Ef Gunnar Smári væri listdansari á skautum

Auður Jónsdóttir rithöfundur trúir því að þeir sem brjótist út úr því viðtekna breyti heiminum.

Auglýsing

Mig langar að ranta ábyrgð­ar­laust um kosn­ing­arn­ar, sagði ég við ábyrgð­ar­fullan rit­stjóra Kjarn­ans og fannst ég sjá á honum að heppi­legra væri að segja: Mig langar að ranta á ábyrgan hátt um kosn­ing­arn­ar.

Hér með hefst rant­ið!

Um dag­inn var Gunnar Smári Egils­son hank­aður á því að hafa haft frjáls­hyggju-­lega skoðun í grein árið 2004 sem þykir ekki sam­ræm­ast sós­í­al­isma-­legum skoð­unum hans í dag. Eins og svo oft áður var Gunnar Smári fljótur að vinda sér úr snör­unni, að minnsta kosti and­spænis stuðn­ings­fólki sínu. Eins og list­dans­ari á skautum í orð­fimi, ef haldnir væru Ólymp­íu­leikar fyrir slíka kappa, þá yrði hann sendur fyrir hönd Íslands. Gott ef hann sá sér ekki færi á að vara fólk við að taka mark á þessum Gunn­ari Smára 2004.

Raunar tengdi ég við eft­ir­far­andi varn­ar­orð Gunn­ars Smára: „Ég bara man þetta ekki, síðan hvenær er þetta?“ sagði hann sem kvaðst ekki vita í hvaða sam­hengi greinin hefði verið skrif­uð.

Og hann sagði líka: „Al­veg eins og Stalín er ekki hérna eins og þú varst að spyrja áðan, þá er bara Gunnar Smári 2004 ekki í fram­boði. Ég hef skrifað heilu her­bergin eftir Gunnar Smára 2004, sem stang­ast á, og ég hef leyft mér sem pistla­höf­undur og blaða­maður að vera svo­lítið svona ólík­inda­tól og brugðið fyrir mig hæðni og alls konar hlut­u­m.“

Og hvert er ég að fara með þessu ranti?

Auglýsing

Yfir­læt­is­legt menn­ing­ar­auð­magn

Erlendur í Unu­húsi sagði eitt­hvað á þá leið að helst ætti maður að skipta um skoðun á hverjum degi. Ég er sjálf þeirrar skoð­unar að kona – sumum finnst rétt­ara að segja maður – þurfi ekk­ert endi­lega að vera lengi sam­mála sjálfri sér. Sú eða sá sem hefur verið sam­mála öllum sínum gild­is­dómum og við­horfum síðan 2004 – eða þess vegna 1974 – á lík­lega í ein­hvers konar vand­ræðum árið 2021 við að finna svörun í umhverfi dags­ins í dag. Þess utan, og þetta er smá útúr­dúr, þá man ég eftir að hafa dýrkað svo pistla Gunn­ars Smára sem ung­lingur að ég átti mér enga ósk heit­ari en að geta hljó­mað álíka ósvíf­inn skríbent og hann. Mér hefur ekki tek­ist það.

Ég hef oft verið skept­ísk á ýmis­legt og ósam­mála öðru í umbrota­sömum mál­flutn­ingi Gunn­ars Smára í póli­tík­inni; sumt sem komið hefur frá flokki hans hefur jafn­vel tendrað hug­renn­ing­ar­tengsl við aðferða­fræði popúl­is­ma, ein­hver orð ein­hverra þar jaðrað við að beina hug­anum að ann­ars konar aðferða­fræði í miður lýð­ræð­is­legum ríkj­um. Samt sem áður er þessi rödd bæði þörf og bráð­hressandi og inn á milli óþægi­lega sönn. Í henni felst svo margt sem er orðið löngu tíma­bært að ein­hver segi og lýsi upp. Jú, þetta er glanna­leg rödd, stundum ósvíf­in, skeikul og alhæf­ingaglöð, en líka krítísk, sterk, grein­andi og óvenju frjó. Og hún virð­ist aldeilis hafa hleypt enn meiri áræðni í Ingu Sæland.

En kannski þarf maður – les­ist kona – að hafa unnið í leik­húsi til fagna drama­t­úrg­í­unni sem þessi rödd (eins og fleiri radd­ir) hefur skapað í kosn­inga­slagnum þetta árið. Og það eitt að segja akkúrat þessa allra síð­ustu setn­ingu í ranti um Gunnar Smára fær mig til skamm­ast mín smá yfir að gal­gop­ast yfir­læt­is­lega menn­ing­ar­auð­magns­lega. Gott ef mér líður ekki eins og dóm­kirkju hinnar frjáls­lyndu miðju – eins og hann kall­aði fastakúnna í Kaffi­fé­lag­inu á ein­hverjum miðl­in­um, en þar fáum við sonur minn okkur stundum hress­ingu. Samt ekki með latte og tref­il.

Auð­vitað má segja að svona full­yrð­ing sé gam­al­kunn­ugt trikk, meðal ann­ars lýð­skrumara, til að skilja að okkur (al­þýð­una) og hina (óvin­inn) – ég þá síð­ar­nefnt í þessu til­viki. En! Ég fagna líka ögrandi status­um. Þeir fá mig til að róta upp í stundum sjálf­boru­legri hugsun minni. Það er hollt að velta mögu­legum for­rétt­indum sínum fyrir sér, stundum erum við jú blind á þau – og for­rétt­indi birt­ast í ýmsum mynd­um, m.a. félags­auð­magni og menn­ing­ar­legum statusi. En for­rétt­indi hafa verið mér nokkuð hug­leikin í þess­ari kosn­inga­bar­áttu, umfram ann­að.

Klass­íski póli­tíkus­inn

Eins og ég skil það er popúl­ismi í raun­inni aðferða­fræði, brúk­leg á ólíkum vett­vangi, í ólíkum mál­um. Þannig má til dæmis tala um popúl­ískan áróður í umhverf­is­mál­um, rétt eins og popúl­ískan áróður öfga­fullra þjóð­ern­is­sinna. Kannski má þá að ein­hverju leyti útskýra upp­gang popúl­is­ma, hist og her um heim­in­um, með þörf hinna valda­lausu fyrir aðferð til að öðl­ast rödd og vægi. Þörf allra sem standa á einn eða annan hátt fyrir utan valda­miðju sam­fé­lags. Og þeir verða sífellt fleiri sem þora að hafa rödd.

Með aðferðum hins ábyrgð­ar­lausa rants verður manni þá hugsað til klass­ísku leið­ar­innar í íslenskri póli­tík. Að fara í lög­fræði eða hag­fræði, eða eitt­hvað fag í virðu­legri kant­in­um, og um leið í annað hvort Röskvu eða Vöku, verða aktívur í ung­liða­pólítík, koma sér upp ákveðnu félags­auð­magni, dvelja helst bara á Íslandi til að byggja upp feril og sverja ein­hverjum af rót­grón­ustu flokk­unum ævar­andi holl­ustu. En hljóta þess í stað tæki­færi innan vold­ugs félags­nets, í það minnsta vel­vild og sam­svör­un. Sá sem fetar krækl­ótt­ari leið hættir á að verða stimpl­aður aðeins of rót­tæk­ur, tæki­fær­is­sinn­að­ur, ung­gæð­ings­legur eða rugl­ings­leg­ur.

Félags­net flokks með djúpar rætur í sam­fé­lag­inu hvísl­ar: Allt sem þú vilt skaltu fá, ef þú fellur fram og til­biður mig (les­ist: efast ekki um inn­tak mitt).

Svona má maður skrifa – ef maður rantar ábygð­ar­laust. Því í rant­inu talar skynj­unin óhindr­uð, án of mik­illar trufl­unar frá kröfu um smá­smugu­leg rök. Skynjun rants­ins seg­ir: Þessar kosn­ingar núna eru skemmti­lega líf­rænar því þær ólga af óhefð­bundnum póli­tíkus­um. Ólga af ólíkum röddum utan rót­grón­ustu flokk­anna. Sumar radd­irnar höfða til sum­ra, stundum sumt í sum­um, annað ekki, en allar þessar raddir búa til eitt­hvað safa­ríkt, ögrandi og margróma. Þær krefj­ast breyt­inga, þó á ólíkan hátt og með ólíkum aðferð­um. En þær standa utan við góð­borg­ara­lega hug­mynd um að ein leið að valda­stólum sé rétt­ari en aðr­ar. Leið klass­íska stjórn­mála­manns­ins.

Óheið­ar­legt en öfl­ugt

Einmitt þess vegna rís varð­maður hins klass­íska stjórn­mála­manns upp og seg­ir: Orð Gunn­ars Smára er ómark­tæk því hann flaug einu sinni í einka­þotu og hlýtur því að vera tæki­fær­is­sinn­að­ur. Orð Þor­gerðar Katrínar eru ómark­tæk því hún fór úr Sjálf­stæð­is­flokknum og hlýtur þá að vera tæki­fær­issinn­uð. Orð Þór­hildar Sunnu eru ómark­tæk því hún er dóna­leg. Af hverju? Nú, hún á leð­ur­jakka og spyr of ögrandi spurn­inga til að það sé boð­legt að bjóða henni í boð (les­ist: hún er klár og bein­skeytt). Og þannig má halda áfram.

Vita­skuld er gott og þarft að spyrja stjórn­mála­fólk sem býður sig fram til þings út í for­tíð­ina. En! Svo oft hef ég heyrt sömu inn­an­tómu fra­sana not­aða um sama fólkið að ég efast ekki um að þeir hafi verið mat­reiddir sér­stak­lega í því skyni að klekkja á óþægi­lega frjóum röddum sem gætu ógn­að. Síð­ustu árin hef ég heyrt þá not­aða svo grun­sam­lega oft og klént um Þor­gerði Katrínu, þá hug­rökku stjórn­mála­konu, að ég er sann­færð um að slíkir PR-frasar verði til í sam­krullspar­tíi ríkj­andi stabilítets og vætli inn í skynjun ann­arra eins og gömul hug­mynd um guð. Hugs­aðir sem tæki til smætt­un­ar. Óheið­ar­legt en öfl­ugt.

En allar þessar radd­ir, eins ólíkar og þær eru, eiga sam­eig­in­legt að knýja á um hinar og þessar kerf­is­breyt­ing­ar. Upp­stokk­un. Jafn­vel nýja stjórn­ar­skrá.

Þrýst­ing­ur­inn áger­ist

Þetta eru ekki popúlist­ar, þó að stundum megi greina popúl­íska orð­ræðu í mál­flutn­ingi ein­hvers. Heldur ekki pönk­arar eða ein­hverjir að maka krók­inn. Þetta eru fjöl­breyttar raddir sam­fé­lags­ins, eins ólíkar og þær eru marg­ar, og þær verða sífellt fleiri og sterk­ari þessar raddir sem eru ákall nýrra tíma. Já, þetta er gjör­ó­líkt fólk sem stendur fyrir gjör­ó­líkar stefn­ur. Samt! – þetta er fólkið sem þorði að skipta um skoð­un. Þorði að hugsa eitt­hvað annað í dag en það gerði í gær. Efast. Við­ur­kenna og end­ur­skoða eigin for­rétt­indi og ann­arra. Taka sér vald utan við­tek­inna hefða. Varpa ljósi á valda­leysi þeirra sem fengu ónýt­ustu for­rétt­inda­spil­in. Mæta gagn­rýni við að feta nýja leið. Gagn­rýna djúp­stæða sér­hags­muni. Búa til eitt­hvað nýtt og ófyr­ir­sjá­an­legt. Trúa á nýjar aðferð­ir, hvort sem er til hægri, vinstri ... eða á íhaldsnótum eða frjáls­lynd­isnót­um. Hugsa slík hug­tök upp á nýtt. Trúa á rödd sína. Hugsa sjálf­stætt, ólíkt mörgum sem kenna sig hvað ákaf­ast við frelsi ein­stak­lings­ins.

Í öllum þessum röddum búa nýjar hug­mynd­ir, frjóar pæl­ing­ar, ögrandi gagn­rýni, svo margt sem fær okkur til að hugsa upp á nýtt – þó að við getum auð­vitað ekki verið sam­mála öll­um, hvað þá alltaf. Auð­vitað finnst manni sumt algjör vit­leysa, for­heimskun og allt það versta. Eða ekki! Og samt! Í ögrandi röddum búa spurn­ingar morg­un­dags­ins, stundum svo knýj­andi að þær fá vél­ræn svör mak­inda­legri stjórn­mála­manna til að hljóma hall­æris­lega yfir­læt­is­leg. En allar þessar margróma raddir eru orðnar svo margar að ef stjórn svo­kall­aðra íhalds­flokka nær aftur völdum á þrýst­ing­ur­inn úr öllum áttum aðeins eftir að áger­ast. Alla­vega, það er fullt af góðu fólki í fram­boði og helst vildi ég geta kosið í per­sónu­kjöri. Hina og þessa, úr hinum og þessum flokk­um.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiÁlit