Óheimilt verði að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi

Þingmaður Samfylkingar fer fyrir frumvarpi um breytingar á lögum um stöðuveitingar þar sem ráðherra verður óheimilt að skipa í embætti ráðuneytisstjóra með flutningi. Einnig er lagt til að takmarka heimildir ráðherra til stöðuveitinga án auglýsingar.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, er fyrsti flutningsmaður breytinga á lögum um stöðuveitingar.
Auglýsing

Óheim­ilt verður að skipa í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra með flutn­ingi og flutn­ingur ann­arra emb­ætt­is­manna verður und­an­tekn­ing frá almennri meg­in­reglu um aug­lýs­inga­skyldu.

Þetta eru meðal til­lagna laga­frum­varps um breyt­ingu á lögum um stöðu­veit­ingar sem útbýtt verður á Alþingi á næst­unni. Jóhann Páll Jóhanns­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, er fyrsti flutn­ings­maður frum­varps­ins.

Breyt­ing­arnar snúa að 36. grein laga um rétt­indi og skyldur starfs­manna rík­is­ins frá 1996, greinar sem ítrekað hefur verið beitt við skipan emb­ætt­is­manna upp á síðkast­ið, síð­ast af Lilju Dögg Alfreðs­dótt­ur, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, þegar hún skip­aði þjóð­minja­vörð án aug­lýs­ing­ar.

Auglýsing
Samkvæmt grein­inni getur stjórn­vald, sem skipað hefur mann í emb­ætti, flutt hann úr einu emb­ætti í ann­að. Í drögum að grein­ar­gerð um breyt­ingar á stöðu­veit­ingum er lagt til að heim­ildir stjórn­valda til að víkja frá meg­in­regl­unni um aug­lýs­inga­skyldu emb­ætta verði þrengd­ar.

Þannig verði óheim­ilt með öllu að skipa í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra með flutn­ingi og ítrekað að flutn­ings­heim­ild 36. greinar lag­anna verði und­an­tekn­ing frá almennri meg­in­reglu um aug­lýs­inga­skyldu.

Flutn­ingur rík­is­end­ur­skoð­anda í starf ráðu­neyt­is­stjóra ógn við sjálf­stæði eft­ir­lits­stofn­ana á vegum Alþingis

Í frum­varp­inu er einnig mælt fyrir um að dóm­ar­ar, emb­ætt­is­menn við dóm­stóla og dóm­stóla­sýsl­una og emb­ætt­is­menn sem starfa á vegum Alþingis og eft­ir­lits­stofn­ana þess, þ.e. skrif­stofu­stjóri Alþing­is, umboðs­maður Alþingis og rík­is­end­ur­skoð­andi, verði með öllu und­an­skildir ákvæð­inu.

„Þannig verði tek­inn af allur vafi um að ákvæðið heim­ilar ekki flutn­ing milli hinna þriggja vald­þátta rík­is­ins og tekur aðeins til flutn­ings emb­ætt­is­manna á vegum fram­kvæmd­ar­valds­ins,“ segir í frum­varps­drög­un­um.

Þar segir jafn­framt að með þessum breyt­ingum er verið að bregð­ast við „því hættu­lega for­dæmi“ sem sett var í upp­hafi þessa árs þegar Skúli Egg­ert Þórð­ar­son, þáver­andi rík­is­end­ur­skoð­andi, var fluttur yfir til nýs menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neytis og skip­aður þar ráðu­neyt­is­stjóri með vísan til 36. grein­ar­inn­ar. „Slík beit­ing ákvæð­is­ins er ógn við sjálf­stæði þeirra eft­ir­lits­stofn­ana sem starfa á vegum Alþingis sem liður í eft­ir­lits­hlut­verki þess gagn­vart fram­kvæmd­ar­vald­in­u,“ segir í frum­varps­drög­un­um.

Sjö af tólf ráðu­neyt­is­stjórum ráðnir án aug­lýs­inga

Ráðu­neyt­is­stjórar eru æðstu stjórn­endur ráðu­neyta að ráð­herrum sjálfum und­an­skild­um. Ráðu­neytum var fjölgað úr tíu í tólf við end­ur­nýjun rík­is­stjórn­ar­sam­starfs Vinstri grænna, Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar­flokks í lok síð­asta árs.

Sjö af tólf núver­andi ráðu­neyt­is­stjórum voru fluttir í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra án þess að staðan væri aug­lýst og frá því að rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur tók við árið 2017 hafa sex af þeim níu sem enn eru ráðu­neyt­is­stjórar tekið við emb­ætti án þess að fag­legt umsókn­ar­ferli færi fram.

Í sam­an­tekt for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins yfir flutn­ing emb­ætt­is­manna milli emb­ætta á tíma­bil­inu 2009 til 2022, sem birt var á vef Stjórn­ar­ráðs­ins í gær, kemur fram að hlut­­falls­­lega flestir flutn­ingar áttu sér stað þegar skipað var í emb­ætti ráðu­­neyt­is­­stjóra. Alls voru átta ráðu­­neyt­is­­stjórar skip­aðir í kjöl­far aug­lýs­ingar á tíma­bil­inu en ell­efu emb­ætt­is­­menn voru fluttir í emb­ætti ráðu­­neyt­is­­stjóra. Tveir af þeim flutn­ingum voru gerðir á grund­velli breyt­inga á skipan ráðu­­neyta.

Fimmt­ungur emb­ætt­is­skip­ana frá 2009 voru gerðar án auf­lýs­ing­ar. Í sam­an­­tekt­inni kemur fram að 267 emb­ætt­is­­skip­ana af 334 síð­­­ustu 12 ár voru gerðar í kjöl­far aug­lýs­ingar en í 67 til­­­fellum var emb­ætt­is­­maður fluttur í annað emb­ætti, ýmist á grund­velli flutn­ings­heim­ildar í lögum um Stjórn­­­ar­ráð Íslands eða sér­­stakra laga­heim­ilda. Í 39 til­­­fellum af 67 þar sem emb­ætt­is­­maður var fluttur í annað emb­ætti, var það gert í tengslum við breyt­ingar á skipu­lagi stofn­ana eða ráðu­­neyta.

Breyt­ing­arnar lagðar fram til að bregð­ast við freistni­vanda

Í grein­ar­gerð frum­varps­breyt­ing­anna segir að litið hefur verið á aug­lýs­inga­skyld­una sem mik­il­væga vörn gegn geð­þótta­stjórn­sýslu og klík­u­ráðn­ing­um, leið til að auka gagn­sæi og traust gagn­vart hand­höfum opin­bers valds.

Í nið­ur­lagi grein­ar­gerð­ar­innar er vísað í orð Ólafs Jóhanns­son­ar, laga­pró­fess­ors og fyrrum for­sæt­is­ráð­herra, sem hann rit­aði fyrir rúm­lega 70 árum og sagði að að sjaldan væri meiri áhættu á mis­beit­ingu valds og hlut­drægni en við stöðu­veit­ing­ar. „ Nú á tímum er hið raun­veru­lega veit­ing­ar­vald oft­ast nær í höndum póli­tískra ráð­herra, sem freist­ast oft til að mis­nota það til fram­dráttar flokks­mönnum sín­um,“ skrif­aði Ólaf­ur.

Í frum­varps­drög­unum kemur fram að breyt­ing­arnar eru lagðar fram til að bregð­ast við þessum freistni­vanda, „setja veit­ing­ar­valds­höfum auknar skorður og auka traust lands­manna gagn­vart stjórn­kerf­in­u“.

Engir þing­fundir eru fyr­ir­hug­aðir í vik­unni vegna kjör­dæma­daga. Næsti þing­fundur er á dag­skrá eftir viku og ætla má að frum­varp­inu verði útbýtt þá.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent