Mynd: Birgir Þór Harðarson Mótmæli á Austurvell
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af

Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi í samfélaginu. Eitt þema hefur verið ráðandi í viðbrögðum við flestum þeirra mála sem koma upp. Þjóðin þarf að læra af þeim.

Lært af hrun­inu

Í des­em­ber 2008 birt­ist við­tal í DV við Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, þáver­andi mennta­mála­ráð­herra og vara­for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Banka­hrunið var nýbúið að eiga sér stað og mót­mæl­endur gerðu hróp að rík­is­stjórn­inni þegar hún mætti til fundar í Ráð­herra­bú­staðn­um. Í við­tal­inu var sagði Þor­gerður að það ríkti tor­tryggni í sam­fé­lag­inu og að hún væri skilj­an­leg. Rík­is­stjórnin hefði ekki miðlað upp­lýs­ingum nægi­lega vel og ekki sagt nægi­lega frá þeim úrræðum sem hún væri að bjóða upp á til að hjálpa heim­ilum og fyr­ir­tækjum í land­inu. Aðspurð hvort eitt­hvað myndi breytast, hvort þetta væru ekki bara sama fólk að hræra í sömu pott­unum með nýju nafni að nota sama hrá­efnið svar­aði Þor­gerður því til að umboðs­maður Alþingis og fleira traust fólk hefði verið skipað í rann­sókn­ar­nefnd Alþingis og að það myndi segja frá því sem hefði mis­farist fyrir hrun­ið. „Þeir sem bera mestu ábyrgð­ina, eins og for­svars­menn fyr­ir­tækja og banka, verða að axla ábyrgð. Og við þurfum að læra af þessu.“

Lært meira af hrun­inu

Skýrsla rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar kom út í apríl 2010 og opin­ber­aði svart á hvítu að flest allt sem gat mis­farist í íslensku fjár­mála­kerfi fyrir hrun, mis­fórst. Einn stærsti eig­andi Lands­banka Íslands, Björgólfur Thor Björg­ólfs­son, var mættur í við­tal hjá DV skömmu síðar, 4. júní 2010. Þar var hann spurður hvernig honum hefði liði í kjöl­far hruns­ins? Hann svar­aði: „Ég eins og margir aðrir hef þurft að takast á við margs­konar erf­ið­leika vegna hruns­ins sem hefur haft veru­lega áhrif á mig, fjöl­skyldu mína, vini og sam­starfs­fólk. Þetta hefur tekið á og stundum verið erfitt. En ég eins og aðrir er að reyna að læra af þessu.“

Hann sagð­ist líka hafa „saknað þess að sjá ekki meiri við­leitni til þess að bera saman Ísland og íslenska banka við önnur lönd og aðra banka bæði fyrir og eftir hrun. Mér finnst ég vera að læra einna mest af því.“

Lært af axar­sköftum Íbúða­lána­sjóðs

Önnur rann­sókn­ar­nefnd var skipuð síð­ar, til að skoða Íbúða­lána­sjóðs. Óskað var eftir skýrsl­unni eftir að ljóst varð að rík­is­sjóður þurfti að leggja sjóðnum til 33 millj­arða króna svo hann yrði ekki gjald­þrota. Skýrslan var svört og í henni sagði ein­fald­lega: „Þessi veg­­ferð end­aði illa og varð þjóð­inni dýr­keypt.“

Hin dýr­keypta nið­ur­staða er að stærstum hluta rakin til laga­breyt­ingar árs­ins 2004 sem breytti útlánum Íbúða­lána­sjóðs og fjár­mögnun hans, aðal­­­lega til að geta staðið við kosn­­inga­lof­orð Fram­­sókn­­ar­­flokks­ins um að sjóð­­ur­inn myndi lána almenn­ingi 90 pró­­sent íbúða­lán. 

Skömmu eftir að skýrslan var birt árið 2013 mætt­ust nokkrir þing­menn í Morg­un­út­varpi Rásar tvö til að ræða skýrsl­una. Þar sagði Hösk­uldur Þór Þór­halls­son, þáver­andi þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, að það væri „mjög mik­il­vægt að við sem störfum í stjórn­málum lærum af þeim mis­tökum sem þarna voru gerð.“ Eygló Harð­ar­dótt­ir, þá félags- og hús­næð­is­mála­ráð­herra Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði við Reykja­vík síð­degis á Bylgj­unni á svip­uðum tíma: „Við verðum að læra af þessu og vera til­búin að taka gagn­rýn­i.“

Síðan hefur staða Íbúða­lána­sjóðs, sem nú heitir ÍL-­sjóð­ur, hríð­versnað og nú vantar um 200 millj­arða króna inn í hann á núvirði svo hann geti staðið við skuld­bind­ingar sín­ar. Rík­is­stjórnin reynir nú að velta þeim kostn­aði að stærstu leyti yfir á líf­eyr­is­sjóði lands­ins. 

Ekk­ert lært af spari­sjóðum sem breytt­ust í fjár­fest­inga­fé­lög

Skýrsla rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um spari­sjóði lands­ins var birt árið 2014. Skýrslan var kolsvört og alls voru 21 mál til­kynnt af nefnd­inni til rík­is­sak­sókn­ara vegna gruns um refsi­vert athæfi. Í skýrsl­unni kom meðal ann­ars fram að fjórir stærstu spari­­­sjóðir lands­ins fyrir hrun: SPRON, Byr og Spari­­­sjóð­irnir í Kefla­vík og Mýra­­sýslu, hög­uðu sér að mörgu leyti meira eins og fjár­­­fest­ing­­ar­­fé­lög en spari­­­sjóð­­ir. Þau voru undir hælnum á stærri bönkum eða ákveðnum við­­skipta­­manna­hópum og fjár­­­mögn­uðu oft á tíðum gjörn­inga sem stóru bank­­arnir ann­að­hvort vildu ekki eða gátu ekki, sökum hámarks­­út­­lána til ákveð­inna aðila, fjár­­­magn­að. Kjarna­­starf­­semi þeirra var ónýt, vaxta­munur lít­ill eða eng­inn og sumum þeirra tókst meira að segja ekki að hagn­­ast á því að lána út verð­­tryggð íbúða­lán. Lán voru veitt án nægj­an­­legra trygg­inga og lánað var til stofn­fjár­­­kaupa með veði í bréf­unum sjálf­um, sem er and­­stætt lög­­­um. Í stað þess að þjón­ust­u­­tekjur og vaxta­munur inn- og útlána ein­­kenndi rekstur sjóð­anna fyrir banka­hrun var upp­i­­­staðan í vexti og hagn­aði þeirra nán­­ast ein­vörð­ungu útlán sem orka í besta falli tví­­­mælis og gríð­­ar­­lega áhætt­u­­samar fjár­­­fest­ingar í verð­bréf­­um. Auk þess tóku þeir oft á tíðum þátt í fjár­­­fest­ing­­ar­­starf­­semi sem skil­aði miklu tapi.

Þegar skýrslan var rædd á Alþingi tók Guð­mundur Stein­gríms­son, þáver­andi for­maður Bjartrar fram­tíð­ar, til máls og sagð­ist hafa áhyggjur „af því að við séum ekk­ert sér­stak­lega mikið að læra af þess­ari skýrslu og öðrum skýrslum sem hafa lýst svip­uðu ástandi fyrir hrun."

Lært af blekk­ing­unni um erlent eign­ar­hald á Bún­að­ar­bank­anum

Enn var hlaðið í rann­sókn­ar­nefnd Alþingis árið 2017, þá til að rann­saka þátt­­töku þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser í kaupum á 45,8 pró­­sent eign­­ar­hlut rík­­is­ins í Bún­­að­­ar­­banka Íslands. Nið­­ur­­staða rann­­sókn­­ar­­nefnd­­ar­innar lýsti allt öðrum veru­­leika en tvær skýrslur Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar sem fjöll­uðu um sölu­­ferli Bún­­að­­ar­­bank­ans höfðu gert. Hún opin­ber­aði að aðkoma Hauck & Auf­häuser að kaup­unum á hlut í Bún­­­­að­­­­ar­­­­bank­­­­anum hafi verið blekk­ing. Kaup­­­­þing fjár­­­­­­­magn­aði kaupin að fullu, að baki lágu bak­­­­samn­ingar sem tryggðu Hauck & Auf­häuser fullt skað­­­­leysi, þókn­ana­­­­tekjur upp á eina milljón evra fyrir að leppa og sölu­rétt á hlutnum eftir að þýski lepp­­­­bank­inn var búinn að halda á honum í tæp tvö ár. Til­­­gang­­ur­inn var að kom­­ast yfir Bún­­að­­ar­­bank­ann svo hægt yrði að sam­eina hann Kaup­­þingi og búa til stærsta banka á Íslandi. Það var gert nokkrum mán­uðum eftir einka­væð­ingu.

Nið­­ur­­staða rann­­sókn­­ar­­nefnd­­ar­innar lýsti allt öðrum veru­­leika en tvær skýrslur Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar sem fjöll­uðu um sölu­­ferli Bún­­að­­ar­­bank­ans höfðu gert. Hún opin­ber­aði að aðkoma Hauck & Auf­häuser að kaup­unum á hlut í Bún­­­­að­­­­ar­­­­bank­­­­anum hafi verið blekk­ing. Kaup­­­­þing fjár­­­­­­­magn­aði kaupin að fullu, að baki lágu bak­­­­samn­ingar sem tryggðu Hauck & Auf­häuser fullt skað­­­­leysi, þókn­ana­­­­tekjur upp á eina milljón evra fyrir að leppa og sölu­rétt á hlutnum eftir að þýski lepp­­­­bank­inn var búinn að halda á honum í tæp tvö ár. Til­­­gang­­ur­inn var að kom­­ast yfir Bún­­að­­ar­­bank­ann svo hægt yrði að sam­eina hann Kaup­­þingi og búa til stærsta banka á Íslandi. Það var gert nokkrum mán­uðum eftir einka­væð­ingu.

Eftir að skýrslan var birt ræddi Morg­un­blaðið við Svein Ara­son, þáver­andi rík­is­end­ur­skoð­anda, en stofn­unin hafði tví­vegis gert úttektir sem snertu einka­væð­ingu Bún­að­ar­bank­ans á árum áður. Sveinn sagði Rík­is­end­ur­skoðun ekki hafa þær rann­sókn­ar­heim­ildir sem til þurfti. „Í sam­bandi við þessa nýju skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþing­is, þá tek ég bara undir það sem menn hafa verið að segja, að menn eiga að læra af þessu.“

Óskað eftir lær­dómi af einka­væð­ingu banka áður en ný einka­væð­ing yrði sett í gang

Skýrslan kall­aði á umræður á Alþingi. Í óund­ir­búnum fyr­ir­spurn­ar­tíma dag­inn eftir birt­ingu hennar steig Katrín Jak­obs­dótt­ir, for­maður Vinstri grænna og þá stjórn­ar­and­stæð­ingur, í pontu og spurði fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, Bene­dikt Jóhann­es­son, hvort það væri ekki ástæða til að ljúka rann­sókn á allri einka­væð­ingu íslenskra rík­is­banka á árunum fyrir hrun í ljósi nið­ur­stöð­unn­ar?  

Þar sagði Katrín orð­rétt: „Ís­lenskt sam­fé­lag hefur orðið gegn­sýrð­ara af grun­semdum og tor­tryggni á síð­ustu árum þegar kemur að við­skipta­líf­inu og þessi tíð­indi sýna að eina leiðin til að eyða þeirri tor­tryggni sé að sýna vönduð vinnu­brögð, ráð­ast í gagn­gera rann­sókn á sölu­ferl­inu öllu eins og Alþingi sam­þykkti árið 2012 þannig að hægt sé að horfa fram á veg­inn, draga lær­dóm af ferl­inu áður en ráð­ist verður í aðra einka­væð­ingu á hlut rík­is­ins í bönk­un­um.“

Engin slík rann­sókn­ar­nefnd hefur verið skipuð en rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dóttur hefur selt 13 pró­sent hlut sinn í Arion banka og alls 57,5 pró­sent hlut í Íslands­banka síðan að þessi umræða átti sér stað. 

Lært af ólög­legri skipun dóm­ara

Þann 1. des­em­ber 2020 stað­festi yfir­deild Mann­rétt­inda­­dóm­stóls Evr­­ópu dóm rétt­­ar­ins í Lands­rétt­­ar­­mál­inu svo­kall­aða. Nið­­ur­­staðan er sú að Guð­­mundur Andri Ást­ráðs­­son, maður sem dæmdur var fyrir umferð­­ar­laga­brot í Lands­rétti skömmu eftir að milli­­­dóms­­stigið tók til starfa, hefði ekki notið þess að fá úrlausn máls síns fyrir sjálf­­stæðum og óvil­höllum dóm­stól. Dóm­­­­stóll­inn felldi fyrri dóm sinn í mál­inu 12. mars 2019. Í honum fengu bæði Sig­ríður Á. And­er­sen fyrr­ver­andi dóms­­­­­­mála­ráð­herra og Alþingi á sig áfell­is­­­­­­dóm fyrir það hvernig haldið var á skipan fimmtán dóm­­­­­­ara við Lands­rétt í byrjun júní 2017. 

Sig­ríður fyrir að hafa brotið stjórn­sýslu­lög með því að breyta list­­­­­­anum um til­­­­­­­­­­­nefnda dóm­­­­­­ara frá þeim lista sem hæf­is­­­­­­nefnd hafði skilað af sér, og fært fjóra dóm­­­­­­ara af þeim lista en sett aðra fjóra inn á hann án þess að rann­saka og rök­­­­­­styðja þá ákvörðun með nægj­an­­­­­­legum hætt­i. Al­­þingi fyrir að hafa kosið um skipan dóm­­­­­­ar­anna allra í einu, í stað þess að kjósa um hvern fyrir sig. Sig­ríður sagði af sér emb­ætti dag­inn eftir dóm­inn og óvissa ríkti um starf­­­­­­semi milli­­­­­­­­­­­dóm­­­­­­stigs­ins í kjöl­far­ið.

Í reynd hafði nið­­ur­­staða Mann­rétt­inda­­dóm­stóls­ins í för með sér að dóm­­ar­­arnir fjórir sem ekki voru á lista hæf­is­­nefndar hafa verið álitnir ófærir um að dæma í rétt­inum á grund­velli upp­­haf­­legar skip­unar sinn­­ar, þar sem hún hefði verið ólög­­leg. 

Sigríður Andersen var dómsmálaráðherra þegar dómarar voru skipaðir í Landsrétt. Hún sagði af sér vegna málsins.
Mynd: RÚV/Skjáskot

Eftir að nið­ur­staða yfir­deild­ar­innar lá fyrir mætti Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra í við­tal á Vísi. Þar sagði hún að nú væri það verk­efni „okkar að vinna úr þessum dómi framá­við og nýta hann til lær­dóms.“

Lært af ómann­úð­legri brott­vikn­ingu fatl­aðs manns

Þann 3. nóv­­em­ber var fimmtán mann­eskjum í leit að vernd vísað frá land­inu og flogið í fylgd 41 lög­­­reglu­­manns, í leiguflug­­vél á vegum stjórn­­­valda, frá Kefla­vík­­­ur­flug­velli til Aþenu í Grikk­landi. Hóp­­ur­inn sam­an­stóð af ell­efu körlum og fjórum kon­um, fólki sem flúði upp­­runa­­lega Afganistan, Írak, Palest­ínu eða Sýr­land.

Ýmis­­­legt hefur verið gagn­rýnt við þessa aðgerð, m.a. tíma­­setn­ingin – að margir í hópnum hefðu dvalið hér á landi lengi og biðu nið­­ur­­stöðu kæru­­nefndar útlend­inga­­mála við beiðnum um end­­ur­­upp­­­töku mála sinna. Þá var ung­­ur, fatl­aður karl­­maður frá Írak, sem not­­ast við hjóla­stól, sendur úr landi en hann beið þess að kæru­­mál hans gegn íslenska rík­­inu yrði tekið fyrir í hér­­aðs­­dómi. Fólkið var að sumt hvert hand­­tekið og sett í gæslu­varð­hald, haldið í fjötrum í flug­­inu og seg­ist ekki hafa fengið að taka með sér per­­són­u­­legar eigur sín­­ar. 

Dag­inn eftir sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra við Frétta­blaðið að hún gæti tekið undir gagn­rýni á fram­kvæmd brott­flutn­ings­ins að sumu leyti „en við erum auð­vitað að kafa ofan í hana til þess að geta dregið lær­­dóm af henn­i.“

Lært af skipun í stöðu sem ekki var aug­lýst

Tveimur vikum síðar ræddi Lilja D. Alfreðs­dótt­ir, menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, umdeilda skipan þjóð­minja­varð­ar, við frétta­stofu Stöðvar 2, Bylgj­unnar og Vísis. Hún hafði skipað Hörpu Þórs­dóttur safn­stjóra Lista­safns Íslands í stöð­una í ágúst án aug­lýs­ing­ar. Starfs­manna­fé­lag Þjóð­minja­safns­ins, Félag þjóð­fræð­inga, Félag forn­leifa­fræð­inga og BHM voru á meðal þeirra sem gerðu alvar­legar athuga­semdir við að staðan hefði ekki verið aug­lýst og málið var tekið til umræðu í stjórn­skip­un­ar-og eft­ir­lits­nefnd Alþing­is. 

Allt frá árinu 1954, þegar lög um rétt­indi og skyldur starfs­­­manna rík­­­is­ins voru sett, hefur það verið meg­in­regla í lögum á Íslandi að aug­lýsa skuli opin­ber­­­lega laus emb­ætti og störf hjá rík­­­in­u. 

Þegar lögin voru end­­­ur­­­skoðuð og ný lög sett árið 1996 voru áfram ákvæði um aug­lýs­inga­­­skyld­una. Í þessum reglum er það meg­in­reglan að aug­lýsa skuli laus störf en þau til­­­vik þegar ekki er skylt að aug­lýsa störf eru afmörkuð sér­­­stak­­­lega. Þessar und­an­þágur frá aug­lýs­inga­­­skyldu eiga við um störf sem aðeins eiga að standa í tvo mán­uði eða skem­­­ur, störf sem eru tíma­bundin vegna sér­­­stakra aðstæðna, svo sem vegna orlofs, veik­inda, fæð­ing­­­ar- og for­eldra­or­lofs, náms­­­leyf­­­is, leyfis til starfa á vegum alþjóða­­­stofn­ana og því um líkt, enda sé ráðn­­­ing­unni ekki ætlað að standa lengur en 12 mán­uði sam­­­fellt.

Þá eru und­an­þágur frá regl­unum sem fela í sér að störf sem hafa verið aug­lýst innan síð­­­­­ustu sex mán­aða ef þess er getið í aug­lýs­ing­unni að umsóknin geti gilt í sex mán­uði frá birt­ingu henn­­­ar. Að end­ingu er að finna und­an­þágur um störf vegna tíma­bund­inna vinn­u­­­mark­aðsúr­ræða á vegum stjórn­­­­­valda og aðila vinn­u­­­mark­að­­­ar­ins og hluta­­­störf fyrir ein­stak­l­inga með skerta starfs­­­get­u. Engar fleiri und­an­þágur er að finna í lög­­­un­­­um.

Það hefur hins vegar færst veru­­lega í vöxt hér­­­lendis að ráð­herrar skipi í emb­ætti án þess að þau séu aug­lýst. Það leiddi meðal ann­­ars til þess að umboðs­­maður Alþingis tók upp frum­­kvæð­is­at­hugun á mál­inu. Hann gafst upp á þeirri athugun í fyrra­vor.

Í við­tal­inu sagð­ist Lilja vera ánægð með skip­un­ina. Gagn­rýnin á ferlið hafi verið lær­dóms­rík. 

Lært af sölu á hlut í rík­is­banka

Þann 22. mars 2022 seldi íslenska ríkið 22,5 pró­sent hlut í Íslands­banka í lok­uðu útboði á nokkrum klukku­tímum til 207 fjár­festa fyrir 52,65 millj­arða króna. Ferlið var harð­lega gagn­rýnt nán­ast frá fyrsta degi og kallað var eftir því að rann­sókn­ar­nefnd Alþingi yrði skipuð til að fara í saumana á því. Þess í stað ákvað rík­is­stjórnin að styðja ákvörðun Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, að fela Rík­is­end­ur­skoðun að gera úttekt á sölu­ferl­in­u. 

Banka­sýsla rík­is­ins, stofn­unin sem bar ábyrgð á fram­kvæmd söl­unn­ar, skil­aði minn­is­blaði til fjár­laga­nefndar í lok apríl .Þar sagð­ist hún meðal ann­ars von­ast til þess að athugun Rík­is­end­ur­skoð­un­ar, og rann­sókn Fjár­mála­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands á ferl­inu, myndi verða „til þess að allir aðil­ar, sem komu að útboð­inu, dragi við­eig­andi lær­dóm af því.“

Rík­is­end­ur­skoðun skil­aði skýrslu sinni fyrir skemmstu og felldi þar marg­háttað áfelli yfir Banka­sýsl­unni og sölu­ferl­inu. Að mati stofn­un­­­ar­innar voru ann­­­markar sölu­­­ferl­is­ins fjöl­margir sem lúta bæði að und­ir­­­­­bún­­­­­ingi og fram­­­­­kvæmd söl­unn­­­­­ar. Í skýrsl­unni segir meðal ann­­­­ars að ljóst megi vera að „orð­­­­­sporðs­á­hætta við sölu opin­berra eigna var van­­­­­metin fyrir sölu­­­­­ferlið 22. mars af Banka­­­­­sýslu rík­­­­­is­ins, fjár­­­­­­­­­mála- og efna­hags­ráðu­­­­­neyti og þing­­­­­nefndum sem um málið fjöll­uðu í aðdrag­anda söl­unn­­­­­ar.“ Hægt hefði, að mati Rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­un­­­ar, að fá hærra verð fyrir eign­­­ar­hlut rík­­­is­ins en ákveðið var að selja á lægra verði til að ná fram öðrum mark­miðum en lög­­­bundn­­­um. Þá hafi hug­lægt mat ráðið því hvernig fjár­­­­­festar voru flokk­að­­ir. 

Banka­­­sýslan hefur hafnað nán­­­ast allri gagn­rýni sem sett hefur verið fram á hana og sagt að skýrslan afhjúpi tak­­­mark­aða þekk­ingu Rík­­­is­end­­­ur­­­skoð­unar á við­fangs­efn­inu.

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra mætti fyrir stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd í vik­unni og sagði þar að helstu mark­miðin hafi náðst með söl­unni á hlutn­um í Íslands­­­banka en að hægt sé að draga lær­­dóm af skýrslu Rík­­is­end­­ur­­skoð­un­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar