyrir gildi sem Lilja telji far­sæl fyrir safna­starf

Í umræð­unni um málið í vik­unni hafa sem áður segir komið fram kröfur um að ráð­herra dragi skip­an­ina til baka. Það segir Lilja ekki koma til greina og ítrekar að fram­komin gagn­rýni hafi ekki beinst gegn Hörpu Þórs­dóttur sem skipuð var í emb­ætt­ið.

„Ég held að við ættum að gefa þessu tæki­færi og líta á reynsl­una og það sem hún hefur áorkað á Lista­safni Íslands. Ég lít bara á það sem fólk er að segja og tek það til mín, en það er búið að skipa við­kom­andi ein­stak­ling,“ segir Lilja.

Lilja segir við blaða­mann að hún hafi „auð­vitað ákveðna sýn á safna­starf í land­inu“ og á henni er að heyra að nýr þjóð­minja­vörður smellpassi við þá sýn.

„Ég tel að við eigum að opna þau enn frekar og það sé mark­mið okkar að fá sem flesta inn í söfnin til að kynna sér sögu lands­ins, list­ir, menn­ingu og vís­indi. Sér­stak­lega börn og ungt fólk, því söfnin eiga að taka þátt í menn­ing­ar­legu og vís­inda­legu upp­eldi barna. Það hefur verið mitt meg­in­mark­mið öll þessi ár,“ segir Lilja.

„Það er líka hug­mynda­fræði­leg nálgun sem knýr þetta áfram, að vera með góðan stjórn­anda og stjórn­anda sem hefur sýnt það að geta farið af stað, umbreytt safni og opnað það. Hún stendur fyrir ákveðin gildi sem ég tel að séu far­sæl fyrir safna­starf í land­in­u,“ segir menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiInnlent