EPA

Hvað er svona merkilegt við Mauna Loa?

Það er stærsta virka eldfjall jarðar þrátt fyrir að hafa ekki gosið í tæp fjörutíu ár. Allt þar til fyrir nokkrum dögum er ólgandi hraunið tók að flæða upp úr 180 metra djúpri öskjunni. Eldfjallið Mauna Loa þekur um helming stærstu eyju Hawaii.

Þjóð­sagan segir að Pele, eld­gyðja Hawaii, hafi verið hrakin að heiman af eldri systur sinni, Na-maka-o-ka­ha‘i. Systirin sak­aði hana um að tál­draga eig­in­mann sinn og Pele varð því að finna sér nýtt heim­ili. Það reynd­ist henni þrautin þyngri því systir­in, ver­andi gyðja vatna og hafs, sá til þess að í hvert sinn sem hún valdi sér nýjan bústað á eyjum Hawaii og hóf að gera eld­stæði risu öldur hafs­ins og vatn flæddi á land og slökkti eldana.

Pele flýði að lokum til Stóru-Eyju, þeirrar stærstu í Hawai­i-eyja­kla­s­anum og ákvað að setj­ast að á fjall­inu Mauna Lua, Langa­fjalli, sem var svo stórt og svo hátt að flóðin sem systir hennar kall­aði yfir náðu ekki að slökkva elda sem hún kveikti. Þess vegna sett­ist Pele að í hlíðum Mauna Loa.

Það er ekki úr lausu lofti gripið að kalla stærsta virka eld­fjall heims Langa­fjall (Mauna Loa á tungu frum­byggja Hawai­i). Það þekur yfir helm­ing Stóru-eyju, um 5.300 fer­kíló­metra, og rís hæst rúm­lega 4.000 metra yfir sjáv­ar­máli. Segja má að rætur þess séu hafs­botni og frá þeim og til hæsta tinds eru hvorki meira né minna en 9.170 metr­ar. Í þeim skiln­ingi er Mauna Loa hærra en Ever­est.

Mauna Loa er ekki bara stærst heldur einnig í hópi virk­ustu eld­fjalla jarð­ar. Frá árinu 1833 hefur það gosið 34 sinn­um. 33. skiptið var árið 1984. Svo virt­ist það liggja í dvala í tæp fjöru­tíu ár eða allt þar til það hóf að gjósa fyrir nokkrum dögum síð­an. Hraun að vella upp úr gíg þess og svo sprungur að mynd­ast í hlíð­unum sem 1000 gráðu heitt hraunið flæddi út um, stundum í allt að 40 metra háum strókum og svo í tign­ar­legum taumum niður hlíð­arn­ar.

Allt er þetta mik­il­feng­leg sjón, ekki síst þegar dimma tekur og gló­andi hraunið sést lið­ast niður hlíðar Langa­fjall.

EPA

Með nokk­urri vissu má segja að ekk­ert fjall í heim­inum er undir jafn mik­illi smá­sjá vís­inda­manna og Mauna Loa. Á því er að finna full­komna jarð­skjálfta­mæla, halla­mæla, GPS-­mæla og önnur tæki og tól – búin nýj­ustu tækni sem völ er á. Þegar til kast­anna kom var hægt að spá fyrir um að gos væri að hefj­ast með klukku­stundar fyr­ir­vara. Yfir­völd reyndu í ofboði að greina hvar mesta hættan væri fyrir hendi og senda skila­boð til íbúa í grennd. Það er jafn­vægis kúnst, segja vís­inda­menn­irn­ir, að koma nákvæmum upp­lýs­ingum til fólks án þess að skapa óþarfa ótta.

En hlut­verk vís­ind­anna er ekki aðeins að meta hætt­una heldur vilja þeir leysa ráð­gátur þessa mikla fjalls. „Við erum að fá ein­stakt tæki­færi til að fylgj­ast með því sem er að ger­ast innan í eld­fjall­in­u,“ segir Gabi Laske, eld­fjalla­fræð­ingur við Háskól­ann í Kali­forn­íu.

Stóra-eyja er mynduð af röð fimm eld­fjalla. Undir þeim er svo­kall­aður heitur reit­ur, þar sem bráð vellur upp úr möttli jarðar og flyst til yfir­borðs í eld­gosi.

Svefn­inn óvenju langi

Frá fyrsta skrá­setta gos­inu í Mauna Loa árið 1843 hefur það að með­al­tali gosið á rúm­lega fimm ára fresti. En hvers vegna blund­aði það í tæpa fjóra ára­tugi og vakn­aði síðan einmitt núna?

Þrátt fyrir að allt hafi virst með róleg­asta móti á yfir­borði hefur kvika verið á hreyf­ingu inni í Mauna Loa síð­asta ára­tug­inn. Eitt­hvað vant­aði hins vegar upp á svo að hún kæm­ist upp á yfir­borð­ið. Ný kyn­slóð eld­fjalla­fræð­inga fær því það hlut­verk að rann­saka hegðun eldsum­brot­anna í Langa­fjalli eftir hinn langa svefn.

EPA

Eld­gos í Mauna Loa eru alla jafna ekki hættu­leg íbúum Hawaii. Í fjall­inu verður ekki sprengigos og hraunið er til­tölu­lega seig­fljót­andi og ryðst því ekki fram af ofsa eins og stundum er. Hraun­straum­ur­inn nú liggur í norð­aust­urátt og ógnar því engri byggð. Ekki er því útlit fyrir að Mauna Loa valdi eigna­tjóni, að minnsta kosti í þetta skipt­ið.

Eyjur Hawaii eru í rúm­lega 3.000 kíló­metra fjar­lægð frá næstu fleka­skilum og jarð­virkni þeirra hefur í aldir vakið undrun jarð­fræð­inga. Það var ekki fyrr en árið 1963 að sú kenn­ing var fyrst sett fram að eyj­urnar væru ofan á kviku­stróki – heitum reit. Slíkan strók er einnig að finna djúpt í jörð­inni undir Íslandi en sá munur er á að hér er einnig að finna fleka­skil svo jarð­fræðin er jafn­vel enn flókn­ari.

Margar sögur eru til um Pele og veru hennar á Mauna Loa. Ein þeirra segir að Pele hafi átt hvítan hund sem hún sendi af stað til að vara mann­fólk við að gos væri í vænd­um. Margir hafa í gegnum ára­tug­ina talið sig sjá hvítan hund á þvæl­ingi í hlíðum eld­fjalls­ins, m.a. starfs­menn rann­sókn­ar­stofu NOAA, haf- og loft­lags­stofnun Banda­ríkj­anna, sem þar er stað­sett.

Árið 1959 sögð­ust þeir koma auga á hund­inn. Þeir reyndu að ving­ast við hann, lokka hann til sín, en allt kom fyrir ekki. Síðar þetta sama ár hóf Kilauea, annað eld­fjall á Stóru-eyju að gjósa. Eftir það sást ekki til hvíta hunds­ins lengi vel.

Fólk taldi sig sjá hund­inn aftur næstu ár á eft­ir. Hann virt­ist birt­ast skyndi­lega og hverfa jafn skyndi­lega. Eftir eld­gos árið 1966 hvarf hann. Og hefur ekki sést síð­an.

EPA

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Efnisflokkar:
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiErlent