Umræður innan ráðuneytis leiddu til þess að leitað var til Hörpu

Í svari við fyrirspurn frá þingmanni Samfylkingar segir Lilja Alfreðsdóttir að einungis málefnaleg sjónarmið hafi ráðið för, að undangenginni ítarlegri rannsókn, er hún ákvað að skipa nýjan þjóðminjavörð án auglýsingar.

Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Auglýsing

Drög að aug­lýs­ingu vegna stöðu þjóð­minja­varðar höfðu verið skrifuð af tveimur emb­ætt­is­mönnum í yfir­stjórn menn­ing­ar- og við­skipta­ráðu­neyt­inu, en við umræður innan ráðu­neyt­is­ins um fram­hald máls­ins kom svo til tals hvort ein­hverjir af safn­stjórum höf­uð­safna, eða ann­arra stærri safna, myndu vilja taka að sér emb­ættið og væru hæfir til þess.

Í fram­hald­inu var svo „horft til nokk­urra safna og hvernig starf­semi þeirra hefði verið og laga­skil­yrði fyrir flutn­ingi emb­ætt­is­manns á milli safna könn­uð“ og nið­ur­staðan úr þeirri athugun var að Lista­safn Íslands þætti „standa fram­ar­lega með fram­sækna og fjöl­breytta starf­semi á und­an­förnum árum“ og að ljóst væri að „frammi­staða safn­stjóra Lista­safns Íslands, hæfni við­kom­andi, reynsla og þekk­ing var eft­ir­tekt­ar­verð og að starfið í safn­inu bæri með sér að þar færi kröft­ugur safn­stjóri og leið­tog­i“.

„Aðrir eig­in­leikar við­kom­andi, svo sem hæfni í mann­legum sam­skipt­um, stjórn­un­ar­reynsla og lausn­a­miðuð nálg­un, gerðu það enn fremur að verkum að safn­stjór­inn þótti vel hæfur til þess að taka við emb­ætti þjóð­minja­varð­ar,“ segir í skrif­legu svari Lilju Alfreðs­dóttur menn­ing­ar- og við­skipta­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Jóhann Páls Jóhanns­sonar þing­manns Sam­fylk­ingar um skipan þjóð­minja­varðar án aug­lýs­ing­ar.

Lilja til­kynnti undir lok ágúst að hún hefði skipað Hörpu Þórs­dóttur í emb­ætti þjóð­minja­varð­ar, með því að flytja hana úr stöðu safn­stjóra Lista­safns Íslands. Óhætt er að segja að ráð­herra hafi fengið bágt fyrir frá ýmsum fag- og stétt­ar­fé­lög­um, auk starfs­manna Þjóð­minja­safns­ins, sem töldu að ráð­herra hefði átt að aug­lýsa emb­ætt­ið.

Stjórn­enda­þátt­ur­inn væri far­inn að skipta miklu

Jóhann Páll kall­aði í fyr­ir­spurn sinni eftir skýr­ingum á því, hvers vegna ráð­herra hefði ákveðið að aug­lýsa ekki emb­ætti þjóð­minja­varðar eins og í lögum segir að almennt skuli gera og fór einnig fram á að fá upp­lýs­ingar um það hvers konar rann­sókn ráð­herra hefði fram­kvæmt við und­ir­bún­ing ákvörð­unar sinn­ar.

Í svar­inu kemur fram að við þá vinnu sem ráð­ist var í við að und­ir­búa aug­lýs­ingu um starfið hafi orðið ljóst að „horfa þyrfti til þess hversu safn­stjórnin er orðin viða­mikil í störfum safns­ins“ og er þá átt við „hve stjórn­enda­þátt­ur­inn er far­inn að skipta miklu í dag­legum störfum þjóð­minja­varðar og allar líkur eru á að fari vax­andi á næstu árum“.

Einnig var horft til þess að heim­sóknir safn­gesta skiptu meira máli en áður, í ljósi auk­ins fjölda þeirra og til ann­arra þátta, eins og við­töku safn­muna, og þeirra breyt­inga sem hefðu orðið á Þjóð­minja­safn­inu með stofnun Forn­leifa­verndar rík­is­ins og breyt­inga á þjóð­minja­lögum árið 2001 og svo lögum um menn­ing­arminjar árið 2012.

Auglýsing

Með ofan­greint í huga var nið­ur­staðan að „safn­stjórn Þjóð­minja­safns­ins skipti meira máli í ljósi þess að stjórn­sýsla forn­leifa hafði færst til Minja­stofn­unar og að einka­fyr­ir­tæki önn­uð­ust forn­minja­rann­sóknir að stærstum hluta“.

Í svari Lilju segir að við ákvörðun um flutn­ing Hörpu frá Lista­safni Íslands til Þjóð­minja­safns­ins hafi verið gætt að grund­vall­ar­reglum um lög­mæti, rétt­mæti og mál­efna­legar ástæður flutn­ings­ins.

„Þar ber helst að nefna að farið var vand­lega yfir alla þætti sem mestu skipta þegar kemur að starfs­lýs­ingu og hlut­verki þjóð­minja­varð­ar. Má þar einkum nefna stjórn­un­ar­reynslu, menntun sem nýt­ist í starfi, þekk­ingu á mál­efnum Þjóð­minja­safns­ins, þekk­ingu á safna­starfi í land­inu, per­sónu­lega eig­in­leika, sam­starfs­hæfni, mann­kosti og aðra per­sónu­bundna þætti. Nið­ur­staðan af öllu fram­an­greindu var að Harpa Þórs­dóttir upp­fyllti öll þau skil­yrði sem ráðu­neytið taldi að þjóð­minja­vörður þyrfti að hafa til að ber­a,“ segir í svari ráð­herra.

Ein­ungis byggt á mál­efna­legum for­sendum

Jóhann Páll spurði Lilju einnig um það hvernig ákvörðun um flutn­ing­inn sam­rýmd­ist rétt­mæt­is­reglu stjórn­sýslu­reglu, sem felur það í sér að allar ákvarð­anir og athafnir stjórn­valda skuli byggj­ast á mál­efna­legum sjón­ar­mið­um.

Í svari Lilju segir að ákvarð­anir sem teld­ust ómál­efna­legar væru til dæmis reistar á óvild eða per­sónu­legum ástæð­um, eða þá að þær bæru það með sér að vera af póli­tískum, per­sónu­legum eða fjár­hags­legum toga. Ekk­ert af þessu hafi átt við þegar kæmi að ákvörðun um skipan þjóð­minja­varð­ar.

„Flutn­ingur safn­stjór­ans er reistur á mál­efna­legum for­sendum og grund­vall­ast á því að hæfur for­stöðu­maður í einu af þremur höf­uð­söfnum þjóð­ar­innar er fluttur í annað höf­uð­safn, Þjóð­minja­safn­ið, eftir vand­lega athugun og rann­sókn á því hvort öll skil­yrði væru upp­fyllt sem rétt­læta við­kom­andi flutn­ing,“ segir í svari Lilju, sem segir ein­göngu mál­efna­leg sjón­ar­mið hafa legið til grund­vallar ákvörð­un­inni.

„Um­ræddur emb­ætt­is­maður hefur með störfum sínum og reynslu sýnt fram á fram­úr­skar­andi hæfni til að gegna emb­ætti þjóð­minja­varð­ar. Fjöl­þætt reynsla við­kom­andi við safn­stjórn, lög­áskilin þekk­ing á mál­efnum Þjóð­minja­safns­ins, starfs­um­hverfi opin­berra stofn­ana og lögum um opin­ber fjár­mál auk margra ára stjórn­un­ar­reynslu und­ir­strika að ein­göngu mál­efna­leg sjón­ar­mið lágu að baki ákvörðun um flutn­ing, til sam­ræmis við rétt­mæt­is­reglur stjórn­sýslu­rétt­ar. Vegna til­vís­unar til rétt­mæt­is­regl­unnar skal tekið fram að ákvörð­unin var ekki á nokkurn hátt byggð á per­sónu­legum tengslum né heldur var hún af póli­tískum toga og hafði engan fjár­hags­legan eða ann­ars konar ávinn­ing í för með sér fyrir nokkurn hlut­að­eig­andi. Við skip­un­ar­ferlið var gætt að öllum grund­vall­ar­reglum stjórn­sýslu­rétt­ar­ins sem við áttu, auk ann­arra laga og reglna,“ segir í svari ráð­herra.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent